Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  264. tölublað  100. árgangur  Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð um helgina! Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 lau., sun., mán., þri. og mið. frá kl. 11:00 til 18:00 Nánar á bls. 5 HRINGDU NÚNA! 527 1717 Sjá nánar á bls. 19 FYRSTI LEIKURINN VERÐUR Á MÓTI NORÐMÖNNUM LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA OG ÞJÓÐARSÁLIN FLÓTTAMAÐUR FRÁ PALESTÍNU VILL GETA TALAÐ FRJÁLST SUNNUDAGUR SKRIFAR FRÁ REYKJAVÍK 34ÚRSLITAKEPPNI EM ÍÞRÓTTIR Töpuðu eigin fé » Nokkrir íbúðareigendur á Suðurlandi skrifa aðsenda grein í Morgunblaðið í dag. » Þar eru á ferð fimm fjöl- skyldur sem lýsa því hvernig þær töpuðu milljónum af eigin fé vegna verðbóta á lánum ÍLS; meðaltapið er 18,5 milljónir. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum ekki enn séð þann bata sem við höfum vænst. Sjálfur áleit ég að lánasafnið myndi styrkjast þegar leiðréttingum á gengis- og bílalánum væri lokið, að þegar allt þetta væri um garð gengið færum við að sjá bata. Það eru mestu vonbrigðin að sjá að það hefur ekki ræst,“ segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, um brostnar vonir sjóðsins um efnahagsbata. Staða sjóðsins er þröng en stjórn- endur hans telja þörf á 12-14 millj- arða króna viðbótarfjárveitingu til að ná lögbundnu eiginfjárhlutfalli. Frysting lána að þiðna Sigurður telur að sú upphæð kunni að hækka, enda séu margir lántakendur að lenda í vanskilum. „Eftir hrun var gefinn kostur á frystingu lána hjá sjóðnum sem mætti samtals verða þrjú ár. Þetta var hugsað til þess að hægja á því að allt færi í uppboð og gefa fólki ráðrúm til að fá frystingu og greiða í staðinn aðrar skammtímaskuldir og vinna í fjármálum sínum. Það verða engar framlengingar á þessu, enda erum við þeirrar skoðunar að fryst- ing lána sé almennt ekki lausnin á þeim vanda sem við blasir. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi ekki gert mikið fyrir marga og jafnvel gert vanda fólks óviðráðanlegri,“ segir Sigurður sem telur ÍLS munu leysa til sín fleiri eignir á næsta ári. MMargir ráða ekki »4 og 37 ÍLS óttast að tapa meira fé  Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir marga lántakendur sjóðsins á leið í vanskil  Frysting lána skapi „óviðráðanlegri“ vanda  Munu leysa til sín fleiri eignir Ljósmynd/Tékkneska tollgæslan Smygl Fíkniefnin voru vel falin í farangri íslensku stúlknanna. Tvær íslenskar stúlkur, 18 ára gaml- ar, voru handteknar í Prag fyrr í vik- unni fyrir að vera með fíkniefni í fór- um sínum. Þetta staðfesti starfs- maður utanríkisráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Tékkneski fréttavefurinn Idnes.cz sagði frá því í gær að tveir ungir Ís- lendingar hefðu verið handteknir fyrir fíkniefnasmygl á Vaclav Havel- flugvellinum í Prag. Í fréttinni kom fram að átta kíló af kókaíni hefðu verið falin í farangri Íslendinganna og að götuvirði efnanna í Tékklandi væri áætlað um 12 milljónir tékk- neskra króna, eða um 78 milljónir ís- lenskra króna. Í fréttinni segir að stúlkurnar hafi flogið til Prag frá Sao Paulo í Bras- ilíu með millilendingu í München í Þýskalandi. Þá er haft eftir Jirí Bar- ták, talsmanni tékknesku tollgæsl- unnar, að handtakan sé afrakstur samvinnu tékkneskra og þýskra yf- irvalda. Málið er í rannsókn hjá yfirvöld- um ytra en frekari upplýsingar feng- ust ekki hjá utanríkisráðuneytinu. holmfridur@mbl.is Teknar með 8 kg af kókaíni  Tvær 18 ára stúlkur handteknar á flugvelli í Tékklandi Bæði menn og dýr leita skjóls þegar válynd veð- ur ganga yfir en það er þrautin þyngri að fela sig fyrir skammdeginu þegar það sækir að. Þess er þó ekki langt að bíða að birti í myrkrinu, þegar nær líður desember og jólaljósin kvikna eitt af öðru, og lýsa upp hverfi, bæi og borg. Þá, þegar vindinn lægir, verður fátt eins freistandi og að bregða sér út í rökkrið og anda að sér köldu, fersku loftinu í marglitum bjarma jólaljósanna. Á flugi í ljósaskiptunum Morgunblaðið/RAX  Í dag fæst úr því skorið hvort mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi, Árni Páll Árnason eða Katrín Júlíusdóttir. Árni Páll, sem hefur gefið kost á sér til for- mennsku í flokknum, segir Samfylk- inguna þurfa svigrúm til að geta samið á bæði borð eftir kosningar í vor. Katrín, sem mun tilkynna ákvörðun um formannsframboð eft- ir forvalið, segir það fyrsta kost að umboð núverandi ríkisstjórnar yrði endurnýjað í kosningunum í vor. Þau sátu fyrir svörum í sunnudags- útgáfu Morgunblaðsins. Takast á um forystu Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur borist beiðni frá yfirmanni hjá heil- brigðis- og neytendavernd fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB) um að rannsakað verði hvort innflutningshömlur Íslands á kjöti og kjötafurðum frá ESB gangi lengra en 13. gr. EES-samningsins leyfir. Ráðinn var danskur dýralæknir til að meta áhættu Íslands af að sameinast innri markaði ESB með lifandi dýr. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að embætt- ismaður í landbúnaðargeiranum hefði þrýst á um ráðninguna. »4 ESB biður ESA að skoða kjöthömlur Guðný Gerður Gunnarsdóttir borg- arminjavörður segir það miður að ekkert sé eftir af upprunalega hita- veitustokknum í borgarlandinu. Sérstaklega sé eftirsjá að síðustu 30 metrunum, sem átti að varðveita í Öskjuhlíð en hurfu í lok 20. aldar. „Það var í raun slys að þessi bútur skyldi ekki varðveittur og ætti að vera okkur áminning um að yngri mannvirki eru fljót að verða hluti af sögunni,“ segir Guðný. »20-22 Of lítið varðveitt af hitaveitustokknum Morgunblaðið/RAX Stokkurinn Nokkrir metrar af hitaveitu- stokknum eru varðveittir í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.