Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
✝ Vigfús Ólafs-son fæddist í
Sigtúnum á Kljá-
strönd í Höfða-
hverfi 7. nóvember
1922. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
19. október 2012.
Foreldrar hans
voru Ólafur Gunn-
arsson frá Höfða í
Höfðahverfi, f.
27.7. 1878, d. 15.1. 1964 og
Anna María Vigfúsdóttir frá
Hellu á Árskógsströnd f. 28.11.
1888, d. 10.7. 1973. Systkini
Vigfúsar eru Anna Gunnur f.
7. maí 1911, d. 30. nóv 1945,
Dóra f. 6. júlí 1912, Guðríður f.
25. apríl 1916, d. 25. okt 2005,
Gunnar f. 1. okt. 1917, d. 6.
sept 1991, Baldvin f. 26. des
1919, Árni f. 1. okt 1925, d. 26.
maí 2003, Þóra Soffía f. 18.
apríl 1931. Vigfús kvæntist
Halldóru Jóhönnu Sigurð-
ardóttir frá Brautarhóli á
Svalbarðsströnd f. 24. nóv
1927, d. 14. janúar 1997. Börn
ín Rut f. 15.5. 1999 og Mikael
Mar f. 22.4. 2003, núverandi
maki er Ámundi Sjafnar Tóm-
asson, barn þeirra er Rebekka
Lind f. 31.1. 2007. 7) Ásdís f.
6.6. 1970, d. 16.3. 1971. Barna-
barnbörn Vigfúsar eru 13 tals-
ins.
Vigfús stundaði sjómennsku
á sínum yngri árum. Hann
kvæntist Halldóru frá Braut-
arhóli 4. janúar 1948 og var
þeirra fyrsta heimili á Siglu-
firði. Árið 1949 stofnaði hann
fatahreinsun á Siglufirði með
Árna bróður sínum, en árið
1952 flyst Vigfús og fjölskylda
til Akureyrar og reka þeir
bræður þar fatahreinsun um
árabil, en hin síðari ár stóð
Vigfús einn að rekstrinum
ásamt fjölskyldu sinni. Fata-
hreinsunin var síðan seld árið
2002.
Vigfús var mikill áhugamað-
ur um alla veiði en þó sér-
staklega laxveiði. Önnur
áhugamál voru brids og ber-
jatínsla á haustin enda var
hann mikið náttúrubarn.
Útför Vigfúsar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 7. nóv-
ember 2012 og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Vigfúsar og Hall-
dóru eru: 1) Anna
Gunnur, f. 8. 4.
1948, maki Anton
Sölvason og eiga
þau einn son,
Sölva, f. 6.12.
1979. 2) Sigurlaug
María f. 9.2. 1950.
hún var gift Jónasi
Franklín. Börn
þeirra eru, Ásdís
María f. 26.9.
1978, Auður Dóra f. 26.7. 1981
og Hildur Þóra f. 19.12. 1985.
3) Sigurður f. 17.1. 1954, maki
Þóra Elísabet Leifsdóttir og
eiga þau tvö börn, Erlu Hrönn
f. 4.10. 1975 og Leif, f. 9.11.
1978. 4) Hulda f. 5.1. 1957,
maki Ómar Stefánsson, börn
þeirra eru Vigfús f. 22.7. 1975,
Stefán f. 7.10. 1978 og Ester f.
24.5. 1990. 5) Gunnar, f. 22.4.
1960, maki Jóhanna María
Friðriksdóttir, og synir þeirra
eru Samúel og Friðrik, báðir f.
23.10. 1989. 6) Dóra Vigdís f.
23.11. 1967, var gift Þórði Mar
Sigurðssyni, börn þeirra, Katr-
Nú þegar komið er að kveðju-
stund, þá langar mig að minnast
föður míns í fáeinum orðum.
Margs er að minnast úr uppvexti
mínum og það voru forréttindi að
fá að alast upp á heimili eins og
hjá foreldrum mínum.
Vigfús, faðir minn, var mikill
veiðimaður og áttu laxveiðar hug
hans allan. Um leið og ég var orð-
inn nógu stór til að koma með þá
fórum við saman í allar veiðiferðir
og var hver ferð eitt allsherjar æv-
intýr. Helst var farið í Fnjóská,
Húseyjarkvísl eða í Vopnafjarðar-
árnar.
