Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Ákæran á hendur Geir H. Haarde er dæmi um það hvernig það eitrar pólitíska umræðu án þess að rétt- lætið nái fram að ganga, að höfða sakamál á hendur stjórnmálaleið- togum vegna pólitískra ákvarðana þeirra. Þetta kemur fram í minnisblaði sem undirbúið hefur verið fyrir laganefnd þingmannasamtaka Evr- ópuráðsins af hollenska þingmann- inum Pieter Omtzigt. Haft er eftir Omtzigt á heimasíðu Evrópuráðsins, að tilraunir ís- lenskra stjórnmálamanna til þess að saka Geir um glæpsamlegt at- hæfi hafi greinilega misheppnast og „skilið eftir sig óbragð“. Hann segir að Geir hafi verið tekinn fyrir og ofsóttur af pólitískum andstæð- ingum sínum og sakfelldur fyrir að hafa einungis fylgt fyrirkomulagi sem lengi hefði viðgengist. „Enginn gat sagt mér hvað for- sætisráðherrann hefði átt að gera eða getað gert á umræddum tíma til þess að koma í veg fyrir banka- hrunið,“ er haft eftir Omtzigt en hann var staddur hér á landi í maí síðastliðnum þar sem hann ræddi við málsaðila, þingmenn og lög- fræðinga. Stjórnmálamönnum, sem tækju rangar ákvarðanir, ætti að refsa í kosningum en ekki fyrir dóm- stólum, segir Omtzigt ennfremur. Ákæru fyrir glæpsamlegt athæfi ætti aðeins að gefa út þegar stjórn- málamaður skarar eld að eigin köku eða gengur viljandi á rétt annarra. Þá lýsir Omtzigt efasemdum sín- um um að Alþingi sé heppilegasta stofnunin til þess að hafa ákæru- valdið í slíkum málum. hjorturjg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Í landsdómi Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómi. Pólitískar ákærur eitra andrúmsloftið VIRTU AL SHOW - ROOM www.k ahrs.co m KRONOTEX PLANKAHARÐPARKET Fyrir heimili jafnt sem sumarhús. 30ára ábyrgð FLÍSAR FYRIR FAGURKERA Ítölsk hönnun eins og hún gerist best RINGO INNIHURÐIR Einfaldar í uppsetningu - gott verð HU RÐ IR FLÍ SA R PA RK ET Ármúli 8 I 108 Reykjavík Sími 516 0600 I www.birgisson.isÞekking og persónuleg þjónusta BORÐLEGGJANDI GÆÐI Á GÓÐU VERÐI Kährs parket er gjöf náttúrunnar til þín og framtíðarinnar. 30ára ábyrgð Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.