Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
mín og barnabörnin minnast afa
síns með hlýju.
Kæri Siddi, takk fyrir allt. Ég
minnist þín með þakklæti og
söknuði.
Harpa Sigríður.
Ég hitti afa minn á afmælis-
daginn hans núna seinast þegar
hann varð 85 ára gamall og var
hann þá inni á Borgarspítalanum
á öldrunardeild. Ég var að kveðja
hann áður en ég fór í frí til Banda-
ríkjanna með fjölskyldunni.
Nokkrum dögum síðar var hann
farinn frá okkur. Ég fékk frétt-
irnar og síðan þá hafa minning-
arnar streymt í gegnum huga
minn hver á fætur annarri.
Ég var alltaf rosaleg montin af
afa því hann var að vinna á hval-
bátunum og sagði öllum frá því
sem vildu heyra það. Ég var ekki
mjög gömul þegar ég fékk hval-
kjöt í fyrsta skipti og fannst það
alveg einstaklega gott. Afi kom í
mörg ár heim í sveitina fyrir jólin
til að skella sér á rjúpu og það var
alltaf svo gaman að fá hann. Ég
man eftir einu skiptinu sem hann
varð veðurtepptur hjá okkur í
nokkra daga og tvísýnt hvort
hann kæmist suður til ömmu fyrir
jól og það var svo greinilegt hvað
afi tók það nærri sér en hann
komst þó á endanum áður en það
varð heilagt.
Ég man eftir því þegar afi lá á
bekknum inni í eldhúsi með bók
og dottaði svo frá henni. Ég man
líka eftir því að afi vissi endalaust
mikið um fótbolta eins og við vit-
um öll sem þekktum hann og það
voru fáir leikir sem afi gat hugsað
sér að missa af.
Stundirnar í eldhúsinu hjá
ömmu og afa hafa verið ótal marg-
ar í gegnum tíðina við spiluðum
stundum scrabble og þau hjálp-
uðu mér með krossgátur. Mér
þótti ótrúlega vænt um það þegar
ég fermdist þá vildi afi gefa mér
íslenska orðabók því amma sagði
að hann hefði svo gaman að því
hvað ég var áhugasöm um ís-
lenskt mál og það hefur alla tíð
fylgt mér.
Ég bjó hjá afa og ömmu um
tíma þegar ég var í skóla í bænum
og það var góður tími og yndislegt
að vera hjá þeim. Mér fannst allt-
af svo ótrúlega sætur siður hjá
þeim ömmu og afa að vaska upp
saman eftir kvöldmatinn, amma
vaskaði og afi þurrkaði.
Afi var alltaf mjög listrænn,
málaði fallegar myndir, gerði blý-
antsteikningar og fleira. Þegar afi
hætti að vinna fór hann að vinna
muni úr tré og var mjög ötull við
þá iðju sína og við aðstandendur
hans eru svo heppin að eiga flest
eitthvað fallegt sem hann gerði
með sínum eigin höndum, til
minningar um hann. Ég mun
sakna hans alveg ógurlega en það
mun hjálpa manni að hugsa til
þess að honum líður pottþétt
mjög vel núna. Það er alveg sama
hversu gamalt fólk verður, maður
verður aldrei tilbúinn að missa þá
sem maður elskar.
Elsku amma mín, guð gefi þér
styrk í sorginni og öllu því sem
framundan er og ég mun vera
dugleg að koma til þín og ég er
alltaf til staðar fyrir þig og vona
að þú munir nýta þér það.
Kristjana María
Ásbjörnsdóttir.
Elsku afi minn.
Ég sit hér og hugsa um hvað ég
eigi að skrifa og það er svo margt
sem kemur upp í hugann. Það er
skrýtið að koma í Goðatúnið þessa
dagana, vitandi að þú ert ekki
heima og kemur ekki aftur heim.
