Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Ég ætla að fara í vinnuna hjá Forlaginu, sem er einstaklegaskemmtilegur vinnustaður þar sem haldið er upp á afmæliallra starfsmanna. Það er gert með miklum sætum kökum og sungið fyrir mann. Sérstakur kór er á staðnum sem syngur af- mælissönginn og það má ekki syngja í sömu tóntegund. Hver og einn velur sína tóntegund þannig að úr verður ein allsherjar kakó- fónía,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og rit- stjóri hjá Forlaginu, en hún verður 69 ára í dag. Fyrir utan góðar móttökur á vinnustaðnum hefur Silja enn meiri ástæðu til að hlakka til þegar heim kemur. Stórfjölskylda hennar og eiginmannsins, Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, hefur haft þann ágæta sið allt frá árinu 1984 að koma saman að kvöldi miðvikudags og borða góðan mat. „Ég þarf ekki að hugsa fyrir neinni afmælisveislu, Gunnar ætlar að elda kjötsúpu úr kjöti af ný- slátruðu og til okkar koma börn, tengdabörn og barnabörn,“ segir Silja en börn þeirra Gunnars eru þrjú og barnabörnin sex. „Þessi siður okkar hefur gefið gríðarlega góða raun. Í annríki daganna er hætta á að týna sambandi og fylgjast ekki nógu vel með börnunum. Svona reglufesta getur oft verið pirrandi, og komið illa niður á öðr- um skyldustörfum sem manni finnst merkileg, en í ljós kemur að fjölskyldan er hið eina merkilega í lífinu,“ segir Silja. bjb@mbl.is Silja Aðalsteinsdóttir hjá Forlaginu 69 ára Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bækur Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur á von á að heyra afmælissönginn frá ólíkum röddum starfsfélaganna á Forlaginu. Afmælissöngur og súpa úr nýslátruðu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Kristín Jónsdóttir talsíma- vörður og Rafn Sveinsson tónlistarmaður eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 3. október. Þau voru gefin sam- an í Akureyrarkirkju af sr. Pétri Sigurgeirssyni. Kristín og Rafn hafa búið allan sinn búskap á Akureyri, fyrir utan eitt ár í Danmörku. Þau eyða deginum í faðmi fjölskyld- unnar. Gullbrúðkaup Djúpivogur Þórhallur fæddist 27. apr- íl kl. 16.36. Hann var 14 merkur og 53 cm. Foreldrar hans eru Hildur Björk Þorsteinsdóttir og Óskar Ragn- arsson. Nýir borgarar Reykjavík Þóra Gabríela fæddist 27. desember. Hún vó 3.214 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Aníta Runólfsdóttir og Ásgeir Örn Þórsson.                             !  " # $   % &            $   &               $   $%&               $   &      ! "         ## "   '  "          H alldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Mið- bæjarskólanum, Gagnfræðaskólanum við Hringbraut og við Vonarstræti, lauk stúdentsprófi frá MR 1961, BS-prófi í efnafræði og stærðfræði við University of Wales, honour- prófi í efnafræði við sama skóla og diplómaprófi í hafefnafræði árið 1966. Hann stundaði síðar nám við Southhampton University á Eng- landi og lauk þaðan doktorsprófi í efnagreiningu í jarðefnafræði 1979. Halldór starfaði hjá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins 1967-72, hjá Orkustofnun 1977-2003 er stofnuninni var skipt í Orku- stofnun og ÍSOR og hefur síðan starfað hjá ÍSOR. Hann var í starfsleyfi frá Orkustofnun 1985-87 Halldór Ármannsson, efnafræðingur hjá ÍSOR – 70 ára Búrúndí Þar sem Stanley fann Livingstone. Gestur Gíslason heilsar Halldóri og segir: „Dr. Ármannsson, I presume.“ Sinnti jarðhitarann- sóknum fyrir 18 lönd Hjónin Halldór Ármannsson og eiginkona hans, Margrét Skúladóttir kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.