Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 ✝ Valdís Sigurð-ardóttir fædd- ist í Mörk á Djúpa- vogi 2. ágúst 1928. Hún lést á Land- spítala, Fossvogi, 26. september 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Andrea Stefanía Emilsdóttir, kenn- ari og húsfreyja, f. 22.6. 1892, d. 28.8. 1956 og Sig- urður Jónsson, bóndi og tré- smiður, f. 14.10. 1895, d. 13.6. 1972. Valdís var yngst þriggja systkina, þeirra Emils Sigurðs- sonar, fyrrverandi versl- unarstjóra á Akureyri, f. 29.3. 1919, d. 17.11. 2008, og Val- borgar Sigurðardóttur, f. 9.1. 1921, d. 29.2. 1976. Hinn 29. mars 1954 giftist hún Jóni Vídalín Jónssyni, hús- gagnasmíðameistara frá Húsa- vík í Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir húsfreyja og Jón Auðunsson skósmiður. Valdís og Jón eignuðust þrjú börn. 1) Adda Björk, maki sem heyrnarskerðing, afleiðing skarlatsóttar sem hún fékk þeg- ar hún var fimm ára gömul, olli því að hún gat ekki stundað frekara nám, þó að hugur henn- ar stæði til þess. Hún var vel gef- in, fróð og einstaklega minnug. Hún var bókelsk og þá sér- staklega á bundið mál og kunni fjöldann allan af vísum og kvæð- um. Þá var hún einstaklega handlagin saumakona og vand- virk með eindæmum. Hannaði hún og saumaði marga frábæra flíkina og taldi hún ekki eftir sér að vaka heilu næturnar ef mikið lá við. Þá má ekki gleyma ástríðu hennar fyrir blómarækt og átti hún margar fallegar plöntur sem hún sinnti af ein- stakri alúð. Á heimili þeirra hjóna var mjög gestkvæmt og tekið á móti öllum af miklum höfðingsskap. Barnabörn og barnabarnabörn voru ein- staklega hænd að henni og sóttu mikið í Blönduhlíðina enda tók hún öllum opnum örmum með ást sinni og hlýju. Síðustu árin voru henni erfið vegna veikinda en hún þjáðist af illvígri igtsýki sem byrjaði að hrjá hana um fer- tugsaldurinn. Gat hún þó verið heima nær alveg fram að andláti með einstökum stuðningi, ástúð og væntumþykju eiginmanns. Útför Valdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 3. október 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. Björgvin Frið- riksson. Dætur þeirra eru Andrea Stefanía og Karen Björk. Sambýlis- maður Andreu er Karl Elinías Krist- jánsson og maki Karenar er Adam Clinton Reeve. 2) Erla Bára, börn hennar eru Reynir Pálsson, Sigurhans Óskar og Thelma Lind Sig- urhansbörn. 3) Sigurður Rúnar, maki Selma Thorarensen. Börn þeirra eru Rakel Sif, Unnar Freyr og Sigríður Ylfa. Barna- barnabörnin eru fjögur, Emilía Rán McGregor, Ívar Nói Karls- son, Mikael Ægir Logason og Bríet Valdís Reeve. Barns- og unglingsárum eyddi hún á Djúpavogi, þar sem hún gekk í skóla og söng með kirkjukórnum en á nítjánda ald- ursári flutti hún ásamt for- eldrum sínum til Reykjavíkur en þá hafði hún kynnst tilvonandi eiginmanni sínum en þau kynnt- ust sem pennavinir, sem var fés- bók þess tíma. Valdís var heima- vinnandi húsmóðir alla tíð þar Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Elsku mamma, hjartans þakk- ir fyrir allt. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Adda Björk. Elsku mamma mín. Ég vil fá að kveðja þig með þessum fátæklegu orðum. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ef ég ætti að telja upp allt sem þú hefur gert fyrir mig væri það ótæmanlegur listi. Þú varst kletturinn í lífi mínu og alltaf til staðar, bæði nótt sem dag og ávallt tókstu mér með hlýju faðmlagi og kossi á kinn. Það voru ófáar næturnar þar sem þú sast og saumaðir á okkur systkinin fallegt föt eða hvað eina sem vantaði eða við báðum þig um. Óþreytandi raktir þú upp aft- ur og aftur þangað til þú varst ánægð eða svo vel færi. En það var ekki auðvelt að rekja upp það sem þú saumaðir, svo vel var það