Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Mikið af lánum hjá fasteignafyrirtækjum í Kína þarfnast end- urfjármögnunar á fjórða ársfjórðungi 2012 og fyrst hluta 2013. Standard & Po- ors varaði við því í maí síðastliðinn að ár- ið gæti reynt veru- lega á lífsmöguleika um 80.000 fasteigna- fyrirtækja í Kína, sökum hversu erfitt er að fá að- gang að lánsfé og hversu skuld- sett þessi fyrirtæki eru yfirleitt. Hinn virti fjárfestir Warren Buffett sagði einhvern tíma „It’s only when the tide goes out that you learn who’s been swimming naked“, sem í lauslegri þýðingu hljómar á þessa leið: „Þegar fjar- ar út þá fyrst kemur í ljós hverjir hafa verið að synda allsberir.“ Þessi gullmoli ætti að hafa ein- hverja þýðingu fyrir Íslendinga því fáir hafa gleymt hversu vel gömlu bönkunum tókst að telja fólki trú um að þeir syntu sjósund í dýrustu þurrbúningum. Svo fjar- aði út og öllum varð ljóst að bankarnir höfðu í raun verið naktir á sýnu sjósundi. Eru svip- aðir hlutir að gerast í Kína í dag? Undirstöður fasteignafyr- irtækja í Kína eru land. Þegar búið er að eignast afnotarétt af landi er hægt að selja íbúðirnar sem þar á að byggja eingöngu út frá teikningum, sem er kallað að selja „off-plan“. Í Kína er slíkum viðskiptum ekki háttað eins og annars staðar, því fasteignafyr- irtækin fá greidd 100% af verðinu fyrir íbúðina innan 2-3 vikna eftir að kaup- samningur hefur ver- ið undirritaður, þótt langt sé í afhendingu. Svo fara þau með fyrirframgreiðsluna í bankann og taka meiri lán til að kaupa meira land. Svona hélt þetta ferli áfram að vinda upp á sig á meðan verð hélt áfram að hækka. Nú telja margir að bólan sé komin að því að springa og margt bendir til að byrjað sé að fjara út. Í júní 2012 keypti eitt af stærstu fasteignafyrirtækjum í Kína, Evergrande Real Estate Group, afnotarétt af landsvæð- isbút í Suður-Kína. Það sem kom þeim í fréttirnar var hversu mikið þeir borguðu. Þeir borguðu svo mikið að þeir settu nýtt met fyrir fermetraverð. Verðið var næstum tvöfalt hærra en fékkst fyrir sama svæði nokkrum mánuðum áður. Það sem þótti merkilegra var að verðmetið var sett þegar fasteignamarkaður í Kína hafði; a) verið að dragast saman og horfur ekki góðar, b) Evergrande var undir eigin söluáætlunum fyr- ir árið, og c) Evergrande er tölu- vert skuldsett fyrirtæki (175% skuldir/eigið fé). Í framhaldi töldu sumir að Evergrande hafi viljandi greitt uppsprengt verð til að auð- velda aðgang að fjármagni. Fyr- irtækið neitar því. En í Kína er málum þannig háttað að með því að kaupa lítið landsvæði á upp- sprengdu verði getur kaupandinn uppfært verð á öðrum land- areignum sínum miðað við nýja verðið, sem eykur eigið fé. Þetta dæmi getur veitt innsýn í að- stæður kínverskra fasteignafyr- irtæka í dag. Ef staðan er ekki góð, hvað taka þau upp á til að auðvelda sundið og halda lífi? Útfæra mætti afbrigði af ofan- greindri fléttu á ýmsa vegu. Til dæmis mætti kaupa afnotarétt af risastóru landsvæði á Íslandi fyrir mjög lágt fermetraverð. Sami kaupandi gæti svo sett inn nokkr- ar rándýrar en örsmáar land- spildur í Kína inn í eignarhalds- félagið sem á afnotaréttin á Íslandi. Jafnvel mætti selja eitt rándýrt hús „off-plan“ til tengdra aðila til að uppfæra bókfært virði enn frekar. Þetta væri hægt án þess að nokkrar bygging- arframkvæmdir hefðu hafist. Með slíkri fléttu væri möguleiki að búa til eigið fé sem auðveldar aðgang að fjármagni. Flestir þekkja fasteignafröm- uðinn Huang Nubo. Sökum þess að fyrirtæki Nubo eru í einkaeigu er raunveruleg staða þeirra óljós. Þær merkilegu upplýsingar komu fram í sumar að Nubo hefði yf- irskuldsett land í Tennessee. Upphæðirnar eru reyndar ekki háar miðað við hversu ríkur Nubo segist vera. Til hvers að