Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Bandaríski tónlistarmaðurinn Kyle
Woolard heldur tónleika í kvöld kl.
20 á heimili söngvaskáldanna Uni
og Jóns Tryggva að Merkigili á
Eyrarbakka. Woolard er for-
sprakki bandarísku rokkhljóm-
sveitarinnar The Anatomy of Frank
en hefur haldið tónleika einn víða
um Norður-Ameríku og Evrópu síð-
ustu misseri.
Kyle Woolard heldur tónleika í Merkigili
Kvikmyndaleikstjórinn David
Gordon Green mun að öllum lík-
indum taka að sér að leikstýra kvik-
mynd sem byggð er á barnabók-
unum um Húsið á sléttunni, The
Little House on the Prairie, eftir
Lauru Ingalls Wilder. Samnefndir
sjónvarpsþættir voru byggðir á
bókunum og sýndir á RÚV í fjölda
ára. Handritið að myndinni skrifar
Bretinn Abi Morgan en hann á m.a.
að baki handrit að kvikmyndunum
The Iron Lady og Shame.
Húsið á sléttunni
á hvíta tjaldið
Fjölskylduvænt Ingalls-fjölskyldan í
sjónvarpsþáttunum Húsið á sléttunni.
Það er nokkur vandi að fjallaum þessa stórskemmtileguog að mörgu leyti furðu-legu kvikmynd leikstjór-
ans Rians Johnsons. Það má nefni-
lega svo lítið segja um söguþráðinn,
skemmtigildið felst fyrst og fremst í
því hversu margt kemur á óvart.
Söguþráðurinn verður því aðeins
rakinn hér í mjög grófum dráttum
og þeir sem hafa áhuga á að sjá
myndina ættu fyrir alla muni að
forðast þá sem hafa séð hana. Þeir
gætu sagt of mikið og skemmt fyrir.
Looper, eða Lykkjari, gerist í
Bandaríkjunum árið 2044. Í henni
segir af leigumorðingjum mafíunnar
sem kallaðir eru lykkjarar. Mafían
hefur komist yfir tímavél árið 2074
og sendir þá sem hún vill taka af lífi
aftur til ársins 2044. Þar birtast
fórnarlömbin frammi fyrir lykkj-
urunum sem skjóta þau til bana og
losa sig við líkin. Árið 2074 er nefni-
lega ógerlegt að afmá öll verks-
ummerki um morð. Lykkjararnir fá
greitt fyrir morðin í silfri en sá galli
er á starfinu að þeir þurfa á end-
anum að drepa eldri útgáfuna af
sjálfum sér, þessa frá 2074. Nefnist
það að loka lykkjunni. Takist lykkj-
urum ekki að drepa sjálfa sig verður
lykkjufall, ef svo mætti að orði kom-
ast. Lykkjarinn Joe (Gordon-Levitt)
lendir í slíku og eldri útgáfan af hon-
um (Willis) sleppur með ófyrirséðum
afleiðingum. Tímaflakksmyndir eiga
það til að rugla mann verulega í rím-
inu og Looper tekst það ágætlega.
Yfirleitt kemur maður auga á eitt-
hvað sem gengur ekki upp, hvað
mótun framtíðar varðar, en þar sem
tímaflakk er ekki beinlínis rökrétt
yfirhöfuð er best að sleppa öllum
slíkum vangaveltum og njóta kvik-
myndarinnar. Það er einmitt gert
góðlátlegt grín að slíkum myndum í
Looper, Joe eldri segir Joe yngri að
hætta öllu tímaflakkskjaftæði, það
sé tilgangslaust að velta sér upp úr
því. Yfirmaður lykkjaranna (Dani-
els) kemur líka skemmtilega inn á
þetta í myndinni þegar hann segir
við Joe að allt tímaflakkskjaftæðið
steiki vissulega í mönnum heilann.
Útlit myndarinnar er skemmti-
lega hrátt, enda var myndin ekki dýr
í framleiðslu á Hollywood-mæli-
kvarða. Leikstjórinn eyðir ekki
óþarfa púðri í að búa til fljúgandi
bíla eða geimför á himni, menn
klæða sig ekki furðulega í framtíð-
inni heldur eru hálsbindi aftur kom-
in í tísku. Ýmsar kvikmyndir koma
upp í hugann þegar maður horfir á
Looper, m.a. 12 Monkeys, The Wit-
ness, Firestarter og jafnvel The
Terminator. Af hverju þær gera það
má ekki segja, það myndi eyðileggja
fyrir þeim sem ætla að sjá myndina.
