Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 20
Ljósmynd/Orkuveitan Mikið verk Unnið við gerð hitaveitustokksins árið 1942, en fjöldi manns fékk kærkomna vinnu við lagningu Reykjaæðarinnar úr Mosfellssveit. Myndin er líklega tekin í Smálöndunum, ekki langt norðaustan við þann stað þar sem höfuðstöðvar Orkuveitunnar eru nú. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fátt er eftir af minjum í höf- uðborginni, sem minna á upp- haflega hitaveitustokkinn úr Mos- fellssveit til Reykjavíkur. Stokkurinn var byggður árin 1939 til 1943 og í lok nóvember á næsta ári er því ástæða til að minnast 70 ára afmæli þessa merka mann- virkis. Afmælisbarnið verður þó fjarverandi. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður, segir það mið- ur að ekkert sé eftir af upp- runalega stokknum í borgarlandinu og sérstaklega sé eftirsjá að síð- ustu 30 metrunum, sem átti að varðveita í Öskjuhlíðinni en sem hurfu nánast þegjandi og hljóða- laust í lok síðustu aldar. „Það var í raun slys að þessi bútur skyldi ekki varðveittur og ætti að vera okkur áminning um að yngri mannvirki eru fljót að verða hluti af sögunni,“ segir Guðný Gerður. Sjöfalt vatnsmagn og nýr stokkur nauðsyn Í Mosfellsbæ eru varðveittir tæplega 15 metrar af upphaflega stokknum og á tveimur söguskilt- um þar er ýmsar upplýsingar að finna. Stokkurinn var rúmlega 15 kílómetra langur og var m.a. lagður yfir Varmá, Úlfarsá og Elliðaárnar í hitaveitutankana í Öskjuhlíð. Tvær fjórtán tomma stálpípur voru í stokknum og fluttu 250 sek- úndulítra af hveravatni til ört vax- andi höfuðborgar. Reiðingur (torf) var notaður til að einangra rörin og hænsnaneti vafið utan um. „Hitaveituhjólin tóku að snúast árið 1933 þegar bormenn Íslands tóku til óspilltra málanna í Reykja- hverfi og næstu 15 árin voru bor- aðar þar rúmlega 40 holur sem voru 135 til 721 metra djúpar með um 85 gráðu heitu vatni. Á áttunda áratugnum vann Hita- veita Reykjavíkur að stórfelldum borunarframkvæmdum í Reykja- hverfi og urðu holurnar dýpri en áður og á annað hundrað áður en yfir lauk. Vatnsmagnið sjöfaldaðist og var nauðsynlegt að leggja nýjan hitaveitustokk til Reykjavíkur, sem leysti þann gamla af hólmi,“ segir á öðru söguskiltinu. Þar kemur fram að auk þess sem „stokkurinn flutti heita gullið til höfuðborgarinnar“ þótti hann mikil samgöngubót fyrir gangandi fólk, ekki síst sem brú yfir vatnsföll. 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember 2012 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember 2012 Teitur Björn Velkomin í framboðskaffi í Skólabrú á sunnudag kl. 15:00. sæti 5. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitunnar, segir að ekki séu á döfinni sérstakar vernd- unaraðgerðir til að vernda hitaveitustokkinn eða endurgera hann í upprunalegri mynd. Hann segist ekki átta sig á hvað Atli Gíslason, alþingismaður, eigi við þegar hann skori á borgina, OR og Mosfellsbæ í grein í Morgunblaðinu að hefja stokkinn til fyrri vegs og virðingar. „Okkar sjónarmið er einkum að við viljum ekki að mannvirkjum sem þjóna sínum tilgangi sé spillt,“ segir Eiríkur. „Varðveisla stokks- ins, eins og við lítum á það, er fyrst og fremst til að geta þjónað íbúum með heitt vatn. Atla Gíslasyni þykir greinilega vænt um hitasveitustokkinn og það sama er að segja um starfsfólk Orkuveitunnar. Við berum mikla virðingu fyrir þessu mannvirki og sögu þess enda bráðnauðsynlegt fyrir þá þjónustu sem við erum að veita borgarbúum og það er pass- að vel upp á að þau geti þjónað til- gangi sínum. Svo má benda á fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvaða veitumannvirki eiga að vera sýnileg og hver ekki,“ segir Eiríkur. Spurður um gerð göngubrúar yf- ir gjána yfir Kringlumýrarbraut segir Eiríkur að ekkert slíkt sé á döfinni hjá fyrirtækinu. Brúarsmíði þarna sé mannvirkjagerð sem Orkuveitan hafi ekki hug á að ráð- ast í, enda tæpast á verksviði hennar. Hann bendir á að skammt sunnan við legu gamla hitaveit- ustokksins sé brú yfir Kringlumýr- arbraut fyrir gangandi og akandi og neðar í dalnum sé göngubrú. Verndunaraðgerðir ekki á döfinni STARFSFÓLKI ORKUVEITUNNAR ÞYKIR VÆNT UM STOKKINN Afmælisbarnið fjarverandi  70 ára afmæli hitaveitustokksins á næsta ári  Lítið eftir af stokknum sem flutti „heita gullið“  Slys að 30 metrar voru eyðilagðir í Öskjuhlíð  Bútur af stokknum varðveittur í Mosfellsbæ Morgunblaðið/RAX Hitaveitustokkur Búturinn sem varðveittur er í upprunalegri gerð í miðbæ Mosfellsbæjar. Þar er einnig að finna upplýsingar um Reykjaveitu og hitaveituframkvæmdirnar á tveimur söguskiltum.  Hitaveitustokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.