gert. Oft sagðirðu við okkur syst- urnar að þér þætti leitt hvað við værum ómyndarlegar í höndun- um við saumaskap. Minningarnar hrannast upp. Þú vildir gefa mér allt það besta í veganesti. Heiðarleiki, vand- virkni, kurteisi, hjálpsemi og iðjusemi voru þín einkunnarorð. Svoleiðis varst þú, elsku mamma mín, þú fórnaðir þér ætíð fyrir aðra þrátt fyrir veikindi. Nú get ég ekki hringt í þig og spurt þig ráða eins og svo oft áður. Ef eitt- hvað vafðist fyrir gat ég alltaf hringt í þig og spurt þig ráða ekkert síður en börnin mín. Þú áttir svör við öllu, kunnir hafsjó af vísum, stökum, þulum og bæn- um sem þú fórst með fyrir okkur og sögum sem gaman var að heyra þig segja. Nú er allt svo tómlegt þegar þú ert farin, ég sakna þín og hlýja faðmlagsins þíns og gleðst yfir að hafa átt þig sem mömmu mína og ömmu barnanna minna. Ég mun geta sagt barnabörnun- um svo margt frá þér og pabba sem nú sér á eftir yndislegri eig- inkonu, vini og lífsförunaut. Missir pabba er mikill því þið voruð svo náin. Þið voruð svo fal- leg hjón. Elsku pabbi guð styrki þig, Öddu, Sigga og þeirra fjölskyld- ur og aðra sem eiga um sárt að binda sem misst hafa svo mikið. Elsku mamma, ég er og verð innilega þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og allt það sem þú varst og kenndir mér og börnunum mín- um. Minning þín mun ætíð lifa í hjarta mínu og ég mun halda minningu þína í heiðri. Takk fyrir allt og allt. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. (Freysteinn Gunnarsson.) Það er fögur sjón að sjá Svona ást og blíðu Sem að vinna ekki á Árin löng og stríðu. (Höf. ókunnur.) Þótt þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði. Þín, Erla Bára. Í dag kveð ég þig, elsku amma mín, með söknuð í hjarta en um leið minnist ég allra góðu stund- anna sem við áttum saman og þakka svo fyrir það. Þú varst alltaf svo góð, hreinskilin og samkvæm sjálfri þér og þótti mér svo gott að tala við þig um lífið og tilveruna. Margar eru góðu minningarn- ar úr Blönduhlíðinni, við frænd- systkinin að alast upp með til- heyrandi ævintýrum, hlýleikann og ástina sem maður fann alltaf hjá ykkur afa og það má með sanni segja að margar af mínum ástsælustu minningum séu ykk- ur að þakka. Ég hef alltaf haldið sérstak- lega upp á handskrifuðu kortin þín sem þú gafst mér í gegnum tíðina og hef ég reynt að safna þeim og varðveita þar sem þau eru mér ómetanlega dýrmæt. Þakka þér svo innilega fyrir samfylgdina, elsku amma mín. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Hvíldu í friði, amma mín. Þinn Reynir. Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja. Það tók þig nokkurn tíma og ekki gleymdir þú nein- um. Kallaðir nöfn okkar allra og lagðir okkur lífsreglurnar fram á síðustu stundu sem þér einni var lagið. Þér var annt um alla í kringum þig og alltaf varstu svo yndisleg, hlý og góð. Þú varst svo mikið með mig öll mín æskuár og alla mína skóla- göngu átti ég vísan stað hjá þér og afa í Blönduhlíðinni. Það er svo sárt að kveðja þig, amma, mér finnst ég eiga eftir að segja þér svo margt og mig langar svo að heyra þig segja sögurnar þín- ar. Þú sagðir mér í ófá skipti sög- una af því þegar ég stalst út að leita að mömmu einn vetrar- morgun eftir að hún var farin í vinnuna. Þú hentist út í myrkrið að leita að mér en á leiðinni upp götuna mættir þú svo manni sem hélt á mér. Þú hlóst svo oft að því hvað var erfitt fyrir þig að taka mig í fangið þar sem þú varst næstum því bara á sloppnum. Yndisleg ertu, amma, og þú minntist meira að segja þessa at- viks meðan ég sat hjá þér og kvaddi þig. Ég man eftir þér ófáar stund- irnar við saumaskap og ekki gleymi ég rauða kjólnum og húf- unni sem þú heklaðir á