Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 er hann vann á vegum SÞ við jarð- hitarannsóknir í Kenía og árið 1993 er hann starfaði í Úganda. Rannsóknir Halldórs hafa að mestu snúist um jarðefnafræði jarð- hita og síðar um umhverfisþætti jarðhita en hann hefur stundað jarðhitarannsóknir fyrir 18 lönd. Þá er Halldór löggiltur skjala- þýðandi úr ensku á íslensku og úr íslensku á ensku. Halldór stóð fyrir norrænni snef- ilráðstefnu hér á landi 1982 og fyrir ráðstefnu Water Rock Interaction- deildar International Association of Geochemistry 1986. Hann er for- maður þeirrar deildar. Hann var fé- hirðir Vísindafélags Íslendinga 2006-2011, situr í ritstjórn Applied Geochemistry og hefur setið í rit- stjórn fleiri vísindarita, var sér- fræðingur í efnafræði við Alfræði- orðabók Arnar og Örlygs og einn þýðenda kennslubókarinnar Efna- fræði – vísindi byggð á tilraunum. Hirðskáld Jóns Böðvarssonar Áhugamál Halldórs hafa snúist um brids og fornsögur: „Ég hef spilað brids frá því á mennta- skólaárunum og mæti reglulega með félaga mínum í miðvikudags- klúbb Bridgesambandsins. Þá er ég í Kammermúsík- klúbbnum og sæki tónleika hans sem eru fimm til sex sinnum á vetri. Loks sótti ég stíft fyrirlestra Jóns Böðvarssonar og Magnúsar Jónssonar um Íslendingasögur og Sturlungu, fór í fjölda ferða með þeim og varð þess heiðurs aðnjót- andi að vera nefndur hirðskáld Jóns Böðvarssonar, ásamt Sturlu Frið- rikssyni erfðafræðingi.“ Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Margrét Skúladóttir, f. 29.5. 1943, grunn- skólakennari sem nú kennir útlend- ingum íslensku hjá Mími – símennt- un. Hún er dóttir Skúla Magnús- sonar, kennara á Akureyri, og Þorbjargar Pálsdóttur húsfreyju. Börn Halldórs og Margrétar eru Ármann Halldórsson, f. 4.7. 1969, kennari við VÍ, en kona hans er Bryndís Erna Jóhannsdóttir, skrif- stofumaður við HÍ. Dætur þeirra eru tvær: Þorbjörg Halldórsdóttir, f. 14.11. 1970, sviðstjóri hjá Mími – símenntun, en maður hennar er Gunnar Ingi Halldórsson, viðskipta- fræðingur hjá Marel, og eiga þau þrjár dætur. Sigrún Mjöll Halldórs- dóttir, f. 18.10. 1978, matvælafræð- ingur hjá MATÍS en maður hennar er Hjörvar Orri Arason, húsasmið- ur og nemi í vélvirkjun, og eiga þau tvö börn. Systkini Halldórs eru Guð- brandur Ármannsson, f. 19.5. 1944, stærðfræðingur og fyrrv. fram- haldsskólakennari í Danmörku; Steinunn Ármannsdóttir, f. 20.2. 1946, fyrrv. skólastjóri Álftamýr- arskóla og starfsmaður fræðslu- sviðs Reykjavíkurborgar; Áslaug Ármannsdóttir, f. 19.10. 1947, kenn- ari við Valhúsaskóla; Halldór Ár- mannsson, f. 1.12. 1951, kennari við FB. Foreldrar Halldórs voru Ármann Halldórsson, f. 29.12. 1909, d. 29.4. 1954, skólastjóri Miðbæjarskólans, og Sigrún Guðbrandsdóttir, f. 13.7. 1912, d. 27.3. 