Morgunblaðið - 10.11.2012, Page 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
✝ Einar Kr.Jónsson fædd-
ist í Neðri-Hrepp
í Skorradal 3.
ágúst 1932. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 29.
október 2012.
Foreldrar hans
voru Steinunn
Ágústa Steindórs-
dóttir og Jón E.
Jónsson, sem
bæði eru látin.
Einar var giftur Jóhönnu
Hauksdóttur sem lést 30. júní
2007. Þau eignuðust þrjú
börn, sem eru: 1) Sigurður, f.
23. september 1964, börn
hans eru Rakel Ýr, f. 29. júní
1992, Jón Ingi, f. 20. febrúar
1995, og Hjörtur, f. 2. febrúar
2005. 2) Steinunn
Ágústa, f. 3. júní
1967, synir henn-
ar eru Einar Hugi,
f. 19. ágúst 1990,
Arnþór Ósmann, f.
29. september
1999 og Hrannar
Örn, f. 29. janúar
2002. 3) Björn
Haukur, f. 23. jan-
úar, 1973 kvæntur
Ástríði Guð-
mundsdóttur. Þeirra börn eru
Brynjar, f. 11. janúar 1997,
Birgitta, f. 9. nóvember 2001
og Ástrún, f. 4. desember
2007.
Einar verður jarðsunginn
frá Hvanneyrarkirkju í dag,
10. nóvember 2012, og hefst
athöfnin kl. 14.
Þau eru misjöfn verkefnin sem
lífið ætlar okkur að leysa, og mis-
jafnt hvernig okkur tekst að leysa
þau. Pabbi fékk sín verkefni, og
leysti þau af stakri prýði. 34 ára
gamall greinist pabbi með ólækn-
andi sjúkdóm. Ungur maður í
blóma lífsins, nýtekinn við búi í
Neðri-Hrepp, nýlega giftur ást-
inni sinni, sonur fæddur og ég í
móðurkviði. En uppgjöf var ekki
til í huga pabba þá, frekar en
nokkurn tíma síðan. Saman héldu
þau áfram, pabbi og mamma,
ótrauð með óbilandi kjark, vilja
og þor að leiðarljósi.
Alltaf höfum við systkinin og
síðar barnabörnin átt vísa ást,
hlýju og handleiðslu afa og ömmu
í Hrepp. Einar Hugi minn var þar
löngum stundum sem barn og
unglingur og naut hverrar stund-
ar, enda allt gert fyrir hann sem
mögulegt var. Fyrir það erum
hann og ég afar þakklát. Af fá-
dæma æðruleysi tók pabbi sínum
veikindum, með mömmu sér við
hlið, og það æðruleysi hélst allt til
hinnstu stundar hans. Ótrúlegur
sjálfsagi, harka og vilji studdu
hann þar, að mömmu ógleymdri.
Pabbi var mikill íþróttamaður á
yngri árum, hraustur og mikill
keppnismaður. Íþróttaáhuginn
fylgdi honum alla tíð og fylgdist
hann með flestu á því sviði, þó
sund, frjálsar og handbolti væru í
uppáhaldi. Hann vann mikið fyrir
Umf. Íslending og þjálfaði m.a.
sundlið félagsins hér áður.
Pabbi var mikill náttúruunn-
andi, skepnumaður og dýravinur.
Sveitastörfin áttu hug hans alla
tíð og heimahagarnir honum afar
kærir. Þeir vita sem okkur þekkja
að við pabbi vorum náin og kært á
milli okkar alla tíð. Í gegnum árin
töluðum við mikið saman í síma,
jafnan annan hvern dag og stund-
um oftar, bæði seint og snemma.
Ég flutti hingað aftur í vor og fyr-
ir þann tíma, sem ég var nærri
honum, er ég þakklát. Það var
pabba gríðarlegt áfall þegar
mamma dó 2007. Eins og áður
kom sjálfsaginn, kjarkurinn og
æðruleysið honum til góða og
hann hélt áfram allt til enda. Þau
voru honum líka þung sporin þeg-
ar hann þurfti að fara frá Neðri-
Hrepp fyrir tæpu ári. En hann
sætti sig við það eins og annað
sem lífið lagði fyrir hann.
Á þessari stundu flæða minn-
ingar mínar um pabba um hug-
ann. Í fjósinu í gamla daga þar
sem ég fékk að mjólka eina kú í
fötu, meðan pabbi mjólkaði hinar.
Trúlega ekki til gagns eða flýtis
fyrir hann. Margar góðar stundir
áttum við í fjárhúsunum í gegnum
árin. Ég hefði trúlega aldrei orðið
læs eða skrifandi, svo ekki sé nú
minnst á margföldunartöfluna, ef
hans hefði ekki notið við. Hann
kenndi mér allt sem ég kann.
