Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mjög hefur dregið úr nýfram-
kvæmdum og viðhaldi eigna Reykja-
víkurborgar í Breiðholti, Árbæ og
Selási undanfarin ár. Júlíus Vífill
Ingvarsson borgarfulltrúi segir að
tölur sem hann fékk frá fram-
kvæmdasviði borgarinnar staðfesti
þetta. Þessi hverfi hanga saman í
kostnaðargreiningu framkvæmda-
sviðs en gert er ráð fyrir að hlutdeild
Breiðholts vegi um 70% af heildar-
tölu þessara þriggja borgarhverfa.
„Margir íbúar í Breiðholti hafa
haldið því fram við mig að viðhaldi
gatna í hverfinu og fasteigna í eigu
borgarinnar sé ábótavant,“ sagði
Júlíus Vífill. Hann sagði þetta einkar
athyglisvert í ljósi þess að samstarf
núverandi meirihluta borgarstjórnar
hafi verið kynnt uppi á þaki við Æsu-
fell sumarið 2010 auk yfirlýsinga
meirihlutans um að nú væri komið að
Breiðholtinu.
Júlíus Vífill sagði að fyrri meiri-
hluti hefði vissulega þurft að draga
úr framkvæmdum og viðhaldi eigna
og gatna eftir hrunið 2008. Jafnvægi
hefði átt að vera komið á rekstur
borgarinnar hvað þetta varðar þegar
kom fram á árið 2010. Hann sagði að
sér hefði þótt sláandi að sjá hversu
mjög framlög til Breiðholts, Árbæj-
ar og Seláss höfðu dregist saman eft-
ir að nýr meirihluti tók við.
„Það dró úr viðhaldi og rekstri
vega í Breiðholti um 67% á milli ár-
anna 2010 og 2011. Á sama tímabili
var dregið úr hreinsun borgarlands-
ins þar um 22%. Í heildina drógust
fjárveitingar vegna viðhalds og
reksturs gatnakerfis, götugagna og
borgarlands í Breiðholti saman um
24% á milli áranna 2010 og 2011.
Stofnkostnaður við fasteignir og
búnað í Breiðholti dróst saman um
50% á milli áranna 2010 og 2011,“
sagði Júlíus Vífill. Hann ætlar að
óska eftir sambærilegum upplýsing-
um um önnur hverfi í Reykjavík.
„Borgarbúar eiga rétt á að vita
hvernig borgin sinnir viðhaldi eigna.
Við sem sitjum í borgarstjórn eigum
að hafa upplýsingar um það hvort
jafnræðis sé gætt milli hverfa svo
hægt sé að bregðast við ef þörf kref-
ur,“ sagði Júlíus Vífill.
Miklu minna til
framkvæmda
Íbúar í Breiðholti segja viðhaldi borgareigna ábótavant
Framlög til Breiðholts árin 2008-2012
Viðhald og rekstur gatnakerfis, götugagna og borgarlands í Breiðholti.
Raunkostnaður hvers árs á verðlagi 2012
Endurgerð
Stofnkostnaður við fasteignir og búnað (Uppreikn. bvt. 575)
Framkvæmdir við götur, gönguleiðir, opin svæði og annar frágangur
*Fyrstu 6 mánuði ársins
Heimild: Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar
2008 2009 2010 2011 2012
1.907.288.647 kr.
819.510.244 kr.
679.350.566 kr.
476.017.639 kr.
386.740.572 kr.
