Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er til mikils ætlast af þér í vinnunni og þú þarft að leggja þig allan fram. Einhver gefur þér gjöf eða gerir þér greiða. 20. apríl - 20. maí  Naut Af einhverri undarlegri ástæðu heillast þú af yfirskilvitlegum hlutum. Hikaðu ekki við að deila hugmyndum þínum með yfirmanni þínum en hlustaðu líka á hugmyndir hans. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki eftir ykkar höfði skuluð þið ekki láta þær ergja ykkur. Gríptu strax til þinna ráða og kveddu orsökina í kútinn áður en usli hlýst af. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Tilfinningaþrungin við- brögð þín skýrast af því hversu þú samkennir þig skoðunum þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það myndi létta af þér miklum áhyggj- um ef þú gæfir þér tíma til þess að koma fjármálunum á hreint. Vertu óhræddur að taka að þér erfið verkefni sem aðrir leggja ekki í. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það kann að vera að manneskja, sem er hjálpar þurfi, verði kynnt fyrir þér. Það er miður ef óhófleg eyðsla þín kemur niður á sambandinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Engar hindranir geta haldið þér fjarri þeim sem þér var ætlað að vera með. Vogin er hlý og skilningsrík í samskiptum og hugs- anlega laðast margir að henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að skapa þér betri yf- irsýn yfir verkefni þitt. Smávegis samkeppni er af hinu góða. Gættu þín mjög vel gagnvart fyrirætlunum nágranna þinna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leiðin upp á tindinn getur stund- um verið löng og snúin. Talaðu um það sem þú sérð, sérstaklega þegar það er heillandi sérviska annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki gott að láta tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur. Reyndu að forðast að kaupa einhvern óþarfa því þú kannt að sjá eftir því síðar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það gerir manni gott að eiga trún- aðarvin til þess að deila með sínum hjartans málum. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en gættu þess að forðast allar öfgar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki deigan síga þótt menn sýni hugmyndum þínum takmarkaðan áhuga. Langtímafjárfesting verður tekin fram yfir skjótfenginn gróða. Karlinn á Laugaveginum varglaðklakkalegur þegar ég hitti hann þar sem bæjarklósettin höfðu verið í Bakarabrekkunni. Hann kinkaði kolli að stjórnarráðshúsinu. Þarna inni stóð Hannes Hafstein ráðherra við gluggann, virti fyrir sér bæjarlífið og orti um það sem fyrir augu bar: Fallega tifar Tóta tekur á milli fóta eina alin rétta yfir grundu slétta; gott eiga þessar grundir að gægjast þar upp undir: Ó, að ég væri alin í einu skrefi falin. Svo fór karlinn að tala um Jó- hönnu Sigurðardóttur, að hún ætl- aði að hætta sem forsætisráðherra eftir kosningar. „Vormerkin sjást á haustdögum,“ sagði hann og rifjaði upp, að hér fyrr meir hefði það kom- ið fram á miðilsfundi, að flokks- bróðir hennar Jónas píramídaspá- maður hefði sagst ætla að hætta afskiptum af opinberum málum. Þetta þóttu svo mikil tíðindi, að þau voru sögð Benedikt Sveinssyni þing- forseta, sem þá var nýlátinn. Hann svaraði að bragði: „Mál er að linni!