Morgunblaðið - 07.11.2012, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 261. tölublað 100. árgangur
www.kaupumgull.is
Græddu
á gulli
Kringlunni 3.
hæð í dag frá kl.
11.00 til 18.00.
Loka dagurinn.
Upplýsingar og tímapantanir:
Sverrir s. 661-7000
KINWINS ER
MANNBÆTANDI
SÍMALEIKUR
LENGI VERIÐ
AÐDÁANDI
GUÐBERGS
PÁLMAR ER
KAFFINÖRD OG
STOLTUR AF ÞVÍ
STÓRMERK RIT 38 KAFFIÐ ÁSTRÍÐA HANS 10FYRSTUR SINNAR TEGUNDAR 16
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Maður veltir fyrir sér hvort óvissa
um gengistryggðu lánin og fleira hafi
í för með sér að margir séu að bíða
og vona að málin leysist einhvern
veginn. Talan er ekki á leiðinni niður
og mér sýnist á öllu að hún hafi ekki
verið hærri síðan árið 2006 þegar við
hófum að taka þetta saman,“ segir
Samúel Ásgeir White, forstöðumað-
ur fyrirtækjasviðs hjá Creditinfo.
Tilefnið er úttekt fyrirtækisins á
vanskilum, sem gerð var að beiðni
Morgunblaðsins, en Samúel Ásgeir
undirstrikar að hann hafi enga rann-
sókn til að styðjast við þegar grein-
ing á aukningunni er annars vegar.
Stöðug fjölgun á þessu ári
Samkvæmt úttektinni voru 26.868
einstaklingar í alvarlegum vanskil-
um 1. nóvember og hefur þeim fjölg-
að jafnt og þétt í ár. Þeir voru til
samanburðar 25.734 í nóvember í
fyrra og 20.413 í janúar 2010, þróun
sem kemur Samúel á óvart.
„Umræðan í samfélaginu er á
þann veg að efnahagslífið sé á upp-
leið. Samt fjölgar einstaklingum sem
eru í alvarlegum vanskilum.“
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs-
maður skuldara, segir 50 umsóknir
hafa borist um ráðgjöf og greiðslu-
aðlögun í síðustu viku. Hún kallar
eftir greiningu á vanskilunum.
Fjölgun á vanskilaskrá
Um 27.000 í alvarlegum vanskilum 6.000 fleiri á skránni en í janúar 2010
Umboðsmanni skuldara bárust 50 umsóknir um greiðsluaðlögun í síðustu viku
MAlvarleg vanskil aukast enn »2
Margir búa erlendis
» Af þeim 26.868 sem eru í al-
varlegum vanskilum býr 14.421
á höfuðborgarsvæðinu.
» Athygli vekur að 4.341 er
búsettur erlendis.
» Þá búa 2.498 á Reykjanesi
og 1.745 á Suðurlandi.
Þrjú skandinavísk skipafélög
hafa sýnt áhuga á strandsiglingum
hér við land sem hefjast í mars eða
apríl á næsta ári ef áætlanir stand-
ast. Guðmundur Kristjánsson, for-
maður starfshóps um strandsigl-
ingar sem skilaði tillögum sínum í
upphafi ársins, segir að félögin hafi
óskað eftir því að fá að fylgjast með
gangi mála. Jafnframt segist hann
búast við að stóru skipafélögin tvö
hér á landi, Eimskip og Samskip,
taki þátt í útboði.
Hjá Eimskip og Samskipum feng-
ust þær upplýsingar að fyrirtækin
myndu skoða málin þegar nánari
upplýsingar lægju fyrir. »20
Áhugi erlendis á
strandsiglingum
Morgunblaðið/Ómar
Flutningar á sjó Áætlanir gera ráð fyrir
að siglt verði vikulega umhverfis landið.
Gestir á kosningavöku bandaríska sendiráðsins á Hilton Nordica-hótelinu í
gærkvöldi fengu sjálfir að greiða atkvæði um hvort þeir vildu heldur Bar-
ack Obama eða Mitt Romney sem næsta forseta Bandaríkjanna.
Fyrstu tölur í hinum raunverulega forsetakosningum lágu ekki fyrir
þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en fyrstu kjörstöðum var
lokað í kringum miðnætti að íslenskum tíma. Spáð hafði verið hnífjafnri
baráttu á milli frambjóðendanna tveggja. Fregnir í gærkvöldi hermdu að
kjörsókn hefði verið með mesta móti í lykilríkjunum Flórída og Virginíu.
Kusu með Bandaríkjamönnum á kosningavöku
Morgunblaðið/Kristinn
Áverkar í
munni fundust í
um 45% þeirra
hrossa sem
komu til keppni
á Landsmóti
hestamanna í
Reykjavík í
sumar og hjá
meira en helm-
ingi þeirra hrossa sem komust í
úrslit.
Er þetta töluvert hærra hlutfall
en verið hefur á undanförnum
landsmótum. Tíðni alvarlegra
áverka jókst þegar komið var í
úrslit, var 16% í stað 9% fyrir
forkeppni. » 15
Fleiri alvarlegir
áverkar í munni
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Sú staða gæti hæglega komið upp að
veðuraðstæður kæmu í veg fyrir að
mikilvægir leikir færu fram á Laug-
ardalsvelli á haustin. Völlurinn er
ekki upphitaður en mikil viðhalds-
vinna við hann hefur falið hversu
mikið vandamál það er að gras þjóð-
arleikvangsins sé gamalt og án
undirhita. Þetta segir Ágúst Jens-
son, formaður Samtaka golf- og
íþróttavallastarfsmanna á Íslandi.
Kostnaðurinn við að leggja hita
undir Laugardalsvöll gæti numið í
kringum 80 milljónum króna að sögn
Ágústs. Nýr grasvöllur með öllu til-
heyrandi kosti á bilinu 80-100 millj-
ónir.
Ágúst segir að völlurinn hafi verið
byrjaður að frjósa í hálfleik þegar
karlalandsliðið í knattspyrnu lék við
Sviss í október. „Vallarstarfsmenn
gátu ekki lagað völlinn eftir leik því
hann var frosinn.“ » Íþróttir
Gæti sett leiki úr skorðum
Kostnaður við að hita upp Laugardalsvöll gæti numið um
80 milljónum króna Vandamál hvað grasið er orðið gamalt
Frost Völlurinn er ekki upphitaður
og er breitt yfir hann fyrir frost.
Morgunblaðið/Ómar
Blaðamaður
tímaritsins Roll-
ing Stone, David
Fricke, lofar
„hina árlegu
rokkparadís“
Iceland Air-
waves. Segir
hann hljómsveit-
irnar Dirty Proj-
ectors og Sigur
Rós hafa verið hápunkta hátíð-
arinnar nú, en fjallar um marga
flytjendur í grein sinni.
Fricke hreifst m.a. af íslenska
tríóinu Epic Rain, rímnaflutningi
Steindórs Andersen og félaga, og
ákafa The Vintage Caravan. Fricke
hefur oft sótt hátíðina og segir
hana sífellt koma sér á óvart. »39
Segir Airwaves „ár-
lega rokkparadís“
David Fricke