Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, telur virðing-
arvert að héraðsdómari sem ekki
hafi viljað „taka þátt í löglausum
athöfnum hafi horfið frá rannsókn
á falli sparisjóð-
anna“.
Sama staðfestaog virðing fyrir
lögum hafi ekki ein-
kennt störf Rann-
sóknarnefndar Al-
þingis. Minnt er m.a. á að
rannsóknarnefndin réði ekki við að
virða skýr brot á vanhæfisreglum
sem vörðuðu nefndina sjálfa.
Svo segir:„Verst var þó vanvirðing
nefndarinnar á andmælarétti, sem
eingöngu var til málamynda. Það
að birta ekki andmæli í hinni
prentuðu skýrslu sýndi best hug-
arfar skýrsluhöfunda. Auk þess
var þar um algeran dónaskap að
ræða í garð þeirra sem sendu and-
mæli.
Skýrsla rannsóknarnefndar Páls
(Hreinssonar) og félaga var ekki
byggð á rannsókn hlutlausra aðila.
Hún er stemningsskýrsla en ekki
vönduð staðreyndaskýrsla. Þetta
sést vel á framsetningu, vali og
meðferð upplýsinga.
Ýmsir, þ.á m. forseti Íslands,hafa bent á að skýrslan er full
af staðreyndavillum og röngum
ályktunum.“
Í lok eftirtektarverðs pistils JónsMagnússonar segir:
„Það er umhugsunarefni hvort
að skipan og vinnubrögð pólitískra
rannsóknarnefnda standist grund-
vallarmannréttindi um réttláta
málsmeðferð.
Löglaus vinnubrögð slíkranefnda eru ávísun á pólitíska
misnotkun og pöntuð álit.“
Jón Magnússon
Flæðir undan
skýrslu
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 3 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 7 skýjað
Vestmannaeyjar 8 heiðskírt
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt
Stokkhólmur 13 léttskýjað
Helsinki 12 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 16 skýjað
París 18 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 14 skúrir
Moskva 12 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 17 léttskýjað
Montreal 17 skýjað
New York 17 skúrir
Chicago 20 léttskýjað
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:45 18:50
ÍSAFJÖRÐUR 7:52 18:52
SIGLUFJÖRÐUR 7:35 18:35
DJÚPIVOGUR 7:15 18:19
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Skiptir það máli þegar gefin var út
ákæra í máli Gunnars Andersens,
fyrrverandi forstjóra Fjármálaeft-
irlitsins, að Helgi Magnús Gunn-
arsson vararíkissaksóknari sótti um
starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins
árið 2009 þegar Gunnar fékk starf-
ið? Um þessa spurningu var tekist á
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi
Gunnars, krefst þess að málinu verði
vísað frá, en Helgi Magnús telur
engar forsendur vera fyrir frávísun.
Nítján sóttu um starf forstjóra
FME árið 2009, en í þeim hópi voru
bæði Gunnar og Helgi Magnús.
Gunnar var valinn eftir að hæfn-
isnefnd hafði metið hann hæfastan
umsækjenda.
Sagði niðurstöðuna áfall
fyrir Helga Magnús
Guðjón Ólafur sagði í réttinum í
gær, að það hefði væntanlega verið
áfall fyrir Helga Magnús að fá ekki
starfið og fá þá umsögn að hann
væri ekki eins hæfur og Gunnar.
Hann benti á að við útgáfu ákæru
bæri saksóknara bæði að horfa til
atvika sem gætu leitt til sýknu og
sektar.
Guðjón Ólafur sagði að það væri
ekki útilokað að samkeppni Gunnars
og Helga Magnúsar um starfið hefði
haft áhrif á störf Helga Magnúsar
þegar hann tók ákvörðun um að gefa
út ákæru í málinu. Guðjón Ólafur
minnti á að það væri ekki nóg að ná
fram réttlæti í sakamáli. Réttlætið
yrði einnig að vera sýnilegt.
Helgi Magnús hafnar því alger-
lega að nokkurt tilefni sé til að vísa
málinu frá á þessum grunni. Hann
sagði að hann hefði aldrei látið í ljós
neina skoðun á því mati sem fór
fram 2009 þegar Gunnar var ráðinn.
Hann hefði aldrei látið í ljósi neina
vanlíðan vegna þeirrar niðurstöðu
sem varð þegar ráðið var í starfið.
Raunar sagðist Helgi Magnús ekki
hafa getað varist brosi þegar Guðjón
Ólafur lýsti því áfalli sem hann hefði
orðið fyrir vegna þess að hann fékk
ekki starfið.
Helgi Magnús sagðist aldrei hafa
dregið í efa hæfi Gunnars til að
gegna starfinu. Þvert á móti sagðist
hann telja að Gunnar hefði verið ein-
staklega hæfur í sínu starfi.
Helgi Magnús sagði að ef kröfur
Gunnars væru teknar til greina
væru fá tengsl sem ekki myndu leiða
til vanhæfis. Hann spurði hvort
dómari eða saksóknari ætti að víkja
sæti ef þeir hefðu spilað saman fót-
bolta tíu árum áður. Engin tengsl,
sem mögulega vörðuðu efnisatriði
málsins, væru fyrir hendi sem gætu
leitt til vanhæfis. Úrskurðar um frá-
vísun er að vænta 10. október.
Veldur starfs-
umsókn vanhæfi?
Krefst frávísunar á máli forstjóra FME
Gunnar ákærður
» Gunnar er ákærður fyrir
brot á þagnarskyldu með því
að brjóta bankaleynd og fyrir
brot í opinberu starfi.
» Gunnar fékk, samkvæmt
ákæruskjali, starfsmann
Landsbankans til að afla gagna
úr bókhaldi bankans um við-
skipti Bogamannsins ehf. sem
hann afhenti þriðja manni en
um var að ræða skjal sem
sýndi að bankinn greiddi kr. 32
milljónir inn á bankareikning
Bogamannsins 13. júní 2003.
Helgi Magnús
Gunnarsson
Guðjón Ólafur
Jónsson