Veiðin á þessum árum var af-
skaplega mikil og ekkert í líkingu
við það sem nú þekkist. Einnig
höfðum við mjög gaman að fara út
á Kljáströnd, þar sem faðir minn
fæddist og ólst upp. Þar var róið
til fiskjar og oft beitt lína eða farið
á handfæri.
Mér er fermingardagurinn sér-
staklega minnisstæður, því um
morguninn þá fórum við pabbi inn
á Leirur og vorum að reyna að
háfa loðnu, því okkur vantaði
beitu fyrir línuna. Man ég að
mamma var eðlilega ekki sérstak-
lega ánægð með okkur, en við rétt
náðum að þrífa okkur áður við átt-
um að mæta í kirkjuna. Það var
eins gott að ekki voru til gemsar á
þessum tíma, en hætt er við að við
hefðum verið búnir að fá hring-
ingu að heiman. Það má heldur
ekki gleyma öllum rjúpnaferðun-
um okkar og eru minningarnar
um þær afskaplega góðar.
Þegar ég komst á fullorðinsár
þá fækkaði ferðum okkar, en alla
tíð fórum við saman í lax og rjúpu
eða þangað til að ellin tók völdin
hjá pabba og það var síðan fyrir
rúmum 3 árum sem hann dró sinn
síðasta lax. Það var í lok júní þeg-
ar hann var á 87. aldursári og vor-
um við þá á veiðum á neðsta svæð-
inu í Fnjóska, en það var alltaf
hans uppáhaldsveiðisvæði. Það
var 9 punda lax sem hann veiddi á
Hríslubreiðu og var það okkar
þriðji lax og var þá kvótinn kom-
inn og urðum við að hætta veiðum,
en í gamla daga hefði það ekki
dugað Vigfúsi að mega bara veiða
3 laxa á vakt.
Vil ég þakka þér, elsku pabbi,
að fá að upplifa allar þessar dýr-
mætu stundir okkar saman sem
munu ylja mér um ókomna tíð.
Gunnar.
Elsku pabbi minn. Þá er komin
kveðjustund. Mikið er nú lífið
tómlegt án þín. Ég sakna þín
óskaplega mikið. Ég sakna þess
að heyra ekki í þér, þú hringdir
venjulega á hverjum degi og
stundum tvisvar á dag. Við töluð-
um um allt mögulegt, veðrið og
krakkana og stundum ástandið í
þjóðfélaginu. Það var reyndar yf-
irleitt hægt að ganga að því vísu
að veðrið væri gott hjá þér, pabbi
minn.
Þú vissir alltaf hvað var að ger-
ast í lífi barnanna minna, hvernig
gekk hjá þeim í skólanum og í
tómstundum. Ef eitthvað var í
gangi þá vissir þú það. Þegar
Katrín var að passa hringdir þú
venjulega í hana til að athuga
hvort allt væri í lagi.
Mikið töluðum við um berin
þegar það átti við. Það var svo
gaman að heyra frá þér, þú varst
alltaf með berjafréttirnar á
hreinu, hvað fólk hefði fengið mik-
ið af berjum á hverjum stað
o.s.frv. Einnig var sultugerðin ár-
legur viðburður, hún skipti miklu
máli. Allt varð að fara mjög ná-
kvæmlega fram og þykktin varð
að vera rétt.
Þú varst í raun miðpunktur
fjölskyldunnar og ég fékk fréttir
af öllum hinum í gegnum þig því
þú fylgdist vel með öllu þínu fólki.
Þegar ég hugsa til baka koma
óteljandi, yndislegar minningar
upp í hugann og ég er svo þakklát
fyrir þig. Þú varst svo umvefjandi,
þú fannst til með öðrum, þú varst
áhugasamur um aðra og duglegur
að sjá eitthvað sérstakt við alla,
þar með talið börnin mín, og einn-
ig sagðir þú mér oft frá barna-
barnabörnunum þínum.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að koma til þín enda vorum við
dugleg við að skutlast norður yfir
helgi eða í fríum. Börnin mín elsk-
uðu að vera hjá þér og ég veit að
þau munu búa að því alla ævi að
hafa átt þess kost að umgangast
þig svona mikið og fá að kynnast
kærleika þínum og mannkostum.
