Morgunblaðið - 10.11.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Þaru að innleiða
Meðþví að taka í notkun örgjörvaposa
sem snúa að viðskiptavinumog tengja
þá við afgreiðslukerfið frá Advania
takmarkar fyrirtækið rekstrar-
áhæu tengda kortaviðskiptum.
Advania á tilbúnar posalausnir og
aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum.
Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid
eða í síma 440 9428.
örgjörvaposa?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Slitastjórn Glitnis hefur tilkynnt
kröfuhöfum að frumvarp að nauða-
samningi verði ekki lagt fram í des-
ember nk. eins og stefnt var að.
Slitastjórnin vinnur áfram að und-
irbúningi nauðasamnings en ekki er
hægt að tilkynna kröfuhöfum um
nýja dagsetningu vegna ýmissa
óvissuþátta. Þetta kom fram í til-
kynningu frá slitastjórninni í gær.
Þar kemur m.a. fram að nýlega
hafi Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri rætt í fjölmiðlum um „nauð-
synlegar forsendur sem þyrftu að
vera fyrir hendi til þess að Seðla-
banki Íslands gæti gefið samþykki
fyrir nauðasamningi vegna Glitnis
hf. Í kjölfarið hefur slitastjórn Glitn-
is leitast við að ganga úr skugga um
áhrif þessa á þau tímasettu markmið
sem tilkynnt hafa verið varðandi
framlagningu nauðasamnings. Ljóst
er af þeim viðræðum, sem hafa átt
sér stað, að ekki verður unnt að ná
áður settu markmiði í desember
2012“.
Slitastjórnin vonast til þess að
geta veitt kröfuhöfum nánari upplýs-
ingar á næsta opnum fundi með þeim
hinn 29. nóvember næstkomandi. Þá
tekur slitastjórnin fram, að gefnu til-
efni, að Seðlabankanum hafi verið
veittar allar upplýsingar sem hann
hefur óskað eftir fúslega og tíman-
lega og að reglulegir fundir séu
haldnir með Seðlabankanum um
slitameðferðina. Kveðst slitastjórnin
hafa kappkostað að eiga gott sam-
starf við stjórnvöld á öllum stigum
slitameðferðarinnar.
Fundir með ráðamönnum
Lesa má á heimasíðu forsetaemb-
ættisins að Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, hafi átt fund 8. nóv-
ember með „hópi áhugamanna um
stöðu þjóðarbúsins á komandi árum í
ljósi framgöngu kröfuhafa bank-
anna, einkum erlendra vogunar-
sjóða. Rætt var um skipan gjaldeyr-
ismála og gagnsemi gjaldeyrishafta
sem varið geti þjóðarbúið gagnvart
aðferðafræði kröfuhafanna“.
Samkvæmt heimild Morgunblaðs-
ins eru í hópnum nokkrir sérfræð-
ingar sem starfa á fjármálamarkaði.
Heimildarmaðurinn bar til baka
frétt Stöðvar 2 um að hópurinn hefði
skorað á forsetann að beita sér gegn
nauðasamningum við kröfuhafa í
þrotabú Kaupþings og Glitnis. Hóp-
urinn hefur átt fundi með þingflokk-
unum, fulltrúum ráðuneyta og ýms-
um ráðherrum og ráðgert fleiri slíka
fundi á næstunni .
Nauðasamn-
ingi frestað
Slitastjórn Glitnis seinkar frumvarpi
Ökumenn sem áttu leið vestur Borgartún í gær sáu vart handa sinna skil
þegar geislar sólarinnar endurköstuðust af glerturninum við Höfðatorg.
Sólin var lágt á lofti og eins og mynd ljósmyndara Morgunblaðsins sýnir
glampaði sólarljósið af turninum, vegfarendum bæði til ama og yndisauka.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólarglampi á Höfðatorgi
Samspil glers og ljóss
„Ég er náttúrlega fyrst og fremst
landsbyggðar- og landbúnaðar-
maður og hef ágæta þekkingu á
þeim málaflokki
og mun geta flutt
hana með mér
inn á þennan
vettvang,“ segir
Haraldur Bene-
diktsson, formað-
ur Bændasamtak-
anna, spurður
hvaða mál
brenna helst á
honum, en hann
ætlar að gefa
kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Landsbyggðin og ESB
„Það er mér mjög mikilvægt að
sjónarmið bænda og landsbyggðar
heyrist. Síðan eru þessi klassísku
mál sem bændur eru að fást við. Það
er gengið stöðugt á eignarrétt
þeirra. Ég er líka órólegur vegna
meðferðar mála varðandi Evrópu-
sambandsumsóknina. Það er kæru-
leysislega farið með hana fyrir hönd
Íslands,“ segir hann.
