Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Járnskortur er oft ein af ástæðum þess
að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix-túrurnar
eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti,
ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum.
Engin aukefni hrein náttúruafurð.
Floradix blandan stuðlar að :
• Betri upptöku járns, vegna c vítamín innihalds.
• Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns,
aukið súrefnisflæði.
• Orkugefandi efnaskiptum
• Betra ónæmiskerfi
• Eðlilegri frumuskiptingu
• Auknu blóðstreymi
• Aukinni orku
• Auknum lífskrafti
Floradix formúlurnar er hægt
að kaupa í apótekum, matvöru-
verslunum og heilsubúðum.
Þreytt og slöpp ?
Sæll Sigurður.
Eins og við vitum þá
er tillöguflutningur um
breytingar á stjórn-
arskrá okkar Íslend-
inga verulega afvega.
Þegar ég svo heyrði
ummæli þín um að þjóð-
in hefði ekki vitað mikið
hvað hún var að gera í
atkvæðagreiðslunni
hinn 20. nóvember sl.
ákvað ég að senda þér þessar línur.
Ég er sammála þessu mati þínu og
er ástæðan m.a. á því reist að þegar
ég var í framboði til stjórnlagaþings í
hittiðfyrra fór ég um allt land til að
tala við fólk. Ég þræddi alla strand-
lengjuna, fór á kaffistofur, mötuneyti,
kennarastofur, hafnarvigtarskúra og
flesta þá staði þar sem komist var í
kallfæri við menn.
Kom þá í ljós að stjórnarskráin og
þær grunnreglur stjórnarfars sem
hún inniheldur eru fólkinu í landinu
algerlega framandi og hugmyndir
þess um þær bæði óljósar og rugl-
ingslegar og vart varð nokkur á vegi
mínum sem hafði lesið hana.
Það vakti verulegan ugg að verða
þess áskynja hve þetta ástand var
frjór jarðvegur fyrir áróður af öllu
tagi. Þar sem ekki er þekking er lítil
fyrirstaða við hverskyns hávaða og
áróðri sem í þessu tilfelli hefur verið
um hve stjórnarskrá okkar er úrelt
og ónýt, án þess að því hafi fylgt nein-
ar ábendingar eða rök.
Hér er líklega kjarni þessa máls.
Hefur þjóðinni einhvertíma verið
kennt eitthvað að gagni um innihald
stjórnarskrárinnar?
„Ef þú ekki kennir mér þá kenni ég
mér sjálfur“ segir í vísu sem ég lærði
þegar ég var krakki. Hún er um strák
sem langaði að læra á flautu.
En, er ekki þetta raunin með
stjórnarskrána? Hefur ekki þjóðin
kennt sér um innihald hennar sjálf?
Það er þá ekki álitlegur lærdómur,
ekki síst vegna þess hve fáir virðast
hafa kynnt sér innihald hennar.
Aldrei hef ég tollað vel á skólabekk
en ég er þó allvel læs og hef að ég
held sæmilegan skilning. Fyrir um 30
árum byrjaði ég að glugga í stjórn-
arskrána og hugleiða efni hennar,
einkum það sem lýtur að stjórn-
arfarinu. Texti hennar skýrir á ein-
faldan hátt þær reglur sem stjórn-
arfarið skal reist á og hvernig þjóðin
sjálf hefur alltaf, ef rétt er á haldið,
úrslitavald ef út af bregður eða ef í
odda skerst milli þjóðar og þings. Það
sem þó þarf skýringa við er sá mikli
munur á texta stjórnarskrárinnar og
þeim kenningum sem uppi eru um
innihald hennar meðal fræðimanna,
einkum um hlutverk forsetans.
Sá ruglingur kom vel í ljós í for-
setakosningunum sl. vor þar sem
frambjóðendur buðu
þjóðinni upp á þann
kost að vera á einhvers
konar hjali við hana um
eitthvað sem engu
skiptir. Það sem skráð
er um hlutverk forset-
ans í stjórnarskránni
fékkst ekki rætt eða því
var haldið fram að
ákvæðin um forseta-
hlutverkið í henni hefðu
ekki þá merkingu sem
textinn gæfi til kynna.
Hvað í ósköpunum þýðir hann þá?
Engu breytti þó að í framboði væri
doktor í lögum. Öll var þessi umræða
misvísandi og ruglingsleg, alveg
þangað til að kom að hatri stuðnings-
manna frambjóðanda Samfylking-
arinnar á Ólafi forseta. Þá skorti ekki
orðaforða og eini frambjóðandinn
sem þó beinlínis bauð sig fram á
grundvelli stjórnarskrárinnar fékk
2% fylgi.
