Morgunblaðið - 07.11.2012, Page 32

Morgunblaðið - 07.11.2012, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Smáauglýsingar Garðar Faglærðir garðyrkjumenn geta bætt við sig verkefnum. Trjáklippingar, trjáfellingar, hellu- lagnir og viðhald garða. Ingvar s. 8608851 Jónas s. 6978588. Snyrting Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Húsviðhald Fer yfir þök og negli niður eftir rokið. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk . Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Múr- og lekaviðgerðir Sveppa- og örverueyðing Vistvæn efni notuð Húsaviðgerðir www.husco.is Vönduð vinna Áratuga reynsla Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Kaupi silfur Vantar silfur til bæðslu og endurvinn- slu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý- hug og elsku vegna fráfalls THEODÓRS STEINARS MARINÓSSONAR. Sérstakir þakkir fyrir umönnun fær starfsfólk 11 E, göngudeildar krabbameinslækninga, heimahjúkrun og Karitas. Magdalena S. Elíasdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU JÓNSDÓTTUR frá Reynistað, Akranesi síðast til heimilis að Sóltúni, Reykjavík, sem lést föstudaginn 12. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sóltúns í Reykjavík. Sigrún Stella Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson, Þórarinn Jónsson, Sigríður Halla Sigurðardóttir, Magnús Þór Jónsson, Þórunn Þórisdóttir, og fjölskyldur. ✝ Kristín Sig-urlaug Benja- mínsdóttir fæddist í Hafnarfirði 30. nóvember 1921. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 26. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Sveinbjarnardóttir kaupkona, f. 1892 og Benjamín Ást- sæll Eggertsson verkamaður, f. 1893. Systir Kristínar er Soffía Elísabet Benjamínsdóttir, f. 1927, sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá árinu 1950. Hún á fjögur börn. Kristín giftist 21. apríl 1943 eiginmanni sínum Guðmundi Björnssyni, f. 1917, augnlækni og prófessor. Guðmundur lést árið 2001. Börn þeirra eru: Hildur Guðmundsdóttir, f. 1943, maki Ólafur Baldur Ólafsson, f. 1945, d. 1999. Dóttir þeirra er Kristín Lára Ólafsdóttir, f. 1973, maki Magnús Eyjólfsson, f. 1970. Börn þeirra eru: Tómas Óli, f. 1999, Bergur Orri, f. 2002, og Tinna Brá, f. 2004. Dagný Guðmundsdóttir, f. 1949, maki Sævar Hjálmarsson, f. 1946. Synir þeirra eru: Guð- f. 1990. Hrafnkell Guðmunds- son, f. 1991. Gunnar Guðmunds- son, f. 1962, maki Rakel María Óskarsdóttir, f. 1958. Dætur þeirra eru: Kristrún Gunn- arsdóttir, f. 1989, í sambúð með Vilhjálmi Steingrímssyni, f. 1985. Brynja Gunnarsdóttir, f. 1990. Auður Gunnarsdóttir, f. 1995. Kristín ólst upp í Hafnarfirði, stundaði nám við Barnaskóla Hafnarfjarðar og Flensborg- arskóla. Hún lauk verzl- unarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1939. Steinunn móðir hennar var með handavinnubúð í Hafnarfirði og starfaði Kristín við hana eins og tími hennar leyfði. Faðir Kristínar, Benja- mín var vegna veikinda sinna 25 ár inni á sjúkrastofnunum. Guðmundur maður Kristínar fór 1944 til náms í Bandaríkj- unum og fylgdi Kristín honum eftir 1946. Eftir heimkomu bjuggu þau alla tíð í Reykjavík lengst af í Brekkugerði 5. Hús- móðurstörfin voru hennar að- alstarf framan af en seinna varð hún aðalhjálparhella Guð- mundar á augnlækningastofu hans og aðstoðaði hann ennig við margskonar ritstörf. Kristín bjó eftir andlát Guðmundar á heimili þeirra á Grandavegi 47 en flutti 2003 á hjúkrunarheim- ili Hrafnistu, fyrst á Vífils- stöðum og síðar í Hafnarfirði. