Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
✝ SigurbjörnÁrnason fædd-
ist á Akureyri 18.
september 1927.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 25. september
2012.
Sigurbjörn var
sonur hjónanna
Árna Stefánssonar,
f. 8.6. 1874, d. 16.6.
1946 og Jónínu
Gunnhildar Friðfinnsdóttur f.
8.9. 1885, d. 28.12. 1969. Var Sig-
urbjörn yngstur í hópi 11 systk-
ina sem upp komust en þau eru
öll látin.
Eiginkona Sigurbjörns er
Kristjana Kristjánsdóttir, f.
13.12. 1929, frá Klængshóli í
Skíðadal. Sonur Sigurbjörns og
Klöru Guðmundsdóttur, f. 28.8.
1920, var Guðmundur Sig-
urbjörnsson, f. 22.5. 1949, d. 7.7.
1998. Kona hans var Bjarney
Sigvaldadóttir, f. 24.4. 1951, og
áttu þau þrjú börn. Börn Sig-
urbjörns og Kristjönu eru 1. Eva
Sigurbjörnsdóttir, f. 24.4. 1950.
Hennar maki er Ásbjörn Þorgils-
son, f. 31.12. 1944, og eiga þau
ureyri og lauk prófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1947. Eftir
það fór hann í Háskóla Íslands
og lauk prófi í forspjallsvís-
indum. Þaðan fór hann til náms í
veðurfræði við Háskólann í Osló.
Með námi hafði hann stundað
sjómennsku og heillaði hafið
hann svo að hann fór til náms í
Stýrimannaskólanum og lauk
þaðan skipstjóra- og stýri-
mannaprófi 1955. Upp frá því
var hann mestallan sinn starfs-
aldur á sjó, fyrst á togurum og
fiskibátum og síðar á hvalbátum.
Þegar hvalveiðum var hætt fór
hann á hafrannsóknaskip og
lauk hann þar sinni starfsævi.
Auk þess að vera á sjónum
kenndi hann í Sjómannaskól-
anum, vann fyrir Fasteignamat
ríkisins, m.a. við mat fasteigna í
Vestmannaeyjum í gosinu auk
fleiri starfa í skamman tíma.
Sigurbjörn var alla tíð mjög
listfengur. Hann málaði, teikn-
aði og skar út bæði tré og hval-
bein. Þegar hann hætti að vinna
kom hann sér upp góðri aðstöðu
til trésmíði í bílskúrnum sínum
og liggja eftir hann fjölmargir
fagrir hlutir sem hann dundaði
við að smíða og munu flestir af-
komendur hans eiga fagran hlut
eftir hann.
Útför Sigurbjörns fer fram
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 3. október 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
þrjú börn. 2. Árni
Sigurbjörnsson, f.
10.11. 1951. Fyrri
kona hans var
Agnes Olga Jóns-
dóttir, f. 8.9. 1951.
Þau eiga tvo syni.
Seinni kona Árna er
Andrea Jónheiður
Ísólfsdóttir, f. 26.5.
1965, og eiga þau
þrjár dætur. 3. Jón
Ingi Sigurbjörns-
son, f. 8.9. 1953. Hans kona er
Harpa Sigríður Höskuldsdóttir,
f. 9.6. 1957, og eiga þau þrjú
börn. 4. Kristján Sigurbjörnsson,
f. 11.9. 1955. Hans kona er Anna
Lísa Gunnarsdóttir, f. 18.11.
1957, og eiga þau tvo syni. 5.
Margrét Birna Sigurbjörns-
dóttir, f. 19.12. 1965. Hennar
maður er Hermann Óskar Her-
mannsson, f. 18.6. 1966, og eiga
þau tvo syni. 6. Anna Sig-
urbjörnsdóttir, f. 20.10. 1968.
Hennar maki er Malcolm Hol-
loway, f. 26.9. 1953. Þau eiga tvo
syni. Barnabörnin Sigurbjörns
og Kristjönu eru 20 og barna-
barnabörn 26.
Sigurbjörn ólst upp á Ak-
Það flögra margar minningar
um hugann nú þegar lífshlaupinu
hans pabba er lokið. Ég man hvað
ég var rígmontin af honum þegar
ég var lítil stelpa, því að mínu mati
var hann langfallegasti pabbinn í
hverfinu. Ég man hvað ég varð
glöð þegar ég sá hann koma heim
af sjónum með sjópokann yfir öxl-
ina. Við systkinin og kötturinn
hlupum alltaf á móti honum og
það urðu fagnaðarfundir.