Það eru svo margar stundirnar
sem koma upp í hugann núna,
stundir frá heimsóknum til afa og
ömmu í Túni. Það sem hefur sótt á
mig síðustu daga er sérstaklega
jólakakan sem amma var vön að
baka. Í hvert skipti sem við kom-
um í heimsókn var jólakaka á
borðum og þegar ég fór frá ykkur
var þessi kaka götótt. Hún var
götótt vegna þess að afi minn
plokkaði rúsínurnar úr kökunni
og gaf mér þær, alveg sama
hversu mikið amma mótmælti
þessari meðferð á kökunni.
Yfirleitt var líka ýmiss konar
kex og brauð á borðum og þá
fylgdi að sjálfsögðu ostur með.
Oststykkið vildi nú minnka vegna
þess að þú skarst hann niður í
bita fyrir mig og svo dró ég þig
um eldhúsið því ég vissi nákvæm-
lega hvar kexið var geymt. Og
ekki stóð á þér! Svo fórum við á
haustin út í garð og kíktum á
jarðarberjaplönturnar og borð-
uðum allt sem var orðið þroskað,
hinir þurftu ekkert að fá.
Þegar ég var í skóla var mér
stundum strítt á því að vera rauð-
hærð. Þegar það gerðist huggaði
ég mig við að ég væri rauðhærð
eins og langamma mín, mamma
hans afa. Ég gleymi því ekki að
mamma sagði mér eitt sinn að þú
hefðir verið svo glaður yfir hára-
litnum mínum og sagt henni að
rauðhært kvenfólk væri svo fal-
legt. Eftir þetta hlustaði ég aldrei
á stríðni yfir hárinu á mér og er í
dag mjög stolt af því.
Á sumrin var alveg hægt að
treysta á það að þegar komið
væri í heimsókn fyndi maður
ömmu á bólakafi í einhverju
blómabeðinu og þig í bílskúrnum.
Mér þótti alltaf voða gaman að
koma í skúrinn til þín og fylgjast
með þér skera út hina og þessa
hluti. Þér var alveg sama þó að
við krakkarnir snigluðumst
kringum þig svo lengi sem við
hefðum nú ekki allt of mikinn há-
vaða. Þegar þú varst ekki að
skera út varstu að fylgjast með
fótboltanum. Manchester United
var auðvitað í uppáhaldi en mér
fannst ekki alveg jafn skemmti-
legt að horfa á boltann með þér
og mér fannst að fara út í skúr,
enda gleymist skiltið þitt seint:
Þögn meðan húsbóndinn horfir á
fótbolta.
Þið amma voruð gift í yfir 60 ár
og afkomendur ykkar eru orðnir
nokkuð margir. Nú sækjum við
styrk til hvert annars, rifjum upp
minningar og hlæjum að hinum
og þessum sögum. Það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn en
ég trúi að þú sért á betri stað og
að þér líði vel.
Vertu sæll, afi minn.
Kristjana Hrönn.
rúnu. Þau voru alltaf svo þakklát
fyrir allt sem gert var fyrir þau og
hringdu ávallt þegar heim var
komið til að ítreka þakklæti sitt.
Afi hefur alltaf fylgst náið með
afkomendum sínum; hann var
stoltur af hópnum sínum stóra og
það var honum mikils virði að vita
hvað hver og einn var að takast á
við í lífinu. En við vorum líka stolt
af því að eiga hann að og þótti svo
vænt um hann. Við munum sakna
allra góðu og skemmtilegu takt-
anna hans. Alltaf var stutt í stríðn-
ina og glettnina hjá honum og
ungir sem aldnir fjölskyldumeð-
limir minnast afa purrandi í hálsa-
kot og leikandi könguló með fingr-
unum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku afi Bassi,
Hrönn, Óttar, Elva,
Eygló og fjölskyldur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um vil ég minnast með þakklæti
og hlýhug vinar sem var mér svo
góður, tryggur og yndislegur. Í
yfir 20 ár höfum við átt samleið og
hefur þar aldrei borið skugga á.
Ég hef notið þess að við höfum í öll
þessi ár getað lagt rækt við vin-
skap okkar, með daglegum símtöl-
um og reglulegum heimsóknum.
Það hefur verið mér ómetanlegt.
