Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 11
Diskó-friskó Þessar glimrandi diskódísir eru með sporin og dansgallann á hreinu.
standa upp frá sjón-
varpinu og prófa að
dansa jive í smá stund
og eiga þannig nota-
lega stund saman. Þá
megi líka marsera á
ættarmótum til að
létta andrúmsloftið
og mælt er með því
að dansa um stofu-
gólfið til að koma
sér í gang fyrst á
morgnana.
Guðbjörg seg-
ir gamlan draum
vera að rætast með útkomu bók-
arinnar og eftir því sem hún best viti
sé þetta í fyrsta sinn sem dansbók sé
gefin út hér á landi bæði prentuð og á
rafrænu formi. Við gerð bókarinnar
fékk Guðbjörg til liðs við sig fagfólk
sem kennir ólíkar tegundir dansa og
jók þannig fjölbreytnina en sjálf hef-
ur hún aðallega kennt listdans. Í dag
segir Guðbjörg salsa vera einnig vin-
sælast og þá þyki fólki gaman að
horfa á argentínskan tangó en nokk-
uð erfitt sé að læra hann. Þá klikki
diskó aldrei fyrir alla aldurshópa og
þar hrífi tónlistin fólk með út á gólf.
Hringurinn tákn sameiningar
Meðal þjóðlegra dansa megi
nefna skottís og vikivaka en
Guðbjörg segir unglinga
hafa lúmskt gaman af því
að læra íslensku þjóð-
dansana.
„Það er hópefli í að
dansa í hring enda segi ég að hring-
urinn sé tákn sameiningar. Rétt eins
og þegar við sitjum til borðs í hring
nær maður augnsambandi við alla í
einu. Í byrjun 20. aldar barðist dans-
arinn og kennarinn Isadora Duncan
fyrir rétti barna til að dansa og upp-
lifa list. Hún taldi tilgangslaust að
þvinga 12 ára börn til lesturs. Þau
áttu að þroskast gegnum ljóð, dans
og tónlist. Ég held það sé nokkuð
mikið til í þessu þó að börn verði auð-
vitað líka að læra hefðbundnar náms-
greinar. En það mætti örugglega
nýta dans enn meira til að brjóta upp
skóladaginn, sérstaklega meðal yngri
barna sem hafa það ekki í sér að sitja
kyrr lengi,“ segir Guðbjörg.
Dansinn er
gleðigjafi og
það má nú al-
veg lyfta að-
eins upp geð-
heilsu landans.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Það hefur mikið verið um aðvera síðastliðna viku íVerzló enda var hún til-
einkuð listum,“ segir Elín Margrét
Böðvarsdóttir kynningarfulltrúi.
„Hér var hönnunar- og myndlist-
arkeppni, dansbardagi, „rave“-
partí, hraðteiknikeppni og einnig
flott dans- og tískusýning. Lista-
félagið lauk svo vikunni með frum-
sýningu á leikritinu Kæra Jelena í
gærkvöldi undir leikstjórn Bjart-
mars Þórðarsonar. Þetta leikverk
er dramatískt en líka mjög fyndið.
Leikstjórinn er eini utanaðkom-
andi aðilinn sem kemur að þessari
sýningu, nemendur sjá sjálfir um
allt annað, búninga, hár og förðun
og smíðuðu sviðsmyndina, en með-
al nemenda eru ótrúlegir snill-
ingar sem gengu í það að smíða
heila íbúð sovéskrar kennslu-
konu.“
Söngleikur eftir áramót
Fimm leikarar bregða sér í
verkinu aftur í tímann til Rúss-
lands árið 1980, en þá voru tæki-
færi fyrir ungt fólk ekki á hverju
strái og unga fólkið því tilbúið að
ganga langt til að reyna að
tryggja sér sæmilega framtíð. El-
ín segir að Verzló sé í raun með
tvær sýningar á árinu. „Lista-
félagið setur upp þessa sýningu
um Kæru Jelenu núna fyrir ára-
mót en Nemendamótsnefnd setur
svo upp söngleik eftir áramót.“
Sýningin um Kæru Jelenu er
komin í almenna miðasölu á
www.midi.is og verður sýnd næstu
tvær vikurnar. khk@mbl.is
Facebook: KaeraJelena
Verzló sýnir Kæru Jelenu
Jelena Hér eru þau Unnur Rún, Bára Lind, Ásgrímur, Aron Már og Jakob
Daníel í hlutverkum sínum í Kæru Jelenu sem frumsýnt var í gærkvöldi.
Myndlist, dans, hönnun o.fl. á listaviku Verzlunarskólans
Nemendur Verzlunar-
skólans luku listaviku í
gær með því að frumsýna
Kæru Jelenu og verður
leikritið sýnt áfram
næstu tvær vikur.
Kúl Bjartmar leikstjóri og lista-
félagsnefndin.
Sýning á olíumálverkum Margrétar Zóphóníasdóttur
verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi undir
yfirskriftinni Vængjablak í dag, laugardaginn 10. nóv-
ember. Verkin á sýningunni Vængjablak tengjast öll minn-
ingum. Gestir eru teknir á flug í draumkenndum veruleika
þar sem mynstur, ævintýri og dýr tvinnast saman í eina
heild. Sumar minningar okkar byggjast á raunverulegum
atburðum en þær sterkustu eru oft draumkenndar eða
ævintýralegar og tengjast hughrifum, stemmningu, sög-
um eða ævintýrum. Það er undir okkur sjálfum komið að
skapa fallegar minningar. Sýningin verður opnuð klukkan
14 en mun standa til 13. janúar 2013 og er opin virka daga
frá kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar, aðgangur er ókeypis.
Vængjablak er fimmta einkasýning Margrétar en hún hef-
ur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Nánari upplýs-
ingar um listakonuna og verk hennar má nálgast á heima-
síðu hennar www.mz.is.
Listakona Margrét stundaði listnám hér heima og í Dan-
mörku en hún hefur einnig kennt myndlist á sömu stöðum.
Sýning Margrétar Zóphóníasdóttur
Vængjablak draum-
kenndra minninga