Morgunblaðið - 07.11.2012, Page 27

Morgunblaðið - 07.11.2012, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Halldór dvaldi sem ungur maður. Það kom mér á óvart að Auður hafði aldrei komið þar fyrr. Henni hafði ekki þótt tilhlýðilegt er þau Halldór voru á ferðalagi um svæðið einhverjum árum fyrr að fylgja honum í heimsókn þang- að sem hann hafði lifað munkalífi. Því vildi hún ekki vera með til- stand í klaustrinu, heldur litaðist þar um á sömu forsendum og aðr- ir. Mér þótti þetta viðhorf hennar til lífshlaups eiginmannsins bera vott um óvenjulegt sjálfstæði konu sem lifði lífinu á sínum eigin forsendum en tók um leið fullt til- lit til annarra. Það sjálfstæði sem líf Auðar er vitnisburður um er á margan hátt eftirtektarvert. Afurð þess hversu vel Auður kunni að tengj- ast umheiminum utan auga hversdagsleikans, hvort heldur sem var í opinberum eða einkan- legum samskiptum við andans menn og konur – án þess að missa sjónir á því sem var í hennar nær- umhverfi; náttúrunni, sveitalíf- inu, fjölskyldu og vinum. Sú arfleifð er Auður skilur eft- ir sig er enn að miklu leyti órann- sökuð, en víst er að hlutverk hennar í íslensku þjóðlífi verður seint metið til fullnustu og á enn eftir að koma gleggra í ljós. Fjölskyldu Auðar vottum við hjónin okkar dýpstu samúð að henni genginni. Fríða Björk Ingvarsdóttir, formaður stjórnar Gljúfrasteins. Miklir listamenn starfa ekki í tómarúmi og við höfum mörg dæmi um afburða vel gefið fólk sem ekki tókst að virkja hæfileika sína til fulls vegna erfiðra kring- umstæðna. Þetta átti svo sannar- lega ekki við um Halldór Lax- ness, sem alla sína ævi hafði lag á því að láta gott fólk hjálpa sér við þá hluti sem voru honum ofviða eða til þess fallnir að dreifa huga hans frá skáldskapnum. Auður Sveinsdóttir Laxness veitti hon- um þetta rými. Hún var mikil merkiskona í krafti eigin verð- leika en kaus að virkja sína miklu hæfileika til að skapa skáldinu sem bestar aðstæður og búa til fallegt heimili, enda var það í samræmi við tíðarandann sem ríkti á þeim árum. Auður bar hitann og þungann af framkvæmdunum við Gljúfra- stein á meðan Halldór var í út- löndum, og smám saman varð til eitt fallegasta heimili landsins í fögru umhverfi. Hún hjálpaði Halldóri líka við skriftirnar, vél- ritaði allt fyrir hann og hefur þar með verið sá lesandi sem hann hefur fyrst prófað hugmyndir sínar á. Heimilið var ekki bara rómað fyrir smekkvísi heldur líka rausn og gestrisni. Íslenska þjóðin stendur í sér- stakri þakkarskuld við Auði Lax- ness fyrir ómetanlegt framlag hennar til íslenskrar menningar á 20. öld. Fyrir hönd Forlagsins sendi ég dætrum Auðar og barna- börnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jóhann Páll Valdimarsson. „Halldór minn, viltu ekki koma niður og fá þér kaffi?“ Þetta voru skemmtilegir dag- ar, á Gljúfrasteini á ofanverðum tíunda áratugnum; maður fékk að grúska að vild í minniskompum og bréfum Halldórs Laxness í vinnuherbergi hans, en öðru hverju var kallað í kaffi eða mál- tíð, og maður fann að þetta kall hafði heyrst áður í þessu húsi. En mestu forréttindin voru að fá að sitja með Auði í þessum kaffitím- um, heyra hana segja frá og finna hvernig blýantskrotið í kompun- um fékk lit og líf kviknaði í föln- uðum bréfum. Auður var heillandi kona, skemmtileg, víða heima, orðheppin og ekki hrjáð af skoðanaleysinu, sem eiginmaður hennar taldi einn helsta vanda Ís- lendinga. Kornung hafði