64.000.000
1.338.575.000
66.207.076
438.506.571 337.424.838
379.737.000
249.736.736
317.507.000
189.234.266
160.484.000
93.990.572*
110.000.000
51.000.000
51.348.406
43.106.830
69.000.000
105.000.000
21.299.373
39.750.000*
143.000.000
Morgunblaðið/Ernir
Breiðholt Dregið hefur úr framlögum til framkvæmda borgarinnar í hverf-
inu. Unnið var að viðhaldi lóðar Fellaskóla þegar myndin var tekin 2010.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Tilboð var í verslunum Nettó um síð-
ustu helgi á hálfum niðursöguðum
lambskrokki frá SS á 798 krónur
kílóið. Hafa aðrar verslanakeðjur
ekki farið neðar en í kringum 900
krónur kílóið af niðursöguðum
skrokkum, eftir því sem næst verður
komist. Verðið hjá Nettó er orðið
æði nálægt því sem þarf að borga ef
menn láta slátra fyrir sig í sláturhúsi
og taka lambskrokkana heim, hvað
þá ósagaða eins og mörg dæmi eru
um. Sum sláturhús hafa þó boðið
ókeypis niðursögun í allt að sjö bita.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landssamtökum sauðfjárbænda er
meðalverð til bænda fyrir lamba-
kjötið 563 kr/kg, með virðisauka-
skatti, og heimtökukostnaður slátur-
húsanna er að jafnaði 210 kr/kg,
einnig með vsk. Samanlagt er þetta
773 kr. fyrir kílóið, eða 25 krónum
lægra en tilboðið í Nettó. Ef virð-
isaukaskatturinn er tekinn af ætti
meðalverð út úr sláturhúsi að lág-
marki að vera 693 kr/kg en heim-
tökukostnaður til bænda ber fullan
vsk. þó að kjötið sjálft sé með 7%
vsk. Í tilviki sauðfjárbændanna
sjálfra greiða þeir eingöngu heim-
tökukostnaðinn ef þeir taka eigin
skrokka heim.
Fá 35-50% af skrokknum
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka sauð-
fjárbænda, segir ljóst að miðað við
tilboðið í Nettó sé álagningin vissu-
lega lág, hvernig sem hún skiptist á
milli sláturhússins og verslunarinn-
ar. Um óvenjulágt verð sé að ræða.
Samtökin tóku það saman eftir
sláturtíðina í fyrra að þá voru bænd-
ur að fá greitt fyrir 35-50% af lamb-
skrokknum, mismunandi eftir versl-
unum. „Okkur fannst það nú ekkert
alltof hátt hlutfall. Það er alveg ljóst
að ef menn geta selt kílóið á 798
krónur þá er verið að taka minna til
sín. Þetta hefur ekki komið niður á
verðinu til bænda,“ segir Sigurður,
sem almennt er sáttur við kjötsöluna
það sem af er árinu á innanlands-
markaði. Lambakjötið hafi fest sig í
sessi sem mest selda kjötið á eftir
alifuglunum. Útflutningsmarkaðir
hafi hins vegar gefið eftir, sér í lagi í
Evrópu.
Elías Þór Þorvarðarson, inn-
kaupastjóri ferskvöru hjá Samkaup-
um, sem eiga og reka verslanir
Nettó, segir Samkaup hafa náð hag-
stæðum kjörum hjá SS á miklu
magni af skrokkum. Viðtökur neyt-
enda hafi verið mjög góðar og lamba-
kjötið rokið út. Elías segir það koma
sér vel fyrir sláturhúsin á þessum
árstíma að koma kjötinu sem mest út
þannig að lagerplássin fyllist ekki.
„Við erum með þessu að fá kjötið á
mun hagstæðara verði en alla jafna.
Það er hins vegar ekkert launung-
armál að við ríðum heldur ekki feit-
um hesti frá þessum tilboðum sem
slíkum,“ segir Elías Þór.
Óvenjulágt
verð á lamba-
kjöti í Nettó
Lítið ódýrara að láta slátra fyrir sig
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lambakjöt Sláturhúsin keppast við
að setja kjötið á markað.
Sláturtíð
» Sláturtíðin stendur sem
hæst og margir bændur taka
skrokka heim af sláturhús-
unum til eigin nota.
» Miðað við tilboðið í versl-
unum Nettó er það ekki mikið
dýrara að kaupa kjötið nið-
ursneitt þar heldur en fá
skrokkana heim, kannski ósag-
aða og óunna.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Uppboð fór fram í Malmö í Svíþjóð
um helgina hjá uppboðsfyrirtækinu
Postiljonen. Þátttaka var mjög góð
og hátt verð fékkst fyrir munina.
Gátu uppboðshaldarar þess sér-
staklega að hafa aldrei fyrr séð jafn
marga bjóðendur frá Íslandi.
Alls seldust þar íslensk frímerki
fyrir um 215 þúsund evrur, jafnvirði
um 34 milljóna króna.
Að sögn Magna R. Magn-
ússonar safnara voru fjölmörg frí-
merki og frímerkjabréf í boði, auk
gamalla frímerkjahefta, og dæmi um
einstaka sölu upp á ríflega 2.000 evr-
ur, jafnvirði um 320 þúsund króna,
og eru umboðslaun þá ótalin. Magni
segir engin íslensk skildingabréf
hafa verið á uppboðinu en þau eru
mjög verðmæt og fara jafnan á 3-5
milljónir króna.
Mörg íslensku frímerkjanna að
þessu sinni voru frá aldamótunum
1900, bæði fyrir og rétt eftir. „Það er
ekki ónýtt að finna nokkur gömul
bréf frá langömmu eða langafa og fá
fyrir það allt að 300 þúsund krónur,“
segir Magni.
Eitt verðmætasta frímerkja-
bréfið á uppboðinu var frá Þýska-
landi og fór það á 18.500 evrur, eða
nærri 3 milljónir króna. Þá seldist
blokk af frímerkjum með mynd af
hauskúpu af Hitler á 17.500 evrur.
Íslensk frímerki seld
á uppboði fyrir 34 milljónir
Ljósmynd/Postiljonen.se
Selt Þetta hefti með gömlum ís-
lenskum frímerkjum seldist dýrt.
Fjölsótt uppboð
hjá Postiljonen
Milljónavelta
» Postiljonen í Svíþjóð er
stærsta uppboðsfyrirtæki með
frímerki á Norðurlöndunum og
með þeim stærstu í Evrópu,
stofnað árið 1968.
» Tvö stór uppboð fara fram
árlega. Postiljonen veltir 3-4
milljónum evra á ári.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Samkvæmt viðtali við mig í gær
hafði verið um misskilning að ræða.
Samkvæmt upplýsingum frá Trygg-
ingastofnun er það ennþá í gildi að
séreignarsparnaður hefur almennt
ekki áhrif. Hann hafði það hinsvegar
fyrir nokkrum árum og þess vegna
heldur fólk jafnvel í dag að hann hafi
áhrif, sumir eru að taka þetta út
vegna þess,“ segir Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir, formaður Lands-
sambands eldri borgara, spurð út í
ummæli sín sem birtust í Morgun-
blaðinu í gær þess efnis að séreign-
arlífeyrissparnaður gæti haft áhrif á
tekjur eldri borgara frá Trygginga-
stofnun.
Tryggingastofnun birti í gær til-
kynningu á heimasíðu sinni vegna
fyrrnefndrar
fréttar en þar
segir m.a.: „Sér-
eignarsparnaður
hefur almennt
ekki áhrif á út-
reikning lífeyris-
greiðslna (elli-,
örorku-, slysa- og
endurhæfingar-
lífeyris og
tengdra
greiðslna) frá Tryggingastofnun.
Úttekt séreignarsparnaðar hefur
eingöngu áhrif á uppbætur á lífeyri,
þ.e.a.s. uppbót vegna kostnaðar (t.d.
mikils lyfjakostnaðar) og sérstaka
uppbót vegna framfærslu, svokall-
aða lágmarksframfærslutryggingu,
sem tryggir öllum lífeyrisþegum lág-
marksgreiðslu ef tekjur þeirra eru
undir ákveðnum viðmiðum.“
Skerðir ekki
lífeyrisgreiðslur
Segir fólk halda að skerðing gildi enn
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir