Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.11.2012, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 ✝ Óskar Þór-arinsson fædd- ist í Vest- mannaeyjum 24. maí 1940. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 2. nóv- ember 2012. Foreldrar hans voru Elísabet Guð- björnsdóttir, f. 14. október 1914, d. 2. júlí 1990 og Þórarinn Jóhann Anton Guðmundsson frá Háeyri, f. 4. júlí 1910, d. 6. nóvember 1970. Systkini Óskars eru: 1) Guðmundur Hörður, f. 10. des- ember 1936, d. 26. september 1997, eftirlifandi eiginkona er Sigurbjörg Guðnadóttir. 2) Guð- björg Ásta, f. 1. nóvember 1938, gift Guðmundi Karlssyni. 3) Þóranna, f. 17. mars 1944, gift Kristjáni Guðbjartssyni. Hinn 28. maí 1966 kvæntist Óskar Ingibjörgu Jóhönnu And- ersen, f. í Vestmannaeyjum 14. desember 1939. Foreldrar henn- ar voru Jónína Rakel Friðbjarn- ardóttir og Knud Kristján And- ersen, bæði látin. Systkini Ingibjargar voru Pétur og Haf- dís, bæði látin. Börn Óskars og Ingibjargar eru: 1) Rakel, f. 29. mars 1966, gift Sigurði Frey Gunnarssyni, þegar hann sökk, mannbjörg varð en tveir menn fórust. Ósk- ar var stýrimaður á Sídon og síðar á Björgu. Vorið 1966 var hann stýrimaður á Jóni Stef- ánssyni og þá um sumarið var hann fyrst skipstjóri á sama skipi. Næstu vertíð var hann stýrimaður á Andvara, um sum- arið skipstjóri á Öðlingi og næstu árin skipstjóri á Sindra. Óskar og Ingibjörg hófu útgerð árið 1975 með kaupum á Frá. Bátakosturinn var endurnýj- aður tvisvar með kaupum og endurbótum á Krossanesi 1981 og Frigg 1993. Óskar var skip- stjóri til ársins 1997 en leysti af sem skipstjóri á skipi sínu til ársins 2004. Óskar var fengsæll skipstjóri og happadrjúgur. Hann var einbeittur í rekstri sínum og framsækinn. Óskar var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda árin 1973-1975 og sat í mörg ár í stjórn Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja. Óskar var félagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja, Taflfélagi Vestmannaeyja og stundaði íþróttir með íþrótta- félaginu Tý. Frá unga aldri hafði hann sérlega mikinn áhuga á jazztónlist. Í seinni tíð var stangveiði hans aðaláhuga- mál. Óskar var víðlesinn, fróð- leiksfús og mikill bókaunnandi. Útför Óskars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 10. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. f. 31. mars 1967, d. 22. mars 2012. Börn þeirra eru: Andrea Þórey og Sindri Aron. Áður átti Sigurður Egil Frey. 2) Sindri, f. 8. október 1972, kvæntur Ragnheiði Borgþórsdóttur, f. 28. maí 1967. Börn þeirra eru: Her- borg og Teitur. Sindri á Óskar Alex og Guð- björgu Sól. Ragnheiður á Silju. Óskar á 3) Sigmar Þröst, f. 24. desember 1961. Hann er kvænt- ur Vilborgu Friðriksdóttur, f. 23. nóvember 1965. Börn þeirra eru: Friðrik Þór, Erla Rós, Daní- el Már og Andri Snær. Ingibjörg á: 4) Kristínu, f. 23. október 1957. Börn hennar eru: Friðrik, Inga Ósk og Hafþór. 5) Knút, f. 2. október 1961. Börn hans eru: Ingibjörg Jóhanna, Sveinbjörn og Kristján. Óskar var 15 ára þegar hann byrjaði til sjós hjá Binna í Gröf á Gullborgu. Hann ákvað að leggja sjómennskuna fyrir sig, hóf fljótlega nám við Stýri- mannaskólann og lauk stýri- mannaprófi árið 1960. Óskar var rúmt ár í siglingum í Nor- egi, kom heim 1962 og var stýri- maður á Erlingi IV árið 1963 Kveðja frá eiginkonu Elsku Óskar minn. Ég veit þú kemur í kvöld til mín þó kveðjan væri stutt í gær ég trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær. Og þá mun allt verða eins og var sko áður en þú veist, þú veist og þetta eina sem út af bar okkar á milli í friði leyst. Og seinna þegar tunglið hefur tölt um langan veg þá tölum við um drauminn sem við elskum þú og ég. Ég veit þú kemur í kvöld til mín þó kveðjan væri stutt í gær og trúi ekki á orðin þín ef annað segja stjörnur tvær. (Ási í Bæ) Þín Ingibjörg Jóhanna (Inga). Kveðja frá dóttur Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Þín Rakel. Elskulegur tengdafaðir minn, Óskar Þórarinsson, er fallinn frá. Þrátt fyrir erfið