hún heillað Halldór Laxness, stúlkan frá Eyrarbakka sem starfaði á rönt- gendeild Landspítalans og hann kynntist á Laugarvatni. Síðsum- ardagar þar árið 1939 skópu þeim örlög, eins og Halldór skrifaði Auði vorið eftir: „síðan ég átti þig eru reyndar allir dagar of fljótir að líða, og þó er það hið eina, sem ég kæri mig um að eiga daga með þér,“ og varð ekki svefnsamt, „heldur hlustaði ég á regnið falla fyrir utan opinn gluggann, og á skógarþröstinn, og hugsaði um þig“ – „hamingja okkar er eins og heilt haf“. Þau giftu sig um jólin 1945 og fluttu um leið á Gljúfrastein skammt frá æskustöðvum Hall- dórs; húsið sem Auður hafði látið byggja og innrétta meðan Hall- dór var á Eyrarbakka að skrifa Íslandsklukkuna. Og það var ekki auðvelt að byggja stórt hús á þessum tíma naumra byggingar- efna, ekki fremur en fyrstu bú- skaparárin á Gljúfrasteini voru auðveld. Það þurfti að kynda með kolum og notast við dísilknúna ljósavél af því rafmagn var ekki komið í dalinn, auk þess sem Auð- ur þurfti iðulega að þrasa við skömmtunarstjóra til að fá bens- ín svo hún gæti sótt vinnu og síð- ar skóla í bænum. Þarna festist í sessi sú verkaskipting sem Hall- dór lýsti síðar svo í bréfi til Auð- ar: „Mikið hefur nú létt af mér að sleppa við þvargið (…), gott að vakna á morgnana án þess að hafa búsáhyggjur, en svo lendir allt á þér í staðinn.“ Ekki veit ég hvort sú saga er sönn, að Auður hafi sett keðjurnar undir bílinn þegar vetraði, en hún sá í öllu falli um byggingu sundlaugarinnar við húsið og var framkvæmda- manneskjan, meðan skáldið skrif- aði; hún var verkstjórinn meðan Halldór reisti sína pýramída. Þetta var lífið sem hún valdi sér og fjarri henni að vorkenna sér yfir því, enda hafði hún góða lund og tók sig ekki of hátíðlega, eins og sjá má í bréfi sem hún skrifaði Halldóri veturinn sem hún var við nám í Myndlista- og handíðaskólanum: „Ég á að skila ritgerð um andúð eftir 10 daga. Ég get ekki að því gert að mér finnst kennarasálfræði alltaf dá- lítið hlægileg og illkvittnisleg. Ég hefði miklu frekar viljað skrifa um léttúð.“ Auður var félagslynd og mikill gestgjafi og hafði gaman af að gera vel við þá sem komu til hennar, eins þótt það væru bara bókmenntafræðingar að grúska í gulnuðum bréfum. Hún var stolt- ur þátttakandi í lífi eiginmanns síns, eins og ótal frásagnir og myndir, til dæmis frá Nóbelshá- tíðinni, bera vitni um, og uppeldi dætranna tveggja og búsýslan öll kom í hennar hlut. En hún átti sannarlega sitt eigið líf. Hún var sérstaklega áhugasöm um ís- lenskar handíðir og myndvefnað og skrifaði talsvert um þau efni og hannaði m.a. vinsæl mynstur í lopapeysur. Þegar ég vann að ævisögu Halldórs Laxness heimsótti ég Auði nokkrum sinnum á elliheim- ilið í Mosfellsbæ og hún tók mér opnum örmum sem fyrr, var hreinskiptin og dró ekkert undan þegar ég spurði hana um lífs- hlaupið; fór inn í fataskápinn og rétti mér stóran poka með bréfa- skiptum þeirra Halldórs. Í þeim bréfum birtist hún líka ljóslifandi, þessi sterka kona sem gat alltaf litið á sjálfa sig og umhverfi sitt úr írónískri fjarlægð; ég er komin „að láta fixa mig upp einsog Lóa í Silfurtúnglinu“ skrifaði hún Hall- dóri þegar hún var á leið á Nób- elshátíðina. Hamingjan veltur ekki bara á ytri aðstæðum, hún veltur líka á viðhorfi manns sjálfs, og það hef- ur Halldór skynjað strax við fyrstu kynni þeirra, þegar hann skrifaði Auði að hún væri „fædd hamingjumanneskja.