Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 SJÁLFSTÆÐI EÐA INNLIMUN? Baráttan um uppkastið 1908 Hér fjallar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur af alúð og innlifun um þennan mikilvæga þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. G U N N A R Þ Ó R B J A R N A S O N / U P P M E Ð F Á N A N N ! Merkilegt framfaraskref Guðný Gerður segir að það sem sé varðveitt af stokknum í miðbæ Mosfellsbæjar sé í sjálfu sér góðra gjalda vert. Æskilegt hefði verið að enn meira af stokknum hefði verið varðveitt og sú saga sem hann hafði að geyma. „Hitaveita Reykja- víkur var á svo margan hátt mikið og merkilegt framtak, sem boðaði framfarir,“ segir Guðný Gerður. „Það er sama hvort við lítum á hana sem tæknilegt afrek eða stór- an áfanga í að bæta lífsskilyrði fólks í Reykjavík. Nú er borgin, og reyndar Ísland, þekkt fyrir nýtingu á jarðhita. Því miður eru þessar minjar að mestu farnar og ég sé ekki fyrir mér að stokkurinn verði endurgerður. Það verður ekki tekið frá Orkuveitunni að saga veitnanna í borginni hefur verið gefin út á myndarlegan hátt. Á sínum tíma var það skilningur manna að síðustu 30 metrarnir að tönkunum í Öskjuhlíð yrðu varð- veittir en svo varð því miður ekki. Í skilningi þjóðminjalaga hafa engin lög verið brotin, en við þurfum að vera meðvituð um að yngri mann- virki eiga líka sögu og geta haft mikið gildi. Þau mega ekki hverfa fyrir slysni,“ segir Guðný Gerður. Enn má bjarga verðmætum Atli Gíslason, alþingismaður, seg- ist harma að upprunalegi hitaveitu- stokkurinn úr Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé nánast allur horf- inn. Enn megi þó bjarga verðmæt- um minjum með því að grafa stokkinn upp á nokkrum stöðum og það stórkostlega framtak sem hita- veitan var eigi að lifa í söguskiltum meðfram gönguleið frá Reykjavík í Mosfellsbæ og sérstakri hringsjá eða útsýnisskífu á Réttarholti. Í grein í Morgunblaðinu síðasta mánudag skoraði hann á borgina, Mosfellsbæ og Orkuveitu Reykja- víkur að hefja hitaveitustokkinn til fyrri vegs og virðingar. „Úr því sem komið er er brýnt að varðveita þann stokk sem nú er og er nokkuð heillegur frá Kringlumýrarbraut austur í Árbæjarhverfi, með göngu- leið undir Breiðholtsbrautina,“ seg- ir Atli. Þar hafa þó verið steypt flöt lok á stokkinn í stað kúptra og ekki er lengur að finna reiðing eða torf ut- an um rörin inni í stokknum. Að- eins hluti af vatninu fer um þessa lögn, en önnur nýrri liggur með- fram Bústaðavegi. „Stokkurinn er vinsæl gönguleið og í raun ætti að vera göngustígur alla leið upp í Mosfellsbæ sem næst þeirri leið sem stokkurinn gamli lá um. Þannig mætti sýna þessari merku sögu virðingu. Hins vegar er það gjáin yfir Kringlumýrarbrautina, sem þarf að brúa. Þarna er ein fallegasta gönguleiðin um eitt hæsta svæði höfuðborgarinnar með ótrúlegu út- sýni til allra átta. Gjáin rýfur þessa leið og því skoraði ég í greininni á borgaryfirvöld að byggja göngubrú yfir hana. Frá Öskjuhlíðinni eru síðan tengingar til sjávar og þaðan í Vesturbæinn eða til austurs um Fossvogsdal,“ segir Atli. Fyrirspurn var send á skrifstofu borgarstjóra á þriðjudag í fram- haldi af grein Atla. Svar hefur ekki borist. Rómantískar stundir og víglína í stríðsleikjum Í grein sinni á mánudag sagði Atli að stokkurinn væri í bernsku- minni sínu kær samgönguæð þeirra sem ólust upp í Sogamýri og Bú- staðahverfi upp úr miðri síðustu öld. Víst er að margir muna göngu- ferðir eftir snjólausum stokknum meðan hvítt var allt í kring. Enn í dag er hitaveitustokkurinn vinsæl gönguleið. Einn viðmælandi sagði í samtali að stokkurinn tengdist rómantískum stundum og jafnvel tilhugalífi. Annar sagði að stokkurinn