Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Ævinni má skipta í þrjú skeið: uppvaxt- arár, starfsævi og eft- irlaunaár. Á uppvaxt- arárunum sjá foreldrar eða aðrir aðstandendur um framfærslu barna. Á starfsævinni lifir fólk af launa- og atvinnu- tekjum. Á eftirlauna- árunum lifa flestir af lífeyri ásamt því að ganga á eignir. Þjóðir heimsins hafa valið mismunandi leiðir til að tryggja fjárhagslegt öryggi á eftirlauna- árunum. Á Íslandi vega lífeyrissjóðir þyngst í greiðslu eftirlauna. Löng saga byggð á framsýni Sögu íslenskra lífeyrissjóða má rekja aftur til fyrri hluta síðustu ald- ar þegar fyrstu lífeyrissjóðirnir tóku til starfa. Sjóðunum fjölgaði smám saman og árið 1962 voru starfandi alls 50 lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna, bankamanna, nokk- urra stéttarfélaga og fyrirtækja. Hins vegar var þá enn ekki um að ræða almenna aðild verkafólks og launafólks að lífeyrissjóðum. Á þessu varð breyting þegar almennu lífeyrissjóðirnir tóku til starfa í árs- byrjun 1970 eftir að samið hafði ver- ið um þá í kjarasamningum árið áð- ur. Óhætt er að segja að aðilar vinnumarkaðar- ins hafi sýnt mikla framsýni með stofnun almennu lífeyrissjóð- anna. Á þessum tíma var þjóðin að jafna sig eftir hvarf síldarstofns- ins og kreppuna sem fylgdi í kjölfarið. Það hefur örugglega ekki verið auðveld ákvörðun að leggja til að hluti launa yrði lagður fyrir í lífeyrissjóði með margra áratuga sparnaðartíma. Þjóðin á þessum forvígismönnum launþega og atvinnurekenda mikið að þakka. Með lögum frá Alþingi árið 1974 var síðan öllum launþegum gert skylt að greiða iðgjöld til lífeyr- issjóða og með lögum frá 1980 náði greiðsluskyldan einnig til atvinnu- rekenda. Fyrstu árin voru iðgjöld eingöngu greidd af dagvinnulaunum en síðar var samið í kjarasamningum um að taka iðgjald af öllum launum. Það kom til framkvæmda í áföngum á árunum 1987 til 1990. Árið 1997 voru samþykkt á Alþingi heildarlög um starfsemi lífeyrissjóða. Með þessum lögum voru í fyrsta sinn settar reglur um rekstur og ávöxtun eigna sjóðanna, svo og um eftirlit með starfsemi þeirra. Í lögunum voru auk þess ýmis nýmæli, svo sem skilgreining á lágmarkstrygg- ingavernd lífeyrissjóða og viðbót- arlífeyrissparnaði sem byggist á frjálsum sparnaði launþega og mót- framlagi frá launagreiðendum. Á áttunda áratugnum fjölgaði líf- eyrissjóðum verulega og árið 1980 voru 96 lífeyrissjóðir starfandi en síðan hefur þeim farið fækkandi. Með auknum iðgjöldum og samein- ingum sjóða hafa lífeyrissjóðirnir stækkað og eflst. Í ársbyrjun 2012 voru 33 lífeyrissjóðir starfandi. Vegna öflugra lífeyrissjóða eru ellilífeyrisgreiðslur ríkisins mjög lágar í alþjóðlegum samanburði eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hag- stofan spáir því að á næstu áratug- um muni aldurssamsetning þjóð- arinnar breytast og hlutfall eftirlaunaþega hækka. Gangi spáin eftir má leiða líkum að því að geta ríkissjóðs til að greiða eftirlaun minnki. Hugmyndir um endurskoðun og jöfnun lífeyrisréttinda til skoðunar Í kjarasamningum í maí 2011 var samið um stofnun samráðshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar- ins um lífeyrismál til að endurskoða lífeyriskerfið og skoða hugmyndir um jöfnun lífeyrisréttinda. Megin- markmiðið er að allir lífeyrissjóðir starfi á sjálfbærum grunni og að líf- eyrisréttindi þróist í samræmi við þarfir fyrir ásættanlegan lífeyri. Takist þetta mun lífeyriskerfið á Ís- landi eflast enn frekar og fjár- hagsleg afkoma eftirlaunaþega í framtíðinni batna. Það yrði góð saga til næsta bæjar ef Íslendingar stíga nú mikilvæg skref til að gera gott líf- eyriskerfi enn betra. Einn af hornsteinum samfélagsins Eftir Gunnar Baldvinsson » Vegna öflugra lífeyr- issjóða eru lífeyr- isgreiðslur ríkissjóðs með lægsta móti í al- þjóðlegum samanburði Gunnar Baldvinsson Höfundur er formaður Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Ellilífeyrisgreiðslur ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu Ísland Sviss Holland Írland Bretland Noregur Svíþjóð Danmörk Þýskaland Finnland Heimild: OECD Global Pension Statistics 4,0% 6,2% 6,8% 7,7% 7,8% 9,4% 9,6% 10,1% 10,8% 12,0% Algengt er að orðin „sjálfbær þró- un“ séu í íslensku notuð um það sem í ensku máli er nefnt „sustainable development“, þ.e. a develop- ment capable og being sustained. Þróun sem er bær til að vera haldið uppi, er haldbær. Slík þróun heitir eðli- lega „haldbær þróun“ á ís- lensku. Forskeytið „sjálf-“ á hér ekkert erindi. Ígildi þess í öðrum Evrópulöndum er hvergi notað. Þar eru eftirfarandi orð höfð um þetta hugtak: Enska: Sustainable development Danska: Bærekraftig udvikling Norska: Berekraftig utvikling Sænska: Hållbar utveckling Þýska: Nachhaltiche Entwicklung Franska: Developpement sustainable Hvergi neitt orð sem inniheldur forskeytið „sjálf“ eða ígildi þess. Það er engin minnkun að því að leiðrétta villur. En það er minnkun að því að halda í villur af þrákelkni. Og það sem búið er að skrifa eru smámunir borið saman við það sem er eftir að skrifa. Það er því aldrei of seint að leiðrétta villur. Fyrir alla muni leiðréttið því vill- una „sjálfbær þróun“. Setjið „hald- bær þróun“ í staðinn. JAKOB BJÖRNSSON, fyrrv. orkumálastjóri. Leiðréttum vitleysu – Það er aldrei of seint Frá Jakobi Björnssyni Jakob Björnsson Bréf til blaðsins Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.