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 2. nóvember 2012. mundur Sæv- arsson, f. 1973, maki Hrönn Hilm- arsdóttir, f. 1972. Dætur þeirrra eru: Sif, f. 2000, og Kar- en, f. 2003. Birgir Björn Sævarsson, f. 1978, maki Ve- rushka Johanna Echevarria Rojas, f. 1982. Sonur þeirra er: Matthías, f. 2012. Davíð Þór Sævarsson, f. 1987. Björn Guðmundsson, f. 1951, maki Helga Lára Guð- mundsdóttir, f. 1951. Synir þeirra eru: Guðmundur Björns- son, f. 1977, maki Þórunn Sif Garðarsdóttir, f. 1977. Synir þeirra eru: Óskar Gabríel, f. 2004, Benedikt, f. 2006, og Tómas Björn, f. 2012. Hall- grímur Björnsson, f. 1980, maki Helga Guðrún Vilmundardóttir, f. 1979. Börn þeirra eru: Þór- hildur Helga, f. 2004 og Ari, f. 2009. Edda Guðmundsdóttir, f. 1958, maki Guðmundur Víðir Helgason, f. 1956. Synir þeirra eru: Helgi Hrafn Guðmundsson, f. 1984, í sambúð með Mariu Be- tiönu Salicas, f. 1984. Kjartan Guðmundsson, f. 1988, í sambúð með Kristínu Rut Þórðardóttur, Mér líður vel voru síðustu orð elskulegu tengdamóður minnar á dánarbeði. Hún þrýsti hönd mína og ég fann að hún var sátt að fá nú loksins að kveðja og fara á þann stað sem okkur er öllum ætlaður. Þar vissi hún að biði hennar elsku afi Guðmundur sem beðið hefði lengi eftir henni og mundi fagna samfundum í nýjum heimi sem ég trúi að til er. Oft hefur verið sagt að Kristín tengdamóðir mín hafi verið barn síns tíma, hvað merkir það? Eig- inkona, móðir sem hugsaði aldrei um sinn hag heldur fyrst um þá sem næst henni stóðu. Guðmund- ur tengdafaðir minn var því lán- samur maður, hvílík sem hún var, stoð hans og stytta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hún var alltaf útivinnandi. Hún var því öðruvísi en flestar samtíma mæður sem voru heima- vinnandi húsmæður og tóku lít- inn þátt í vinnu utan heimilis. Hún var Verzlunarskólagengin, bráðflink í vélritun og öllu bók- haldi sem hún sá alfarið um. Börnin fimm fædd á 19 árum hjálpuðu mikið til og eldri systur pössuðu sér yngri systkini. Krist- ín hljóp alltaf við fót, hún var allt- af að flýta sér, því alltaf voru verkefnin næg. Gott var því að loknum degi að skella sér í bað og ná mestu þreytunni úr kroppn- um. Ég kveð þig nú eftir rúma 40 ára samferð, samferð sem aldrei bar skugga á og gott er að minn- ast. Gamla amma, síðasti hlekkur- inn af hennar kynslóð í fjölskyld- unni hefur fengið hvíldina. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Helga Lára. Það er laugardagsmorgunn og við bræðurnir erum á leið í Brekkugerðið til Kristínar ömmu og Mumma afa. Þegar þangað var komið beið okkar ristað brauð með osti og kakómalt. Svo máttum við horfa á barnatímann á stöð 2. Frábær uppskrift að lúx- us-laugardegi. Amma og afi voru dugleg að ferðast og sýna okkur myndir og segja sögur frá ferðalögum sín- um til framandi landa. Eftir góða sögustund þá var amma fljót að henda í pönnukökur ásamt því að lauma að okkur kandís eða Qua- lity Street sem hún virtist alltaf eiga til staðar uppí skáp hjá sér. Nú eða snakk-skrúfur með salti og pipar. Og aldrei var maltölið langt undan, enda gott fyrir heilsuna. Eftir því sem árin liðu þá færð- ust heimsóknir okkar til ömmu og afa frá laugardagsmorgnum yfir á mánudagskvöld en þá var gott að kíkja á Grandaveginn og fá fiskibollur og grjónagraut. Amma gerði þær bestu fiskiboll- ur sem við bræður höfum bragð- að. Blessuð sé minning elsku Kristínar ömmu, núna ertu farin til afa. Hvíl í friði. Guðmundur (Mummi) og Hallgrímur (Halli) Björnssynir. Kristín Sigurlaug Benjamínsdóttir Það var ekki létt að fá þær fréttir að vinnufélagi og góður drengur væri látinn. Við Óli G. eins og hann var kallaður unn- um saman í allmörg ár hjá BP sem nú heitir OLÍS, við afgreiðslu á flugvélabensíni á flugvélar Loft- leiða og eins á erlendar flugvélar sem hér höfðu viðkomu. Þær eru svo margar minningarnar sem Ólafur Gunnar Jónsson ✝ Ólafur GunnarJónsson fæddist í Hafnarfirði 2. júní 1926. Hann lést á Landakotsspítala 30. september 2012. Útför Óla G. fór fram í kyrrþey frá Kópavogskirkju 12. október 2012. fara í gegnum hug- ann, vegna þess að vinna með þvílíkum dugnaðar- og öðl- ingsmanni lánast ekki öllum. Það var alveg sama hvað gera þurfti í þessari krefjandi vinnu þar sem öryggis var krafist, alltaf var Óli tilbúinn, öruggur og glaðbeittur, nótt sem nýtan dag. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Óla í lífi og starfi og sé nú á eft- ir honum yfir móðuna miklu. Góða ferð elsku vinur. Elsku Mæja og fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína á þessum erfiðu tímum. Guð blessi ykkur Guðmundur (Gúndi). Kæri Felix. Mér er eiginlega orða vant til að lýsa sorg minni. Erfiðasti dag- ur sem ég hef upplifað er dag- urinn sem ég fékk að heyra að þú værir látinn. Þú ert búinn að vera Ólafur Felix Haraldsson ✝ Ólafur FelixHaraldsson var fæddur á Patreks- firði 14.10. 1970, hann lést 20. októ- ber síðastliðinn af slysförum. Útför Felix fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju 3. nóvember 2012 og hefst athöfnin kl. 14. partur af mínu lífi síðan ég var ung- lingur og við geng- um saman í gegnum margt á okkar lífs- leið. Við erum búin að sitja hérna, ég og börnin okkar, og rifja upp svo ansi margar og góðar minningar. Komu ansi margar góðar minningar upp í hugann, t.d. dagurinn sem við byrjuðum að búa saman hérna á Patró sem var nýársdagur 1990 og ég ólétt að henni Alexöndru. Þú skaust smá út að hjálpa ein- hverjum sem var fastur í skafli og ætlaðir bara að vera í smástund. En hálfátta um kvöldið komstu heim blautur og sæll. Þú fórst að leika þér í snjónum á jeppanum og gleymdir alveg tímanum. Það eru svo margar stundir sem ég gæti skrifað um. En allra stærsta gjöf sem hægt er að gefa gafst þú mér, og það eru börnin okkar. Og núna standa þau í þeirri mestu sorg sem þau hafa upplifað, en ég lofa þér að þau mun ég passa og vernda af öllu mínu hjarta. Finnst mér lífið óréttlátt að þau eru svipt því að fá að eiga sínar sorgir og sigra í komandi framtíð föðurlaus. Litli drengurinn okkar verður 12 ára bara eftir rúmar 3 vikur og það verður enginn pabbi til að hlakka til að fá í afmæli. Þú munt ekki standa við hlið hans þegar hann fermist. Þau munu ekki fá að upplifa að hafa þig við hlið sér þegar þau útskrifast úr námi, dætur þínar hafa þig ekki til að leiða sig upp að altarinu og þú munt aldrei upplifa það að sjá barnabörnin þín. Þetta er allt svo óréttlátt. Eina sem ég get lofað er að börnin mun ég passa og við munum alla tíð láta minningu þína lifa í okkar hjörtum. Það er svo hræðilega sárt að þurfa að kveðja. Ég veit að þú vakir yfir börnunum þínum sem þú elskaðir meira en allt annað og varst afskaplega stoltur af alla tíð. En núna ertu frjáls og flýgur um fagra fjallasali. Þakka þér fyrir að hafa verið til, þú átt alltaf stað í hjarta mér. Far vel, ljúfi drengur. Ég börnin mín vef, mjúkum móður örmum Svo mildað ég geti, öll þeirra lífsins mein. Með þolinmæði ég þurrka tár af hvörmum læt þau vita þau standa aldrei ein (Heiða Jónsdóttir.) Bjarnveig Guðbjartsdóttir. Þig ég kveð, þá húmið fellur á, þér ég þakka góðar gamlar stundir. Það er sárt, þú hverfur okkur frá, þín bíða grænar blómum skrýddar grundir Hvíldu í friði. Innileg kveðja. Ingibjörg Lilja frá Feigsdal. HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi, ég sakna þín svo mikið og elska þig. Ég mun alltaf elska minn- ingarnar okkar sem við eig- um saman. Ég gleymi þér aldrei. Þinn, Guðbjartur. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.