Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 12
Makrílvertíðin 2012 Heildarafli 151.820 tonn samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. 23 aflareynsluskip fengu úthlutað 105.036 tonnum og hafa 20 skip landað um 101.700 tonnum. 31 vinnsluskip fékk úthlutað 35.252 tonnum. 24 skip hafa landað 34.720 tonnum. 55 skip án vinnslu (afli ísaður um borð ) fengu úthlutað 9.321 tonni og hafa þau landað 8.162 tonnum. 17 línu- og handfærabátar hafa landað um 1.100 tonnum. Nokkuð á annað hundrað skip og bátar um allt land, af öllum stærðum og gerðum, hafa landað makríl í sumar. Skipum var skipt í potta og heimildum deilt á þá. Langmest kom í hlut skipa sem byggja á aflareynslu. mílur NNA af Færeyjum. Þeir eru fyrr á ferðinni að ljúka síldarvertíð heldur en oft áður, enda var kvótinn minni í ár en í fyrra. Framundan hjá áhöfninni á Vil- helm eru 4-5 túrar á íslensku sum- argotssíldina síðar í haust og svo fer skipið í slipp í desember. Birkir vonast eftir góðri loðnuvertíð eftir áramótin, en óvissa er um hversu mikið verður leyft að veiða af loðnu. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta hefur verið gott ár til þessa, sérstaklega á makrílnum í sumar,“ sagði Birkir Hreinsson, skipstjóri á aflaskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, um hádegi í gær. Þeir voru þá á leið heim til Akureyrar eftir að hafa landað síðasta skammt- inum af norsk- íslenskri síld í Neskaupstað. Skipverjar voru í óða önn að þrífa skipið hátt og lágt. „Þrifin eru alltaf talsverður handleggur eftir strangt úthald, en við höfum varla stoppað í mínútu frá því í júníbyrj- un,“ segir Birkir. Í vetur kom Vilhelm með um 42 þúsund tonn af loðnu að landi, þá tók kolmunninn við og voru veidd um sex þúsund tonn af honum, rúm- lega 10 þúsund tonn af makríl og síðan um 6.500 tonn af norsk- íslenskri síld. Alls eru þetta tæplega 65 þúsund tonn upp úr sjó og hefur makríll, síld, kolmunni og hluti loðn- unnar verið frystur um borð. Samherji gerir skipið út og skip- stjóri á Vilhelm með Birki er Guð- mundur Þórarinn Jónsson. 24-26 manns eru í áhöfn þegar aflinn er frystur, en um 40 manns hafa komið að störfum um borð á árinu. „Það komast færri að en vilja,“ segir Birkir og segir að fyrir utan fasta- mannskapinn hafi nokkuð verið um það í ár að menn af öðrum skipum Samherja hafi fengið pláss á Vil- helm, m.a. meðan verið var að breyta skipum þeirra. Algengt sé að menn fari 1-2 túra og fari svo í frí. Einnig vinni margir í einn mánuð um borð og taki frí þann næsta. Í sömu förunum í 3-4 vikur „Vissulega er skipið með góðan kvóta, en það þarf samt að hafa tals- vert fyrir því að ná í þetta og það hefur gengið vel í ár,“ segir Birkir. „Í sumar var auðveldara að ná í makrílinn en nokkru sinni áður, bæði var mikið af honum og veðrið var líka gott. Þannig gerðum við þrjá túra á sama blettinn, vorum í sömu förunum í 3-4 vikur og feng- um stóran og góðan, óblandaðan makríl. Ég er alfarið á móti því að afla- heimildir íslenskra skipa í makríl verði skornar niður. Það er ekki hægt að líta framhjá því að þriðj- ungur stofnsins var í íslenskum sjó í sumar. Hann var nánast allt í kring- um landið, fyrir austan, sunnan og vestan. Því ætti hann að fá frítt að éta hér í marga mánuði á hverju ári? Ég hef trú á að fiskifræðingar vanmeti stærð stofnsins í heild án þess að hafa nokkuð fyrir mér í þeim efnum annað en það sem ég sé og heyri á miðunum,“ segir Birkir. Vonast eftir góðri loðnuvertíð Þeir byrjuðu makrílvertíðina á tveimur túrum við Vestmannaeyjar í byrjun júní, en héldu sig síðan fyr- ir austan land. Síldina tóku þeir einnig að mestu fyrir austan, en enduðu í færeyskri lögsögu 130-140 „Höfum varla stoppað í mínútu“  Gangur í veiðum og vinnslu um borð í Vilhelm Þorsteinssyni  Aflinn í ár um 65 þúsund tonn  Búnir með kvóta í norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna og loðnu  Færri komast að en vilja Ljósmynd/Ólafur Óskar Stefánsson Vetur, sumar, vor og haust Eitt tekur við af öðru og nú þegar aflamarki hefur verið náð í norsk-íslenskri síld og makríl bíða veiðar á íslenskri sumargots- síld áhafnarinnar á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Myndin er tekin á loðnumiðum undan Stokksnesi fyrir nokkrum misserum, Bjarni Ólafsson AK í baksýn. Birkir Hreinsson Mælingar á útbreiðslu loðnu og stærð stofnsins, sem vænst er að heimilað verði að veiða úr á vetr- arvertíð 2013, hefjast í byrjun jan- úar. Litlar upplýsingar liggja fyrir um stærð þessa árgangs, m.a. vegna þess að verkfall og hafís torvelduðu mælingar á ungloðnu í fyrrahaust. Hins vegar hefst í dag leið- angur til að mæla stærð og út- breiðslu þess árgangs loðnu sem ætti að koma inn í veiðina haustið 2013 og veturinn 2014. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur segir að leitað verði fyrir Norður- landi og síðan farið vestur fyrir land og inn í grænlenska lögsögu. Hugsanlega takist að afla upplýs- inga um veiðistofn vetrarins, en slíkt hefur ekki tekist á þessum árstíma í um áratug með undan- tekningu fyrir tveimur árum. Mælt í októ- ber og janúar LOÐNUSTOFNINN 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Ótrúlegt úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, kappar og allt þar á milli. Við lánum þér gardínulengjur heim til að auðvelda valið. GLUGGATJÖLD Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er Aðalfundur Fonts, félags smábátaeigenda á Norðaustur- landi, var nýlega haldinn á Þórs- höfn og í ályktun er skorað á Steingrím J. Sig- fússon, ráðherra atvinnumála, að sýna þann kjark að auka nú þegar veiðiheimildir í ýsu. Á fundinum var rifjað upp að fyrir nokkrum árum var nánast enga ýsu að fá á miðunum við NA- horn landsins og ýsukvóti sé því lítill sem enginn á bátum félags- manna. Síðustu ár hafi ýsa hins vegar „flætt yfir svæðið“ og nú sé nánast vonlaust að fá ýsu leigða á viðunandi verði. Með minnkandi veiðiheimildum í ýsu og erfiðum leigumarkaði sé staða félagsmanna Fonts mjög erfið. Allt komi fyrir ekki þó menn reyni að forðast ýsu. Steingrímur sýni kjark og auki veiði- heimildir í ýsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.