Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL gleraugu á verði fyrir ALLA Mikið úrval umgjarða fisléttar og sterkar flott hönnun litríkar • • • • Margverðlaunuð frönsk gæðagler verð uMgjarða 4.900 9.900 14.900 19.900 24.900 Samkvæmt gögnum sem Stak-steinar hafa undir höndum og víðar réðu yfirvöld útvarpsstjóra til starfs árið 1930 eða svo.    Samkvæmt sömugögnum sýna launareikningar hans framreiknaðir og laun núverandi útvarpsstjóra aft- urreiknuð, sem Staksteinar hafa einnig undir höndum og víðar, að laun hans hafa verið áætluð um 18 milljónir króna.    Þetta eru há árslaun og hærrien forsætisráðherra hefur, sem er lögbrot, en segir þó ekki alla söguna.    Því samkvæmt niðurstöðu vasa-reiknivélar, sem Staksteinar hafa undir pappírsflóði á borðinu, var búið, þegar síðast var skoðað, að greiða útvarpsstjóra eitt þús- und fjögur hundruð sjötíu og sex milljónir króna í laun frá því að sú áætlun var gerð! Ríkisendurskoð- andi mun sem þrumu lostinn og boðar skýrslu um málið á 1.100 ára afmæli Alþingis árið 2030.    Þessi ógnar fjárhæð hefur aldr-ei verið birt áður í heild og því verið leynileg fram að þessu.    Samkvæmt minnisblaði semStaksteinar sáu oft fyrir mörgum árum má byggja átta vönduð barnaheimili fyrir fjár- muni sem varið hefur verið til að greiða laun þessa eina embættis- manns og eru þá launatengd gjöld, frír sími, bifreið og risna ekki talin með.    Í Kastljósi í kvöld verða þessi 8barnaheimili sýnd og spurt hver beri ábyrgð á hneykslinu. Páll Magnússon Embættismaður með 1.476 milljónir STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.9., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 3 rigning Kirkjubæjarkl. 7 rigning Vestmannaeyjar 5 rigning Nuuk 3 súld Þórshöfn 9 skúrir Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 12 skúrir Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 13 skúrir Lúxemborg 12 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 16 léttskýjað París 15 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 13 skúrir Berlín 16 léttskýjað Vín 16 skýjað Moskva 13 heiðskírt Algarve 18 skýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 11 skýjað Montreal 12 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 17 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:30 19:07 ÍSAFJÖRÐUR 7:36 19:11 SIGLUFJÖRÐUR 7:19 18:54 DJÚPIVOGUR 6:59 18:37 Talið er víst að fíkniefnum hafi verið smyglað hingað til lands í tengslum við stóra fíkniefnamálið sem upp kom í Danmörku á dögunum. Ekki var lagt hald á fíkniefni í tengslum við málið hérlendis og því má gera ráð fyrir að þau hafi farið á götuna. Átta Íslendingar hafa verið hand- teknir í tengslum við málið í Dan- mörku og Noregi, þar á meðal er höfuðpaurinn. Flestir Íslendinganna hafa komið við sögu lögreglu hér á landi. Rannsókn málsins hófst hér á landi um mitt síðasta ár og að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, byggðist rann- sóknin á upplýsingum um ætlaðan innflutning fíkiefna til Íslands og annarra Norðurlanda. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld í Danmörku og Noregi og málið unnið í samvinnu við þarlend lögreglu- yfirvöld. Auk þess var Interpol gert viðvart eins og venja er í alþjóð- legum málum. Málið er eitt það stærsta sem kemur hefur inn á borð íslensku lögreglunnar en hald var lagt á tugi kílóa af amfetamíni sem hægt er að drýgja verulega. Götu- verð getur því numið milljörðum. Aðspurður hvort til standi að leggja fram framsalsbeiðni segir Karl ekkert liggja fyrir um slíkt en útilokar þó ekki þann möguleika. Í samtali við mbl.is segir Karl að mál- ið sé enn eitt dæmið um að ekki þýði að líta á Ísland sem einangrað í fíkniefnaheiminum, algengara sé að mál hafi erlendar tengingar. Umfangsmikil rannsókn hófst á Íslandi  Íslendingur talinn höfuðpaur í um- fangsmiklu fíkniefnamáli í Danmörku Vopn Byssa sem danska lögreglan lagði hald á í tengslum við rannsóknina. Ávanaefni kannabis hefur verið ein- angrað frá í lyfinu Sativex, sem ætl- að er til meðhöndlunar á fylgikvillum MS-sjúkdómsins, og er lyfið því ekki ávanabindandi. Þetta kemur fram í frétt á vef MS-félagsins. Morgunblaðið sagði frá því á mið- vikudag að Lyfjastofnun hefði veitt bresku lyfjafyrirtæki markaðsleyfi fyrir lyfinu en virka efnið í því er er Delta-9-tetrahydrocannabinoll (THC BDS) sem þekktast er fyrir að vera virka vímuefnið í kannabisefn- um. Þá inniheldur lyfið jafnframt virka efnið Cannabidiol Botanical (CBD BDS) en líkt og THC þá finnst það einnig í kannabisplöntum. Engin áhrif á framgang MS Á vef MS-félagsins segir ennfrem- ur að lyfið sé almennt ætlað fyrir MS-sjúklinga sem eru slæmir af spasma og verkjum. Það sé ekki MS- lyf í þeim skilningi að það hafi áhrif á framgang sjúkdómsins. Þá segir að Sativex hafi ekki verið markaðssett á Íslandi enn sem kom- ið er og ekki sé víst hvort og hvenær af því verði. Áður en hægt sé að ávísa lyfinu hér á landi þurfi lyfjagreiðslu- nefnd að samþykkja leyfilegt há- marksverð á lyfinu. kjartan@mbl.is Verði ekki háð- ir Sativex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.