Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 231. tölublað 100. árgangur
LEITAÐI LÆKN-
INGAR Í SÍNUM
INNSTA KJARNA
DANSVERK INNBLÁSIÐ
ÚR GOÐAFRÆÐI
LISTAMAÐUR
HINNA MÖRGU
MIÐLA
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN 38 LJÓSMYNDASÝNING OTTINGERS 40MISSTI MÁTT Í LÍKAMANUM 10
Þrátt fyrir að ekki sé búið að setja
Gagnaveitu Reykjavíkur í formlegt
söluferli hefur stjórn Orkuveitunnar
þegar gengið frá samningi og sölu-
þóknun við fjármálafyrirtækið HF
Verðbréf, sem hefur verið ráðgjafi við
fjárhagslega endurskipulagningu OR,
um að hafa umsjón með fyrirhugaðri
sölu. Ekki var talin ástæða til að leita
tilboða frá öðrum fjármálafyrirtækj-
um, á grundvelli útboðs, til að hafa um-
sjón með söluferlinu. Eigendanefnd OR hefur samþykkt
að selja 49% hlut í Gagnaveitunni, en væntingar eru um
að kaupverðið gæti numið um 2,5 milljörðum.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, lét bóka athugasemd á stjórnar-
fundi OR í lok ágúst um að æskilegt
væri að slíkur umsóknaraðili yrði val-
inn á grundvelli útboðs eða að minnsta
kosti yrði gerð verðkönnun. Haraldur
Flosi Tryggvason, stjórnarformaður
OR, segir að forstjóri OR geti, sam-
kvæmt heimild í innkaupareglum fyr-
irtækisins, gert slíkan samning án út-
boðs, auk þess sem Orkuveitan hafi
brugðist við athugasemd Kjartans
með því að gera verðkönnun.
Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var sú verð-
könnun ekki ítarleg, heldur aðeins óskað eftir verð-
tilboðum frá stóru bönkunum. hordur@mbl.is »18
Ekki talin þörf á útboði
Kjartan
Magnússon
Haraldur Flosi
Tryggvason
OR semur við HF Verðbréf vegna sölu á Gagnaveitunni
Þessar ungu snótir kveiktu á friðarkyndlum á
Klambratúni í gærkvöldi þar sem fjöldi fólks var
samankominn til að mynda mannlegt friðarmerki.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað 2. október,
sem er fæðingardagur Mahatmas Gandis, baráttu
fyrir tilveru án ofbeldis. Af því tilefni stóðu fjöl-
mörg samtök á Íslandi fyrir gerð mannlegs frið-
armerkis á Klambratúni. Yfirskrift dagsins var:
„Lærum að sporna gegn ofbeldinu innra með okkur
og í umhverfinu.“
Tilgangurinn með þessum baráttudegi er að
leggja áherslu á nauðsyn þess að ráðast að rótum
ofbeldisins og benda á að ofbeldi er grundvall-
arvandamál okkar tíma.
Morgunblaðið/Ómar
Kveiktu á friðarkyndlum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Kaupmátturinn hefur rýrnað verulega. Við
sjáum engan mun á stöðunni til hins betra.
Barnafjölskyldur og einstæðar mæður segja
okkur að þær eigi ekki fyrir mat nema rétt í
byrjun mánaðar.
Ástandið hefur
bara versnað. Verð-
hækkanir koma
niður á börnum
efnalítils fólks,“
segir Ragnhildur G.
Guðmundsdóttir,
formaður Mæðra-
styrksnefndar
Reykjavíkur.
Eins og rakið er í
Morgunblaðinu í
dag hafa leik-
skólagjöld hækkað
verulega síðan
2009. Þannig hefur
fullt mánaðargjald í
leikskóla í Reykjavík hækkað um 18,6%.
Mánaðargjöld fyrir börn einstæðra foreldra í
Reykjavík hafa hækkað svipað.
Spyrja sig hvort vinnan borgi sig
Velferðarvaktin rannsakar hagi barna í
erfiðri stöðu og bendir ný könnun til þess að
fólk á bótum hugsi sig tvisvar um þegar því
býðst starf, hvort það borgi sig að taka því.
Þá sé aðgengi barna í erfiðri stöðu að sál-
og geðheilbrigðisþjónustu misjafnt, jafnvel
milli hverfa. Lára Björnsdóttir, formaður
velferðarvaktar, hefur áhyggjur af þessu
enda hafi börn í erfiðri stöðu mikla þörf fyrir
sál- og geðheilbrigðisþjónustu.
Margrét María Sigurðardóttir, umboðs-
maður barna, segir „sterkar vísbendingar
um að hópurinn sem var í bágri stöðu fyrir
sé nú í mun verri stöðu“.
MVísbendingar um bótagildru »16
Þrengir
að efna-
litlum
Verðhækkanir
koma niður á börnum
Þörfin
er mikil
» Um 450
manns leituðu til
Mæðrastyrks-
nefndar í Reykja-
vík síðasta mið-
vikudag.
» Þá var út-
hlutað mat en í
dag verður út-
hlutað fötum.
„Þetta er
óvenjulágt verð,“
segir Sigurður
Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka
sauðfjárbænda,
um tilboðsverð
sem bauðst í
verslunum Nettó
um síðustu helgi á niðursöguðum
lambsskrokkum frá SS. Hægt var
að fá kílóið á 798 kr. eða 25 krónum
meira en meðalverð er til bænda að
viðbættum heimtökukostnaði ef
menn taka skrokkana heim, sem er
alls 773 kr. fyrir kílóið. Heimtöku-
kostnaður er þar af 210 kr/kg. »4
Búðarverð svipað
og frá sláturhúsi
Tæp 10% ís-
lenskra mæðra
gefa börnum ein-
göngu brjóst
fyrstu sex mán-
uði lífs þeirra
eins og Alþjóða-
heilbrigðis-
málastofnunin
(WHO) mælir
með. Hlutfall mæðra sem byrja að
gefa börnum sínum brjóst er þó
hæst á Íslandi af Norðurlandaþjóð-
unum.
Á mánudag hófst alþjóðleg
brjóstagjafarvika til að vekja at-
hygli á kostum brjóstagjafar. »22
Flestar byrja með
börnin á brjósti
Framteljendum til skatts sem reka
fyrirtæki í eigin nafni hefur fækkað
sleitulaust frá árinu 1997 aðeins að
árinu 2009 undanskildu. 1997 reikn-
uðu 27.057 einstaklingar sér endur-
gjald. Við álagningu í sumar voru
þeir hins vegar 16.268 en voru þó
453 fleiri á árinu á undan og þykir sú
fjölgun heyra til tíðinda. Þetta kem-
ur fram í grein í Tíund, tímariti emb-
ættis Ríkisskattstjóra. Þar segir að
ástæða þess að fleiri kjósi að reka
fyrirtæki í eigin nafni nú kunni að
liggja í hærri tekjuskatti af hagnaði
lögaðila, sem hefur hækkað töluvert
á undanförnum
árum. Þá hefur
skattur á arð
hækkað úr 10% í
20% o.fl. „Ef
meira er greitt er
tekinn skattur af
helmingi um-
framgreiðsl-
unnar eins og um
hverjar aðrar launatekjur sé að
ræða. Einkahlutafélög eru því aug-
ljóslega ekki jafnfýsilegur kostur og
áður, miðað við að reka fyrirtæki á
eigin kennitölu.“ »6
Ehf. ekki jafnfýsileg
Fleiri kjósa rekstur í eigin nafni
Yfirvöld í Danmörku og Noregi
segjast hafa orðið vör við aukna
njósnastarfsemi á norðurslóðum af
hálfu erlendra ríkja sem vilja
styrkja stöðu sína á norðurskauts-
svæðinu. „Nokkur lönd hafa í aukn-
um mæli beint sjónum að norður-
skautssvæðinu vegna þess að
loftslagsbreytingar og þróunin á
svæðinu hafa áhrif á möguleikann á
að fá aðgang að því. Og þar með til
að geta nýtt auðlindirnar á norður-
skautssvæðinu,“ hefur fréttavefur
Berlingske eftir Jakob Scharf, yfir-
manni dönsku öryggislögregl-
unnar, PET. »20
Njósnir aukast
á norðurslóðum