Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 38
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 KORTIÐ GILDIR TIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBSFÉLÖGUM BJÓÐAST FJÖLMÖRG FLOTT TILBOÐ Í NÓVEMBER Ertu ekki örugglega áskrifandi! MOGGAKLÚBBURINN FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Moggaklúbburinn er fríðindaklúbbur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Mogga- klúbbnum, hvort sem um er að ræða blaða- eða net- og iPad-áskrifendur. Áskrifendur njóta ýmissa fríðinda og tilboða á m.a. veitinga- stöðum, bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum og bókum. Tilboð og fríðindi Moggaklúbbsins eru birt í Morgunblaðinu og er að finna á mbl.is/moggaklubburinn. Skráning á póstlista Moggaklúbbsins fer fram á mbl.is/postlisti Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hef verið aðdáandi Guðbergs al- veg síðan ég var ungur maður og hans fyrstu bækur voru að koma út. Sérstaklega hreifst ég þá af Tómasi Jónssyni metsölubók. Nú er ég kom- inn á eftirlaun, fór að hafa nógan tíma, og þá réðist ég í að skrifa þessa bók,“ segir Örn Ólafsson bókmennta- fræðingur. Hann er að tala um nýút- komna bók sína, Guðbergur – um rit Guðbergs Bergssonar, mikið og ít- arlegt rit um allt höfundarverk Guð- bergs – skáldsögur, smásögur, ljóð, greinar og þýðingar. Bókin er á fjórða hundrað síður, ríkulega mynd- skreytt með kápumyndum og ljós- myndum af Guðbergi úr myndasafni Morgunblaðsins. Auk úttektar Arnar á höfundarverki Guðbergs – sem tel- ur 21 frumsamið skáldverk, þrjú ljóðakver og 40 bækur með þýð- ingum – er að finna í henni ýmsar skrár yfir verk hans, greinaskrif, um- fjöllun gagnrýnenda, erlendar þýð- ingar og viðtöl. Örn Ólafsson hefur sent frá sér fimm bækur um bókmenntir. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn, þar sem hann kenndi bókmenntir um árabil. „Þrjú ár hafa farið í þessa vinnu, svona samhliða öðru,“ segir Örn. „Ég er kominn á eftirlaun sem kennari þannig að ég hef betri tíma en áður. Í dag kenni ég reyndar svolítið ís- lensku í Studienskolen, sem er eins- konar námsflokkar Kaupmannahafn- ar. Ég kenni þar einu sinni í viku, tvo tíma í senn, og nemendur eru einkum makar Íslendinga eða fólk sem á ís- lenska ömmu eða íslenskan hest. Það vill geta talað íslensku við hestinn, kallað hann helvítis bikkju!“ Hann skellir uppúr. En hvað getur hann sagt okkur um feril Guðbergs, eftir þessar rann- sóknir? Hefur hann breyst mikið sem höfundur? „Nei. Í meginatriðum finnst mér hann fylgja sömu stefnu alla tíð, frá því snemma á sínum ferli. Alveg síð- an smásagnasafnið Leikföng leiðans kom út árið 1964, eða að minnsta kosti síðan Tómas Jónsson met- sölubók kom 1966. Guðbergur sagðist sjálfur hafa fylgt hugmyndafræði frönsku ný- skáldsagnanna. Hann á sameiginlegt með þeim höfundum að söguþráð- urinn er höggvinn upp, persónur eru einhliða og óljósar, renna jafnvel saman, og ein persóna getur ímyndað sér hvað önnur persóna hugsar. Rétt eins og franska skáldkonan Nathalie Sarraute, sem ég held að sé helsta fyrirmynd hans, reynir Guðbergur að grípa einhverskonar almennan hugs- unarhátt og koma honum til skila. Thor Vilhjálmsson fylgir þessari stefnu líka en á annan hátt, hann er aðallega í óskaplega myndrænum lýsingum. Steinar Sigurjónsson mætti líka nefna í þessu samhengi. Guðbergur fylgir þessari línu eig- inlega alla tíð, með allskyns til- brigðum.