Eftir að ég og fjölskylda mín
fluttum norður á Strandir kom
pabbi oft til okkar á haustin til að
ná í rjúpu í jólamatinn. Lang-
minnisstæðust er ferðin þegar
hann varð veðurtepptur hjá okkur
og komst ekki heim fyrr en tveim
dögum fyrir jól. Ég hefði nú
gjarnan viljað hafa hann hjá okk-
ur yfir jólin, en auðvitað hefði
mamma ekki orðið glöð ef það
hefði orðið raunin. Til að leysa
vandann var kallað á björgunar-
sveitarmenn frá Hólmavík sem
sóttu hinn veðurteppta á vélsleð-
um, frá Hólmavík fékk hann svo
far með einhverjum sem keyrði út
af á leiðinni suður og gekk pabbi
eftir hjálp fyrir þá. Það var svo að
kvöldi 22. desember sem hann
komst að lokum heim og var þá
með í farteskinu rjúpurnar í jóla-
matinn og allan jólapóstinn sem
ég sendi frá mér það árið. Pabbi
var búinn að láta rjúpurnar hanga
fyrir norðan meðan hann beið eft-
ir að komast heim og reytti þær
svo í fyllingu tímans þannig að
þær voru tilbúnar á pönnuna þeg-
ar heim kom.
Pabbi var ákaflega listfengur,
teiknaði sérdeilis vel á sínum
yngri árum, málaði bæði með
vatnslitum og olíulitum og skar út
af mikilli snilld. Þegar hann hætti
til sjós í fyllingu tímans fór hann
fyrir alvöru að smíða ýmsa fallega
hluti og renna í rennibekk. Við af-
komendur hans eigum sennilega
vel flest eitthvað fallegt eftir
hann; útskornar skálar eða föt,
ostabakka, lítil víkingaskip og
börnin eiga lítil skammel merkt
með nöfnunum sínum o.s.frv.
Ég get ekki lokið umfjöllun um
listfengi pabba án þess að nefna
þá tvo hluti sem ég held að toppi
öll hans verk í gegnum tíðina.
Hann smíðaði líkön af tveim bát-
um; hið fyrra var af Ölveri sem er
í nausti í Ósvör við Bolungarvík
og sem notaður var við tökur á
myndinni Verstöðin Ísland fyrir
allmörgum árum. Seinna líkanið
var af hákarlaskipinu Ófeigi frá
Ófeigsfirði sem er varðveittur á
Minjasafninu að Reykjum í
Hrútafirði. Bæði þessi bátalíkön
eru ótrúlega vel smíðuð og eru
þau varðveitt í Árneshreppi á
Ströndum, Ölver á Hótel Djúpa-
vík og Ófeigur í Minja- og hand-
verkshúsinu Kört í Trékyllisvík.
Pabbi átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin en var þó að mestu
heima og má þakka það fórnfúsri
umönnum móður okkar sem ann-
aðist hann af alúð til síðasta dags.
Pabbi er nú búinn að leysa
landfestar í síðasta sinn, ég sé
hann fyrir mér standandi í stafni
með pípuna sína. Hann skimar í
átt til nýrra stranda og það er eft-
irvænting í svip hans. Nú er hann
laus úr viðjum síns hrörnandi lík-
ama og við óskum honum öll góðr-
ar ferðar og góðrar heimkomu.
Ég og fjölskylda mín þökkum
samfylgdina og sendum öllum
ástvinum pabba hlýjar samúðar-
kveðjur.
Eva og fjölskylda,
Djúpavík.
