Morgunblaðið - 10.11.2012, Side 56

Morgunblaðið - 10.11.2012, Side 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Heill heimur af ævintýrum Elsa Kristín Auðunsdóttir er 26 ára í dag. Hún starfar á leik-skóla og á sjö ára gamla dóttur sem heitir Laufey Líf Borg-arsdóttir. Elsa er Hafnfirðingur í húð og hár og styður íþróttafélag Hauka. Hún stundaði bæði handbolta og frjálsar íþrótt- ir á sínum yngri árum. Hún stundaði nám í Setbergsskóla og í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. „Mín helstu áhugamál eru dóttir mín, útivera og hundar. Ég á að vísu ekki hunda eins og er en þeir eru stórt áhugamál. Ég átti tvo hunda þar til fyrir tveimur mánuðum þegar ég þurfti að láta þá frá mér,“ segir Elsa. Hún er jafnframt mikill kokkur og hefur gaman af eldamennsku. Foreldrar Elsu eru Laufey Baldvinsdóttir og Auðunn H. Herlufsen. „Ég hef mjög gam- an af lífinu og elska lífið og tilveruna. Maður á ekki að taka lífið of alvarlega. Svo er ég félagsvera sem þykir mjög vænt um vini og fjöl- skyldu,“ segir Elsa. Í dag ætlar hún að fara út að borða með vinkonum á Fridays. Á eftir stefna vinkonurnar svo á Skemmtigarðinn í Smáralind. Hún segist hafa gaman af að ferðast og hefur farið víða um Ís- land. „Snæfellsnesið og Arnarstapi eru uppáhaldsstaðir mínir á Ís- landi,“ segir Elsa. Hún stefnir að því að skoða heiminn í framtíðinni. „Mig langar að fara til Taílands. Það er framandi land og ég sé fyrir mér að það sé skemmtilegt að skoða öll þessi dýr sem þar eru,“ segir Elsa Kristín að lokum. Elsa Kristín Auðunsdóttir er 26 ára í dag Elsa Kristín Auðunsdóttir Elsa er 26 ára í dag og ætlar að fara út að borða og í Skemmtigarðinn í Smáralind með vinkonum sínum. Ann dýrum og elskar tilveruna Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjanesbær Adrían Máni fæddist 23. febrúar kl. 12.13. Hann vó 3.780 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Bjarndís Ýr Albertsdóttir og Pétur Karl Pét- ursson. Nýr borgari S igrún fæddist í Reykjavík 11. nóvember en ólst upp á Hálsi í Fnjóska- dal, í Reykjavík og á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1962, burt- fararprófi frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1967, stundaði fram- haldsnám við Schule des Theaters í Köln í Þýskalandi í eitt ár, stundaði söngnám hjá Engel Lund við Tón- listarskólann í Reykjavík, hjá Sig- urði Demetz við Nýja tónlistarskól- ann og í einkatímum hjá Guðmundu Elíasdóttur, og í söng og söng- túlkun og leiklistarkennslu fyrir söngvara hjá Torsten Föllinger og Giesellu May í Svíþjóð. Þá stundaði hún námskeið í listasögu og leikrit- unarsögu við HÍ 1987-88 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða fyrir leikara og söngvara. Sigrún var ritari landlæknis 1976-77, lausráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið 1967-83, leikari við Al- þýðuleikhúsið, leikstjóri hjá BÍL og Leikfélagi Akureyrar, var leiklistarkennari á vegum BÍL og fleiri aðila, fastráðinn kennari við söngdeild Nýja tónlistarskólans frá 1980 og var skólastjóri Nýja tónlist- arskólans 1998-2004. Sigrún starfaði jafnframt við dag- skrárgerð við Ríkisútvarpið 1968-97. Sigrún Björnsdóttir, leikkona og fyrrv. skólastjóri – 70 ára Stúdentar Sigrún, 50 ára stúdent, ásamt dóttursyni sínum, nýstúdent, Ragnari Bua Long Jónssyni, vorið 2012. Hámenning í hávegum Ung brúðhjón Sigrún, ásamt eiginmanni sínum Ragnari Björnssyni, dóm- organista, skólastjóra Nýja tónlistarskólans og söngstjóra Karlakórsins Fóstbræðra, en hann lést 1998. Þau giftu sig í desember 1961. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.