Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 44
44 UMRÆÐAN Messur á morgun | Kristniboðsdagurinn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Ný ríkisstjórn
undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins í vor
þarf að eyða óvissu
og skapa eitthvað
sem börnin okkar og
barnabörn geta not-
ið góðs af til fram-
tíðar. Þjóðin er lík-
leg til að gefa
flokknum aftur tæki-
færi en Sjálfstæð-
isflokkurinn fær
hinsvegar ekki langan tíma til að
sanna sig fyrir þjóðinni. Fyrstu
hundrað dagarnir verða engir
hveitibrauðsdagar. Það þýða eng-
in vettlingatök og eins gott að
forystan sé sjóklár.
Það þarf strax að koma í veg
fyrir frekari landflótta fyrirtækja
og fjölskyldna. Skapa hvata í
stað þess að skattleggja hag-
kerfið í þrot. Nýrrar rík-
isstjórnar bíður það verkefni að
færa hagkerfi landsins upp virð-
iskeðjuna. Úr láglaunageirum yf-
ir í þekkingageira – úr opinbera
geiranum yfir í einkageirann.
Leggja áherslu á frekari iðn- og
tækniþróun og styðja við nýsköp-
un og fjölbreytni í hagkerfinu.
Við þurfum fyrirtæki
af öllum stærðum, í
ólíkum geirum, alls-
staðar á landinu sem
fjárfesta og ráða fólk.
Það á að virkja
frumkvöðla og skapa
áhugavert umhverfi
fyrir fyrirtæki til að
þróast og verða til í.
Skattaívilanir og um-
hverfi sem laðar
hingað erlend tækni-
fyrirtæki eins og Go-
ogle, Intel eða Apple.
Ríkisstjórnin verður
að horfa á viðskiptalífið sem við-
skiptavin og kappkosta að fjölga
þeim. Setja hagkerfinu og þróun
þess markmið og gera hagsæld-
arsáttmála við þjóðina. Stuðla að
skilvirku og gagnkvæmu sam-
skiptahagkerfi. Setja mælanleg
markmið og láta aðila vinnu-
markaðarins gefa sér mán-
aðarlega einkunn fyrir frammi-
stöðu. Jafnvel árangurstengja
laun æðstu embættismanna rík-
issins.
Erlend fjárfesting er nauðsyn-
leg. Erlend fjárfesting skapar
tækifæri til að fjölga störfum,
auka tækniþekkingu og fjárfest-
ingabúnað í landinu. Stjórnvöld-
um á að vera meira umhugað um
störf og tekjuskatta sem þeim
fylgja en skattlagningu á fjár-
magnstekjur og fyrirtæki.
Ísland er hvorki fátækt af auð-
lindum né tækifærum. Það hefur
verið lögð áhersla á að byggja
grunn í mannaflsfrekum iðn-
greinum undanfarna áratugi. Það
er kominn tími til að byggja upp
þekkingu í nýjum iðn- og tækni-
greinum. Við eigum orku og
tækifæri til að búa til og selja
meiri orku. Þessa orku og kraft-
inn í samfélaginu þarf ný rík-
isstjórn undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins að beisla. Stuðla að
innlendri eftirspurn eftir orkunni
áður en við seljum hana í streng
yfir hafið til Evrópu.
Virkjum land og þjóð
Eftir Kjartan Örn
Sigurðsson
Kjartan Örn
Sigurðsson
» Stjórnvöldum á að
vera meira umhugað
um störf og tekjuskatta
sem þeim fylgja en
skattlagningu á fjár-
magnstekjur og fyr-
irtæki.
Höfundur er bæjarfulltrúi og fram-
bjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Kraganum.
AKUREYRARKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Prestur er sr. Svavar Alfreð
Jónsson. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur,
organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Umsjón með sunnudagaskóla hafa sr. Sunna
Dóra Möller og Hjalti Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Ingunn, Valli og sr. Þór leiða stundina.