Hugur minn og hjarta eru barma-
full af þakklæti fyrir að vera dótt-
ir þessa einstaka manns. Þær
verða ekki fleiri heimsóknirnar
eða hringingarnar til pabba. Við
fáum okkur ekki oftar whiskýtár
saman. Strákarnir mínir fá ekki
oftar mola eða súkkulaði í munn-
inn hjá honum. Við geymum öll
minningarnar. Ég veit að faðmur
mömmu hefur verið hlýr og kær-
kominn.
Ég mun sakna pabba míns
ósegjanlega sárt en ég fékk að
vera hjá honum þegar hann
kvaddi, hélt í hönd hans ásamt
Bjössa bróður og Ástu. Sú stund
var okkur öllum kær. Blessuð sé
minning pabba míns, Einars í
Neðri-Hrepp.
Þín dóttir,
Steinunn og synir.
Meira: mbl.is/minningar
Genginn er á vit feðra sinna
gamall vinur minn og frændi,
Einar í Neðri-Hrepp. Mig langar
að minnast hans með nokkrum
orðum sem í mínum augum voru
einkennandi fyrir Einar:
Íþróttamaðurinn – Um miðja
síðustu öld náði Einar ágætum
árangri í langhlaupum fyrir hönd
U.M.F. Íslendings. Einar hefur
alla tíð síðan verið áhugasamur
um íþróttir og fylgst vel með.
Þegar undirritaður var á kafi í
millivegalengdahlaupunum fyrir
nokkrum árum hófust ávallt sam-
ræður okkar Einars á því að Ein-
ar spurði mig hvernig „baráttan“
gengi. Mjög þótti mér vænt um að
sjá Einar kominn að horfa á mig
keppa á Íslandsmeistaramóti í
Borgarnesi því Einar fór sjaldn-
ast að heiman.
Atorkumaðurinn – Einar
greindist með taugarýrnunar-
sjúkdóm í kringum fertugt sem
gerði það að verkum að vöðvar
hans rýrnuðu hægt og bítandi.
Aldrei komst botn í hvers kyns
greining sjúkdómsins var en þótt
sjúkdómurinn skældi skrokk
Einars allverulega var aldrei
nokkurn bilbug á honum að finna
og hvötin að bjarga sér sjálfur
ótrúleg. Sem dæmi um eljusem-
ina sagðist Einar aðspurður fyrir
nokkrum árum ryksuga sjálfur
með því að læsa háu göngugrind-
inni á mismunandi stöðum og
nota síðan veggi og húsgögn sér
til stuðnings við ryksugunina.
Þrákálfurinn – Einar hafði
sterkar skoðanir á mörgu og var
ekki mikið fyrir það að skipta um
skoðun.
Hann vissi hvað hann vildi og
lét þar við sitja þótt sú leið yrði
ekki ávallt auðveldasta leiðin. Það
má því segja að hann hafi verið
fastur fyrir en það einkenni er
ekki óalgengt í ættinni því í minni
fjölskyldu sem ættuð er úr Efri-
Hrepp er oft talað um
„Hreppsþráann“ þegar ættingjar
standa á sínu.
Náttúruunnandinn – Náttúran
var Einari hugleikin og umræðu-
efnið yfir kaffibolla í eldhúsinu í
Neðri-Hrepp snerist oftar en
ekki um margbreytileika náttúr-
unnar þar sem hann fræddi oft
hlustandann um veður, staðhætti
og dýr í næsta nágrenni.
Nú er Einar sofnaður svefnin-
um langa og lífsbaráttan öll.
Svefninn var líklega velkomin og
Einar nú kominn til Jóhönnu
sinnar. Blessuð sé minning Ein-
ars.
Gauti Jóhannesson.
Genginn er góður granni,
frændi og kær vinur. Hans verður
saknað af fjölskyldu okkar en
söknuðinn mun deyfa sú vissa að
Einar kvaddi sáttur og saddur líf-
daga, reiðubúinn að stíga næsta
skref á vegferð sinni.
Við Einar höfum átt langa
samleið þótt ein kynslóð skildi á
milli, alin upp hvort á sinni torf-
unni þar sem eitt sinn bjuggu
bræður tveir, Jón faðir Einars og
Þorsteinn afi minn. Síðan skildu
leiðir um tíma en undanfarna ára-
tugi var vaxandi umgangur og
vinátta á milli ábúenda í Neðri-
Hrepp og okkar hjóna, ekki síst
eftir að við eignuðumst Efri-
Hreppinn og fluttum loks búsetu
okkar þangað alfarið.