“ Og karlinn velti vöngum, horfði upp í septembertunglið og sagði: Jóhanna þætti þó hún hætti núna sitja í sínum kratakjól í kommaskjóli á veldisstól lengur en hún ætti. Ég hitti gamlan kunningja, Her- mann Guðmundsson, á biðstofu lækna, þar sem góður tími gefst til að spjalla. Hann kenndi mér vísu, sem hafði fest honum í minni út af einu orði, „herkinn“, sem hann ekki þekkti og þýðir harður af sér eða þol- góður. Vísan er eftir Gísla Helgason á Hrafnsstöðum, föður Benedikts í Hofteigi, og um tengdadóttur hans Guðrúnu Eiríksdóttur á Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð. Gunna fór að sækja svörð sú er ekki herkin; hún er vel af guði gjörð og góð við karlmannsverkin. Mér finnst önnur hendingin skrít- in. Má vera að þar eigi að standa óherkin í staðinn fyrir herkin? Ég man ekki hvort ég hef haft orð á því áður í Vísnahorni en faðir minn sagði mér að Jón Ólafsson hefði lagt drög að „Orðabók íslenzkrar tungu að fornu og nýju“ út af einu orði og til að hafa ástæðu til að setja á prent „vestfirska“ vísu: Það má heita furða full að F....... er prestur, allt af er hann áförull eins og graður hestur. Og svo verða menn að ráða í punktana eins og þeir hafa þekkingu eða smekk til! Halldór Blöndal halldor@simnet.is Vísnahorn Gunna fór að sækja svörð eftir Jim Unger „ÞESSI HAMAR LEMUR ALLTAF FIMM SENTIMETRUM OF LANGT TIL VINSTRI.“ HermannÍ klípu „ÞAÐ VAR EKKI ÉG - EN ÉG ER VISS UM AÐ SÁ SEM GERÐI ÞETTA HAFÐI GÓÐA ÁSTÆÐU TIL. FEGURÐ, SJARMI OG 10 DULNEFNI DUGA ÞÉR SKAMMT.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að spila uppáhalds- lagið ykkar saman. HVAÐ SEGIRÐU ELÍN?... FINNST ÞÉR ÉG LEIÐINLEGUR? ÉG?...LEIÐINLEGUR?! Z Z ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVERSU LENGI ÉG ER Á KRÁNNI... ÞÉR TEKST ALLTAF AÐ HALDA KVÖLDMATNUM HEITUM! JÆJA ELÍN, ÉG ÆTLA AÐ SEGJA ÞÉR STUTTA SÖGU... VEISTU HVAÐ MÉR ÞYKIR BEST VIÐ ÞIG HELGA? VERKFÆRI Ritröðin um kirkjur Íslands er núorðin ansi viðamikil. Nú eru ný- komin út 17. og 18. bindi ritrað- arinnar og fjalla þau um kirkjur í Reykjavík. Dómkirkjan er þar á meðal eins og vænta mátti og rekur einn höfunda kaflans um kirkjuna, séra Þórir Stephensen, þar sögur af séra Bjarna Jónssyni, forvera sín- um í embætti dómkirkjuprests, sem var þjóðþekktur fyrir kímnigáfu sína, eins og segir í bókinni. x x x Í einni þeirra ganga séra Bjarni ogPáll Ísólfsson, organisti í Dóm- kirkjunni, suður með Tjörn: „Kom þá kría og dritaði á hatt Páls sem sótbölvaði fuglinum. „Blótaðu ekki, Páll minn,“ sagði þá séra Bjarni. „Lofaðu heldur Guð fyrir að kýrnar skuli ekki hafa vængi.“ x x x Önnur saga lýsir vel orðheppniséra Bjarna: „Til hans kom eitt sinn, heim í Lækjargötu 12, vinur hans, prestur utan af landi. Hann þurfti til uppskurðar á spítala og kom til að leita ráða um hvaða lækni hann ætti að biðja að framkvæma aðgerðina. „Það er nú vert að íhuga vel,“ sagði séra Bjarni. „Það er sko ekki sama hver sker mann upp.“ Svo taka þeir upp léttara hjal. Talið barst að ræðum presta. Utanbæj- arpresturinn hélt því stíft fram að þeir, sem þjónuðu úti á landi og semdu kannski bara eina til tvær ræður í mánuði, semdu betri pré- dikanir en Reykjavíkurprestarnir sem þyrftu að koma með nýja ræðu hvern sunnudag, auk þess að þurfa kannski að semja margar líkræður í sömu vikunni. Hann gaf því engan möguleika að æfingin gæti skapað meistarann. „Hættum nú þessu tali,“ sagði þá séra Bjarni. „Komdu heldur með mér, ég þarf að skreppa út í Eymundsson.“ Þeir gengu svo saman norður Lækjargötuna og á horninu við Skólabrú mættu þeir lágvöxnum manni í frakka og með hatt. Þeir tóku ofan hver fyrir öðr- um og séra Bjarni kynnti kollega sinn fyrir Ólafi Þorsteinssyni háls-, nef- og eyrnalækni. Þá, allt í einu, kviknaði á perunni hjá séra Bjarna og hann sagði: „Láttu hann skera þig. Hann gerir það svo sjaldan.““ víkverji@mbl.is Víkverji því að hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós. (Sálmarnir 36:10) Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.