Elskulegur tengdafaðir minn
er fallinn frá. Dökkur yfirlitum,
myndarlegur, hægur í fasi kom
tengdafaðir minn, Sigurbjörn
Árnason, mér fyrir sjónir, þegar
við hittumst fyrst fyrir rúmum
fjórum áratugum. Ekki er hægt
að tala um Sidda án þess að minn-
ast á Kiddu konu hans sem stóð
honum við hlið í 60 ár. Samrýnd-
ari hjón voru vandfundin. Heimili
þeirra stóð ávallt opið fyrir okkur
Guðmundi og börnum okkar Ein-
ari, Bjarna og Klöru. Það var mik-
ið áfall fyrir Sidda og Kiddu þegar
Guðmundur sonur þeirra veiktist
og lést 49 ára. Það reyndi mikið á
þau. Þau hjón hafa alltaf sýnt okk-
ur Gísla svo mikla hlýju og já-
kvæðni og yndislegt var að fá þau
í gistingu hjá okkur þegar þau
hafa skroppið til Akureyrar hin
seinni árin. Siddi hefur alltaf verið
mikill áhugamaður um fótbolta,
Þórsari var hann, enda fæddur og
uppalinn á Akureyri í Gránu-
félagsgötunni og sonur hans gler-
harður Þórsari allt til andláts.
Þegar Siddi var að nálgast átt-
rætt fóru Einar og Bjarni með afa
sinn til Manchester á fótboltaleik,
þetta var mikil upplifun fyrir
hann og ógleymanlegt enda mikill
áhugamaður um enska boltann og
Man. United.
Kæri tengdafaðir. Nú er komið
að kveðjustund, en ég trúi að þú
vaknir í blómagarði miklum, þar
sem Guðmundur sonur þinn tekur
á móti þér með stórum faðmi.
Bjarney.
Það var fyrir næstum fjörutíu
árum að ég hitti í fyrsta skipti
hann Sidda tengdaföður minn.
Hann var að koma af sjónum og
allir hópuðust fram í forstofu til að
taka á móti honum. Ég hélt mig til
hlés svona heldur feimin. Þá sagði
hann og skríkti af kátínu: „Þetta
er nú aldeilis myndarstúlka, Jón
Ingi minn.“ Ég varð nú enn
feimnari en heilsaði kurteislega.
Tengdaforeldrar mínir, þessi
heiðurshjón, tóku sínu fólki opn-
um örmum og oft var fjölmenni í
Goðatúni 34. Þennan vetur sem ég
stakk mér inn í hópinn vorum við
um tíma ellefu í heimili. Við
skötuhjú höfðum á orði annan vet-
urinn okkar í sambúð að nú væri
kannski best að við færum að
leigja okkur húsnæði. Sidda
fannst það ekki góð hugmynd og
að nóg pláss væri fyrir okkur í
Goðatúninu. Honum fannst að við
gætum eytt peningunum okkar í
eitthvað skynsamlegra. Og auð-
vitað fórum við eftir hans ráðum.
Það var oft mikið um að vera á
stóru heimili. Helst minnist ég
þess þegar við settumst saman í
kvöldkaffinu og þá var rætt um
landsmálin eða bara sagðar
skemmtilegar sögur. Það var ekki
hægt annað en að smitast af kát-
ínu tengdapabba þegar sá gállinn
var á honum. Stundum voru um-
ræður af alvarlegra tagi og við
unga fólkið litum mjög upp til
hans því hann var víðlesinn og vel
heima í svo ótrúlega mörgu. Mað-
urinn minn bar mikla virðingu
fyrir pabba sínum og það var ást-
úðlegt samband á milli þeirra
feðga. Siddi fór með soninn með
sér á sjóinn þegar hann átti eigin
bát. Svo var Jón Ingi messagutti
með honum á Hval 6. Hann
kenndi honum að þekkja í sundur
hvala- og fuglategundir og ýmis
handtök sem gott er að kunna til
sjós. Feðgarnir fóru líka saman á
rjúpna- og gæsaveiðar og bröll-
uðu margt saman sem oft var rifj-
að upp og hlegið að.
Siddi var mikill hagleiksmaður.
Í hans stóru fjölskyldu eru á
hverju heimili fallegu kertastjak-
arnir hans listilega útskornir. Svo
liggja eftir hann ótal margir aðrir
munir gerðir af miklu listfengi.
Skip og bátar voru honum hug-
leikið viðfangsefni og á safni norð-
ur á Ströndum er líkan af hákarla-
skipinu Ófeigi sem hann smíðaði
upp eftir teikningum. Þar má sjá
ótrúlega fíngerð smáatriði sem
hann lagði sig fram við að útbúa í
skipið.