Hvernig getur staðið á öllu þessu
rugli, Sigurður? Gæti það verið vegna
þess að menntakerfi okkar hafi
brugðist þjóðinni og látið undir höfuð
leggjast að kenna henni þær grund-
vallarreglur sem stjórnarfarið á að
byggjast á og skráðar eru á skýran
hátt í stjórnarskránni? Er ekki líka
ástæðan sú að fræðimenn hafa rang-
túlkað og umsnúið þessum afar skýra
og auðskilda texta?
Er ekki líka nokkuð augljóst að
löngum hafa verið kosnir menn í for-
setaembættið sem engan vilja hafa
sýnt til að virða hlutverk hans og hafa
tekið fullan og meðvitaðan þátt í að
hafa það að engu?
Ekki verður séð að fram komnar
tillögur um stjórnarfar séu til neinna
bóta. Sumar þeirra eru bein afturför
og afgerandi skref frá lýðræðinu.
Verður ekki fræðasamfélagið að
bregðast hér við, Sigurður, og í það
minnsta reyna að vinda ofan af ófarn-
aðinum? Upphaf þess gæti verið að
þeir sem leitt hafa fræðastarf þjóð-
félagsins á þessu sviði viðurkenndu
vanrækslu sína og hæfust handa við
að upplýsa þjóðina um þær grunn-
reglur sem stjórnarfar okkar skal
reist á og hvernig í raun hefur verið
frá þeim vikið alla tíð.
Rangárþingi í gormánuði 2012.
Menntakerfið og stjórn-
arskráin – Opið bréf
til Sigurðar Líndal
Eftir Ámunda
Loftsson
Ámundi Loftsson
» Það sem þó þarf
skýringa við er sá
mikli munur á texta
stjórnarskrárinnar og
þeim kenningum sem
uppi eru um innihald
hennar meðal fræði-
manna.
Höfundur er verktaki, fyrrverandi
sjómaður og bóndi.
Það eru mikil for-
réttindi að vera þing-
maður. Ekki einungis
er starfið mikilvægt
og gefandi í sjálfu sér,
heldur einnig
skemmtilegt, lær-
dómsríkt og veitir
mikil og ánægjuleg
tækifæri til að vinna
og starfa með fólki.
Alls konar fólki. Utan
sem innan stjórnmálanna.
Því er gaman að upplifa áhugann
sem sextán einstaklingar í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suðvest-
urkjördæmi hafa á því að vinna fyr-
ir land og þjóð. Verkefnið fram-
undan í landsmálunum verður ekki
auðvelt, mörg fjöll er enn eftir að
klífa svo íslenska þjóðin nái settu
marki. En þegar hugsjónirnar,
gleðin og eljan er til staðar er fólk
betur nestað í slíka ferð en þegar
neikvæðnin, öfundin og bölsýnin
fylla nestisboxin.
Í Suðvesturkjördæmi eða Krag-
anum og áður gamla Reykjanes-
kjördæmi hefur sjálfstæðisfólki iðu-
lega auðnast að koma sér saman
um lista sem endurspeglar breidd-
ina í þjóðfélaginu. Fólk sem hefur
öðlast reynslu víða, á öllum aldri úr
öllum bæjarfélögunum
en ekki síst af báðum
kynjum. Reynslan sýn-
ir okkur að þegar listi
sjálfstæðismanna í
Kraganum höfðar til
breiddarinnar er ár-
angurinn innan seil-
ingar. Að jafnaði hefur
Suðvesturkjördæmi
verið sterkasta vígi
flokksins. Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í
kjördæminu hafa verið
kraftmikil og fjörug.
Þegar flokknum vegn-
ar vel í því kjördæmi eru meiri lík-
ur en minni á að hann verði for-
ystuafl í ríkisstjórn að loknum
kosningum. Því er mikilvægt að
kjósendur Sjálfstæðisflokksins í
prófkjörinu í dag séu meðvitaðir
um að þeir eru að móta lista sem
hefur mikla þýðingu fyrir lands-
málin í heild. Það er því óskandi að
hver og einn velti fyrir sér fleiri en
einu nafni með það í huga hvaða
listi er sigurstranglegastur fyrir
flokkinn okkar. Þar hjálpar sagan
okkur, sem segir að mikilvægt sé
að konur jafnt sem karlar verði í
öruggum sætum listans. Frelsið til
að velja er ómetanlegt en verum
minnug þess að því fylgir einnig
mikil ábyrgð.