skuld- setja land upp í rjáfur á 1,5 millj- ónir dollara þegar þú ert USD milljarðamæringur? Milljón doll- arar eru jú bara fjármagnstekjur sem fengjust á nokkrum dögum fyrir raunverulegan millj- arðamæring. Áhugavert er að 27. september síðastliðinn kvartaði Nubo yfir hversu erfitt væri orðið fyrir fyrirtæki í einkaeigu að fá aðgang að fjármagni. Þetta kom fram á Phoenix Financial News og fleiri fréttamiðlum. Í viðtali við 21st Century Business Herald hinn 11. september sagðist Nubo vilja reyna að minnka skuldir og skuldsetningarhlutfall fyrirtækis síns með því að selja fasteignir. Þar sem fyrirtæki Nubo eru í einkaeigu er ómögulegt að stað- festa hversu skuldsett fyrirtæki hans eru. Til samanburðar má nefna að í úrtaki á 16 kínverskum fasteignafyrirtækum sem eru á opnum markaði er meðalskuld- setning þeirra u.þ.b.130%. Í einu tilfelli nær skuldsetning 375%. Nubo reynir að sannfæra alla um að hann syndi sjósund í flott- um þurrbúningi, ekki ósvipað og bankarnir gerðu á sínum tíma. Þar sem Íslendingar hafa heyrt slíkar sögur áður dugir ekki leng- ur fagurtal og Forbes-listar. Trú- verðugleiki Nubo verður ein- göngu byggður með gegnsæi og staðreyndum. Nubo þarf því að stíga upp úr sjónum og sýna dýra þurrbúninginn sinn, nú eða í minnsta lagi litla sundskýlu. Ís- lendingar eiga ekki að þurfa að bíða eftir að fjari út til að sann- færast um hvort Nubo syndi sjó- sund allsber, eða ekki. Huang Nubo og sjósund Eftir Þröst Jóhannsson » Þegar fjarar út þá fyrst kemur í ljós hverjir hafa verið að synda allsberir. Þröstur Jóhannsson Höfundur er viðskiptafræðingur í Hong Kong. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 28. september var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Örn Einarsson – Oddur Jónsson 391 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 375 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 366 Sigurður Hallgrss. – Steinmóður Einars. 356 A/V Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 355 Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafss. 348 Haraldur Magnúss. – Margrét Pálsd. 343 Ágúst Vilhjálmss. – Kári Jónsson 339 Sigurður Njálsson og Pétur Jónsson unnu Hannesarmótið Spilað var á 16 borðum í Gull- smára, mánudaginn 1. október. Úr- slit í N/S: Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 333 Örn Einarsson - Jens Karlsson 313 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 302 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 299 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 317 Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 295 Hrólfur Gunnarsson - Hörður Björnsson 288 Ragnhildur Gunnarsd. - Sveinn Sigurjss. 287 Og úrslit í Hannesarmótinu (til- einkað Hannesi Alfonssyni) urðu: Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 1056 Lúvísa Kristinsd. - Sigurður Þórarinss. 954 Guðlaugur Nielsen - Guðm.Magnúss. 930 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 927 Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 914 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 912 mbl.is alltaf - allstaðar Verslun: Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.las.is VerðmætaskáparBíllyklar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla. Í verslun okkar er mikið úrval, bjóðum heimsendingu og uppsetningu gegn vægu gjaldi á höfuðborgarsvæðinu. Lyklakerfi Við smíðum og þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og húsfélög. Hringdu og fáðu ráðgjafa í heimsókn. = Lásasmiðir með áralanga reynslu og víðtæka þekkingu. Þjónusta og fagmennska Við erum flutt í Skútuvog 11 Neyðarþjónustan hefur nú tekið við kerfislykla og kerfissílindra deild Húsasmiðjunnar. Líttu við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.