Tengdafaðir minn hafði
ákveðnar skoðanir og lá ekkert á
þeim. Hann var áhugasamur um
þjóðmálin og missti helst ekki af
fréttum. Hann hafði líka mikinn
áhuga á fótbolta og fylgdist vel
með. Þegar hann hafði ekki leng-
ur þrótt til að skera út og búa til
hluti úr tré stytti hann sér stundir
með því að horfa á boltann.
Heilsu Sidda hrakaði jafnt og
þétt síðustu mánuðina. Hann var
lagður inn á spítala fyrir nokkru
og þar var haldið upp á 85 ára af-
mælið hans hinn 18. september.
Afkomendur hans glöddu hann
með nærveru sinni þennan dag.
Honum þótti vænt um fjölskyld-
una sína og fannst sérstaklega
gaman að litlu börnunum. Börnin
Sigurbjörn
Árnason
✝ Kristinn Tóm-asson Möller
fæddist á Siglu-
firði 8. júlí 1921.
Hann lést á LSH
23. september
2012.
Foreldrar hans
voru Christian
Ludvig Möller lög-
regluþjónn, f.
1887, d. 1946, og
Jóna Sigurbjörg
Rögnvaldsdóttir húsmóðir, f.
1887, d. 1972. Kristinn var
næstyngstur átta systkina, hin
voru Alfreð, f. 1909, d. 1994,
William Thomas, f. 1914, d.
1965, Rögnvaldur Sverrir, f.
1915, d. 1999, Jóhann Georg, f.
1918, d. 1997, Alvilda María
Friðrikka, f. 1919, d. 2001,
Unnur Helga, f. 1919, d. 2010,
Jón Gunnar, f. 1922, d. 1996.
Kristinn giftist Sigrúnu Björns-
dóttur, f. 1923, d. 1991, hinn 8.
júlí 1942. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: Harpa, f.
1943, maki Sigurður Ingólfs-
son, f. 1944. Börn þeirra eru: a)
Iða Brá, f. 1964, Hún á tvö
börn og eitt barnabarn. b)
Loftur Kristinn, f. 1967, sam-
eiga tvö börn. b) Þorsteinn, f.
1969, maki Dröfn Ágústsdóttir,
f. 1971. Þau eiga tvö börn. c)
Sigrún, f. 1973, maki Jón
Hannes Kristjánsson, f. 1970.
Þau eiga tvo syni. 4) Örvar, f.
1951, maki Ólöf Björnsdóttir, f.
1955. Börn þeirra eru: a) Sig-
urborg, f. 1973, maki Ásbjörn
Kristinsson, f. 1969. Þau eiga
fjögur börn. b) Brynjar, f.
1976, sambýliskona Anna Jóna
Magnúsdóttir, f. 1978. Þau eiga
tvö börn. c) Hanna, f. 1979. d)
Frosti, f. 1991. e) Fannar, f.
1991. Kær vinkona Kristins hin
síðari ár og mikill fjöl-
skylduvinur er Sigrún Sigurð-
ardóttir, f. 1922.
Að lokinni skólagöngu á
Siglufirði og í Reykholti stund-
aði Kristinn aðallega fisk-
vinnslustörf. Mest af hans
starfsævi tengdist síldinni á
einhvern hátt. Allt frá því að
smíða tunnur á Siglufirði til
þess að hafa umsjón með síld-
arsöltun hjá Ísfélaginu í Vest-
mannaeyjum. Hann tók þátt í
að hanna fyrstu síldarsölt-
unarsamstæðuna sem smíðuð
var á Íslandi. Einnig vann hann
lengi hjá Auðbjörgu á Eskifirði
við síldarsöltun. Síðustu starfs-
ár sín vann hann hjá Umbúða-
miðstöðinni í Reykjavík.
Kristinn verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju í dag, 3.
október 2012, og hefst athöfnin
klukkan 13.
býliskona Björg
Alfreðsdóttir, f.
1976. Þau eiga tvö
börn og eitt barna-
barn. c) Árni, f.
1968. Hann á tvö
börn. d) Anna
Katrín, f. 1972,
maki Sören Jak-
obsen, f. 1969. Þau
eiga þrjá syni. e)
Bylgja, f. 1974,
maki Jesper Wint-
her-Jörgensen, f. 1973. Þau
eiga þrjá syni. 2) Jón Ómar, f.