Willis er skotheldur í hlutverki
Joe eldri, tilfinningaríkt hörkutól og
Gordon-Levitt er engu síðri sem Joe
yngri. Í myndinni skartar hann m.a.
gervinefi og augnlinsum, útliti hans
var breytt til þess að hann líktist
sem mest Willis ungum og útkoman
er dálítið einkennileg en þó gletti-
lega lík Willis. Þá ber að geta sér-
staklega barnungs leikara, Pierce
Gagnon, sem fer með lítið en afar
mikilvægt hlutverk. Hann heillar
mann gjörsamlega upp úr skónum.
Looper er fyrirtaks afþreying, Rian
Johnson missir ekki niður lykkju.
Morðingi Joseph Gordon-Levitt í hlutverki lykkjarans Joe í Looper. Fórnarlamb frá árinu 2074 hefur birst fyrir
framan hann, reiðubúið til slátrunar. Looper kemur áhorfandanum skemmtilega á óvart og það oftar en einu sinni.
Afdrifaríkt lykkjufall
Sambíóin
Looper bbbbn
Leikstjóri: Rian Johnson. Aðalhlutverk:
Bruce Willis, Joseph Gordon-Levitt,
Emily Blunt, Jeff Daniels, Pierce Gagn-
on. Bandaríkin, Kína 2012. 118 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
ÁLFABAKKA
7
L
L
L
12
12
EGILSHÖLL
12
12
L
L
L
VIP
VIP
16
16
16
16
16
KRINGLUNNI
16
12
AKUREYRI
16
16
16
LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
FINDING NEMO KL. 5:40 3D
SAVAGES KL. 8 - 10:40 2D
LAWLESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
DARK KNIGHT RISES SÍÐ SÝN KL. 5:30 2D
THE CAMPAIGN KL. 8:30 - 10:30 2D
LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
LOOPER LUXUS VIP KL. 8 - 10:30 2D
FINDING NEMO ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
LAWLESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
LAWLESS LUXUS VIP KL. 5:30 2D
THE CAMPAIGN KL. 8 - 10:10 2D
FROST KL. 10:30 2D
THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D
STEP UP REVOLUTIONKL. 5:50 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D
L
KEFLAVÍK
16
16
16
LOOPER KL. 8 2D
SAVAGES KL. 10:30 2D
FROST ÍSL.TALI KL. 10 2D
BRAVE ENSKU TALI KL. 8 2D
LOOPER KL. 8 2D
LEITIN AF NEMO ÍSL.TALI KL. 6 3D
LAWLESS KL. 10:10 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 6 2D
BABYMAKERS KL. 8 2D
FROST KL. 10:10 2D
-S.G, FRÉTTABLAÐIÐ 16LAWLESS
TOM HARDY HEFUR ALDREI VERIÐ BETRI
L SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SJÁÐU NÝJUSTU
TOY STORY
STUTTMYNDINA Á UNDAN
JOSEPH
GORDON-LEVITT
BRUCE
WILLIS
EMILY
BLUNT
-BOXOFFICE MAGAZINE
-TOTALFILM
-JOBLO.COM
ÖRUGGLEGA BESTA SPENNUMYNDIN Í ÁR
-EMPIRE
16
TRULY WORTHY OF BEING COMPARED TO
SOMETHING LIKE THE TERMINATOR
12
16
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
LOKAÐ Í DAG VEGNA ENDURBÓTA
A World of Service
Við erum í mat
Við bjóðum upp á hollan og góðan
hádegisverð alla virka daga fyrir
fjölbreyttan hóp viðskiptavina.
Þrjá daga vikunnar bjóðum við að auki
upp á grænmetisrétt –
til að mæta þörfum sem flestra.
Markmið okkar er að sérsníða lausnir
að þínum þörfum, hvort sem um er að
ræða hádegisverð, veislur, fundi eða
önnur tilefni.
Skoðaðu matarmálin hjá þér og vertu
í samband við veitingasvið ISS.
www.iss.is - sími 5 800 600.
”Ég eldaði fyrir
890 manns í
hádeginu”
Mér finnst frábært að
elda venjulegan heimilismat
og heyra ”takk fyrir góðan mat”