Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011
Ný sending
frá Koziol
komin í hús
Plastprent Nú í eigu Kvosar.
● Kaup Kvosar á Plastprenti af Fram-
takssjóði Íslands hafa verið samþykkt
af Samkeppniseftirlitinu. Kaupin voru
samþykkt með nokkrum skilyrðum sem
lúta að rekstri fyrirtækjanna á umbúða-
markaði. Kaupverð Plastprents eru 206
milljónir króna, samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Odda.
Kvos er móðurfélag Odda, sem starf-
ar á sviði prentunar og umbúðafram-
leiðslu.
Baldur Þorgeirsson hjá Kvos mun
gegna stöðu framkvæmdastjóra hjá
Plastprenti fyrst um sinn, þar til end-
anleg útfærsla á rekstri fyrirtækjanna
liggur fyrir:
Kvos kaupir Plastprent
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Skattahækkanir stjórnvalda frá
árinu 2008 hafa numið tæplega 87
milljörðum króna eða sem samsvarar
meira en einni milljón króna á hverja
fjögurra manna fjölskyldu. Að mati
Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa
„óhóflega tíðar“ skattabreytingar
verið til þess fallnar að draga úr fjár-
festingum og umsvifum í atvinnulíf-
inu. Því leggja samtökin það til að
þessar skattahækkanir gangi að
stórum hluta til baka í áföngum á ár-
unum 2013 til 2017 í því augnamiði að
„bæta samkeppnishæfni atvinnulífs-
ins, örva fjárfestingar, atvinnusköp-
un og þar með hagvöxt.“
Þetta kemur fram í nýju riti sam-
takanna, Skattstofnar atvinnulífsins:
Ræktun eða rányrkja?, sem var
kynnt á fundi í Hörpu í gær. Fram
kom í máli Vilhjálms Egilssonar,
framkvæmdastjóra SA, að vegna sí-
fellt versnandi og ótryggara rekstar-
umhverfis fyrirtækja hér á landi á
umliðnum árum þá væri ekki lengur
hægt að tala um að Ísland væri „hluti
af Evrópu“ í þessum efnum. Að sögn
Vilhjálms er um það rætt á meðal
sumra erlendra fjárfesta að Ísland sé
„orðið nyrsta Afríkuríkið“.
Þótt aðrir frummælendur á fundi
SA hafi ekki tekið jafn sterkt til orða
og Vilhjálmur þá voru þeir á einu
máli um að það væri dragbítur á vöxt
og viðgang efnahagslífsins þegar fyr-
irtæki gætu ekki gert áætlanir fram í
tímann vegna viðvarandi óvissu-
ástands í skattamálum. Vilmundur
Jósefsson, formaður SA, sagði
skattamál „eitt helsta áhyggjuefni“
félagsmanna í Samtökum atvinnu-
lífsins og benti á að ríkisstjórnin
hefði hækkað skatta á atvinnulífið í
miklu meira mæli heldur en um hafi
verið samið í stöðugleikasáttmálan-
um við stjórnvöld í júní 2009. „Afleið-
ingin er sú að aflið er sogið úr at-
vinnulífinu. Í stað þess að leggja
áherslu á samkeppnishæft starfsum-
hverfi fyrirtækja er ráðist fram með
nýja skatta og hækkun þeirra án
nokkurs tillits til afleiðinganna.“
Í ávarpi sínu vísaði Vilmundur til
yfirskriftar fundarins – Ræktun eða
rányrkja? – og sagði ljóst hver stefn-
an hefur verið undanfarin ár. „Eng-
um myndi líðast að umgangast stofna
í lífríkinu á sama hátt og stjórnvöld
beita skattatækjum sínum. Það leiðir
einungis til þess að viðkoma stofn-
anna bregst og árlegur afrakstur
mun dragast saman. Þessi hugsunar-
háttur er eins fjarri hugmyndafræði
sjálfbærrar þróunar og hugsast get-
ur og væri betur að stjórnmálamenn
umgangist fyrirtækin og atvinnulífið
af virðingu.“
Skapa meiri verðmæti
Magnús Þór Ásmundsson, for-
stjóri Alcoa og formaður Samál,
sagði að ástandið væri orðið með
þeim hætti að fyrirtækin þyrftu
ítrekað að grípa til varna gagnvart
skattaáformum stjórnvalda til að
tryggja rekstarumhverfi sitt. Að
sögn Magnúsar er efnahagsvandi Ís-
lands vissulega mikill. Hann yrði
hins vegar ekki „leystur með því að
skera litla köku niður í fleiri sneiðar
heldur með því að skapa meiri verð-
mæti.“
Hann benti á að fjárfestar óttuðust
mjög óstöðugt skattaumhverfi og
vísaði meðal annars til þess að rík-
isstjórnin hefði ákveðið, einhliða, að
framlengja álagningu raforkuskatts
sem átti að renna út á þessu ári sam-
kvæmt samkomulagi sem gert hafi
verið við álframleiðslufyrirtækin árið
2009. „Við megum ekki skattleggja
okkur út úr samkeppnishæfu um-
hverfi,“ sagði Magnús, og bætti því
við að stöðugt skattaumhverfi væri
hornsteinn erlendrar fjárfestingar.
Hvenær er komið nóg?