Kristinn var mér ávallt stoð og
stytta á erfiðum tímum, en ég
minnist hans ekki síður hversu
góður hann var elsku barna-
barninu mínu, Róberti. „Bassi
minn, Bassi minn“ hljómar nú í
minningunni um hve drengurinn
var hændur að Kristni og var það
gagnkvæmt því að Róbert minn
var ávallt ofarlega í huga míns
kæra vinar.
Hvíl í friði,
Þín vinkona
Sigrún.
Um auðmjúk blómin lék upprisuljóminn
og eilífð um fjöll og dranga.
(Davíð Stefánsson.)
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
föðurbróðir okkar, Kristinn T.
Möller, eða Bassi frændi eins og
hann var jafnan kallaður.
Bassi frændi ólst upp í litla
Möllershúsinu á Siglufirði, næst-
yngstur átta systkina. Hann hlaut
gott atlæti afa Kristjáns, sem var
ákveðinn en góður uppalandi og
ömmu Jónu sem var glaðvær kona
og félagslynd með afbrigðum.
Börnin voru öll vel gerð og urðu
snemma sjálfbjarga. Uppeldið í
þessum stóra systkinahópi mótaði
hann að vonum og var hann alla
ævi vinnusamur og samviskusam-
ur með afbrigðum og því vel látinn
starfskraftur.
Bassi tók virkan þátt í síldar-
ævintýrinu á Siglufirði og byrjaði
ungur að fylgjast með á síldar-
planinu. Honum sást, ungum að
aldri, bregða fyrir í þekktri heim-
ildamynd um síldarævintýrið,
hlaupandi milli húsa snemma
morguns til að ræsa síldarstúlk-
urnar til söltunar. Hann þótti einn
af bestu díxilmönnum staðarins en
þeirra starfi var að slá til tunn-
urnar, mikið starf og erfitt. Þá
þótti hann einkar laginn í að
skipta um einstaka tunnustafi sem
var mikið vandaverk, einkum þeg-
ar búið var að setja í tunnurnar.
Eftir að síldarævintýrinu lauk og
hann hafði slitið samvistum við
eiginkonu sína vann hann ýmis
störf víða um land, meðal annars í
Vestmannaeyjum og síðast í Um-
búðamiðstöðinni.
Bassi frændi erfði létta skap-
gerð ömmu Jónu. Hann var alltaf
hress og kátur, stundum snöggur
upp á lagið en alltaf með bros á
vör. Hann var fallegur maður, lið-
legur og kvikur í hreyfingum, eins
og þau systkinin öll, fór flestra
sinna ferða gangandi og fór hratt
yfir. Þá var hann snemma fremri
flestum karlmönnum þess tíma í
heimilisstörfum, duglegur að elda
og gat sér orð fyrir að vera góður
kokkur. Hann var mikið snyrti-
menni og hélt heimili sínu svo
hreinu og fallegu að orð fór af.
Á efri árum fékk Bassi meiri
tíma til að njóta lífsins. Hann hafði
gaman að ferðalögum og ferðaðist
talsvert. Þá átti hann því láni að
fagna að eignast yndislega vin-
konu, Sigrúnu Lovísu sem hann
átti 20 góð ár með. Þau áttu vel
saman, elskulegt og glæsilegt fólk
sem gaman var að umgangast.
Bassi frændi lifði lífi sínu með
reisn og á eigin forsendum alveg
fram í andlátið. Hann hugsaði alla
tíð um sig sjálfur, hélt sitt heimili
og eldaði á hverjum degi. Hann
hélt andlegu atgervi og persónu-
einkennum til hinsta dags þótt lík-
aminn væri þrotinn að kröftum.
Hann fylgdist vel með dægurmál-
um og íþróttum og vakti alla tíð
eins og haukur yfir sínum stóra og
myndarlega afkomendahópi.
Bassi kveður síðastur þeirra
systkinanna. Við, börn Jóhanns
bróður hans, minnumst hans með
hlýhug og mikilli virðingu og
sendum Sigrúnu og fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd móður okkar Hel-
enu og okkar systkina,
Alma D. Möller.