1944, maki Magna Salbjörg
Sigbjörnsdóttir, f. 1945. Börn
þeirra eru: a) Júlía Hrönn, f.
1962, maki Magnús Grétar
Guðfinnsson, f. 1964. Þau eiga
tvö börn. b) Óttar, f. 1964,
maki Íris Björk Hermannsdót-
ir, f. 1968. Þau eiga tvö börn.
c) Elva, f. 1971, maki Hlynur
Sigurðsson, f. 1971. Þau eiga
þrjár dætur. d) Freyr, f. 1974,
d. 1980. e) Eygló, f. 1976, maki
Anton Eyþórsson, f. 1972. Þau
eiga þrjú börn. 3) Bylgja, f.
1945, maki Gísli Þór Gíslason,
f. 1944. Börn þeirra eru: a)
Hreiðar, f. 1965, maki Unnur
Sigurðardóttir, f. 1965. Þau
Hvernig verður lífið án afa
Bassa, er spurning sem hingað til
hefur ekki verið auðvelt að svara.
Hann hefur alltaf verið til, sögðu
börnin, sem stór og smá hafa elsk-
að þennan ljúfa og barnelska
mann. Afi Bassi var stoltur af sín-
um afkomendum og duglegur að
láta mann vita af því. Hann fylgd-
ist vel með öllu, hvað var að gerast
hjá fjölskyldunum, hverjir voru í
íþróttum, að læra á hljóðfæri eða
stunda nám heima sem og erlend-
is. Alla afmælisdaga var hann með
á hreinu. Ég er 15 ára þegar ég
kem inn í fjölskylduna og unga
parinu lá mikið á að verða fullorð-
in svo fyrsta barnið fæðist tveimur
árum síðar eða fyrir bráðum 50
árum. Við hófum svo búskap ári
síðar. Aldrei varð ég vör við að
hann hefði áhyggjur af því að við
myndum ekki spjara okkur þó
ung værum.
Þegar leiðir Rúnu og Bassa
skildi þá keyptum við húsið þeirra,
sem þau höfðu byggt á erfiðum
tíma, árið 1946. Þetta var fallegt
hús og Bassi hafði mikinn áhuga á
blómum svo garðurinn var með
þeim fallegri á Siglufirði.
Bassi var duglegur að koma
norður til að hitta okkur og gömlu
vinina. Labba eftir bryggjunum
og taka myndir, en hann hafði
næmt auga fyrir góðu myndefni.
Honum fannst gaman að taka
myndir af blómum og margar
þeirra glæsilegar. Barnabörnin
voru líka vinsælt myndefni og
margar eru möppurnar með
myndum af þeim.
Bassi átti yndislega vinkonu
hin síðari ár, hana Sigrúnu okkar,
þau sýndu hvort öðru mikla vænt-
umþykju og virðingu alla tíð. Það
var yndislegt að kynnast þessari
góðu konu, sem saknar nú vinar
síns.
Að lifa í 91 ár og búa heima er
ekki öllum mögulegt, en Bassi var
heilsuhraustur þar til á þessu ári
og með hjálp barna sinna og fleiri
var það mögulegt. Það var hann
þakklátur fyrir.
Nú kveð ég yndislegan tengda-
föður minn og minning hans lifir
lengi.
Magna Salbjörg
Sigbjörnsdóttir.
Elsku afi Bassi. Alltaf sami
krafturinn í þér, en kannski óþarfi
að drífa þetta af en Guð hefur ekki
getað beðið lengur eftir þér, minn
kæri orkubolti. Þvílíkt ríkidæmi
að hafa kynnst þér, húmor þínum
og nærveru – við áttum sérstak-
lega vel saman þegar kom að um-
ræðum um íþróttir. Ég man þegar
ég kynntist þér fyrst, þá baðstu
mig að senda þér póstkort þegar
ég heimsækti önnur lönd. Ég varð
strax við beiðninni og hef sent þér
póstkort frá öllum þeim löndum
sem ég hef heimsótt frá 1994. Það
var alltaf svo notalegt að hugsa til
þín þegar ég skrifaði þessi póst-
kort sem voru ófá því margar
ferðir hafa verið farnar bæði með
fjölskyldunni og íþróttahópum.