“ Oft „ógeðslegar“ lýsingar Guðbergur hefur skapað sinn sér- staka heim, eins og Örn segir, heim sem lesendum hefur þótt mis- aðgengilegur. Svanurinn, sem kom út árið 1991, er ein vinsælasta skáldsaga hans og Örn telur ástæðuna fyrir því vera jákvæðar náttúrulýsingar sög- unnar. „Lýsingar á náttúru og umhverfi eru oft ógeðslegar hjá Guðbergi,“ segir hann. „Lýst er ýldu, fúa og hvernig hlutir grotna niður en í Svan- inum eru lýsingar á íslenskri náttúru frekar jákvæðar og það kann að vera skýringin á því að hún er sú bóka hans sem hefur verið þýdd á flest tungumál, fjórtán alls. Persónulýsingar bókanna eru oft neikvæðar. Þetta er heimskt, öfund- sjúkt og hleypidómafullt fólk, sem hann skrifar um, og níðir hvert annað niður. Þetta er viss skopmynd af okkur lesendum, við getum kannast við margt, en frekar í fari nágranna okk- ar en okkar sjálfra,“ segir Örn og hlær. Þetta eru stórmerkar bækur Guðbergur varð áttræður um dag- inn og ferill hans er orðinn langur. Örn segir það hafa komið sér á óvart, þegar hann rýndi í feril hans, hvað þetta sé mikil samfella. „Hann fylgir eiginlega alltaf sömu meginstefnu,“ segir hann og bætir við að sér hafi komið á óvart hvað lítið hafi verið fjallað faglega um bækur Guðbergs eftir þúsaldamótin. Honum finnst líka furðulegt hvað fá verkanna hafi verið þýdd á erlend mál. „Mér finnst til dæmis sorglegt að snilldarverk eins og Tómas Jónsson metsölubók skuli aðeins hafa verið þýtt á spænsku. Það er sjálfsagt erf- itt að þýða þessa bók, en mér finnst hún ætti að vera til á Norðurlanda- málum, ensku og þýsku. Og líka þess- ar sögur sem komu þar næst á eftir, hinar svokölluðu Tangasögur. Þetta eru stórmerkar bækur. Ég hef lengi heyrt að verk Guð- bergs hafi verið í tísku meðal bók- menntafólks í Danmörku en þar voru þau mest þýdd um miðjan áttunda áratuginn. Hjartað býr enn í helli sín- um hefur ekki einu sinni verið þýdd, en það er þó mjög góð bók.“ Örn fjallar í verki sínu sérstaklega um þýðingastarf Guðbergs, enda er það afskaplega viðamikið. „Guðbergur hefur verið afkasta- mestur allra á því sviði hér, hefur þýtt ein 40 bindi,“ segir hann. Hann hefur þýtt spænskar gullaldarbók- menntir, á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og skelmissögur, spænsk- ar nútímabókmenntir, verk margra kunnustu suður-amerísku höfund- anna á borð við Juan Rulfo og Gabr- iel García Marques, portúgölsk ljóð og þýsk, svo eitthvað sé nefnt. „Já, ég fer svolítið út í það hvernig Guðbergur þýðir og ber mikið lof á það, eins og maklegt er,“ segir Örn. „Ég bar eftir föngum saman frum- texta og þýðingarnar og mér sýnist þetta yfirleitt gert mjög vel. Ég bendi líka á það sem mér finnst miður fara, þar sem er misskilningur, gloppur og slíkt. Ég geri það vegna þess að ég hef heyrt frá bókmennta- fólki visst hnjóð um þessar þýðingar, að þær séu ekki alltaf góðar, og ef ég benti ekki á gallana væri auðvelt að hafna minni umfjöllun. Hnjóðið byggist ef til vill á einu verki eða tveimur, en í bók minni er reynt að ná heildaryfirliti, hversu takmarkað sem það kann að þykja. Guðbergur á lof skilið fyrir að hafa beint þessum merku menningar- straumum til landsins.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lítið þýddur „Mér finnst til dæmis sorglegt að snilldarverk eins og Tómas Jónsson metsölubók skuli aðeins hafa verið þýtt á spænsku,“ segir Örn Ólafsson um útbreiðslu verka Guðbergs. Svanurinn hefur oftast verið þýddur. „Heimskt, öfundsjúkt og hleypidómafullt fólk“  Örn Ólafsson hefur skrifað bók um verk Guðbergs Bergssonar  Segir persónurnar skopmynd af lesendum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.