Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Öflugan mann á Alþingi! Jón Gunnarsson alþingismaður býður sig fram í 2. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kosið verður í dag, laugardaginn 10. nóvember og eru allir hvattir til þess að kjósa. Upplýsingar um kjörstaði er að finna á www.xd.is www.jongunnarsson.is Suðurafrísk kona reynir að stöðva stóra gröfu sem notuð var til að rífa niður hús hennar í bænum Lenesíu, nálægt Jóhannesarborg, í gær. Íbú- ar bæjarins kveiktu í hjólbörðum og lokuðu götum til að reyna að stöðva gröfur og önnur vinnutæki sem notuð voru til að rífa niður hús á lóðum sem höfðu verið seldar ólöglega. Yfirvöld sögðu að tekist hefði að rífa niður 37 af 113 húsum sem reist voru á lóðunum. Mikill húsnæðisskortur er í Suður-Afríku og um tvær milljónir manna búa í hreysum sem hafa ekki verið heimiluð til búsetu. Reyndi að verja húsið Norðmaðurinn Anders Behring Breivik, sem fyrr á þessu ári var dæmdur til að minnsta kosti 21 árs fangelsisvistar fyrir að myrða 77 manns í Ósló og Útey á síðasta ári, segist búa við ómannúðlegar að- stæður í fangelsinu þar sem hann af- plánar dóm sinn. Breivik hefur sent norsku fang- elsismálastofnuninni 27 síðna bréf þar sem hann kvartar meðal annars yfir köldu kaffi og að fá ekki nógu mikið smjör á brauðið. Norska blaðið VG fjallaði um bréf- ið í gær en norsk stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið. Breivik segist í bréfinu vera nán- ast haldið í einangrun í 23 stundir á sólarhring í Ila-fangelsinu skammt frá Ósló. Hann segir að fangaklefinn sé illa skreyttur, gluggalaus og kald- ur. Handjárn, sem sett eru á hann þegar hann er fluttur milli her- bergja, séu of hvöss og skerist inn í úlnliðina. Fylgst sé með honum þeg- ar hann raki sig og bursti tennurnar. Einnig kvartar Breivik yfir því að hann þurfi að afklæðast daglega svo fangaverðir geti leitað á honum. Segist hann upplifa þessa líkamsleit sem stöðugar líkamsárásir. Tölva, sem Breivik hafði aðgang að á meðan hann var í gæslu- varðhaldi, hefur nú verið tekin af honum og hann verður að nota gúmmípenna til að skrifa. Breivik segir illmögulegt að skrifa með þess- um pennum sem minni á pynt- ingatæki. AFP Prísundin Fangaklefi Breiviks. Breivik kvartar yfir klefanum  Segir aðstæðurnar ómannúðlegar Slitnað hefur upp úr viðræðum milli ríkisstjórna Evr- ópusambands- ríkjanna og Evr- ópuþingsins um fjárlög Evrópu- sambandisns fyr- ir næsta ár. Alain Lamas- soure, formaður fjárlaganefndar Evrópuþingsins, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að ráðherraráð ESB hefði ekki náð samkomulagi um fjárlögin og því hefði viðræðun- um verið hætt í bili. Lamassoure sagði að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins yrði nú að leggja fram nýtt fjárlaga- frumvarp áður en viðræður hæfust að nýju. Það flækir málin að ekki hefur enn tekist að stoppa upp í níu millj- arða evra gat á fjárlögum yfirstand- andi árs. Boðað hefur verið til leiðtoga- fundar ESB síðar í nóvember til að ræða um fjárhagsáætlun sambands- ins fyrir árin 2014-2020. Slitnar upp úr viðræðum um fjárlög ESB  Enn deilt um fram- lög vegna þessa árs Höfuðstöðvar ESB í Brussel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.