Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 10

Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is SMÁFRÆSARAR FRÁ P.G. MINI ÚRVAL AUKAHLUTA Verð frá 7.680 kr. Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Ný heimasíða www.brynja.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef alla tíð haft óbil-andi áhuga á öllu sembragðast vel, hvort semþað eru ostar, vín eða eitthvað annað sem hefur ótal áferð- ir. En ég hef ekki sökkt mér á kaf í neitt eins og kaffið,“ segir Pálmar Þór Hlöðversson, ungur maður sem opnaði Pallett Kaffikompaní í sumar í miðbæ Hafnarfjarðar við Norð- urbakka. „Ég valdi þessa staðsetn- ingu af því að ég er fæddur og upp- alinn í Hafnarfirði, en mig langaði líka til að gefa Hafnfirðingum breiðari flóru í kaffimenningu,“ seg- ir Pálmar sem er tvöfaldur Íslands- meistari kaffibarþjóna og hefur unnið Íslandsmót bæði í mjólkurlist og í Kaffi í góðum vínanda. „Eftir að hafa tekið þátt í heimsmeist- arakeppnum og virkilega kynnst því hvað kaffi hefur upp á að bjóða, þá var ekki aftur snúið. Ég er kaffi- nörd og stoltur af því.“ Fastagestir komnir á bragðið Pálmar hefur unnið sem kaffi- barþjónn undanfarin fimm ár en rúm tvö ár eru síðan hann tók þá ákvörðun að opna sitt eigið kaffihús. „Þá fór ég að leggja fyrir og nú er draumurinn orðinn að veruleika. Pallett Kaffikompaní er fyrst og fremst kaffihús þar sem ég legg of- uráherslu á kaffidrykkina og gæðin í þeim. Þetta er ekki matsölustaður en ég er með vel valið meðlæti með kaffinu,“ segir Pálmar sem er bjart- sýnn á framtíðina. „Fólki líkar vel við það sem er gott á bragðið. Þetta hefur spurst vel út og ég er strax kominn með þónokkuð af fastagest- Ég er kaffinörd og stoltur af því Hann vill gefa Hafnfirðingum breiðari flóru í kaffimenningu með nýja kaffihúsinu sínu Pallett Kaffikompaníi. Hann er tvö- faldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna og kaffi er ástríða hans. Morgunblaðið/Styrmir Kári Alúð í handbragðinu Pálmar vandar sig við að búa til gott kaffi. Vefsíðan indulgy.com er svipuð síða og Pinterest en þar getur fólk einnig safnað saman skemmtilegum hug- myndum og myndum af flottum föt- um og hlutum sem það vill halda til haga. Líkt og nafn síðunnar gefur til kynna er margt að finna á vefsíðunni sem maður vildi gjarnan láta eftir sér að dekra dálítið við sig. Þarna má sjá flotta skó og kjóla, girnilegar kökur og konfekt og fallegar og líflegar lausnir fyrir heimilið. Skemmtileg vefsíða fyrir fagurkera heimsins. Vefsíðan www.indulgy.com Súkkulaðisæla Auðvelt er að láta eftir sér jafn girnilega mola sem þessa. Dekur og dúllerí fyrir fagurkera Heineken Music kallast ný frí- tónleikasería á Slippbarnum - Hótel Marina. Aðrir tónleikar í seríunni verða á morgun, fimmtudaginn 8. nóvember, og þá mun stuðboltinn Berndsen koma fram ásamt með- reiðarsveinum sínum og flytur raf- magnaða danstónlist í anda 9. ára- tugarins. Berndsen hefur lítið komið fram undanfarna mánuði og haldið sig á suðrænum slóðum við lagasmíðar og verður afrakstur þess spilaður ásamt eldri slögurum. Tónleikar Berndsen hefjast stundvíslega kl. 22.00. Slippbarinn er til húsa á Hótel Marina, Mýr- argötu 2, 101 Reykjavík (við gamla slippinn). Endilega… …hlustið á Berndsen á Slippbarnum Morgunblaðið/Ernir Berndsen Sviðsframkoman er lífleg. Söngvaskáldin Uni & Jón Tryggvi bjóða til tónleika með Láru Rúnars á heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka næstkomandi sunnudag klukkan 16. Lára Rúnars hefur nú sent frá sér sína fjórðu breiðskífu, Moment, en á henni kannar hún nýjar slóðir og leyfir dekkri og ögrandi hliðum að njóta sín meira en áður. Við gerð plötunnar var Lára undir áhrifum frá tónlistarkonum eins og PJ Harvey og svo tónlistarmönnum eins og John Grant en þau áhrif má finna í mel- ódísku og angurværu indí-poppi Láru. Með Láru á plötunni Moment leika þeir Arnar Þór Gíslason á trommur, Jakob Smári Magnússon á bassa, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Magnús Árni Öder á hljómborð og Hrafn Thoroddsen á hljómborð. Öll lög eru eftir Láru sjálfa en textar eru eftir Láru og vin hennar Matthew Sever frá Austin, Texas. Upptökustjórn var í höndum Magnúsar Árna Öder en um hönnun umslags sáu systurnar í Skrattakorni, þær Harpa Einars og Gígja Einars. Tónleikar í Merkigili eru styrktir af Menningarráði Suðurlands og er frítt inn en frjáls framlög vel þegin. Nánari upplýsingar hjá unijon- @unijon.com Lára Rúnars í Merkigili Melódískt og angurvært indí-popp á Eyrarbakka Ögrandi Á fjórðu breiðskífu sinni Moment kannar Lára Rúnars nýjar slóðir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.