✝ Jón Helgi Har-aldsson fædd-
ist 3. janúar 1952.
Hann lést 23. sept-
ember 2012.
Foreldrar hans
voru Haraldur Ár-
sælsson, f. 11 mars
1920, d. 20. júlí
2006, og Unnur
Magnea Sigurð-
ardóttir, f. 3. maí
1932, d. 30. októ-
ber 1967. Uppeldisforeldrar:
Anna Ársælsdóttir, f. 13. des-
ember 1913, d. 30. september
1997, og Ellert Ágúst Magn-
ússon, f. 4. ágúst
1913, d. 17. júní
1997. Jón Helgi
átti átta uppeld-
issystkini.
Jón Helgi stund-
aði ýmis störf,
hann var menntað-
ur matreiðslumað-
ur og fékkst að-
allega við
matreiðslu og
tamningu hrossa.
Hann átti þrjú börn.
Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 3.
október 2012, kl. 15.
Í dag kveðjum við elskulegan
bróður okkar Jón Helga, sem
við systkinin kölluðum alltaf
Nonna bróður.
Við geymum innra með okkur
margar góðar minningar frá
æskuárunum um glaðværan og
góðan dreng. Áhugi hans á hest-
um vaknaði snemma og varð
hans líf og yndi gegnum árin,
ásamt matreiðslu í sambandi við
hestaferðir og önnur veisluhöld.
Það er sárt að kveðja, en eftir
stutta og harða baráttu hans við
illvígan sjúkdóm, tók hann ör-
lögum sínum með æðruleysi og
trú á almættið.
Það verður herskari engla
sem tekur nú á móti honum.
Við systurnar viljum kveðja
hann með eftirfarandi bæn eftir
Gísla frá Uppsölum.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Elín Anna, Ásrún og
Arndís Ellertsdætur.
„Hvað má bjóða þér, elskan?“
spurði Jón Helgi og leit á far-
þegann í framsætinu, vel bund-
inn í bílbelti. Því næst sneri
hann sér að ungviðinu aftan í og
sagði: „Þegið þið krakkar, þið
fáið ekki neitt.“ Andlitið á
starfsstúlkunni í lúgusjoppunni
nánast datt af henni, þegar hann
sneri sér að henni og sagði : „Ég
er úti að keyra með fjölskyld-
una …“ Farþeginn í framsætinu
var kind og aftan í voru tvö
lömb. Á þessu var þó skýring.
Vinur minn, Jón Helgi (Nonni),
var á þessum tíma dýraeftirlits-
maður Reykjavíkur og hafði ver-
ið að bjarga dýrunum af golfvell-
inum á Korpúlfsstöðum. Hann
elskaði að fá fólk til að hlæja,
hann var einstaklega orðheppinn
og snöggur til svars þrátt fyrir
málhelti. Nonni var skemmtileg-
asti maður sem hefur fæðst
norðan Alpa og hefur skemmt
mér stöðugt frá því við vorum 16
ára gömul. Síðan eru liðin 44 ár.
Fyrst þegar ég sá hann í Lax-
nesi, þangað sem ég var að
koma með sumarhýruna, hestinn
minn Hálegg, í sumarbeit, tók
ég strax eftir þessum fjörkálfi.
Með okkur tókst óslitin vinátta
frá fyrstu stundu. Á liðnum ár-
um höfum við varið mörgum jól-
um saman, enda Nonni að
mörgu leyti einfari sem eflaust
má rekja til erfiðrar æsku hans.
Hann var var um sig, vissi ekki
alveg hverjum hann gæti treyst
og fyrir vikið þykir mér enn
meira en ella vænt um það
traust og vináttu sem hann
sýndi mér alla tíð. Hann var
grallari af Guðs náð. Einhverju
sinni fóru þeir nokkrir félagar í
ferð um landið. Þegar þeir komu
í Möðrudalskirkju stóð hún opin,
en enginn var þar presturinn.