Ég mun halda áfram að skrifa þér
kort þó svo að þau verði ekki
áþreifanleg í framtíðinni, minn
kæri. Núna þarftu ekki að hafa
fjarstýringu til að skipta á milli
íþróttagreina, nú horfir þú bara
yfir allt.
Kær kveðja til pabba,
Unnur Sig.
Við fjölskyldan erum þakklát
fyrir allan þann tíma sem við höf-
um fengið með þér minn kæri,
börnin uppskáru kærleik, hlýju og
glettni frá langafa sínum. Við er-
um rík af yndislega skemmtileg-
um minningum, sérstaklega þeg-
ar leikfimiæfingar voru stundaðar
í sumarbústaðnum í Hjallaseli
með Thelmu Maríu og útskurður
á laufabrauði á Hjallabrautinni og
á Skipalóni. Einnig minnumst við
með hlýhug allra afmælisveisl-
anna og jólaboðanna og síðast en
ekki síst sl. sumars þegar Thelma
María fermdist og við komum í
heimsókn og gáfum þér engil sem
vakti yfir þér fyrir okkur.
Kærar kveðjur frá okkur í Sví-
þjóð,
Hreiðar, Thelma
María og Aron Ingi.
Komið er að kveðjustund. Við
systkinin minnumst afa Bassa
með virðingu og þakklæti. Þakk-
læti fyrir að hafa fengið að njóta
góðra og innilegra samvista við
hann fram á hans síðustu daga.
Það eru forréttindi að hafa átt afa
svona langt fram á fullorðinsárin.
Hann hefur verið virkur þátttak-
andi í lífi okkar og fjölskyldna alla
tíð.
Afi Bassi fæddist á Siglufirði og
ólst upp þar sem allt snerist í
kringum síldina og bærinn varð á
fáum árum frægasti síldarbær í
heimi. Afi byrjaði ungur að vinna
á síldarplönunum og eru margar
sögurnar sem hann hefur sagt
okkur frá störfum sínum þar og þá
sérstaklega samskiptunum við
síldarstúlkurnar. Ávallt var hægt
að ná honum á flug ef talið barst
að síldarárunum og þá braust
fram blik í augum og stutt var í
fallega kímnislega brosið hans.
Eitt langafabarnið minnist ein-
mitt síðustu heimsóknarinnar í
Gullsmárann, þar sem afi rifjaði
upp tilþrifin við að koma síldar-
merkjunum í stígvélin hjá stúlk-
unum! Þótt liðin séu yfir 40 ár frá
því að afi flutti frá Siglufirði, þá
hefur fjörðurinn fallegi alltaf verið
heima í hans huga.
Afi var snyrtimenni og mikill
fagurkeri. Hann hefur síðustu 30
árin búið í Kópavogi og þar kom
hann sér upp fallegu heimili. Svo
til fram á síðasta dag sá hann um
sig sjálfur og vildi helst ekki vera
upp á aðra kominn. Hann fór allra
sinna ferða í strætó þar til allra
síðustu ár og hafði oft á orði að
hann héldi sér hraustum og hress-
um með því að vera á ferðinni
hvern einasta dag. Heima við voru
það íþróttirnar í sjónvarpinu sem
styttu honum stundirnar og skipti
ekki máli hvort um var að ræða
golf í Ástralíu, kappakstur í
Frakklandi eða nú síðast íslensku
ólympíufararnir í London; hann
fylgdist með þessu öllu. Og það
var nú ekki sjálfgefið að fá langt
spjall við hann ef hann var að
fylgjast með sportinu.
Þó að afi hafi búið einn eftir að
hann flutti í bæinn, þá átti hann
yndislega vinkonu sem hann
kynntist fyrir rúmlega 20 árum.
Sigrún hefur verið hluti af stór-
fjölskyldunni alla tíð síðan og hef-
ur verið gott að vita hversu vel þau
hafa hlúð hvort að öðru. Sigrún og
afi Bassi hafa verið sjálfsagðir
gestir hjá okkur öllum þegar eitt-
hvað hefur staðið til. Þó að stund-
um hafi þurft að fara vel að afa
gamla þegar bjóða átti honum til
veislu stóð nú ekki á honum að
mæta þegar hann vissi að við vær-
um búin að ræða málið við Sig-
Kristinn Tómasson
Möller