2002, kennari í Reykjavík. Úr frændgarði Halldórs Ármannssonar Halldór Þ. Ármannsson Sigríður Jafetsdóttir en faðir hennar og Jón Sigurðsson forseti voru bræðrungar Sigurður Einarsson útvegsb. í Seli, af Bollagarðaætt Anna Sigurðardóttir húsfr. í Viðvík Guðbrandur Björnsson f. pr. í Víðvík og á Hofsósi Sigrún Guðbrandsdóttir kennari í Rvík Guðfinna Jensdóttir húsfr. á Miklabæ Björn Jónsson prófastur á Miklabæ Anna Kristín Bjarnadóttir húsfr. á Hafarafelli Bjarni Sveinsson b. á Hafrafelli í Fellum Elísabet Bjarnadóttir húsfr. á Ísafirði Halldór Bjarnason kaupm. á Ísafirði Ármann Halldórsson skólastj. Miðbæjarskólans Guðrún Jónsdóttir frá Hofi í Norðfirði Bjarni Sveinsson b. í Viðfirði Halldór íslenskuprófessor Halldór Halldórsson fyrrv. ritstj. dr. Björn Bjarnason íslenskufræðingur Sveinn Bjarnason b. í Viðfirði Guðrún Sveinsdóttir (Viðfjarðarskotta hjá Þórbergi Þórðarsyni) Þrúður Sveinsd. húsfr. á Núpi Sigurður Jónsson hreppstj. á Torfast. í Grafningi Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur Ólafur Jóhann Ólafsson rith. og aðstoðarforst. Time -Warner Björn Guðbrandsson barnalæknir í Rvík Inga Dóra Björnsdóttir lektor við Kalifoníuháskóla Nikkólína Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Sigurður Sigurðsson í Þorsteinsbúð Guðni Guðmundsson rektor MR Sigurður Sigurðsson íþróttafréttam. Björgvin fæddist í Reykjavík3.10. 1912 og ólst þar upp,sonur Ellerts K. Schram, skipstjóra í Reykjavík, og k.h. Magdalenu Árnadóttur húsfreyju. Systkini Björgvins voru Kristján Schram, skipstjóri í Reykjavík; Gunnar Schram, símstjóri á Ak- ureyri; Karl Schram, verslunarstjóri í Reykjavík; Margrét, húsfreyja. Faðir Ellerts var Kristján Gynther Schram, b. og timbursmiður í Innri- Njarðvík. Magdalena var dóttir Árna, fræði- manns í Reykjavík Hannessonar, og Margrétar Gestsdóttur. Hann brautskráðist frá VÍ 1930 og stundaði síðan nám við versl- unarskóla á Englandi 1933-34. Björgvin var fulltrúi í heildverslun Magnúsar Kjarans í Reykjavík 1934- 53 en stofnaði þá eigin heildverslun sem var með þekktari heildversl- unum í Reykjavík um langt árabil. Björgvin var Vesturbæingur og KR-ingur í húð og hár alla tíð. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með KR á árunum 1923-43 og var í hópi fremstu knattspyrnumanna hér á landi á þessum árum. Hann sat í stjórn KR og var varaformaður fé- lagsins í formannstíð Erlends Ó. Pét- urssonar, sat í stjórn KSÍ frá stofnun þess 1947 og var formaður KSÍ 1954- 68. Hann var auk þess formaður Fé- lags íslenskra stórkaupmanna 1967- 71, sat í stjórn Verslunarráðs Íslands 1967-74 og varaformaður þess 1968- 71. Þá var hann formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1974. Kona Björgvins var Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja og eign- uðust þau sjö börn. Þau eru Bryndís Schram, leikkona, dagskrárgerða- kona og fyrrv. framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs; Ellert B. Schram, fyrrv. alþm., ritstjóri og forseti ÍSÍ; Margrét Schram, húsfreyja í Reykja- vík; Björgvin Schram, viðskiptafræð- ingur og forstjóri í Reykjavík; Magdalena Schram, sagnfræðingur og húsfreyja sem nú er látin; Ólafur Magnús Schram, forstjóri Fjalla- ferða; Anna Helga Schram, húsfreyja í Reykjavík. Björgvin lést 24.3. 