Nonna fannst nú lítið mál að
ganga í prestsverkin og ákvað
að messa yfir ferðafélögum sín-
um. Hann skellti prestshemp-
unni með öllu tilheyrandi yfir
lopapeysuna og tónaði: „Drott-
inn gaf og drottinn tók. Drottinn
er í ullarbrók.“ Þegar hann leit
yfir söfnuðinn hafði kirkjan
fyllst af þýskum ferðamönnum í
miðri messu og Nonni bara
krossaði sig og sagði amen og
allir ferðalangarnir tóku undir.
Hann var að hugsa um að láta
þá ganga til altaris, en vínið var
búið. Nonni fékk ungur áhuga á
hestamennsku og má segja að
hún hafi átt hug hans og hjarta
alla tíð. Eitt sinn kom hann ríð-
andi upp að mér í ferð sem við
vorum í. Hann var á meri sem
hann var nýbúinn að eignast. Ég
sá að merin var ansi villt og segi
við hann: „Þessari meri ríður
maður nú ekki hægt og hljótt,“
og Nonni svaraði að bragði:
„Nei, bara ótt og títt!“ Ég spurði
undan hverjum merin væri og
Nonni svaraði án umhugsunar:
„Undan Þvælu frá Upphafi og
graðhestinum Uppspuna frá rót-
um.“ Í réttum eða á landsmótum
hestamanna þurfti aldrei að leita
lengi að Nonna í margmenninu.
Ef maður sá tíu, tuttugu manns
í hnapp taka bakföll af hlátri,
vissi maður að þar var Nonni.
Veikindi Jóns Helga komu
snöggt, stóðu stutt og ég veit
ekki hvernig ég ætla að lifa
Nonnalausu lífi. Ég á eftir að
gráta hann allt lífið. Farðu í
friði, elsku vinur. Mikið eru þau
á himnum heppin að hafa fengið
þig. Nú kætist Ósk okkar við að
hitta þig aftur og nú glymur
hlátur á himni.
Þín vinkona,
Birna Sigurðardóttir.
Góður vinur er fallinn frá.
Eftir stuttan en snarpan sprett
tapaði Jón Helgi stríðinu. Það
var aðdáunarvert að fylgjast
með hve æðrulaus Jón var í
þeirri baráttu sem hann háði
gegn krabbameininu og húmorn-
um hélt hann fram í andlátið.
Jóns verður minnst ekki síst fyr-
ir hve orðheppinn hann var.
Við Jón kynntumst þegar við
vorum strákar, en hestarnir
voru sameiginlegt áhugamál og
leiddu okkur saman. Tamningar
á hestum var vinna okkar
beggja. Saman fórum við til
náms að Bændaskólanum
Hvanneyri. Þar var ýmislegt
brallað og oft glatt á hjalla. Eftir
námið lágu leiðir okkar oft sam-
an, en Jón vann á ýmsum tamn-
ingastöðvum, var á sjónum og
stundaði ýmis störf. Hann kom
oft á æskuheimili mitt í Skipa-
sundið og höfðu foreldrar mínir
mikið gaman af heimsóknum
hans. Þar var oft setið við eld-
húsborðið og skrafað. Við hjónin
fluttum í Borgarnes en þegar við
komum aftur til Reykjavíkur,
endurnýjuðust kynnin.
Við fórum mikið saman aust-
ur að Fossi og var Jón alltaf
hjálplegur hvort sem þurfti að
girða, sækja hross eða annað.
Hann lagði mikið af mörkum í
vinnu þegar við keyptum bú-
staðinn, smíðaði palla og tók
þátt í allri vinnu til að hægt væri
að klára fyrir veturinn. Við met-
um þá hjálp mikils. Á þessum
tíma voru ófá gullkornin frá hon-
um og eru þau enn rifjuð upp í
góðra vina hópi og mikið hlegið.
