Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 27
Skemmtiferðaskip við kæjann á Akureyri. Slökkviliðsmenn landsins þurfa að fást við margvísleg verk- efni, bæði hefðbundin sem og ný. Síðust fimm ár hefur umræðan um mögulega stóra gróður- og skóg- arelda orðið allhávær. Ekki að undra þar sem veður- og gróð- urfar hefur breyst verulega á landinu sem aftur hefur orðið til þess að gróður dafnar sem aldrei fyrr. Þetta er m.a. nýtt verkefni fyrir slökkviliðin, þ.e.a.s. að fást við gróð- urelda þar sem eldsmaturinn er afar mikill. Í Mýraeldum á dögunum og síðan í gróðureldunum fyrir vestan nú ný- verið voru menn að fást við elda sem geisuðu yfir landið með allt að þriggja metar eldtungum. Á Íslandi eru um og yfir 12.000 sumarhús, sem flest hver eru byggð í sumarhúsaþéttbýli. Á þessum svæðum er mikill eldsmatur í formi húsa og gróðurs af ýms- um gerðum. Sama má segja á svæðum skóg- arbænda og einnig á al- mennum svæðum um allt land. Mikill eldur á svona svæðum getur skapað gereyðingareld sem nær án efa upp í 10-15 metra eldtungur. Þetta er nýtt mögu- legt verkefni fyrir slökkviliðsmenn. Annað sem rekið hefur á fjörurnar eru skemmtiferðaskipin sem í aukn- um mæli koma til hafna víðsvegar um landið. Ellefu hafnir geta tekið á móti skipum, flest koma til Reykjavíkur, Akureyrar, Seyðisfjarðar, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. (Áhugavert loka- verkefni Birgis Gunnarssonar um stöðu Íslands í heimi skemmtiskipa- ferðamennsku) http://skemman.is/ stream/get/1946/11170/24772/1/ LOKAVERKEFNI_BG.pdf Skipin eru bundin við bryggju og þar liggur allt upp í 5.000 manna íbúðarblokk. Tvö til þrjú svona skip geta verið við kæjann hverju sinni. Hvað gerir lítið sveitaslökkvilið ef eldur verður laus í svona ferlíki? Þetta er nýtt mögulegt verkefni fyrir slökkviliðsmenn. Félag slökkviliðsstjóra Íslandi, FSÍ, er félagsskapur stjórnenda allra slökkviliða í landinu. Á vett- vangi FSÍ eru svona mál rædd og krufin. Ársþing félagsins verður að þessu sinni á Sauðárkróki dagana 12.-13. október nk. Aðalþema þingsins er „Gróðureldar og skemmtiferðaskip“ Slökkviliðin þurfa að bregðast við þessum nýju verkefnum og það munu þau gera eftir bestu getu. Alla- vega mega verkefnin ekki koma flatt upp á viðbragðsaðila. Einnig hafa fulltrúar Sambands ísl. sveitarfélaga farið fram á við full- trúa FSÍ að haldið verði málþing í nóvember nk. um þessi slökkviverk- efni. Mannvirkjastofnun hefur einnig leitað eftir samvinnu við slökkviliðs- stjóra og slökkviliðsmenn um gerð viðbragðsáætlana varðandi sinu- og gróðurelda. Sú vinna er þegar farin af stað á ýmsum stöðum. Það er ekki svo að slökkviliðin komi af fjöllum hvað varðar þessa málaflokka, mörg hver hafa þegar gert sínar innri áætlanir og æft sam- kvæmt þeim. Með þeirri umræðu sem þegar er farin í gang vænta menn samstillts átaks allra viðbragðsaðila í landinu til að lágmarka tjón af vá sem getur hlotist af gróðureldum og öðrum stóráföllum sem kunna að henda í okkar sameiginlega samfélagi. Eldar og skemmtiferðaskip Eftir Kristján Einarsson » Slökkviliðsmenn landsins þurfa að fást við margvísleg, verkefni, bæði hefð- bundin sem og ný. Kristján Einarsson Höfundur er slökkviliðsstjóri Bruna- varna Árnessýslu og stjórnarmaður í Félagi slökkviliðsstjóra Íslandi. UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Bréf til blaðsins Háværar raddir krefjast þess að störfum fyrir löglærða verði fjölgað í samfélaginu. Þeir sem hæst kvaka bera fyrir sig annir hjá dóm- stólum. Hávært, hljóðlaust óp