Sjálfstæðisflokkurinn er fjöl-
mennasta stjórnmálahreyfing
landsins. Eitt af því sem gert hefur
flokkinn sterkan í gegnum tíðina er
að virkja fólkið okkar til þátttöku
við val á lista. Við, sem höfum bar-
ist fyrir frelsi og fjölbreytni með
sjálfstæðishugsjónina að leiðarljósi,
vitum að víðtækur stuðningur og
þróttmikið flokksstarf flokkssystk-
ina er ómetanlegt í baráttu okkar
fyrir frjálsara og betra samfélagi.
Fyrsta skrefið til að styðja breyt-
ingar á landsstjórninni í vor er tek-
ið í dag þegar Sjálfstæðisflokkurinn
í Suðvesturkjördæmi heldur próf-
kjör sitt. Ég hvet allt sjálfstæð-
isfólk til að mæta á kjörstað og
velja kröftugan og sigurstranglegan
lista, lista sem endurspeglar þá
breidd sem í flokknum er til að
berjast í þágu hugsjóna okkar. Þeg-
ar sá listi liggur fyrir munum við
standa sem ein órofa heild á bak við
það fólk sem til forystu var valið.
Sterkur listi endur-
speglar breiddina
Eftir Þorgerði
Katrínu
Gunnarsdóttur
» Þegar sá listi liggur
fyrir munum við
standa sem ein órofa
heild á bak við það fólk
sem til forystu var val-
ið.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er þingmaður og fyrrv.
varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Líklegt er að lang-
tímaatvinnuleysi
meðal ungs fólks
skjóti rótum hér á
landi ef ekki tekst að
snúa vörn í sókn.
Loforð um störf hafa
verið svikin. Biðin
eftir fleiri störfum er
löng og safnast hefur
upp gríðarlegur vel-
ferðarvandi. Háalvar-
legt er hvernig rík-
isstjórn Jóhönnu og Steingríms
hefur ákveðið að breiða yfir þenn-
an vanda.
Að horfast ekki í augu
við vandann er vont
Ríkisstjórnin hefur ítrekað hald-
ið því fram að hér sé atvinnuleysi
komið niður fyrir sársaukamörk.
Því er haldið fram að allt sé að
komast í eðlilegt horf enda sýni
tölur að atvinnulausum fækki.
Þegar nánar er að gáð er þetta al-
rangt því að eftir að atvinnulausir
hverfa af skrá Vinnumálastofn-
unar fara þeir yfir á fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga
og eru jafn atvinnu-
lausir eftir sem áður.
Þetta dregur ekki úr
atvinnuleysi eins og
ríkisstjórnin lætur í
veðri vaka.
Að leyfa honum að
magnast
er verra
Þrátt fyrir ábend-
ingar frá sveit-
arstjórnarmönnum,
forystumönnum Sam-
bands íslenskra sveit-
arfélaga, aðilum vinnumarkaðarins
og fleirum hafa stjórnvöld ekki
brugðist við vandanum. Fé-
lagsþjónusta sveitarfélaga er ekki
vinnumiðlun samkvæmt lögum.
Vinnumiðlun er verkefni ríkisins.
Þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð
að halda hefur fjölgað gríðarlega.
Ungu fólki langmest. Bæði þeim
sem hafa ekki lengur rétt til bóta
og eins ungu fólki sem aldrei hef-
ur átt rétt á þeim því það finnur
ekki starf að loknu námi eða hefur
aldrei fengið tækifæri til að reyna
sig á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin
heldur áfram feluleiknum og
bendir á að tölur Vinnumálastofn-
unar sýni og sanni að dregið hafi
úr atvinnuleysi.
Að taka ekki nauðsynlegar
ákvarðanir er verst
Í fyrirliggjandi fjárlaga-
frumvarpi er ekki tekið á þessum
vanda. Horft er framhjá honum.
Þar er gert er ráð fyrir minni
kostnaði ríkisins
vegna atvinnuleysis en verið
hefur. Hugmyndir um fjölgun
starfa eru óraunhæfar. Í raun er
líklegt að störfum fækki vegna
aukinna skatta og álagna sem enn
á að auka. En hvers er líka hægt
að vænta af þeim sem ganga með
bundið fyrir augu?
Með bundið fyrir augu
Eftir Áslaugu Mar-
íu Friðriksdóttur
Áslaug María
Friðriksdóttir
» Þeim sem þurfa á
fjárhagsaðstoð að
halda hefur fjölgað gríð-
arlega. Ungu fólki lang-
mest.
Höfundur er borgarfulltrúi og býður
sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík 24. nóvember.