Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Dótamarkaður Börn í Laugarneshverfi mættu með gömul leikföng í safnaðarheimili Laugarneskirkju í gær og seldu þau til styrktar dreng á Indlandi.
Golli
Hér ritum við 5 fjölskyldur bréf og ákall til
yfirvalda í landinu í von um að þeir rakni úr
rotinu fyrr heldur en seinna því seinna getur
það tæpast orðið.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjöl-
skyldur og barnafólk þessa lands eiga mikla
hauka í horni þegar kemur að ríkisstjórn
skjaldborgarinnar sem umvafði fjölskyldurnar
eftir hrunið og gætti þeirra hagsmuna í hví-
vetna. Það byrjaði þó með ríkisstjórn Sam-
fylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks sem
frystu ekki lánskjaravísitöluna rétt eftir hrun-
ið sem var það eina raunhæfa meðan ólgu-
veður hrunsins geisaði. En við smælingjarnir
treystum yfirvöldum og hlakkaði í mörgum
þegar hreina vinstri stjórnin komst til valda,
sem einskorðaði málflutning sinn við stuðning
við skuldum hlaðnar fjölskyldurnar í landinu,
margar áttu við atvinnuleysi að stríða, en
fyrst og fremst voru áhyggjurnar bundnar við
stökkbreytt íslensk verðtryggð lán af völdum
áhrifa hrunsins.
Máttu fjölskyldurnar þá búast við því að at-
vinnulífið yrði eflt? Máttu fjölskyldurnar bú-
ast við að allt yrði gert til þess að hjálpa fólk-
inu til þess að koma undir sig fótunum að nýju
með leiðréttingu froðunnar sem hlaðist hafði
ofan á lánin, lántökunum að ósekju? Hefðu
þessar sömu fjölskyldur trúað því ógrátandi
að ríkisstjórn skjaldborgarinnar hefði átt við
skjaldborg um bankana og fjármagnseigendur
fremur en heimilin? Voru heimilin varin með
skattahækkunum, bensíngjaldshækkunum og
áfengisgjaldshækkunum sem svo stórhækk-
uðu lánin í formi vísitöluhækkana?
Og nú með nýju fjárlagafrumvarpi er enn
höggvið í sama knérunn með hækkun elds-
neytis, tóbaks og fleiri þátta sem bein áhrif
hafa á vísitölu lána.
Eru menn hissa á því að 500 heimili hafi nú
bæst við hópinn á árinu sem fyrir var, sem
ekki greiðir af lánum sínum hjá Íbúðalána-
sjóði þegar samkvæmt skjaldborgarstjórninni
allt er á réttri leið, atvinnuleysi að minnka og
hagvöxtur að aukast? Meira að segja gekk það
svo langt á dögunum að helsti upplýsinga-
fulltrúi stjórnarinnar, Stefán Ólafsson, upp-
lýsti að kreppunni væri lokið og í raun hefði
stjórnin myndað skjaldborg um heimilin! Við
erum ekki hissa, við tilheyrum hópi þeirra
sem reynt hafa eftir fremsta megni að standa
skil á sínum lánum en erum nú að verða úr-
kula vonar um að leiðrétt verði rányrkja láns-
kjaravísitölunnar sem gert hefur okkar hóp að
öreigum til lífstíðar og hneppt okkur í skulda-
fangelsi til elliáranna.
Benda má á að einhver okkar hafa nýtt sér
110% leiðina en eru jafnilla sett svo að segja
enda sér ríkisstjórnin og margir aðrir aðilar á
markaði til þess að halda verðbólgunni og þar
með vísitölunni á fleygiferð, þegar hefði átt að
ríkja næstum stöðug verðhjöðnun og lækkun
verðbótaþáttar lánanna flesta mánuði í það
minnsta sl. 3 ár.
Í kringum okkur er svo til fólk sem hætti
strax að greiða af lánum sínum og merkilegt
nokk, þetta fólk stendur sennilegast betur að
vígi með afborganir af lánunum einhvers stað-
ar fráteknar á meðan við hin höfum ekki þor-
að að taka þetta skref. Fólk sem fer þessa leið
að greiða ekki virðist geta verið þó nokkurn
tíma í íbúðunum án þess að greiða eða jafnvel
framleigt öðrum. Við viljum taka fram að ekki
er með nokkrum hætti vegið að því fólki sem
fór þessa leið heldur aðeins sagt hér til að
vekja athygli á ástandinu.