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri
Arion banka og formaður Samtaka
fjármálafyrirtækja, sagði að fjár-
málafyrirtækin hefðu einkum verið
skotspónn stjórnvalda þegar kæmi
að aukinni skattheimtu á atvinnulíf-
ið. Hann vakti athygli á því að þrátt
fyrir að stærð bankakerfisins hefði
dregist umtalsvert saman frá því árið
2008 – úr því að vera tíföld lands-
framleiðsla yfir í að vera um tvöföld
landsframleiðsla – þá hefðu álögur
og skattar á fjármálafyrirtæki engu
að síður þrefaldast í krónum talið á
tímabilinu. Höskuldur spurði hve-
nær væri komið nóg af skattahækk-
unum og sagði stjórnvöld fylgja
tískusveiflum á alþjóðavettvangi þar
sem allar hugmyndir að skattlagn-
ingu fjármálafyrirtækja sem hafa
komið til umræðu á erlendum vett-
vangi virðast hafa verið innleiddar
nánast samstundis hér á landi. „Ætli
við endum ekki með hvern einasta
skatt sem lagður hefur verið til ann-
ars staðar þó hann hafi ekki verið
innleiddur í því landi sem við sækjum
fyrirmyndina til.“
Ísland „orðið nyrsta Afríkuríkið“
Ljósmynd/BIG
Ræktun eða rányrkja? Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, fór hörðum orðum um stefnu stjórnvalda.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekki lengur hægt að tala um Ísland „sem hluta af
Evrópu“ SA vilja að 89 milljarða skattahækkanir síðustu ára gangi að stórum hluta til baka
Ræktun eða rányrkja?
» Skattar hafa hækkað um 87
milljarða frá 2008. SA vilja að
þessar hækkanir gangi að
stórum hluta til baka næstu ár.
» Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Ís-
lands, segir stjórnvöld sýna
ferðaþjónustunni vanvirðingu.
Ekki náttúrulögmál að ferða-
mönnum haldi áfram að fjölga.
» Forstjóri Alcoa segir fyrir-
tæki ítrekað þurfa að grípa til
varna gegn skattaáformum
ríkisstjórnarinnar.
Skattar hækkað um 87 milljarða frá 2008
1. Tekjuskattur einstaklinga 105.700 108.500 2.800
2. Afnám sjómannaafsláttar 1.100
3. Tekjuskattur hlutafélaga 26.600 35.400 8.800
4. Fjármagnstekjuskattur 13.300 17.300 4.000
5. Auðlegðarskattur 0 7.440 7.440
6. Tryggingagjald 48.372 70.572 22.200
7. Virðisaukaskattur alls 146.100 154.500 8.400
8. þ.a. VSK á gistiþjónustu 2.600
9. Vörugjöld á tiltekin matvæli 0 3.000 3.000
10. Bankaskattur 0 1.150 1.150
11. Fjársýslusk. á fjármálafyrirt. 0 5.920 5.920
12. Kolefnisgj. á fljót. jarðefnaeldsn. 0 3.590 3.590
13. Veiðigjöld 3.800 14.900 11.100
14. Erfðafjárskattur 1.600 3.200 1.600
15. Orkuskattur 0 2.300 2.300
16. Vörugjald af bílaleigubílum 500
17. Tóbaksgjald 5.470 6.270 800
18. Olíugjald 8.400 7.300 -1.100
19. Bensíngjald 4.300 5.000 700
Samtals 86.900
Skatttekjur
m.v. skatt-
kerfi 2008
Skatttekjur
skv. fjárlaga-
frumvarpi
2013
Skattahækkun
milli 2008 og
2013 (verðlag
ársins 2013)
● Viðskipti með íbúðarhúsnæði eru
ennþá að mestu milli einstaklinga og
sveiflur í kaupum og sölum fyrirtækja á
íbúðarhúsnæði hafa ekki verið miklar
síðustu 6 árin. Þetta kemur fram í
Morgunkorni greiningardeildar Íslands-
banka, en nokkur umræða hefur verið
um að fasteignasjóðir séu að kaupa
mikið af eignum. Á þriðja fjórðungi
þessa árs voru 77% viðskipta með
íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
á milli einstaklinga, eða samtals 1.017
kaupsamningar.
Einstaklingar stærstir
● Hagnaður þýska tryggingafyr-
irtækisins Allianz var sjöfalt meiri á
þriðja fjórðungi þessa árs en árið á
undan. Í fyrra þurfti Allianz að bók-
færa mikið tap vegna afskrifta á
grískum skuldabréfum.
Í tilkynningu frá Allianz segir að
rekstarhagnaður á þriðja ársfjórð-
ungi hafi verið 1.344 milljónir evra,
en hagnaður á þriðja ársfjórðungi í
fyrra var 196 milljónir evra.
Bókfærður hagnaður jókst um
32,8%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu
segir að hagnaður hafi aukist af öll-
um þáttum starfseminnar. Jafnframt
að reiknað sé með að hagnaður á
árinu verði 9 milljarðar evra.
Hagnaður Allianz eykst
STUTTAR FRÉTTIR
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,12.33
+,-.,0
,+.--/
,,./3,
+0.132
+/4.2,
+.5+04
+05.14
+5/.,2
+,-.3
,14.,3
+,-.53
,+.023
,,.2/-
+0.+/
+/4.-
+.5,2,
+05.5/
+5/.3
,,3.133/
+,0.1+
,14.33
+,0.14
,,.1++
,,.412
+0.+-5
+/5.+-
+.5,-0
+03.,+
+52.+5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á