Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Þriðja ríkið er að hrynja ogósigur nasista blasir við. Íhúsi í Suður-Þýskalandikeppist heimilisfaðirinn,
háttsettur liðsmaður SS-sveitanna,
við að eyða fortíð sinni á meðan
aðrir á heimilinu pakka niður verð-
mætum til að hafa með sér á flótt-
anum. En það er engrar und-
ankomu auðið. Foreldrarnir eru
handteknir og Lore, fimmtán ára
dóttir þeirra, fær það hlutverk að
fara með systkini
sín, systur og
þrjá bræður, til
ömmu þeirra
mörg hundruð
kílómetra leið.
Lore er af-
sprengi þess um-
hverfis, sem hún
kemur úr, og sá
veruleiki, sem
blasir við í rúst-
um sigraðs Þýskalands rímar eng-
an veginn við þá heimsmynd, sem
hún fékk í húsum foreldra sinna.
Ungur maður á flótta verður á
vegi þeirra og slæst brátt í för með
þeim. Þegar Lore sér gula stjörnu
Davíðs í skilríkjum hans fyllist hún
tortryggni. Linnulaus áróður nas-
ista gegn gyðingum hefur glumið
svo í eyrum hennar að hún situr
föst og getur ekki treyst honum.
Hún laðast að honum, en býður við
tilfinningum sínum og hrindir hon-
um frá sér.
Lore byggir á skáldsögu eftir
Rachel Seiffert, Myrkraherberginu.
Þar fléttast saman þrjár sögur og
er ein þeirra efniviður ástralska
leikstjórans Cate Shortland.
Mest mæðir á hinni ungu leik-
konu Saskiu Rosendahl í hlutverki
Lore, sem þarf að bjarga sér og
systkinum sínum frá hungri og vos-
búð. Enginn er tilbúinn að rétta
þeim hjálparhönd endurgjaldslaust
fyrir utan flóttamanninn unga. Á
vegg sér Lore myndir úr gereyð-
ingabúðum nasista. Á einni þeirra
sér hún föður sinn einkenn-
isklæddan innan um horaða fanga
og rífur hann í burtu. Það er ljóst
að heimsmynd hennar mun ekki lifa
af.
Myndin gerist vorið 1945. Eymd
hinna sigruðu Þjóðverja er alger og
stangast á við íðilgrænan og
gróskumikinn gróðurinn, sem alls
staðar sprettur fram. Lore er
áhrifamikil og óvenjuleg þroska-
saga.
Þroskasaga í stríðsrústum
RIFF: Háskólabíó
Lore bbbnn
Leikstjórn: Cate Shortland. Leikarar:
Saskia Rosendahl, Kai Malina, Nele
Trebs og Ursina Lardi. Þýskaland, Bret-
land, Ástralía, 2012. 109 mín. Flokkur:
Fyrir opnu hafi.
KARL
BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir
tvö ný verk á stóra sviði Borgarleik-
hússins nk. föstudag kl. 20. Annars
vegar It is not a metaphor eftir
Cameron Colbert og hins vegar Hel
haldi sínu eftir franska danshöfund-
inn Jérôme Delbey. „Verkið mitt er
innblásið af norrænni goðafræði. Ég
notast við Völuspá þar sem sögð er
saga heimsins, allt frá sköpun hans
til endaloka. Í raun má segja að
verkið fjalli um vitneskjuna um að
við séum öll dauðleg. Þannig vita
goðin allan tímann að búast má við
ragnarökum,“ segir Delbey og
bendir á að mikill samhljómur sé
milli Völuspár og tónlistarinnar sem
hann valdi verki sínu.
„Mig hefur lengi langað til að
semja dansverk við Vier letzte Lie-
der [Fjögur síðustu ljóð] eftir Rich-
ard Strauss, en ljóðin fjalla um árs-
tíðirnar og hina eilífu hringrás lífs
og dauða og passa því sérlega vel
við goðafræðina þó að tónlist
Strauss sé mjög íburðarmikil,“ seg-
ir Delbey, en einnig hljómar í verk-
inu tónlist Önnu Þorvaldsdóttur.
„Tónlist hennar fær að túlka ragna-
rök. Mig langaði til að nota íslenska
tónlist í verkinu og bað því Láru
[Stefánsdóttur, listrænan stjórn-
anda Íd] um að senda mér lista yfir
íslensk tónskáld þegar ég var að
undirbúa það að semja verkið,“ seg-
ir Delbey og bendir á að tónlist
Önnu hafi hentað stemningunni vel.
Delbey hefur starfað sem dansari
frá unga aldri en hann hlaut mennt-
un sína í Frakklandi við annars veg-
ar Ecole Nationale de Musique et
de Danse í Tourcoing og hins vegar
Rosella Hightower’s Ecole Nation-
ale Supérieure de Danse í Cannes.