Þegar ég var að alast upp
heyrði ég þig oft segja hvað dugn-
aður skipti miklu máli enda varst
þú alltaf afskaplega duglegur og
vinnusamur. Undir það síðasta,
þegar þú gast ekki unnið lengur,
áttir þú erfitt með að sætta þig við
það. Þegar þú komst suður til okk-
ar í heimsókn varstu oft búinn að
ryksuga þegar ég kom heim úr
vinnunni og þá vissi ég að það var
alveg rosalega vel gert, allt tekið
fram.
Ég gat alltaf leitað til þín og tal-
að við þig um allt.
Húmorinn var aldrei langt und-
an þar sem þú varst annars vegar
og daginn áður en þú fórst í síð-
asta sinn á spítalann var mikið
hlegið og gaman hjá okkur. Við
borðuðum saman góðan mat en
það fannst okkur gaman. Ekki
fannst mér vera neitt fararsnið á
þér þá. En þú varst jafnframt bú-
inn að gefa það í skyn að nú væri
þetta orðið ágætt, þú orðinn valt-
ari á fótunum og gast ekki gengið
eins og þú vildir. Sérstaklega held
ég að hafi verið erfitt fyrir þig að
komast ekki í berjamó sem þú þó
reyndir í síðasta sinn í haust.
Þetta var orðið ágætt, sagðir þú
stundum.
Mér finnst erfitt að hafa þig
ekki lengur hjá mér en ég trúi því
að þú hafir það gott núna. Ég er
þakklát fyrir þig, elsku pabbi,
börnin sakna þín mikið.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi.
Dóra Vigdís Vigfúsdóttir.
Elsku pabbi, tengdapabbi, afi
og langafi
Þú komst í heimsókn til okkar
til Skövde á hverju sumri í mörg
ár. Við áttum yndislegar stundir
saman. Við grilluðum saman á
pallinum í góða veðrinu og fórum í
gönguferðir í skóginum. Við fór-
um í mörg ferðalögin saman ég
man sérstakega eftir ferðinni til
Berlínar og siglingunni til Finn-
lands.
Ó, elsku pabbi, ég ennþá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
(Hugrún.)
Við söknum þín
Hulda, Omar
Stefan, Annika, Naomi,
Saga, Thor og Freyja
Ester og Erik
Í dag er borinn til grafar Vigfús
Ólafsson tengdafaðir minn. Mig
langar að minnast hans með
nokkrum orðum.
Fyrir tæpum 30. árum var ég
svo heppin að fá að kynnast Vigga,
þegar ég og Gunni minn byrjuð-
um saman. Fyrstu árin einkenn-
ast af minningum af laxveiðitúr-
um sem við fórum nokkuð oft í.
Aðallega frá Hofsá og Selá í
Vopnafirði. Það voru mikil ævin-
týri sem við upplifðum í þessum
ferðum og mikið var nú af laxinum
í þá daga. Frystikisturnar voru
allar fullar af fiski þegar heim var
komið. Þetta var alveg frábær
tími þar sem ég lærði að veiða lax
með alvöru veiðimanni, en Viggi
var ætíð mjög fiskinn og slyngur
veiðimaður. En hann dró sinn
seinasta lax á land fyrir einungis 3
árum úr Fnjóská, geri aðrir betur.
Viggi vann alla tíð mjög mikið
og fullan vinnudag alveg til ársins
2002 þegar pressan var seld. En
eftir það var hann í vinnu og síðan
afleysingum hjá nýjum eigendum,
því hann gat ekki hugsað sér að
hætta að vinna. Vinnusemi og
dugnaður voru honum í blóð bor-
in.
Vigga var alltaf mjög umhugað
um fjölskyldu sína og var það með
ólíkindum hvað hann vissi alltaf
allt um sitt fólk. Hvenær barna-
börnin áttu að mæta í próf, keppni
eða vinnu og hvernig gengi hjá
hverjum og einum, hvort heldur
var innanlands eða utan land-
steinanna. Hann fylgdist með af
óbilandi áhuga fram á síðasta dag.
Einn af mörgum kostum Vigga
var að hann var alltaf svo jákvæð-
ur og glaður með allt sem maður
var að gera og taka sér fyrir hend-
ur, hvort heldur sem var að skipta
um vinnu, fara í skóla eða úr skóla,
kaupa hús eða hvað það nú var.