Þegar við fórum með útlendinga
í hestaferðir lét Jón ekki sitt eft-
ir liggja. Hann reið með ein-
hverja áfanga, sá alfarið um
matinn, var á bílnum, stóð fyrir
og girti aðhöld. Hann var hrókur
alls fagnaðar á kvöldin. Jón var
listakokkur og sérstaklega
snyrtilegur. Hann var oft feng-
inn til að sjá um mat á uppá-
komum hjá Fáki, sem var hans
félag. Jón Helgi mátti ekkert
aumt sjá og var dýravinur mik-
ill. Hundarnir okkar, þau Strák-
ur, Tóta og síðast Doppa nutu
góðs af því. Enda fögnuðu þau
honum eins og hann ætti þau.
Sem fyrr segir hafði Jón mik-
inn húmor. Einhverju sinni var
hann á hestamóti í Þýskalandi
fyrir nokkrum árum. Það var al-
veg óskaplega heitt þennan dag,
þannig að félagarnir fóru niður í
bjórkjallara til að kæla sig. Þá
kom Jón kófsveittur inn og sagði
á sinn skemmtilega máta. „Vitið
þið hvað! Ég sá hund vera að
elta kött og þeir löbbuðu, það er
svo heitt.“ Önnur saga er þegar
læknirinn sagði við hann að
hann þyrfti að hætta að reykja.
Þá svaraði Jón að bragði hvort
hann mætti ekki bara reykja
aðra hvora. Það eru til ótal
svona sögur af Jóni og væri
hægt að gefa þær út í bók.
Jón Helgi kynntist Ingu
Gunnarsdóttur fyrir allmörgum
árum og bjuggu þau meðal ann-
ars í Danmörku um tíma. Síðar
bjuggu þau í Yrsufellinu og var
gott að koma á heimili þeirra.
Inga reyndist Jóni betri en eng-
in þessar síðustu vikur í veik-
indum hans.
Í minningunni sjáum við Jón,
standandi í miðjum sönghring í
réttunum, taka lagið með bænd-
um. Við erum viss um að þú átt
eftir að taka lagið þarna hinum
megin og segja brandara. Þeir
sem farnir eru eiga eftir að
hlæja dátt með þér. Farðu í
friði, elsku vinur, og takk fyrir
öll árin sem við áttum með þér.
Ragnar Hinriksson.
Helga Kristín Claessen.
Skjótt skipast veður í lofti.
Ekki liðu nema rúmlega þrír
mánuðir frá því að Jón Helgi
stóð galvaskur í eldhúsinu í Fé-
lagsheimili Fáks og matreiddi
kræsingar fyrir stóran og glaðan
hóp kvenna er voru að koma úr
kvennareið Fáks, þar til hann
kvaddi þennan heim.
„Get ég hjálpað“ eða „Þið hóið
í mig ef ykkur vantar aðstoð“
voru einkunnarorð Jóns Helga,
því alltaf var hann boðinn og bú-
inn að leggja fram vinnu sína í
sjálfboðaliðastarfið fyrir Hesta-
mannafélagið Fák. Margar veisl-
urnar sá Jón Helgi um fyrir
hestamenn. Hvort sem það voru
fjölmenn þorrablót, uppskeruhá-
tíðir eða minni matarveislur
voru þær hristar fram úr erm-
inni með brosi á vör sem og að-
stoð við mótahald og aðra við-
burði hjá Fáki. Það er því mikil
eftirsjá að Jóni Helga sem fé-
lagsmanni en þó ekki síður sem
skemmtilegum félaga.
Jón Helgi var einnig slyngur
knapi, hestunum leið greinilega
vel hjá honum. Það sást að þeir
voru kátir og tilbúnir að gleðja
knapann sinn, oft með góðum
skeiðspretti þegar það átti við
og það leiddist Jóni Helga ekki.
Húmorinn, gleðin og já-
kvæðnin voru alltaf til staðar
þegar Jón Helgi var á svæðinu
og alveg ljóst að allir þeir sem
hittu hann fóru glaðari í bragði
af þeim fundi. Við kveðjum í dag
góðan félaga sem ávallt reyndist
vel.
Kveðja frá Hestamannafélag-
inu
Fáki,
Jón Finnur Hansson.
Jón Helgi
Haraldsson