2001. Merkir Íslendingar Björgvin Schram 85 ára Elínborg Gunnarsdóttir Guðný Jóna Tryggvadóttir Hallveig Hannesdóttir Hrafnhildur Héðinsdóttir 80 ára Brynhildur G. Kristjánsdóttir Kolbrún M Kristjánsdóttir Kristján Bergjónsson Þorkell Valdimarsson 75 ára Guðrún Sveinbjarnardóttir Kristinn Kristinsson 70 ára Ármann Stefánsson Brynja Bjarnadóttir Daníel P. Baldursson Halldór Ármannsson Hrefna Guðmundsdóttir Kristín Guðbjörg Baldursdóttir Magnús Bergsson Magnús Gunnlaugsson Pamela Morrison Sigrún Jóhannesdóttir Þórey Bergsdóttir 60 ára Anna Dóra Antonsdóttir Anna Dóra Snæbjörnsdóttir Anna Gísladóttir Anna Ragna Alexandersdóttir Árni Helgi H. Ragnarsson Guðlaugur Stefánsson Guðmundur Karl Þorleifsson Gunnar Þóroddsson Helga Eyberg Ketilsdóttir Helgi Benóný Gunnarsson Hildur Ellertsdóttir Ólafur Svavar Ástþórsson Ólöf Þórarinsdóttir Sigurveig H. Kristjánsdóttir Þór Kristjánsson 50 ára Anna Guðný Sigurgeirsdóttir Ásgerður Hallgrímsdóttir Halldóra Björk Jónsdóttir Hlynur Helgi Sigurðsson Jón Magnússon Kai Blöndal Oddrún Vala Jónsdóttir Þorsteinn Kristjánsson 40 ára Berglind Rut Hauksdóttir Bergþóra Kristinsdóttir Erick Papio Francisco Guðrún Björg Karlsdóttir Gunnhildur Hauksdóttir Heiðar Karlsson Hulda Gunnarsdóttir Ingibjörg Garðarsdóttir Ingimar Guðjón Bjarnason Jónas Gylfason Óskar Georg Jónsson Pálmar Gústaf Linden Edvardsson Pétur Jónsson Rachid Bijita Sigríður Alma Ómarsdóttir Sonja Sif Sigurðardóttir 30 ára Halldór Emil Sigtryggsson Ísleifur Orri Arnarson Japsy Kareethara Jacob Kamila Teresa Niedowóz Kristján Dúi Sæmundsson Matthías Már Ólafsson Megan Pier Windsor Cotton Teresa Sofia Giesta Da Silva Tinna Björk Óðinsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Sonja ólst upp á Sauðárkróki, lauk leik- skólakennaraprófi 1995, og er ritari í Árskóla. Maki: Magnús Hafsteinn Hinriksson, f. 1968, vél- smiður. Börn: Hugrún Líf, f. 1995; Selma Björt, f. 1999, og Viktor Darri, f. 2004. Foreldrar: Svala Gísla- dóttir, f. 1940, fyrrv. mat- ráður, og Sigurður Björns- son, f. 1940, fyrrv. útibússtjóri ÁTVR. Sonja Sif Sigurðardóttir 50 ára Anna ólst upp á Akureyri, er grafískur hönnuður, lauk prófi til kennsluréttinda við HA og er nú kennari við Brekku- skóla á Akureyri. Börn: Anna Rósa Hall- dórsdóttir, f. 1985, og Sig- urgeir Halldórsson, f. 1991. Foreldrar: Auður S. Ósk- arsdóttir, f. 1941, sjúkra- liði, og Sigurgeir Bern- harð Þórðarson, f. 1942, skrifstofumaður. Anna Guðný Sigurgeirsdóttir 40 ára Sigríður ólst upp á Geldingaá í Leirár- og Melasveit, er bílstjóri í Reykjanesbæ og hefur verið sjálfboðaliði hjá Landsbjörg í 24 ár. Börn: Bergþóra Káradótt- ir, f. 2004, og Ómar Helgi Kárason, f. 2008. Foreldrar: Ómar Pálsson, f. 1944, d. 2004, bóndi á Geldingaá, og Alla Lúth- ersdóttir, f. 1944, d. 2006, bóndi og húsfreyja á Geldingaá. Sigríður Alma Ómarsdóttir Lýstu upp garðinn. GARÐLÝSINGAR Bjóðum upp á einfalda lausn á lýsingum í garðinn. Kastara sem auðvelt er að koma fyrir hvar sem er á lóðinni. Hægt er að tengja einn eða fleiri kastara saman. Möguleikarnir eru endalausir. TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.