Betri granna en Einar var
varla hægt að hugsa sér, á meðan
við höfðum ekki fasta búsetu fékk
hann sér yfirleitt daglegan rúnt á
traktornum og fylgdist haukfrán-
um augum með að allt væri í lagi á
nágrannabænum, gaf hestum hey
og lét vita þegar þeir fældust við
flugelda og hlupu niður girðingar
eða annað fór úrskeiðis.
Ófáar urðu samverustundir
okkar við annað hvort eldhús-
borðið þar sem rætt var tímunum
saman um landsins gagn og nauð-
synjar, náttúruna og sveitina
heittelskuðu eða örnefnin í ná-
grenninu. Það var alltaf gefandi
að spjalla við Einar, hann fylgdist
vel með og var fróður um margt,
sterkar skoðanir hafði hann á
flestum hlutum og var ekkert að
liggja á þeim. Tæki hann ein-
hverja ákvörðun var yfirleitt bor-
in von að fá hann til að hvika frá
henni, enda gantaðist hann oft
með það að hann hefði fengið ríf-
legan skammt af Hreppsþrjósk-
unni í vöggugjöf.
Einar var mikill náttúruunn-
andi og vildi helst hvergi annars
staðar vera en heima í sveitinni
sinni þar sem hann gat notið hinn-
ar stórbrotnu náttúrufegurðar og
fylgst með öllu því sem kvikt var í
kringum hann. Alltaf gat hann
sagt fregnir af einhverju úr lífrík-
inu eins og fjölskyldulífi brand-
andanna í túnfætinum, uppátækj-
um bæjarhrafnanna eða viðgangi
laxaseiðanna í ánni.
Áratugum saman barðist Ein-
ar við sjaldgæfan hrörnunarsjúk-
dóm sem olli sívaxandi vöðv-
arýrnun og máttleysi en aldrei lét
hann deigan síga í þeirri baráttu
og þegar færnin til að fram-
kvæma ákveðin verk þvarr voru
óðar fundnar nýjar leiðir til að
leysa málin. Oft var efast um að
Einar ætti afturkvæmt heim þeg-
ar sjúkdómar eða beinbrot
neyddu hann á sjúkrahús en alltaf
tókst honum að þjálfa sig upp aft-
ur af ótrúlegri þrautseigju. Er
okkur minnisstætt þegar hann
eitt sinn kom gangandi upp
brekkuna á milli bæjanna þannig
útbúinn að máttlausari fótleggur-
inn var bundinn við hækju en hin-
um megin var það handleggurinn
sem vegna máttleysis var bund-
inn við hækjuna. Þannig gat hann
beitt þeim útlimum sem þrek-
meiri voru til að hjálpa hinum.
Svipuðum lausnum var beitt við
heimilisstörfin en fyrstu árin eftir
fráfall Jóhönnu var Einari mikið í
mun að annast þau án utanað-
komandi aðstoðar, sem dæmi batt
hann skúringamoppuna við háu
göngugrindina og gekk síðan
fram og aftur um gólfið þar til
hann var ánægður með árangur-
inn.
Nú er síðustu baráttu Einars
lokið, megi hann hvíla í friði. Hug-
ur okkar er hjá fjölskyldu hans.
Guðrún og Jóhannes
í Efri-Hrepp.
Einar frændi frá Hrepp er lát-
inn eftir erfið veikindi. Það var
alltaf gaman að koma í Hrepp til
þeirra Einars og Jóhönnu sem
voru samrýmd, hamingjusöm
hjón og dýravinir góðir. Fyrir
mig borgarbarnið var gott að leita
í smiðju Einars frænda um ráð er
tengdust landbúnaði og jarðrækt.
Ekki stóð á góðum og heiðarleg-
um ráðum og mat ég það mikils.
Einar átti lengi við heilsuleysi
að stríða, en aldrei var kvartað og
þó þurfti hann nokkrum sinnum
að byrja frá grunni.
Síðastliðið ár þurfti ég oft
vegna vinnu minnar að fara í
Borgarnes og kom þá gjarnan við
hjá honum og er ég mjög þakk-
látur fyrir þær stundir. Æðru-
leysi hans var með fádæmum,
aldrei kvartaði hann og mættum
við eftirlifendur taka hann til fyr-
irmyndar. Ég votta ættingjum
hans mína dýpstu samúð. Blessuð
sé minning Einars Jónssonar.
Sævar Geirsson og fjölskylda.
Kvaddur er Einar Jónsson í
Neðri-Hrepp, Skorradalshreppi.