Allt var það frábært í hans augum
og alltaf fékk maður stuðning í öll-
um ákvörðunum. Virðingu sýndi
hann öllu sem ég gerði og kom
fram við mig eins og sína eigin
dóttur. Mun ég sakna þess mikið
að geta ekki slegið á þráðinn og
spjallað eins og áður.
Viggi mátti ekkert aumt sjá og
ef það kom auglýsing eða frétt um
hungursneyð eða vannærð börn
þá varð hann að fá símanúmer
sem hann gæti hringt í og lagt sitt
af mörkum. Þetta var mjög ríkt í
honum. Á veturna varð hann svo
að fara að kaupa korn handa smá-
fuglunum og þeim var gefið alveg
reglulega. Það verður auður blett-
ur hjá þeim í Víðilundinum í vetur.
Í dag hefði hann Viggi orðið ní-
ræður, hefði hann lifað, en ég trúi
því að nú sé honum haldin veisla í
himnasölum hjá góðum Guði.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Viggi minn.
Þín,
Jóhanna.
Það er tómlegt án þín, elsku
Vigfús.
Þegar ég hitti þig fyrst fyrir um
7 árum náðum við strax vel saman
enda höfðum við sömu áhugamál,
lax, lax, lax og aftur lax. Oft fékk
ég að heyra veiðisögur um fjölda
stórlaxa sem þú hefur sigrað.
Við náðum saman á flestum
sviðum en oft var erfitt í eldhús-
inu, þá varst þú með fast mótaðar
hefðir sem voru óhagganlegar.
Ég virkilega naut þess að vera
fyrir norðan hjá þér, gestrisnin
var alltaf mikil og annað áttum við
sameiginlegt: að borða góðan mat.
Þú varst límið sem hélt fjölskyld-
unni saman, þú safnaðir fréttum
frá öllum og deildir þeim áfram.
Það hefur myndast mikið tóma-
rúm eftir að þú kvaddir, þú vissir
alltaf hvað var um að vera og ég
fékk stundum fréttir frá þér
hvernig krökkunum okkar Dóru
gekk í skólanum. Krakkarnir
elskuðu að vera hjá þér og þau
sakna þín mikið.
Þú hafðir marga kosti og ég
man engan ókost, þú varst sér-
stakur með það hvað þú hafðir
áhuga á öðrum. Þegar við Dóra
fórum í laxveiði í haust varstu svo
spenntur fyrir hennar hönd.
Ég get lært mikið af þér og þú
varst góð fyrirmynd, bæði fyrir
okkur fullorðna fólkið og börnin
Þú varst stór hluti af mínu lífi og
ég sakna þín mjög mikið.
Heilsunni hrakaði hratt hjá þér
og þú varst ekki sáttur við að vera
óstöðugur og þegar þú komst ekki
í berjamó í haust varstu virkilega
ósáttur. Ég er þakklátur að hafa
fengið að ganga með þér síðasta
göngutúrinn, þegar ég spurði þig
hvað þú ætlaðir langt þá var svar-
ið einfalt: Ég hef alltaf farið út á
enda götunnar, og það gerðirðu.
Daginn eftir ferð þú á spítalann og
komst ekki aftur heim. Þú varst
þrautseigur til síðasta dags. Þú
hefur afrekað mikið gott um æv-
ina og ég veit að þú ferð sáttur. Nú
ertu kominn á góðan stað í faðm
Föðurins. Minning þín lifir í
hjarta mér.
Tengdasonur og vinur,
Ámundi S. Tómasson.
Okkur systkinin langar að
minnast Vigga föðurbróður okkar
með nokkrum orðum. Viggi var
mikið góðmenni og reyndist okk-
ur mjög vel og eigum við fjölmarg-
ar góðar minningar um hann. Það
var mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna en þessar tvær fjöl-
skyldur bjuggu í sama húsi í rúm-
lega tuttugu ár, Viggi og Dóra
konan hans á efri hæðinni með
börnin sín sem þá bjuggu enn í
foreldrahúsum og við systkinin
fjögur á neðri hæðinni ásamt for-
eldrum okkar. Sóttum við systk-
inin mikið á efri hæðina til að hitta
frændsystkini okkar og alltaf tóku
Dóra og Viggi vel á móti okkur og
eru margar góðar æskuminningar
tengdar þessum yndislegu hjón-
um og börnum þeirra.
Viggi hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og oft kom
hann niður til okkar og heyra
mátti þá bræður rökræða málin
með miklum tilþrifum. Viggi gat
haft hátt og hafði sterkar pólitísk-
ar skoðanir sem ekki fóru fram
hjá okkur þegar hann var í ham en
þó að hann ætti það til að æsa sig
yfir pólitíkinni var hann fljótur að
gleyma því aftur og sjá spaugileg-
ar hliðar á málunum og gera grín
að hlutunum. Viggi var snar í
snúningum og ekkert að tvínóna
við hlutina og vildi að þeir gengju
hratt fyrir sig. Hann var glaðsinna
og alltaf stutt í húmorinn og gam-
an að vera með honum.
Þeir bræður Viggi og pabbi
okkar ráku einnig saman fyrir-
tæki í mörg ár og unnum við syst-
urnar lengi hjá Vigga þar sem
hann sá um allan rekstur. Sem
vinnuveitandi var Viggi einstak-
lega ljúfur og sérdeilis duglegur.
Viggi var mikill veiðimaður og
var gaman að heyra hann segja
frá veiðiferðum sínum í hinar
ýmsu laxár landsins. Hann var
fengsæll veiðimaður og nutum við
oft góðs af því. Hann var líka mik-
ill bridsspilari og munum við sér-
staklega eftir spilakvöldunum á
fimmtudögum þar sem ákveðin
stemning ríkti og var okkur systk-
inunum oft boðið að setjast að
veisluborði í lok kvöldsins.
Það var alltaf gaman að spjalla
við Vigga og það eru margar
minningarnar úr æsku okkar þar
sem Viggi fór á kostum í lýsingum
á atburðum eða lýsti skoðunum
sínum á mjög svo afdráttarlausan
hátt og svo fyndinn og skemmti-
legan hátt að ekki var hægt annað
en hlæja þó Vigga væri ekki hlát-
ur í hug. En svo færðist yfirleitt
bros yfir andlit hans og hélt hann
lýsingum sínum áfram á gaman-
saman hátt. Í stuttu máli má segja
að vinsemd og góðvild hafi ein-
kennt framkomu Vigga í okkar
garð og okkur finnst við heppin að
hafa alist upp í svona nánu og
góðu nábýli við Vigga, Dóru og
börnin þeirra og fyrir það erum
við þakklát
Að leiðarlokum viljum við
þakka Vigga samfylgdina og vin-
semdina sem hann sýndi okkur
alla tíð. Við sendum börnum hans
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur og einnig eftirlif-
andi systkinum hans. Blessuð sé
minning Vigfúsar Ólafssonar.
Erna, Kristrún, Ólafur
og Gunnar.
Við systkinin viljum minnast
móðurbróður okkar Vigfúsar
Ólafssonar með nokkrum orðum.
Vigfús, eða Viggi eins og hann var
kallaður, var einstakur maður.
Hann var hjartahlýr og góður
frændi sem alltaf var gott að leita
til. Í barnæsku dvöldum við systk-
inin oftast sumarlangt á Kljá-
strönd, sumarhúsi og ættaróðali
fjölskyldunnar í Höfðahverfi við
Eyjafjörð. Þar hefur stórfjöl-
skyldan átt griðastað og eigum við
ófáar minningar þaðan af ljúfum
stundum með Vigga og fjölskyldu
hans.
Viggi ólst upp í hópi margra
systkina á Kljáströnd þar sem
lífsviðurværið var útgerð og fisk-
vinnsla við erfiðar aðstæður. Stað-
urinn hefur síðan verið órjúfan-
legur partur af sögu okkar og gert
okkur kleift að rækta ættartengsl-
in. Þegar við systkinin og foreldr-
ar okkar fórum til sumardvalar á
Kljástönd í gamla daga var ómiss-
andi þáttur ferðalagsins að kíkja í
kaffi í Þórunnarstrætið til Vigga
og Dóru. Í þessum heimsóknum
kynntumst við rausnarskap
þeirra hjóna sem alltaf voru tilbú-
in að greiða götu okkar ferðalang-
anna. Eftir því sem tímarnir liðu
og við systkinin urðum eldri
dvöldum við oft í lengri eða
skemmri tíma hjá þeim hjónum
vegna sumarvinnu eða í heim-
sóknum. Það sem einkenndi alltaf
dvölina var hlýja og velvild í garð
ættingjanna að sunnan.