lög- lærðra í Morg- unblaðinu 24. september 2012 er lýsing á at- vinnuástandi hinna löglærðu. Krafan um þriðja dómstigið er krafa um aukna atvinnu fyrir hina löglærðu en ekki að bæta réttarstöðu þegn- anna til réttlátrar niðurstöðu í upp- kvaðningu dóma þar sem að- alsmerki dómskerfisins er notkun falsaðra gagn til réttlætingar á nið- urstöðu dómsins. Það sem vantar í íslensku sam- félagi er setning laga sem hægt er að fara eftir en ekki eftirláta mis- hefnigjörnum löglærðum aðilum að úrskurða hvað megi og hvað ekki. Dómsúrskurðir sem kveðnir eru upp á grundvelli falsaðra gagna geta varla talist dómar nema inn- leiða eigi það sem kalla má ut- anlagadóma. Ekki er hægt að sjá það að þriðja dómstigið bæti úr neinu öðru en at- vinnuleysi löglærðra aðila á meðan ekki er gengið frá lögum svo að þeim er setjast í dómarasæti sé gert ókleift að úrskurða í málum að eigin geðþótta og án þess að fara að gildandi lögum í landinu. Á meðan er hræðsla alþing- ismanna og annarra stjórnenda landsins slík gagnvart valdi dómara að dómarar ganga um hið talda réttarríki Ísland eins og nasistar óðu uppi í Þýskalandi í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Þegar stjórnvöld landsins forðast að styggja valdaklíku dómarastétt- arinnar þrátt fyrir sannanir um lög- brot af hálfu dómara er það vís- bending um ótta eða ásetning um að hylma yfir lögbrotum dómara. Að ekki sé hægt að fá leiðrétt- ingu á misgjörðum dómara, af því að þeir eiga að vera óskeikulir. Er það vísbending um að ekki sé um að ræða mistök af hálfu dómara, eins og öðrum mannlegum verum verður stundum á, því er um að ræða ásetningsbrot af hálfu dóm- ara. Slík brot er aldrei hægt að af- saka hvað sem stjórnvaldi dettur í hug að reyna til að fela ólöglegt at- hæfi dómara. Sú krafa er hér með sett fram að þegar í stað verði skipuð nefnd þriggja manna sem verði óháðir ríkisvaldinu til að fara yfir þá ut- anlaga dóma sem upp hafa verið kveðnir í réttleysis ríkinu Íslandi. Alþingismenn sjái til þess að ekki verði nema einn löglærður í þeirri nefnd ef nokkur ástæða er til að hafa löglærðan mann í nefndinni og sá löglærði verði ekki formaður nefndarinnar. Ef dómurum ber ekki að fara að gildandi lögum í landinu er erfitt að sjá að aðrir þegnar landsins séu skyldugir til að fara eftir lögunum þar sem gjörðir þegnanna geta ekki sveiflast til eins og pendúll í klukku. Allt eftir óráðsíu bullinu sem fram kemur í dómsuppkvaðn- ingu að eitt sé leyfilegt í dag en bannað á morgun vegna þess að það þjónar hagsmunum vina eða vandamanna hinna löglærðu. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, fv. skipstjóri. Atvinnuleysi í stétt lögmanna Frá Kristjáni Guðmundssyni Kristján Guðmundsson Háþrýstidælur Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Þegar gerðar eru hámarkskröfur F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is makes a difference Reykjavík Vandað 1.580 fm lyftuhús á þremur hæðum með góðu útsýni. Hver hæð er u.þ.b. 525 fm og er aðkoma að norðurhlið en einnig að suðurhlið inn á 3. hæð frá Krókhálsi. 1. hæð er iðnaðar- og lagerhúsnæði með mikilli lofthæð, loftræstingu, tveimur skrifstofum, starfsmanna- aðstöðu og þremur stórum innkeyrsludyrum. 2. hæð er gott skrifstofuhúsnæði með fundarsölum og starfsmannaaðstöðu. 3. hæð er skrifstofu og lagerhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og starfsmannaaðstöðu. Eignin selst í einu lagi. V. 155,0 m. 7224 Krókháls 5C - 1.580 fm atvinnuhúsnæði Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.