Við tökum hér dæmi til einföldunar og er
dæmið jafnað yfir okkur fjölskyldurnar fimm.
Við kaupum íbúðir í sama fjölbýli árið 2008
á 22 milljónir, margir lögðu til eigið fé en lán
var svo fengið hjá Íbúðalánasjóði upp á 18
milljónir.
Staðan er þessi, búið er að greiða um 4,5
milljónir í afborganir, íbúðarverðmætið er
núna á bilinu 17-18 milljónir og skuldin við
Íbúðalánasjóð er um 24 milljónir króna að
meðaltali hjá okkur. Þetta vill segja á ís-
lensku, að eigið féð er tapað, 4 milljónirnar;
afborganirnar, 4,5 milljónir, voru til einskis,
þetta eru samtals 8,5 milljónir. 4 milljónir
bætast við í lækkuðu verðmæti íbúðarinnar og
lánið er um 6 milljónum yfir gangverði íbúðar-
innar. Það má því með réttu segja að tap
hverrar fjölskyldu fyrir sig sé um 18,5 millj-
ónir og eftir stendur 24 milljóna króna lánið
með hinni dásamlegu lánskjaravísitölu sem
hrúgast ofan á lánið um hver mánaðamót.
Dettur einhverjum heilvita manni í hug sem
þetta les að fjölskyldur í þessari stöðu horfi
björtum augum til framtíðarinnar og trúi
skjaldborgarstjórninni og í raun þinginu öllu
að við komumst í gegnum þennan skafl? Hvað
eigum við að gera; halda áfram að borga og
trúa á Guð og lukkuna? Á hverju hagnast
samfélagið mest? Samfélagið hagnast ekki á
því að fólk hætti að greiða, samfélagið hagn-
ast ekki á því að fólk flytji úr landi og flýi
skuldir sínar, samfélagið hagnast ekki á því að
Íbúðalánasjóður eignist enn fleiri íbúðir í
landinu. Hamingja og framtíð fjölskyldnanna í
landinu er í húfi, það er beðið eftir aðgerðum
til handa heimilunum, við þessar lang-
lokuaðgerðir og gagnsleysi þeirra verður ekki
unað. Samfélagið hagnast á því að leiðrétta
rányrkjuna sem fólkið ber ekki ábyrgð á ef
ekki á illa að fara. Má láta svo lítið að biðja
löggjafarvaldið, bankana og fleiri í þessu landi
að skila „skjaldborginni“ á réttan stað?
Það er svo með hreinum ólíkindum ef reka
á fjölskyldurnar í þrot með tilheyrandi óvissu
og áhyggjum og reka að lokum út úr íbúðum
sínum með þetta 5-7 milljóna skuld umfram
verðmæti eignar sem svo skömmu síðar er af-
skrifuð og íbúðin auglýst að nýju með áhvíl-
andi láni samsvarandi raunverulegu verðmæti
eignarinnar. Er ekki betra að leiðrétta
skekkjuna strax og gefa von og trú, leyfa
þeim að halda íbúðum sínum með nýjum og
breyttum forsendum og Íbúðalánasjóður,
samfélagið allt mun hagnast þegar til fram-
tíðar er litið?
Eftir Hafþór Sævarsson, Einar Örn
Arnarson, Rögnu Björg Hafliðadóttur,
Ívar Atlason, Höllu Margréti Viðars-
dóttur, Eyþór Jónsson, Sigurbjörgu
Stefánsdóttur, Kjartan Björnsson og
Ingunni Helgadóttur
» Þetta vill segja á íslensku,
að eigið féð er tapað, 4
milljónirnar; afborganirnar,
4,5 milljónir, voru til einskis,
þetta eru samtals 8,5 milljónir.
Þökk sé skjaldborginni
Höfundar eru íbúðareigendur
á Suðurlandi.
Morgunblaðið/Sverrir