hefði verið víglína ungra frumbyggja í stríðsleikjum í hverfunum, en Knattspyrnufélagið Víkingur hefði sameinað þessi kappsfullu ung- menni. Sá þriðji sagðist ævinlega hafa gengið hægra megin á kúptum stokknum þar til móðir hans benti honum á hve misslitnir skósólarnir voru orðnir. Menningarsögulegt gildi fyrir heimsbyggðina „Íslendingar geta ekki státað af mörgum gömlum mannvirkjum sem teljast hafa menningarsögulegt gildi fyrir heimsbyggðina. Satt að segja kemur mér ekkert mannvirki á Íslandi í hug sem keppt gæti við gamla hitaveitustokkinn um slíkan sess,“ skrifaði Ingvar Birgir Frið- leifsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Morgunblaðið árið 1999. Honum rann til rifja að sjá stöðugt meira af stokknum verða eyðileggingu að bráð og síðast 30 metra bút við Öskjuhlíðina 1999. „Með þessu er Orkuveita Reykjavíkur búin að eyðileggja merkustu sjáanlegu minjarnar í Reykjavík um glæsta sögu Hita- veitu Reykjavíkur,“ skrifaði Ingvar. Í samtali í vikunni sagði hann að það eina sem eftir stæði af stokkn- um væri fyrrnefndur minjabútur við miðbæ Mosfellsbæjar og þar hefðu heimamenn sett upp tvö ágæt upplýsingaskilti. Þessi bútur væri þó ekki í alfaraleið og svona mannvirki veðraðist fljótt. Því væri athugandi að flytja stokkbútinn í heilu lagi, t.d. á Árbæjarsafn og hafa hann þar undir gleri. „Við skulum hafa í huga að Reykjaveitan var fyrsta stóra jarð- hitaveitan í heiminum og mér finnst yfirgengilegt að ekki hafi verið betur passað upp á þessar minjar,“ segir Ingvar. „Það hefði verið einfalt að skilja eftir vænan bút á Öskjuhlíðinni, en hann varð vinnuvélum að bráð. Þá er full ástæða til að kanna hvort eitthvað er til af öðrum minjum, t.d. verk- færum, holutoppum og dælum, að ógleymdum ljósmyndum og kvik- myndum. Það verður að bjarga því sem eftir er.“ Halldór Þorsteinsson, sem í áratugi rak málaskóla í borginni, skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 8. ágúst 1998 og rakti þar ferð þriggja stúdenta frá Ak- ureyri til Bandaríkjanna með viðkomu í Reykjavík fyrir rúmum 70 árum. Auk Halldórs voru þeir Aðalsteinn Sigurðsson og Jónas Jakobsson með í þessari för. Í grein Halldórs segir meðal annars: „Við komu okkar til Reykjavíkur í október 1941 blasti við okkur svo ófögur sjón, að við héldum fyrst í stað að við hefðum farið borgarvillt, en sú var þó ekki raunin. Borgin var meira og minna sundurgrafin eða öllu heldur götur hennar. Skurðirnir minntu okkur fyrst í stað einna helst á skotgrafir, en þetta reyndist mesta missýn því að brátt kom í ljós að hér voru ekki neinar hernaðarframkvæmdir á ferð- inni, heldur friðsamlegar og framsýnar framkvæmdir vegna nýtingar hveravatns til húsahitunar í höfuðborg Íslands, auk þess var heitu hvera- vatni líka veitt í sundlaugar eins og reyndar lengi hafði tíðkast. Lagning hitaveitu var bæði mikið verk og tímafrekt.“ Borgin sundurgrafin FRIÐSAMLEGAR OG FRAMSÝNAR FRAMKVÆMDIR Halldór Þorsteinsson Ljósmynd/Orkuveitan Öskjuhlíð Loftmynd af Öskjuhlíð frá því um 1960 og má sjá að margvíslegar breytingar hafa orð- ið í borginni á hálfri öld Á myndinni sjást flutningsæðarnar tvær að Öskjuhlíðinni, Reykjaæð úr austri og æðin frá Laugarnessvæðinu í gegnum dælustöðina norðan í hlíðinni. Morgunblaðið/Júlíus Gjáin Alþingismaðurinn Atli Gíslason hvetur til þess að göngubrú verði byggð yfir Kringlu- mýrarbraut gegnt Veðurstofunni. Þar sem hitaveitustokkurinn lá áður eigi að vera greið gönguleið upp í Öskjuhlíð en ekki „ókleif og óbrúuð“ gjá. Útsýni þarna sé einstakt. Guðný Gerður Gunnarsdóttir Atli Gíslason Ingvar Birgir Friðleifsson Eiríkur Hjálmarsson Hitaveitustokkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.