dúkkuna mína þegar ég var lítil og bláu smekkbuxurnar sem þú saumað- ir á bangsa. Svo gerðir þú líka svo vel við bangsa þegar ég var búin að kyssa á hann gat. Þegar ég var svo orðin stærri og fékk hugmynd að einhverju sem mig langaði í þá varstu strax byrjuð að sauma, kjóla, pils, pelsa og svo margt fleira sem ég mun alltaf geyma vel. Oft var liðagigtin að hrjá þig en þá leið- beindir þú mér við saumaskap og oft þurfti ég að rekja upp heilu metrana ef hlutirnir voru ekki nógu vel gerðir. Þú gerðir allt svo vel og lagðir mikinn metnað í allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst afburða kokkur og pönnukökurnar þínar, sem voru þær bestu í heimi, varstu yfirleitt búin að baka þegar ég kom í heimsókn. Ég mun aldrei gleyma þeim óteljandi stundum þegar ég kom í mat til þín í steikta fiskinn eða fiskibollurnar í bleiku sós- unni, sem voru í uppáhaldi hjá mér. Ég hringdi oft í þig til að leita ráða um eldamennsku eða spyrja um afmælisdaga og ártöl. Alltaf varstu til taks í Blönduhlíð- inni. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú kallaðir á hann Jón þinn, að koma og sjá eitthvað í sjónvarp- inu eða til þess að færa okkur eitthvað gott inn í stofu. Stund- unum okkar þegar við sátum og spjölluðum yfir kaffibolla inni í eldhúsi og hvernig þú faðmaðir mig í hvert skipti sem ég kom til þín. Já, ég mun varðveita allar minningar mínar um þig. Elsku amma, ég ætla að enda þessa kveðju með ljóði sem þú skrifaðir til mín en öll kort frá þér voru svo einstaklega vel skrifuð og fagurlega prýdd ljóð- um um lífsins reglur, vináttu, ást og kærleika. Séð gáð til baka um gengna slóð er greypt í hug og sinni. Þau urðu mörg og ávallt góð okkar vinakynni. (Sig. Jónsson.) Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Elska þig alltaf, amma mín. Þín, Andrea. Hún amma mín var heiðarleg- asta, sterkasta og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst, ég vil bara þakka þér og honum afa mínum fyrir allar frábæru stund- irnar sem ég átti með ykkur og minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Ég er bara svo ánægð að þið hafi átt svona stóran part í mínu lífi og það eigið þið afi að eilífu. Ég mun alltaf elska þig, elsku amma mín. Elsku afi minn, guð styrki þig í sorginni og englarnir vaka yfir þér. Þegar lífið slokknar, þá sorgin inn skýst. Oft þá andlitið blotnar, því sorginni engin orð fá lýst. Sorgin eftir skilur í hjartanu holu, sem ekki er hægt að fylla upp í með vind golu. Maður getur ekki verið hennar þegn en þó vill hún fylgja manni lífið út í gegn. Loks kemur gleðin, þá birtir til, svo jafnvel við dánarbeðinn, er hægt að kunna á því skil. Gleðin sorginni burt víkur, þannig að henni um tíma lýkur. Bros og hlátur hlutar af gleðinni eru og hún er stór þáttur í okkar tilveru. (Aurora Borealis.) Hvíldu í friði. Þín Thelma Lind. Elsku besta amma mín. Ég er svo heppin að hafa átt ömmu eins og þig, alveg einstaka konu. Sorgin er svo mikil og það er erfitt að kveðja en ég er svo þakklát fyrir að hafa átt allar þessar yndislegu stundir með þér, að hafa átt ömmu eins og þig er alveg ómetanlegt. Á köldum vetrarmorgnum kom ég í Blönduhlíðina til þín og við kúrðum saman, hlustuðum á sögur, spiluðum og svo ótal margt og fleira. Við sátum í stofunni og sung- um úr uppáhaldssöngbókinni þinni. Þú hjálpaðir mér að læra að lesa og skrifa. Kenndir mér bænir sem litla Valdísin þín kann í dag. Grjónagrauturinn þinn var uppáhaldið mitt og alltaf var það fyrst á lista þegar ég kom er- lendis frá að koma í Blönduhlíð- ina að fá graut. Ég gleymi aldrei deginum þegar ég hringdi í þig og spurði hvort litla stelpan mín mætti bera nafn þitt og þú varst svo glöð og auðvitað var það eitt stórt já. Litla Valdísin þín. Hún var svo hrifin af þér og alltaf var hún jafn glöð og ánægð að fá að koma í Blönduhlíðina til að hitta þig og afa. Ég varðveiti litlu Dísina fyrir þig og ég er svo stolt að litla stelpan mín fái að bera nafnið þitt með sér alla ævi. Elsku amma mín, ég passa afa fyrir þig og litlu nöfnu þína eins og þú varst búin að biðja um. Megi guð gefa afa og fjöl- skyldunni styrk á þessum erfið- um tímum. Takk fyrir allt, amma mín, og takk fyrir að vera þú. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þín, Karen. „10939“ heyrðist í símtólinu þegar svarað var og ég spurði eins og vanalega „Er Adda heima?“ Þá heyrðist mamma hennar Öddu kalla: „Adda Björk, það er síminn til þín, það er María.“ Þessi samskipti urðu ansi tíð – líklega einu sinni á dag þau ár sem við Adda vorum vin- konur og hún bjó heima hjá móð- ur sinni og föður í Blönduhlíð- inni. Ég kynntist Valdísi eða mömmu hennar Öddu eins og hún var kölluð meðal okkar vin- kvennanna fyrir réttum 50 árum þegar við Adda byrjuðum í 8. ára bekk í Hlíðaskóla. Á þessum árum upp úr 1960 voru flestar mömmur heimavinn- andi og pabbarnir í vinnunni. Við vinkonurnar kynntumst því oft vel mömmum hver annarrar sem alltaf svöruðu í símann og komu til dyra. Heima hjá mér var allt öðruvísi heimilishald en hjá flest- um vinkvenna minna. Mamma var einstæð móðir, vann alltaf úti og við bjuggum hjá ömmu og afa. Mér fannst því alltaf forvitnilegt að koma á þessi heimili þar sem pabbinn fór í vinnuna með nestið sitt í tösku og mamman var heima að baka, taka til, sauma og drekka kaffi og reykja. Mamma og pabbi hennar Öddu voru mjög merkileg fannst mér. Mamma hennar talaði mjög hátt og spurðist alltaf fyrir um hagi mína en lét okkur annars í friði. Pabbi hennar var algjör völundur við smíðar – gat smíðað hvað sem var og Valdís saumaði á Öddu allt sem hún bað um. Það sem var líkt með okkar heimilum var að á þeim báðum voru afar sem okkur fannst stundum alveg ótrúlega gamaldags í athuga- semdum sínum við okkur stelp- urnar. Ég vissi ekki að mamma henn- ar Öddu var nánast heyrnarlaus á þessum árum og því talaði hún svona hátt. Einnig þjáðist hún af liðagigt sem fyrst lagðist á hend- urnar og hún varð að hætta að sauma. Þá varð nú Jón minn, eins og hún kallaði hann, að vera hendur hennar. Við þessar að- stæður virkaði hún oft eins og herforingi þegar hún skipaði heimilisfólkinu fyrir verkum. Því þótt Dísa væri nánast handalaus urðu heimilisverkin að vera jafn- vel unnin og áður og ekki vildi hún sjá heimilishjálp. Eftirminnilegustu stundirnar með Dísu voru þegar ég lærði að taka slátur með þeim mæðgum. Þá var nú fjör í Blönduhlíðinni. Jón skar mörinn, mældi og hrærði í samkvæmt fyrirmælum Dísu. Við Adda hreinsuðum vambir og Dísa fylgdist vandlega með að ekki ein arða væri eftir í vömbinni af gori. Ég vandaði mig svo mikið að mínar urðu næstum götóttar. Svo átti innri hliðin að vísa út þegar saumað var, það var hreinlegra, sagði Dísa. Ef Björgvin maður Öddu ætlaði að flýta sér og saumaði illa var hon- um snarlega skipað að rekja upp. Margt fleira lærði ég hjá mömmu hennar Öddu eins og ýmis þrifnaðartrix og að þrífa vandlega alla króka og kima. Valdís var sátt við líf sitt held ég þótt hún hafi ekki skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar heldur fyrst og fremst ræktað garðinn sinn heima fyrir og lítt flækst um heiminn. Um leið og ég þakka henni fyrir ómetanleg kynni vil ég minnast allra hinna mamma vin- kvenna minna sem nú eru farnar úr þessum heimi. Blessuð sé minning Valdísar „mömmu hennar Öddu“. María Anna Þorsteinsdóttir. Valdís Sigurðardóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.