Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Ótrúleg sértilbo
ð fyrir
áskrifendur Mor
gunblaðsins
Takmarkaður fjöldi
sæta í boði!
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum
frábær tilboð til Sevilla. Fjölbreytt gisting í boði á afar hagstæðum kjörum.
Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða og gisting er einnig
takmörkuð. Hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær!
26. október
– 3 nætur
Verð frá 84.900 kr.
Þú bókar tilboðið á www.heimsferdir.is eða hjá ferðaráðgjöfum okkar í síma
595 1000. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara!
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og
njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði
hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi
Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Verðdæmi Sevilla
Alm. verð Áskr. verð Þú sparar
Hotel Catalonia Giralda ****
3 í herbergi með morgunmat 106.900 84.900 22.000
2 í herbergi með morgunmat 109.500 87.900 21.600
1 í herbergi með morgunmat 128.600 102.900 25.700
Tryp Macarena ****
2 í herbergi með morgunmat 110.300 89.900 20.400
1 í herbergi með morgunmat 134.300 109.900 24.400
Hotel Abba Triana ****+
2 í herbergi með morgunmat 111.500 89.900 21.600
1 í herbergi með morgunmat 126.500 103.900 22.600
Ótrúlegt verð!Þú getur sparað allt að
25.700 kr.á mann
26. október – verð frá 84.900 kr.
Borgarstjórn hefur samþykkt að
fela umhverfis- og skipulagssviði
og skrifstofu eigna- og atvinnu-
þróunar að efna til samráðs um
framtíðarnotkun skiptistöðvar-
innar á Hlemmi verði hún flutt af
reitnum. Áætlun um endurnýjun og
uppbyggingu Hlemms verður unnin
í nánu samstarfi við nærsamfélagið
og hagsmuna- og rekstraraðila í ná-
grenni Hlemms, segir í tilkynningu
frá borginni.
Í greinargerð með tillögunni
kemur fram að stefnt er að því að
byggja upp litlar og meðalstórar
íbúðir á reitum í nágrenni við
Hlemm, auk atvinnu-, þjónustu- og
gistirýmis. Hugmyndir eru nú uppi
um að aðalskiptistöð Strætó verði
flutt á Umferðarmiðstöðina (BSÍ),
sem borgin hyggst kaupa. Við það
myndast talsverður sveigjanleiki í
skipulagi í kringum Hlemm og
tækifæri skapast til að bæta að-
stöðu fyrir gangandi, hjólandi og
akandi vegfarendur. Öflugar al-
menningssamgöngur munu þó
áfram þjóna Hlemmsvæðinu og
miðborginni.
Miklar breytingar eru í vændum í
nágrenni Hlemms, sem býður upp á
ný tækifæri fyrir skiptistöðina á
Hlemmi.
Breyttur
Hlemmur
Morgunblaðið/Sverrir
Hlemmur Skiptistöð Strætó.
Björk Vilhelms-
dóttir, borg-
arfulltrúi og fé-
lagsráðgjafi, mun
gefa kost á sér í
3.-4. sæti í vænt-
anlegu forvali
Samfylking-
arinnar í Reykja-
vík vegna alþing-
iskosninga 2013.
Björk hefur átt
sæti í borgarstjórn í 10 ár en hún
starfaði áður m.a. sem svínahirðir,
fangavörður og sjómaður og sem fé-
lagsráðgjafi hjá Stígamótum,
Kvennaráðgjöfinni og á kvennadeild
Landspítalans. Hún var formaður
BHM 1998-2002.
Nái Björk kjöri til Alþingis mun
hún hætta sem borgarfulltrúi til að
geta einbeitt sér á nýjum vettvangi,
segir í fréttatilkynningu um fram-
boðið.
Björk er gift Sveini Rúnari Hauks-
syni heimilislækni. Saman eiga þau
fimm börn og þrjú barnabörn.
Gefur kost á
sér í 3.-4. sæti
Björk
Vilhelmsdóttir
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Orkuveita Reykjavíkur gæti aflað
sér 15 milljarða króna með því að
semja við lífeyrissjóðina um að selja
þeim Sleggjuna, raforkustöðina á
Hellisheiði, í verkefnafjármögnun,
að sögn Guðlaugs Sverrissonar, fyrr-
verandi stjórnarformanns Orkuveit-
unnar. Þá segir hann að upphæðin
gæti náð allt að 25 milljörðum króna
ef Evrópski fjárfestingarbankinn er
tilbúinn til þess að hafa lán sitt áfram
hjá Orkuveitunni. „Ég hef bent á það
að Sleggjan sem slík er eingöngu að
framleiða rafmagn til stóriðju og það
er lítið vandamál að taka hana
rekstrarlega út úr rekstareiningu
Orkuveitunnar og selja hana í verk-
efnafjármögnun til lífeyrissjóð-
anna,“ segir Guðlaugur í samtali við
blaðamann og bætir við: „Þannig að
lífeyrissjóðirnir og Orkuveitan kom-
ist að samkomulagi um ávöxtunar-
kröfuna. Það liggur fyrir sölusamn-
ingur á orkunni, það liggur fyrir að
virkjunin er komin upp og það er allt
klárt til þess að menn geti sest niður
og reiknað út hversu langt þetta
tímabil þarf að vera til að lífeyris-
sjóðirnir fái sína ávöxtunarkröfu
greidda.“
Veð í fjárstreyminu
Að sögn Guðlaugs eru tekjur af
virkjuninni 2,5 til rúmlega 3 millj-
arðar á ári ef miðað er við 100%
orkusölu. „Á þessu er hægt að semja
um verkefnafjármögnun sem gæti
gefið Orkuveitunni laust fé á bilinu
15 til 25 milljarða ef Evrópski fjár-
festingabankinn er til í að hafa lán
sitt áfram hjá Orkuveitunni,“ segir
Guðlaugur og bendir á að með þess-
ari leið taki lífeyrissjóðirnir veð í
fjárstreymi virkjunarinnar en ekki í
virkjuninni sjálfri.
„Lífeyrissjóðir geta fjárfest í
þessu núna. Orkuveitan getur tekið
þetta út fyrir reikning núna og allt
gengur eðlilega. Það gerist ekkert
annað en það að lífeyrissjóðirnir
munu fá fullkomin veð á móti þess-
um samningi,“ segir Guðlaugur og
bendir á að hér væri ekki um einka-
væðingu að ræða heldur lán frá líf-
eyrissjóðunum sem tryggi þeim
örugga ávöxtunarkröfu.
Segir OR geta aflað sér 15-25 milljarða
Sleggjan Virkjunin á Hellisheiði.
Guðlaugur Sverrisson leggur til að Orkuveitan selji lífeyrissjóðum Sleggjuna í verkefnafjármögnun