“ Þessi hamingja var grunntónn tilveru Auðar Laxness, hvað sem annars á gekk. Sigríði, Guðnýju og fjölskyld- um þeirra færi ég innilegar sam- úðarkveðjur okkar Önnu. Halldór Guðmundsson. ✝ Kristín FanneyJóhannesdóttir fæddist í Reykjavík þann 15. mars 1918. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 19. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Þórðardóttir hús- móðir f. 1884 d. 1953 og Jóhannes Þórðarson smiður f. 1872, d. 1956. Systkini Kristínar voru Júlía, Jóhann, Magnea, Ólafur og Þórður sem öll eru látin. Árið 1939 giftist Kristín Jóni Elíasi Eyjólfssyni f. 21. ágúst 1916, d. 17. nóvember 2001. Jón var verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Foreldrar Jóns voru Guðrún Gísladóttir f. 1880 og Eyjólfur Sigurðsson f. 1879. Jón og Kristín eignuðust tvö börn. 1) Jóhannes f. 1940, kvæntur Guðrúnu Þórsdóttur f. 1961. Jóhannes á tvö börn með Ásu Karen Ásgeirsdóttur f. 1942. Þau skildu. a) Kristín f. 1963, í sambúð með Sigurði Rúnari Sveinmarssyni f. 1969. Árið 1953 byggðu þau sér hús á Kópavogsbraut 8 í Kópavogi og bjuggu þar í um 20 ár. Þaðan fluttu þau að Ásvallagötu þar sem þau bjuggu í tæp 30 ár. Kristín fluttist þaðan að Afla- granda 40 og bjó þar allt þar til hún flutti í apríl 2010 á Hjúkr- unarheimilið Sóltún í Reykjavík. Ung vann Kristín við sauma- skap en eftir að hún giftist var hún heimavinnandi í 30 ár þar til hún fór að vinna hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Það veitti Kristínu mikla ánægju að vera útivinnandi enda naut hún þess að vera innan um fólk. Kristín var mikil húsmóðir og hugsaði vel um börn og bú. Hún hafði unun af fallegum hlutum líkt og heimili þeirra hjóna bar vott um. Hún var mikil fé- lagsvera og naut þess að fá gesti heim til sín, hvort heldur það voru börn eða fullorðnir. Hún hafði mikinn áhuga á öllum hannyrðum. Kristín saumaði mikið út. Síðustu árin prjónaði hún sokka, vettlinga og teppi fyrir langömmubörnin. Kristín hafði unun af því að ferðast er- lendis og fór víða með eig- inmanni sínum Jóni. Hún hafði yndi af blómum og bjó hún sér sælureit á svölunum á Afla- grandanum. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. Kristín á tvær dæt- ur, Gunnhildi og Berglindi. Jón Ás- geir f. 1968, kvænt- ur Ingibjörgu Stef- aníu Pálmadóttur f. 1961. Jón Ásgeir á þrjú börn, Ásu Kar- en, Anton Felix og Stefán Franz. 2) Ester f. 1947, gift Einari Vilhjálms- syni f. 1947, þau eiga þrjá syni. a) Jón Þór f. 1970, kvæntur Þóru Elísabetu Kjeld f. 1971, þau eiga fimm börn. Ármann Elías, Einar Alex, Elísabetu Maríu, Önnu Margréti og óskírðan son. b) Eyjólfur f. 1970, í sambúð með Jónu Ein- arsdóttur f. 1966, þau eiga tvö börn, Snædísi Ester og Jón Elí- as. c) Vilhjálmur f. 1980, kvænt- ur Ester Sif Harðardóttur f. 1982, þau eiga tvær dætur, Anítu Sif og Viktoríu Karen. Kristín ólst upp í Vest- urbænum og gekk í Miðbæj- arskólann. Hún var sannur Vesturbæingur og mikill KR- ingur. Kristín og Jón bjuggu sín fyrstu búskaparár á Skeggja- götu en fluttu síðar í Mávahlíð. Þegar ég kveð Stínu tengda- móður mína, sem lést 19. október sl. að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, skjótast fram í hugann margar góðar minningar um góða konu. Ég var mjög ungur þegar ég kom fyrst á Kópavogsbrautina er við Ester vorum að draga okkur sam- an. Stína tók strax vel á móti mér og milli okkar þróaðist hlý og traust vinátta sem varði alla tíð. Sama er að segja um Jón