Viggi var afburðalaxveiðimað-
ur og sinnti því áhugamáli af mik-
illi ástríðu. Sum okkar voru svo
heppin að fá að fara í veiðitúra
með honum og aðrir fengu að sjá
stórlaxana í röðum í skottinu á
bílnum hans þegar hann kom við á
Kljáströnd eftir vel heppnaða
veiðiferð í Fnjóská. Viggi hafði
náðargáfu þegar kom að því að sjá
hvar laxinn hélt sig og ósjaldan
kom hann heim með góða veiði
þegar aðrir urðu ekki einu sinni
varir.
Vigfús lagði mikla áherslu á að
keyra á góðum bílum og ökuferð í
nýja hvíta Rambler American,
glæsikerrunni sem hann átti um
tíma, situr enn í minni. Þetta var
eins og að svífa á skýi yfir mal-
arvegina miðað við að skrölta í
Volkswagen sem við vorum vön.
Viggi var maður hins frjálsa
framtaks sem vildi fá að sinna sín-
um rekstri án afskipta misviturra
pólitíkusa. Við minnumst þess öll
þegar við heimsóttum Vigga í
fatahreinsunina (Pressuna) sem
hann rak um langt skeið á Akur-
eyri ásamt bróður sínum, Árna.
Viggi var einstaklega duglegur
maður sem var alltaf eitthvað að
sýsla og sást næstum aldrei sitja
kyrr. Hann settist ekki einu sinni
niður þegar tekin var pása í
Pressunni til að drekka „kaffi og
meðíð“ þegar við kíktum við held-
ur gekk hann um gólf og rabbaði
um daginn og veginn og sagði sög-
ur. Viggi var alltaf hrókur alls
fagnaðar, sagði skemmtisögur og
lýsti skoðunum sínum á mönnum
og málefnum með skemmtilegum
og lifandi hætti. Það var alltaf
hressandi að hitta hann. Hann
hafði sterkar skoðanir á landsmál-
unum og sagði þær umbúðalaust.
Við minnumst Vigga með hlýhug
og virðingu, minning hans lifir
með okkur.
Elsku Anna Gunnur, Siggi,
Silla, Hulda, Gunni, Dóra Vigdís
og fjölskyldur, við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku Viggi frændi.
Ólafur, Anna María, Stefán,
Vigdís og Þóra Rósa.
Í dag verður móðurbróðir
minn, Vigfús Ólafsson, borinn til
grafar. Enn einn Kljástrending-
urinn hefur verið lagður að velli.
Fyrir nokkrum dögum var ég
að skoða mynd af ungum mönnum
á Kljáströnd við Eyjafjörð. Mynd-
in var tekin vel fyrir miðja síðustu
öld. Þarna má sjá móðurbræður
mína og náfrændur úr Ringste-
dætt. Krafturinn skín úr svip
strákanna sem lifðu frjálsir við
veiðar, leiki og mikla vinnu á
heimatorfunni.
Áratugir liðu og ungu mennirn-
ir – og systur þeirra – fundu sinn
farveg í lífinu. Dugnaður ein-
kenndi þau öll og ekki síst Vigfús
sem ætíð sóttist eftir því að vera
eiginn húsbóndi. Áratugum sam-
an rak hann fatahreinsun á Ak-
ureyri og víðar og ég minnist þess
sem strákur að mér þótti afar
merkilegt að sjá mann stíga á ped-
ala á vél sem skaut út gufu og bux-
ur fóru í brot. Veiðar voru Vigga
hugleiknar og ég á mér til minn-
ingarbrot frá Selá í Vopnafirði
þegar Viggi horfir yfir ána og
skimar eftir laxi. Mér er Viggi
minnisstæður þar sem hann
stendur í brekku og leitar að
sporðaköstum og dökkum bak-
uggum.
Þegar leið á ævina átti Viggi
það til að spila brids við systur sín-
ar og bróður. Það var í raun stór-
kostleg sjón að sjá þau systkinin
dobla og redobla – og það var ekki
að sjá að þarna færi rígfullorðið
fólk. Það var eitthvað í uppeldinu,
aðbúnaðinum og mataræðinu á
Kljáströnd sem mótaði barnahóp-
inn. Ósérhlífni og dugnaður þessa
fólks er með eindæmum.
Um leið og Viggi er kvaddur
með söknuði er honum þökkuð
samferðin.
Áskell Þórisson.
Vigfús Ólafsson