Morgunblaðið - 10.11.2012, Page 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
er saga sem lætur
engan ósnortinn
Hetjuleg barátta
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
Borghildur Guðmundsdóttir er
kornung þegar hún giftist hermanni
af vellinum og flyst með honum til
Bandaríkjanna. Allt leikur í lyndi þar
til hann kemur heim breyttur maður úr
Íraksstríðinu og martröð hennar hefst.
Fólk sem stendur henni nærri
svíkur hana og dómskerfið bregst.
En Borghildur eflist við hverja raun
og gefst aldrei upp.
Ógleymanleg reynslusaga ungrar konu sem berst fyrir forræði
drengjanna sinna í Bandaríkjunum og hér heima
„ég gefst
aldrei upp“
Gjafir sem gleðja
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660
Verð 24.000 kr.
Myndlistarmaðurinn Davíð Örn
Halldórsson opnar í dag kl. 14 sýn-
ingu sem nefnist Ilmvatnsáin has
minni í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Á sýningunni mun
Davíð skreyta menningarmiðstöð-
ina og í því ferli koma fram vanga-
veltur um Gerðuberg en Davíð hef-
ur, að sögn sýningarhaldara, þekkt
stofnunina frá blautu barnsbeini.
„Davíð Örn Halldórsson hefur
vakið athygli fyrir málverk sem
einkennast af kraftmikilli notkun
lita og spennandi samruna forma
og frásagnarkennds fantasíuheims.
Hann hefur unnið bæði málverk og
rýmisverk sem hafa sterka skír-
skotun til grafítíverka en falla á
einstæða hátt að myndlistarhefð-
inni um leið og þau vísa sterkt í
götulistina. Davíð Örn notar fundið
efni; málar með skipalakki, spreyj-
ar með úðabrúsalakki og teiknar
með tússi á fundnar tréplötur,
pappa eða beint á veggi, auk þess
að nota litrík límbönd og efnis-
búta,“ segir m.a. í tilkynningu frá
miðstöðinni.
Sýningin stendur til 13. janúar
2013.
Gjörkunnugur Davíð Örn hefur þekkt Gerðuberg frá blautu barnsbeini.
Skreytir miðstöðina
Davíð Örn sýnir í Gerðubergi
Grafík og bókverk nefnist sýning á
verkum Rögnu Hermannsdóttur sem
Listasafnið á Akureyri opnar í Sjón-
listamiðstöðinni í dag laugardaginn
kl. 15. „Verkin á sýningunni eru valin
úr rausnarlegri
dánargjöf Rögnu
til Safnahússins á
Húsavík,“ segir
m.a. í tilkynningu,
en Ragna var 87
ára að aldri er hún
lést á síðasta ári.
„Ragna var
fjölhæf listakona
og vann í marga
miðla en á þessari
sýningu er lögð
áhersla á grafíkverk hennar, eink-
anlega tréristur og bókverk en á því
sviði náði hún sérstökum árangri.
Sköpun hennar er dularfull og óræð í
senn en samt er eins og að baki búi
óþreyjufull löngun til að miðla, segja
frá og koma ákveðnum boðskap á
framfæri,“ segir í tilkynningu frá
safninu.
Eftir nám í ljósmyndun á árunum
1972-1975 hóf Ragna, 55 ára að aldri,
listnám sitt við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Leið hennar lá síðan
til Hollands, í Rijks-Akademie í
Amsterdam og til Rochester, New
York, í áframhaldandi nám. Þegar
heim var komið hóf hún heim-
spekinám við Háskóla Íslands þar
sem hún lauk BA námi 1997, þá 73
ára að aldri. Á tímabilinu 1976-2003
hélt Ragna 22 einkasýningar á Ís-
landi og í Hollandi, og tók einnig þátt
í fjölda samsýninga.
Ljósmynd/Reynir Albert Þórólfsson
Hjartahlý Eitt þeirra verka sem
getur að líta á sýningunni.
Grafík og bókverk
Sýning á verkum Rögnu Hermanns-
dóttur í Listasafninu á Akureyri
Ragna
Hermannsdóttir
Dimmbjartir
staðir nefnist
sýning á ljóðum
Ísaks Harð-
arsonar, mál-
verkum Jóns
Stefánssonar og
hljóðverki Sig-
rúnar Jónsdóttur
sem sýnd er í
Listasafni ASÍ
um þessar mundir. Sýningarstjórar
eru Steinunn G. Helgadóttir og
Kristín G. Guðnadóttir.
Á morgun koma Gerður Kristný,
Kristín Ómarsdóttir, Bjarni Gunn-
arsson og Dagur Hjartarson og lesa
úr verkum sínum í safninu. Kynnir
er Þröstur Leó Gunnarsson.
Sýningin stendur til 16. desem-
ber og er í öllu húsinu. Safnið er
opið alla daga frá kl. 13 til 17 og
aðgangur er ókeypis.
Ljóðskáld lesa upp
í Listasafni ASÍ
Ísak Harðarson
Sýning á verkum
Þóru Bríetar
Pétursdóttur
stendur nú yfir í
kaffihúsinu
Energia í Smára-
lind og ber hún
yfirskriftina Í
móðu.
Þóra er lærður
textílhönnuður,
sérhæfði sig í
námi í fatasaum og útsaum.
Á sýningunni má sjá verk sem
eru blanda textíls og myndlistar.
Þóra notast við garn, íslenska ull,
hraunkúlur o.fl. í listsköpun sinni
og sækir innblástur sinn í umhverfi
sitt, veðurbarða hluti í umhverfi
sínu.
Þóra segist heilluð af þeirri áferð
og litum sem verði til fyrir tilstilli
vatns, frosts og vinds.
Í móðu í kaffihús-
inu Energia
Þóra Bríet
Pétursdóttir