Nítján ára gamall lá leið hans til
Þýskalands þar sem hann dansaði
með Badisches Staatstheater í
Karlsruhe og Stadttheater í Re-
gensburg. Árið 2006 réð hann sig
svo til starfa hjá GöteborgsOperans
Danskompani (Gautaborgar dans-
flokknum) og hefur verið þar síðan.
Sér verkið fyrir sér sem heild
„Ég samdi mitt fyrsta dansverk
árið 1999 fyrir danskeppni og komst
í úrslit sem var mikil viðurkenning
og mér góð hvatning þó að ég hafi
ekki unnið. Síðan þá hef ég samið
dansverk meðfram því að dansa
sjálfur,“ segir Delbey, en seinasta
verk hans, I shall die in Florence, í
uppsetningu Gautaborgar dans-
flokksins vakti athygli Láru Stef-
ánsdóttur sem í framhaldinu bað
Delbey um að semja nýtt verk fyrir
Íd.
Eitt af því sem einkennir höfund-
arverk Delbeys er að hann hannar
ávallt sjálfur bæði leikmynd og bún-
inga fyrir verk sín. „Auk þess hef
ég alltaf miklar skoðanir á því
hvernig lýsingin í verkum mínum
er. Það er ekki vegna þess að ég
treysti ekki öðrum, heldur einfald-
lega vegna þess að þegar ég sé
dansverkin fyrir mér þá sé ég þau
fyrir mér sem heild, þar sem útlit
verksins skiptir ekki minna máli en
sjálfar hreyfingarnar,“ segir Delbey
og tekur fram að hann leggi jafn-
framt mikla áherslu á að dans-
ararnir sem hann vinni með séu
skapandi í vinnuferlinu. „Þannig
notast ég við hreyfingar þeirra og
orku, þó að ég móti hvort tveggja
að minni listrænu sýn,“ segir Del-
bey að lokum.
Hin eilífa hringrás lífs og dauða
Íslenski dansflokk-
urinn frumsýnir tvö
ný verk, Hel haldi
sínu og It is not a me-
taphor, á föstudag
Morgunblaðið/Golli
Dauðleikinn „Í raun má segja að verkið fjalli um vitneskjuna um að við séum öll dauðleg,“ segir Jérôme Delbey.
„Mig langaði að búa til verk þar sem
allar hreyfingar hefðu tilgang. Ég
legg mikið upp úr því að verk mín
hafi skýran söguþráð og séu ekki
bara samansafn af fallegum hreyf-
ingum,“ segir Cameron Corbett um
verk sitt It is not a metaphor. Að-
spurður segir hann þetta fjórða
verkið sem hann semur fyrir eða í
samvinnu við Íd, en Cameron hefur
starfað sem dansari hjá flokknum
síðan 1997 og er því einn reynslu-
mesti dansari Íd.
Að sögn Camerons fór Lára Stef-
ánsdóttir, listrænn stjórnandi Íd,
þess á leit við hann að hann semdi
dansverk til þess að heiðra minn-
ingu bandaríska tónskáldsins John
Cage en í ár eru 100 ár liðin frá fæð-
ingu hans. „Ég kynntist tónlist hans
fyrst þegar ég var í námi og var svo
heppinn að fá ungur að dansa í
verki eftir Merce Cunningham við
tónlist Cages,“ segir Cameron og
tekur fram að tónlist Cages hafi
orðið til þess að hann fór að skoða
og leita sér innblásturs í hinum
ólíku þemum og listabylgjum sem
fram komu á 20. öld. Tónlistin í
verkinu er í höndum Tinnu Þor-
steinsdóttur píanóleikara en hún
flytur tónlist John Cage á „prep-
ared“ píanó. „Það er alltaf mjög
spennandi þegar tónlistin er flutt
lifandi á sviðinu, því það felur í sér
allt aðra orku en þegar dansað er
við fyrirfram upptekna tónlist,“
segir Cameron og bætir við: „En í
því felst líka áskorun, því tónlist-
arflutningurinn má helst ekki verða
meira spennandi í augum áhorf-
enda en hreyfingar dansaranna.
Auk þess sem passa þarf betur upp
á samhæfinguna.“ silja@mbl.is
Allar hreyfingar hafi tilgang
Morgunblaðið/Golli
Söguþráður „Ég legg mikið upp úr því að verk mín hafi skýran söguþráð
og séu ekki bara samansafn af fallegum hreyfingum,“ segir Cameron.
Leikkonan Saskia
Rosendahl í Lore.
HERRASKÓR
Þú færð SKECHERS herraskó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind
Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | OUTLET Fiskislóð 75, Rvk
Fjarðarskór, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi
Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri
Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Versluninni Skógum,
Egilstöðum | System, Neskaupstað Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð
Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum