Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.2012, Blaðsíða 16
Vísbendingar um bótagildru í kerfinu  Vikið að bótaþegum í rannsókn á börnum í erfiðri stöðu Verð á nokkrum vörutegundum og þjónustu Neysluviðmið fyrir fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu Mánaðargjald í leikskóla, börn einstæðra foreldra (í Reykjavík 8 tíma vistun <5 ára) 2009 2010 2011 2012 12.207 12.207 12.860 14.477 Mánaðargjald í leikskóla, börn námsmanna, (í Reykjavík 8 tíma vistun <5 ára) 2009 2010 2011 2012 16.799 16.799 21.764 24.501 Mánaðargjald í leikskóla, fullt gjald (í Reykjavík 8 tíma vistun <5 ára) 2009 2010 2011 2012 20.665 20.665 21.764 24.501 Mánaðargjald í leikskóla, börn einstæðra foreldra (í Reykjavík 4 tíma vistun <4 ára) 2009 2010 2011 2012 4.243 4.243 4.470 5.032 Strætisvagnaferð fullorðinna í Reykjavík, stakt fargjald, ferð 2009 2010 2011 2012 227 227 273 273 Strætisvagnaferð barna í Reykjavík, afsláttarmiði, ferð 2009 2010 2011 2012 38 38 40 45 Klipping karla, gjald 2009 2010 2011 2012 3.804 3.832 4.031 4.120 Klipping kvenna, gjald 2009 2010 2011 2012 5.794 6.138 6.487 6.830 Klipping barna, gjald 2009 2010 2011 2012 2.599 2.599 3.083 3.193 Dæmigert viðmið Grunnviðmið Heildarútgjöld fjölskyldu án húsnæðiskostnaðar Samgöngur Útgjöld án samgangna og húsnæðiskostnaðar Tómstundir og afþreying Þjónusta (leikskólagjöld falla í þennan flokk) Neysluvörur 311.068 516.628 134.018 382.610 80.314 131.921 170.375 30.800 41.089 97.039 142.140 280.268 Heimild: Hagstofa Íslands, verð miðast við ágúst ár hvert Heimild: Velferðarráðuneytið Neysluviðmið eru á verðlagi í maí 2012 Samkvæmt áætlun á að uppfæra viðmiðin næst í febrúar 2013. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velferðarkerfið þykir ekki nægilega hvetjandi fyrir fólk í fjárhagsþreng- ingum og þarf það að vega og meta hvort það borgi sig að fara af bótum þegar vinna býðst. Þetta er meðal þess sem viðmæl- endur lýstu í framhaldsrannsókn velferðarvaktarinnar á velferð barna í erfiðri stöðu. Vísbendingar er um að almennar verðhækkanir hafi komið niður á börnum í þessum hópi en eins og rakið er hér til hliðar hafa leikskóla- gjöld hækkað umtalsvert síðan 2009. Hefur fullt mánaðargjald í leikskóla í Reykjavík t.d. hækkað um 18,6%, að því er fram kemur hjá Hagstofunni. Rannsóknin er framhald af könn- un sem var gerð í grunnskólum landsins, öllum heilsugæslustöðvun- um og hjá öllum barnaverndarnefnd- um á landinu þar sem leitað var svara um velferð barna sem bjuggu við alvarlegan vanda fyrir kreppu. Heimilisofbeldi virðist tíðara Var þar m.a. haft eftir starfsmönn- um barnaverndar að tilfinning þeirra væri sú að börn sem nefndin hefði af- skipti af stæðu verr en fyrir kreppu. Heimilisofbeldi virtist tíðara og drykkja á heimilum meiri. Fjárhags- legir erfiðleikar kæmu fram í því að börnin stunduðu síður tómstunda- iðju, jafnframt því sem tónlistarnám væri nánast óþekkt hjá þessum hópi. Tannheilsu væri síður sinnt. Þeirri könnun var fylgt eftir með nýrri könnun í sumar þar sem þrír rýnihópar voru settir saman af fag- fólki frá skólum, heilsugæslu og barnaverndarnefndum. Einn hópur kom saman í Grafarvogi í Reykjavík, einn í Hafnarfirði og einn í Árborg og var markmiðið að varpa skýrara ljósi á niðurstöður fyrri könnunar. Lára Björnsdóttir, formaður vel- ferðarvaktar, segir stýrihóp um vaktina taka undir með rýnihópun- um um að kalla beri eftir heildrænni sýn fyrir málaflokk barna og barna- fjölskyldna. Aðgangur barna að þjónustu sé misjafn, sem aftur komi niður á börnum í erfiðri stöðu. „Kerfið þarf að vinna betur saman að hagsmunamálum þessara barna. Það eru allir sammála um að þessi börn séu á margan hátt verr sett og að það væri hægt að bjarga ýmsu ef horft væri heildrænt á stöðu barns- ins, til dæmis á milli barnaverndar- nefnda, skóla og heilsugæslunnar. Það er mikil eftirspurn eftir sál- og geðheilbrigðisþjónustu og það var kallað eftir því að börnin sætu við sama borð hvar sem þau búa. Börn sem eru í erfiðri stöðu þurfa sérstaklega á sál- og geðheilbrigðis- þjónustu að halda. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að börn búa við erfiða stöðu og fátækt. Þótt þetta sé ekki stór hópur á Íslandi er það hópur sem við megum ekki gleyma. Við höfum bent velferðarráðherra á að börn efnalítilla foreldra, sér- staklega einstæðra foreldra, séu í hættu. Börn sem búa við fátækt fara á mis við ýmislegt sem önnur börn fá og það verður ekki aftur tekið í mörgum tilvikum. Þá erum við að tala um langvarandi skort á heim- ilinu sem kemur niður á barninu.“ Vísbendingar um erfiðari stöðu Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, kveðst ekki hafa tök á því að safna upplýsingum eða tölum um kjör barnafjölskyldna. Hún heyri hins vegar af fólki í erfið- leikum. „Það eru sterkar vísbending- ar um að hópurinn sem var í bágri stöðu fyrir sé nú í mun verri stöðu. Það kemur m.a. heim og saman við skýrslu sem velferðarráðuneytið gaf út varðandi stöðu barnafjölskyldna. Vísbendingar eru um að börn sem voru í slæmri stöðu fyrir hrun séu nú í mun verri stöðu þótt það virðist ganga nokkuð vel hjá þorra barna. Það er niðurskurður á öllum sviðum og hópurinn sem nýtur einhvers stuðnings verður því fyrir niður- skurði úr mörgum áttum. Síðan er maður að heyra frá fólki sem starfar með börnum að t.d. tómstundastarf sé að detta út hjá einhverjum barna- fjölskyldum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Útgjaldaliður Leikskólagjöld hafa hækkað talsvert síðan árið 2009. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Rótarýklúbbur Borgarness stendur í kvöld fyrir málþingi um líf- færagjafir. Verður málþingið hald- ið í Menntaskólanum í Borgarnesi og hefst kl.19:30 undir yfirskrift- inni: Einn gefur öðrum líf – tökum afstöðu. Meðal frummælenda á mál- þinginu eru Jón Baldursson, stað- gengill landlæknis, sem fjallar um sýn embættisins á líffæragjafir. Þá munu fjórir einstaklingar lýsa upp- lifun og reynslu líffæragjafa og Inga S. Þráinsdóttir hjartalæknir segja frá meðhöndlun sjúklinga við hjartabilun. Pallborðsumræður verða að loknum erindum frummælenda þar sem þeir munu sitja auk Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns.. Áætlað er að málþinginu ljúki klukkan 21:45. Það er öllum opið. Aðgerð Málþing um líffæragjafir verður í Borgarnesi í kvöld. Málþing um líffæragjafir Gareth Evans, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Ástralíu, heldur opinn fyrirlestur í Reykjavík á morgun um kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra. Evans, sem er núverandi rektor The Australian National Univers- ity, er gestur aðstandenda ljós- mynda- og fræðslusýningarinnar um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki og Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 í Súlnasal Hótels Sögu og er öllum opinn. Fyrirlestur um kjarnorkuafvopnun Gareth Evans Alþjóðlegur dagur dýranna er á morgun, 4. október, en þessi dagur var fyrst ákveðinn á ráðstefnu vist- fræðinga í Flórens á Ítalíu árið 1931 til að vekja athygli á dýrateg- undum í útrýmingarhættu. Haldið verður upp á daginn í fyrsta skipti hér á landi með form- legum hætti á morgun með sam- verustund í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði sem hefst klukkan 20. Alþjóðlegur dagur dýranna STUTT Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Indverskt buff í grófu naanbrauði, grilluð paprika, rauðlaukur, jöklasalat, raita og mangó chutney Indverji Borgari, franskar, gos og kokteilsósa 1.550 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.