Spurður hvort hann hafi hugsað
sér að halda áfram sem formaður
Bændasamtakanna ef hann sest á
þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn segist
hann telja að það geti vel farið sam-
an enda fordæmi fyrir því að for-
menn hagsmunasamtaka eigi sæti á
þingi. Það sé hins vegar ekki hans að
ákveða heldur Búnaðarþings ef til
þess kæmi að hann settist á þing.
hjorturj@mbl.is
Formaður Bænda-
samtakanna ætlar
í þingframboð
Haraldur
Benediktsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Veðurstofan gaf út stormviðvörun í
gær og varaði við stormi, meðalvind-
hraða meiri en 20 m/s á vestan- og
norðanverðu landinu í gær og um
mestallt land síðustu nótt og fram
eftir degi í dag. Óveður var víða í
gær. Vont veður var á Siglufirði og
nötruðu hús í verstu hviðunum.
„Það kom vindhviða aftan að
mér sem tók mig á loft og henti mér
nokkra metra,“ sagði Guðmundur
Skarphéðinsson, vélvirkjameistari á
Siglufirði, sem fékk að finna fyrir
óveðrinu. Hann var að fara inn í
bátahúsið hjá Síldarminjasafninu
þegar vindhviðan greip hann og
feykti honum upp undir 20 metra.
Guðmundur hljóp með vindinum í
krapinu en gat ekki stöðvað sig.
„Ég var kominn á svo mikla
ferð að ég réð ekkert við mig og datt.
Ég fór úr axlarlið og fékk skrámur á
andliti og hendi. Þetta var furð-
anlega vel sloppið miðað við hvernig
þetta var,“ sagði Guðmundur. „Mað-
ur hrekkur aðeins við að geta ekki
stjórnað sjálfum sér.“
Hann komst inn í Síldarminja-
safnið og var farið með hann á
sjúkrahúsið. Þar voru teknar mynd-
ir og hann saumaður nokkur spor í
andlit og á hendi. Öxlin hrökk aftur í
liðinn á spítalanum.
Guðmundur hefur átt heima á
Siglufirði í 64 ár. Hann sagði að veð-
ur eins og var í gær hefði oft komið,
en einhvern veginn náði þessi sterka
vindhviða að feykja honum. Í gær-
kvöldi var orðið hægara veður á
Siglufirði en var í gærmorgun.
Björgunarsveit var kölluð til að-
stoðar þegar klæðning losnaði þar á
húsi. Verra veður var á Ólafsfirði
síðdegis í gær en á Siglufirði, að
sögn lögreglumanns. Þá hafði veðrið
gengið niður í bænum á Siglufirði en
enn var hvasst í Skútudal við munna
Héðinsfjarðarganga.
Búist við stormi fram eftir degi
„Maður hrekkur aðeins við að geta ekki stjórnað sjálfum
sér,“ sagði maður sem fauk tæpa 20 metra á Siglufirði í gær
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Bálhvasst var á Siglufirði í gær og nötruðu hús í hviðunum.
Eftirliti ráðuneyta með skulda-
málum ríkisstofnana er afar ábóta-
vant, samkvæmt nýrri skýrslu Rík-
isendurskoðunar. Í skýrslunni
kemur fram að heildarskuldir rík-
isstofnana námu rúmum 20 millj-
örðum króna í lok síðasta árs og
höfðu þá vaxið um 45% á fjórum ár-
um.
Af skuldum stofnananna var
meira en þriðjungur skuldir á við-
skiptareikningum við ríkissjóð, tæp
40% skuldir við birgja og vegna
ógreiddra rekstrargjalda og um
fjórðungur vegna lántöku og skulda
við aðra ríkisaðila.
Landspítalinn trónir efst á lista
yfir þær tíu ríkisstofnanir sem
skulduðu mest á viðskiptareikn-
ingum við ríkissjóð í árslok 2011 og
skuldaði alls rúma 2,3 milljarða.
Nam skuld spítalans 32% af heild-
arskuld stofnana við ríkissjóð en ár-
ið 2007 nam skuld spítalans aðeins
1% af heildarskuldinni.
Það var niðurstaða Ríkisendur-
skoðunar að lækkun fjárveitinga
vegna erfiðleika í ríkisfjármálum
hefði m.a. leitt til þess að ríkisstofn-
unum sem eyða um efni fram hefði
fjölgað. Af ríflega tvö hundruð stofn-
unum voru 70% rekin með halla mið-
að við fjárveitingu árið 2011 en árið
2007 var hlutfallið 46%.
„Að mati Ríkisendurskoðunar
þarf fjármála- og efnahagsráðu-
neytið að fylgja því eftir að fagráðu-
neytin sinni betur en nú stefnumót-
unar- og eftirlitshlutverki sínu hvað
varðar fjárreiður stofnana. Meðal
annars þarf að tryggja að reglum
um láns- og reikningsviðskipti stofn-
ana sé fylgt,“ segir m.a. í frétt Rík-
isendurskoðunar um skýrsluna.
Þá hvetur Ríkisendurskoðun
Fjársýslu ríkisins til að stuðla að því
að stofnanir fari að settum reglum
um bókhald.
Eftirlitinu ábótavant
Heildarskuldir ríkisstofnana 20 milljarðar 2011 Af 200
stofnunum voru 70% rekin með halla miðað við fjárveitingu
Morgunblaðið/Ómar
Halli Landspítalinn skuldaði mest á
viðskiptareikningi við ríkissjóð.