og langvinn veik- indi var enginn við þessu búinn. Við sem stóðum honum næst trúðum því að Óskar myndi standa upp úr þessum veikindum eins og hann hefur gert svo oft áður. Kannski var það bara vonin sem við bárum í brjósti sem var svona heit að við vorum farin að trúa henni. Óskar var baráttumaður enda barðist hann hetjulega við þenn- an vágest sem krabbamein er, hann ætlaði að vinna. Hann barð- ist fram á síðustu stundu og fór með reisn og ró eins og hann lifði. Þetta eru undarlegir tímar þar sem Óskars nýtur ekki við, tóm- leikinn í hjörtum okkar er mikill. Óskar var einstakur maður og mannvinur mikill. Enda fundu allir hans samferðamenn það og urðu góðir vinir hans. Á þeim tólf árum sem ég hef þekkt Óskar hefur hann aldrei hallmælt nokkrum einasta manni. Óskar mátti aldrei neitt aumt sjá og var óþreytandi við að hjálpa öðrum. Margir nutu góðvildar hans, bæði menn, félagasamtök og málefni. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst inn á heimili tengda- foreldra minna, það var í desem- ber árið 2000. Ég fékk þétt faðm- lag frá Óskari og hann brosti kankvíslega og sagði að það væri svo gott að fá fleiri Andersenkon- ur í fjölskylduna. Ég fann það fljótt að Óskar, þessi stóri maður, var einnig með stórt hjarta og hann var óhræddur við að sýna tilfinningar sínar. Það var oft gert grín og mikið hlegið á heimili þeirra Ingu. Ósk- ar var sögumaður mikill og sagði skemmtilega frá. Hann var einn- ig orðheppinn og fljótur að svara en jafnframt orðvar. Hann gerði góðlátlegt grín að ættunum þeirra Ingu. Þá sagði hann títt að eitthvað væri frá Andersenunum og annað frá Háeyringunum. Það var unun að sjá hvernig Óskar horfði með aðdáunaraug- um á Ingu sína. Þau voru alltaf jafn ástfangin og hann alltaf jafn ánægður með hana. Það er gott að hafa svona fyrirmyndir fyrir okkur og ekki síður börnin okkar. Óskar var hvetjandi faðir og áhugasamur um hvað börnin hans og barnabörn voru að gera hverju sinni. Barnabörnin eiga erfitt með að sætta sig við að afi sé farinn og standa frammi fyrir mörgum spurningum sem óger- legt er fyrir okkur hin að svara. Missir barna, tengdabarna og barnabarna er mikill en mestur er hann þó hennar Ingu. Megi góður Guð styrkja okkur öll í sorginni. Minning þín er ljós í lífi mínu. Kveðja frá tengdadóttur. Ragnheiður. Elsku afi. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu, margt sem mig langar að segja, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Ég var 9 ára þegar ég kynntist þér og þú varst mér allt- af svo góður. Fljótlega myndaðist sá vinskapur sem við áttum þar til yfir lauk. Mér þótti svo ofur- vænt um þegar þú sagðir við mig fyrir 5 árum „er litla afastelpan mín komin“, þar með var ísinn brotinn og þú orðinn afi minn. Við höfum getað spjallað sam- an um allt á milli himins og jarð- ar. En oft beindust samræður okkar inn á tónlistarsviðið. Þar var svo gott að eiga þig að eins og í svo mörgu öðru. Þú vissir svo margt og kenndir mér svo margt. Jazzinn var þér hugleikinn og þar varst þú á heimavelli, enda allt það sem ég kann í dag um jazz er frá þér komið. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um hvað þú sýndir námi mínu mikinn áhuga og það að við deildum sama áhugamáli. Allt sem þú hefur sýnt mér og sagt mér í sambandi við tónlist og löngu „Youtube“ stundirnar okk- ar eiga alla tíð eftir að eiga stað í hjarta mínu. Mig langaði svo mikið að tala við þig eftir að ég söng Carmen og segja þér hvað mér gekk vel, það gat ég alltaf gert og þú varst alltaf tilbúinn að hlusta. Þú hafðir alltaf trú á mér og það er ómetanlegt. Eins og helgina fyrir andlát þitt þegar við vorum að spjalla um tónlist. Við ræddum það hvað tónlistarbrans- inn er harður, ég talaði um að kannski ætti ég bara að læra eitt- hvað meira. Þú horfðir undrandi á mig og sagðir að ég þyrfti þess ekki. Þetta var svo einlægt eins og allt sem þú sagðir. Ég er svo ofur þakklát fyrir að þið amma skylduð hafa boðið mér að vera í íbúðinni ykkar í Kópa- voginum. Það voru forréttindi að fá