tengda- pabba, enda varð ég fljótlega einn af fjölskyldunni. Þau hjón voru okkur unga parinu ávallt hlýjar og góðar manneskjur. Fyrstu þrjú búskaparárin okk- ar Esterar fengum við til umráða kjallaraíbúðina á Kópavogsbraut 8 en þar fæddust okkur fyrstu börnin, tvíburarnir Jón Þór og Eyjólfur. Okkur þótti gott að hafa þau hjónin í sama húsi fyrstu mánuðina eftir fæðingu þeirra því nóg var að gera á heimilinu og for- eldrarnir oft þeyttir. Tíu árum síðar fæddist þriðji sonurinn Vil- hjálmur, en þeir bræður voru allir augasteinar ömmu sinnar og afa. Stína hafði mjög gaman af því að ferðast og fóru þau hjón víða bæði innanlands og erlendis. Stína fór oft til Kaupmannahafnar að heimsækja systur sínar Júllu og Möggu, en þær höfðu búið þar frá því þær voru um tvítugt og Stína hafði oft á orði að hún óskaði þess að þær byggju á Íslandi. Minningar um góða samveru streyma fram þegar ég læt hug- ann reika. Ferðin til Danmerkur er mér ógleymanleg. Eins ferðirn- ar sem við fórum saman í fellihýs- ið en Stína hafði á orði að þetta væri alveg eins og að vera á hóteli. Ekki má gleyma því þegar hún fór með okkur hjónum til Spánar orð- in áttatíu og fimm ára. Við hvött- um hana til að kaupa sér íþróttaskó svo hún ætti auðveld- ara með að ganga. En nei, það tók Stína ekki í mál! Hún ætlaði sér að ganga á sínum háhæluðu skóm með höfuðið hátt eins og hún var vön. Þessari reisn sinni hélt Stína allt til hins síðasta. Stína bjó á Sóltúni frá því í apríl 2010 við gott atlæti. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Að leiðarlokum kveð ég tengdamóður mína, Kristínu F. Jóhannesdóttur, með þakklæti í huga. Blessuð sé minning hennar. Einar Vilhjálmsson. Elsku amma Stína, nú ertu far- in frá okkur. Þú varst örugglega hvíldinni fegin. Síðustu tvö árin voru þér erfið. Nú ertu komin í faðminn hans afa Jóns sem lést fyrir 11 árum, blessuð sé minning hans. Amma mín, ég á svo margar góðar minningar um þig. Þú varst alltaf til staðar í bernsku minni. Ég sótti mikið í að vera hjá ykkur afa á Kópavogsbrautinni og síðan á Ásvallagötunni. Þér féll aldrei verk úr hendi, myndarhúsmóðir og hannyrðakona mikil. Heimilið ykkar afa var einstakt, hlýlegt og fallegt. Þú varst stórglæsileg kona, hafðir sérlega góðan fata- smekk. Punkturinn yfir i-ið voru háu hælarnir, fórst ekki út úr húsi nema á háum hælum. Mér er minnisstætt þegar þú varst á leið til útlanda með vinkonum þínum, þá komin á níræðisaldur, er ég kom í heimsókn til að kveðja þig. Þú hafðir þá fyrr um daginn farið í bæinn og keypt þér tösku til að taka með þér. Þú varst mjög óánægð með töskuna svona eftir á að hyggja, þér fannst hún svaka- lega kerlingarleg. Taskan sem ég var með fannst þér aftur á móti vera smart og það varð úr að ég keypti fyrir þig alveg eins tösku og þú varst heldur betur ánægð. Þinn góði húmor skein alltaf í gegn í samskiptum við þig og það var þá ekki á kostnað annarra heldur gerðir þú óspart grín að sjálfri þér. Þú hafðir góða nær- veru og varst hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Þú barst um- hyggju fyrir stelpunum mínum og passaðir þær oft þegar þær voru yngri. Þær minnast skemmtilegra stunda með þér og fannst sérstak- lega gaman að fá að fara með þér í bingó. Elsku amma Stína, ég kveð þig með sorg í hjarta, er mjög þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með þér. Minningin um þig mun lifa. Þín Kristín. Með hárið óaðfinnanlega upp- sett, í blússu með fallegri nælu, í pilsi og háum hælum. Þetta er myndin sem birtist okkur þegar við hugsum um ömmu Stínu. Allt- af vel til höfð og glæsileg. Þær eru ófáar minningarnar sem kvikna þegar við hugsum um ömmu Stínu. Skemmst er að minnast allra næturgistinganna á Ásvallagötunni, með tilheyrandi kvöldkaffi. Við hugsum til þess þegar hún leyfði okkur að pakka með sér ávöxtum í Austurveri og kenndi okkur allt um þá. Ekki má gleyma öllum ferðunum með henni upp í Kjós en þar fékk hún viðurnefnið „Landhelgisgæslan“. Viðurnefnið hlaut hún þar sem hún stóð í svaladyrunum og kall- aði á okkur að koma í land þegar henni fannst við vera komnir held- ur langt frá landi á bátnum sem okkur minnir að hafi þó verið bundinn við bryggjuna. Við mun- um eftir því þegar hún hjálpaði okkur við að safna fyrir jólagjöf- um handa mömmu og pabba. Þá settum við smápeninga upp í skáp í krukku og þegar kom að því að kaupa gjafirnar hafði klinkið í krukkunni breyst í einn fjólublá- an. Það var aðeins ein kona sem gat búið til svoleiðis töfra og það var amma Stína. En elsku amma, nú er þetta líf búið og annað líf tekið við. Þú ert örugglega búin að hitta afa aftur. Þú sagðist hafa séð hann sitja í stólnum hjá þér daginn áður en þú fórst. Við erum sannfærðir um að hann er tilbúinn að taka á móti þér og nú eru þið loksins saman á ný. Blessuð sé minning þín, elsku amma, Jón Þór, Eyjólfur og Vilhjálmur. Það er margs að minnast þegar ég sest niður og skrifa fáein minn- ingarorð um fyrrverandi tengda- móður mína, Kristínu eða Stínu, eins og hún var ávallt kölluð. Ég var ung að árum þegar ég kynnt- ist syni hennar Jóhannesi og þar með fjölskyldunni á Kópavogs- braut. Frá þeim tíma hefur alltaf verið góð vinátta okkar á milli. Stína var mikil húsmóðir og hann- yrðakona. Allt lék í höndunum á henni hvort sem það var útsaum- ur eða prjónaskapur. Við bjugg- um í sama húsi um nokkurt skeið og naut ég góðs af því. Hún Stína mín var alltaf fín og vel tilhöfð svo eftir var tekið. Nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka henni góð- vildina í minn garð. Bið Guð að blessa minningu hennar og sendi ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Ása Karen Ásgeirsdóttir. Kristín F. Jóhannesdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR, lést föstudaginn 26. október á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Bestu þakkir til starfsfólks Hrafnistu á 3. og 4. hæð fyrir frábæra umhyggju í gegnum árin. Hildur Guðmundsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Sævar Hjálmarsson, Björn Guðmundsson, Helga Lára Guðmundsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Guðmundur Víðir Helgason, Gunnar Guðmundsson, Rakel María Óskarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, frá Klauf, Eyjafjarðarsveit, lést föstudaginn 2. nóvember á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Geir Guðmundsson, Heiðbjört Eiríksdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón Eggertsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Leifur Guðmundsson, Þórdís Karlsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Haukur Geir Guðnason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Lokað Skrifstofur okkar á Akureyri og Reykjavík verða lok- aðar eftir hádegi miðvikudaginn 7. nóvember 2012 vegna útfarar DÝRLEIFAR KRISTJÁNSDÓTTUR héraðsdómslögmanns. LEX og Gjaldskil. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.