Ég kynntist Einari fljótlega eftir
að ég fluttist í Borgarfjörðinn, en
samskiptin voru ekki mikil í
fyrstu. Ástæðan var aðallega sú
að hann var fjárbóndi, reyndar af
lífi og sál, en samskipti mín sem
dýralæknir við fjárbændur eru
skiljanlega allmiklu stopulli, en
við kúabændur. Einar var ótrú-
lega duglegur og ósérhlífinn mað-
ur.
Hann lagði mikla áherslu á,
líka hin síðari ár, að reyna að
halda sér í líkamlegri þjálfun með
daglegri göngu, oft tvisvar á dag,
þrátt fyrir sína fötlun, sem mátti
rekja til sjúkdóms sem var hann
búinn að berjast við áratugum
saman. Það var alveg sama
hvernig veðrið var og færðin, allt-
af gekk hann niður að hliði við
þjóðveginn. Manni fannst stund-
um að maður væri algjör liðleskja
við hliðina á honum.
Við Einar vorum hin síðari ár í
meiri samskiptum og áttum
margar góðar stundir saman, oft-
ast í eldhúsinu í Neðri-Hrepp, ég
tala nú ekki um meðan Jóhanna
lifði. Þá var skrafað og hlegið,
drukkið kaffi og sagðar sögur og
farið með vísur. Einari þótti af-
skaplega vænt um Jóhönnu konu
sína og stóð alltaf með henni, líkt
og hann hafði mikla trú á börn-
unum sínum þremur, sem aðstoð-
uðu hann hvert á sinn hátt.
Barnabörnin voru honum mjög
hugleikin. Einar hafði feiknagam-
an af að tala um menn og málefni,
hann var fréttafíkill og alla tíð
mikill áhugamaður um íþróttir,
sérstaklega fannst honum gaman
hin síðari ár að fylgjast með hand-
bolta og var eindreginn stuðn-
ingsmaður Vals, sem mér KR-
ingnum fannst reyndar óskiljan-
legt. Einar gat verið harður í
horn að taka ef svo bar við og hon-
um fannst svo þurfa, en hann
hafði alltaf mjög sjálfstæðar
skoðanir.
Hann lét engan vaða yfir sig,
hvorki lága né háa. Þessi hegðun
varð honum stundum að vissu
hugarangri, sem hann bar samt
mjög vel. Á meðan hann bjó enn
þá með nokkrar ær, vildi hann
alltaf koma með í fjárhúsin ef eitt-
hvað þurfti að gera, taka í bakið á
líflömbunum og spá og spekúlera,
þó hann væri engan veginn fær
um að standa innan um styggt
féð. Hann var sterkur persónu-
leiki, sem stundaði sinn búskap af
ótrúlegri einurð á meðan hann
gat. Það er söknuður að slíkum
manni.
Fjölskyldunni votta ég samúð
mína.
Gunnar Örn.
Einar Kr. Jónsson HINSTA KVEÐJA
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Hinsta kveðja, þín
Ásta Hrönn.
erfidrykkjur
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum
Næg bílastæði og
gott aðgengi
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR I. MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
Álfabrekku 9,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 7. nóvember, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
16. nóvember kl. 13.00.
Guðrún Sigurðardóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Pálsson,
Þórarinn Magnús Guðmundsson,
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Níels Adolf Ársælsson,
Hjördís Guðmundsdóttir,
Birna Guðmundsdóttir, Guðni Þór Sigurjónsson,
Birgir Heiðar Guðmundsson, Helena Björk Pálsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN KR. ÁRNASON
skipasmiður,
Njörvasundi 30,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt
föstudagsins 9. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Magnúsdóttir,
Laufey Jóhannsdóttir, Skúli Gunnar Böðvarsson,
Árni Jóhannsson, Theódóra Þórarinsdóttir,
Kristján Jóhannsson, Jóhanna Jenný Júlíusdóttir Bess,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
ÓLAFUR ÓSKAR ANGANTÝSSSON,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. nóvember.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju
föstudaginn 16. nóvember kl. 13:00.
Styrmir Þór Ólafsson, Sandra Penttinen,
Miranda,
Alva Björk,
Íbsen Angantýsson,
Bára Angantýsdóttir,
Auður Angantýsdóttir,
Guðrún Angantýsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNDINE AMELIE FÆRSETH,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
5. nóvember.
Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn
13. nóvember kl. 13.00.
Ólafur I. Ingimundarson,
Sóley B. Sigurðardóttir,
Erla Ósk Sigurðardóttir,
Sigríður H. Sigurðardóttir,
Petrína Fr. Sigurðardóttir,
Einar Sigurðarson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.