að vera svona mikið með ykk- ur. Enda frá því þið fóruð til Eyja 15. október hef ég verið hálf vængbrotin. Og eftir að mamma hringdi og tilkynnti mér að þú værir dáinn hef ég verið svo dof- in. Ég sakna þess að koma heim pirruð úr skólanum út af ein- hverju kjánalegu og fá að heyra hláturinn þinn. Þú varst svo létt- ur og skemmtilegur og komst mér svo oft til að hlæja. Ég sakna þess líka að koma með vinkonur mínar heim til ykkar ömmu. Þið tókuð svo vel á móti þeim. Þú spjallaðir við þær og sagðir þeim einhverjar sögur og brandara. Á meðan amma gat rakið ættir þeirra. Þið voruð frábært par og fullkomnuðuð hvort annað. Það var svo fallegt og innilegt þegar þú hélst utan um ömmu á meðan við horfðum á sjónvarpið á kvöld- in. Ég vildi bara að ég gæti knús- að þig einu sinni enn. Ég elska þig, afi minn, og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þín afastelpa, Silja Elsabet. Elsku besti afi minn. Mér þykir svo rosalega vænt um þig. Þú varst svo góður, alltaf hress og skemmtilegur. Þú hlóst með okkur krökkunum og gerðir töfrabrögð fyrir okkur. Þú tókst svo vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til þín. Meira að segja daginn áður en þú fórst til Guðs varst þú orðinn mjög veikur en sagðir samt: „Mikið er gaman að sjá þig, Herborg mín“. Ég elska þig svo heitt, elsku afi. Ég mun alltaf hugsa um þig og tala við þig þegar ég bið bæn- irnar mínar. Þín Herborg. Kveðja frá barnabörnum Hann afi okkar var góður og rosalega fyndinn maður. Við Óskar Þórarinsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÞORSTEINN JÓHANNSSON mjólkurfræðingur, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala miðvikudaginn 31. október. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, Rut María Pálsdóttir, Sigurður Kristinn Pálsson, Jóhann Ásgrímur Pálsson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓDÍS KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR, ,,Dísa á Mogganum”, Norðurgötu 54, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eiríkur Stefánsson, Hulda Stefánsdóttir, Ståle Eriksen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 7. nóvember á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Ágústu er bent á FAAS, Félag aðstandenda alzheimersjúklinga. Guðmunda Kristjánsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Helgi Kristjánsson, Kristín Þ.H. Helgadóttir, Jóna Sigrún Hjartardóttir, Ólafur Jónasson, Hjörtur Hjartarson, Guðný Þórarinsdóttir, Ingibjörg Halla Hjartardóttir, Heimir Bjarnason, Sigurður Hjartarson, Mona Lundblad, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri HREINN HERMANNSSON, Bólstaðarhlíð 56, lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 6. nóvember. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Hrefna Haraldsdóttir, Hermann Kr. Hreinsson, Haraldur Guðmundsson, Helen Nilsen Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR F. JÓHANNESDÓTTUR, áður til heimilis á Aflagranda 40. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Sóltúni fyrir alúð og einstaka umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Jónsson, Guðrún Þórsdóttir, Ester Jónsdóttir, Einar Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA GARÐARSDÓTTIR, Hjallalundi 20, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Garðar Lárusson, Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir, Karl Óli Lárusson, Þórdís Þorkelsdóttir, Þráinn Lárusson, Þurý Bára Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Fríða, Sólheimum 8, Reykjavík, lést föstudaginn 26. október á Landspítala, Fossvogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 15. nóvember kl. 13.00. Margrét Ólöf Héðinsdóttir, Alexander Kr. Gústafsson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS KRISTINSSONAR, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Valborg Stefánsdóttir, Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson, Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Þórarinn Stefánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.