Rebbi refur og fleiri gestir. Söngur, bibl-
íusögur og leikir. Ávextir og meðlæti á eftir.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni
guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal
djákna, sem annast samveru sunnudagaskól-
ans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti
Magnús Ragnarsson. Á eftir er köku- og nytja-
basar Safnaðarfélagsins í safnaðarheimilinu,
einnig verða seldar veitingar til styrktar félag-
inu. Sjá www.askirkja.is.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldumessa kl.
11. Kristniboðarnir Helga Vilborg Sigurjóns-
dóttir og Kristján Þór Sverrisson segja frá
kristniboðsstarfi sínu í Afríku í máli, myndum
og söng ásamt börnum sínum. Helga Þórdís
Guðmundsdóttir leiðir söng og sr. Kjartan
Jónsson stjórnar stundinni. Tekið verður við
framlögum til kristniboðsstarfsins. Hressing
á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Karen
Ösp, Finnur Sigurjón og Agnes María.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunn-
dagaskóli kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla
Elídóttir, Skúli Svavarsson kristniboði prédik-
ar. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er
Örn Magnússon. Tekið við gjöfum til kristni-
boðsins og kynning á starfinu í máli og mynd-
um. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Þór-
eyjar Daggar Jónsdóttur djákna. Kaffi og djús
á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Umsjón hafa Bára Elíasdóttir og Daníel Ágúst
ásamt organista Jónasi Þórir og sóknarpresti.
Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Bústaðakirkju
syngur, organisti kantor Jónas Þórir. Prestur
er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir héraðsprestur.
Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson.
Organisti Zbigniew Zuchowicz, kór Digra-
neskirkju B hópur. Gideonfélagar koma í
heimsókn. Veitingar á eftir. Sjá www.digra-
neskirkja.is
DÓMKIRKJAN | Messa og sunnudagaskóli
kl. 11. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar, sr.
Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkór-
inn syngur, organisti er Kári Þormar. Kaffi á
eftir.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14. Prestur sr. Jóhanna I. Sig-
marsdóttir. Jón Fjölnir Albertsson, kristniboði
prédikar. Unglingakór „gospelkór“ Egilsstaða-
kirkju syngur og leiðir söng, stjórnandi er
Margrét Lára Þórarinsdóttir. Organisti Torvald
Gjerde. Kristniboðsfélagið „Fljótið“ verður
með kaffisölu og fjáröflun í safnaðarheimilinu
á eftir.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Pétur Ragnhildarson og Hreinn
Pálsson leiða stundina. Stúlkur úr listasmiðj-
unni Litróf syngja og leiða almennan safn-
aðarsöng, undirleik annast Íris Andrésdóttir
og Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Kirkjuvörður og
meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 13. Hrafnistukórinn í Hafn-
arfirði syngur undir stjórn Böðvars Magn-
ússonar. Kór Fríkirkjunnar leiðir almennan
söng undir stjórn Arnar Arnarsonar. Orgel
Skarphéðinn Þór Hjartarson og prestur er Sig-
ríður Kristín Helgadóttir.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar
og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn taka þátt.
Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tón-
listina undir stjórn Gunnars Gunnarssonar,
organista. Kynnt verður saga og starf Gideon-
félagsins á heimsvísu og á Íslandi. Fjöl-
skyldur fermingarbarna og aðrir ættingjar eru
hvattir til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Sr. Ragnar Gunnarsson kristniboði pré-
dikar og sr. Guðmundur Guðmundsson þjón-
ar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Val-
mars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Stúlknakór Reykja-
víkur í Grafarvogskirkju syngur, stjórnandi er
Margrét Pálmadóttir. Organisti er Hilmar Örn
Agnarsson. Umsjón með sunnudagaskóla
hefur Þóra Björg Sigurðardóttir, undirleikari er
Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór
kirkjunnar syngur, organisti er Hákon Leifs-
son. Umsjón með sunnudagaskóla hefur
Gunnfríður Tómasdóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, um-
sjón hafa Helga og Nanda María. Messa kl.
11. Altarisganga. Samskot til SÍK. Messu-
hópur þjónar. Nemendur úr söngskólanum
Domus Vox syngja undir stjórn Margrétar J.
Pálmadóttur. Organisti er Ásta Haraldsdóttir.
Prestur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Molasopi
á eftir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Hall-
dórssyni á fimmtudag kl. 18.10.
GUÐRÍÐARKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson,
organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð-
arkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Guð-
mundar Brynjólfssonar og Ægis Arnars
Sveinssonar. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Ok-
tósson, kirkjuvörður Hugrún Ragnarsdóttir.
Kaffi á eftir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Barnakórinn syngur,
stjórnandi er Helga Loftsdóttir og píanóleikari
er Anna Magnúsdóttir. Organisti Guðmundur
Sigurðsson, djákni Nína Björg Vilhelmsdóttir
umsjónarmaður barnastarfs. Prestur sr. Þór-
hildur Ólafs. Kaffi og djús á eftir. Messa á
miðvikudag kl. 8.15. Organisti er Guðmundur
Sigurðsson, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Morg-
unverður í Odda Strandbergs.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt rev. Leonard F.
Ashford. Hópur messuþjóna aðsoðar. Félagar
úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, org-
anisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með
barnastarfi hefur Rósa Árnadóttir. Salóme
Jórunn Bernharðsdóttir segir frá Kenýu kl.
10.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Páll Ágúst, Arnar og Sólveig
Ásta annast barnastarfið. Kirkjukórinn syngur
undir stjórn Kára Allanssonar, organista.
Prestur er Tómas Sveinsson.
HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta kl.
11.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Gísli Jónasson prófastur setur presta kirkj-
unnar í embætti með formlegum hætti. Sr.
Sigfús Kristjánsson verður settur í embætti
sóknarprests og sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir verður sett í embætti prests.
Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson og Kór
Hjallakirkju leiðir safnaðarsöng og messus-
vör. Boðið upp á veitingar á eftir. Sunnudaga-
skóli kl. 13. Sjá nánar á hjallakirkja.is
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 17. Trond Are Schelander talar.
HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 14. Kynning
á Hallgrími Péturssyni. Legsteinn Steinunnar
Hallgrímsdóttur skoðaður. Fermingarbörn og
foreldrar sérstaklega boðuð til kirkju. Prestur
sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
HVERAGERÐISKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11.
KAÞÓLSKA Kirkjan:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11.
Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstu-
daga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30,
kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka
daga er messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga
messa á ensku kl. 18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Fjölskyldumessa
kl. 14. Kristján Þór Sverrisson kristniboði
segir frá kristniboðsstarfi sínu í Afríku og pré-
dika. Börn og unglingar úr æskulýðsstarfi
kirkjunnar syngja. Kór Kálfatjarnarkirkju syng-
ur undir stjórn Franks Herlufsens organista.
Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari. Hress-
ing á eftir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Messuþjónar taka þátt.
Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og félagar
úr kór kirkjunnar syngja. Prestar eru sr. Erla
Guðmundsdóttir og sr. Sigfús B. Ingvason.
Veitingar á eftir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl-
skyldumessa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson og
Þóra Marteinsdóttir hafa umsjón með mess-
unni. Sunnudagaskólinn tekur þátt. Skólakór
Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björns-
dóttur.
KVENNAKIRKJAN | Messa í Fríkirkjunni í
ORÐ DAGSINS:
Skattpeningurinn.
(Matt. 22)
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn "Senda
inn grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
mbl.is
alltaf - allstaðar
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
.... Hafðu samband
FYRIRTÆKI ÓSKAST TIL KAUPS
Fyrir viðskiptavin leitum við eftir fyrirtæki í rekstri til
kaups, gjarnan í skiptum fyrir gott einbýlishús með
einkasundlaug á Spáni sem er í eigu íslensks hlutafélags.
Upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir,
löggiltur fasteignasali, GSM 893 2495.
Til sölu snyrtileg 96,7 m² 4ra
herbergja íbúð við Skólavörðustíg
3. Eignin skiptist í 3 svefnherbergi,
stofu, eldhús og baðherbergi.
Verð 33,5 m. Frábær staðsetning
í hjarta miðbæjarins.
Nánari upplýsingar veitir
Brandur Gunnarsson sölumaður
í síma 897-1401.
Guðbjarni Eggertsson
Hdl löggiltur fasteignasali.