Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 ÓPERUFERÐ TIL NEW YORK 20.–25. FEBRÚAR 2013 í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Verdis og Wagners Farið verður á eftirfarandi sýningar í Metropolitan-óperunni: Parsifal eftir Richard Wagner. Stjórnandi er Daniele Gatti og í aðalhlutverkum eru Jonas Kaufmann, Katarina Dalayman, Peter Mattei, Evgeny Nikitin og René Pape. Don Carlo eftir Giuseppe Verdi. Stjórnandi er Lorin Maazel og í aðalhlutverkum eru Ramón Vargas, Barbara Frittoli, Anna Smirnova, Dmitri Hvorostovsky, Ferruccio Furlanetto og Eric Halfvarson. Carmen eftir Georges Bizet. Stjórnandi er Michele Mariotti og í aðalhlutverkum eru Anita Rachvelishvili, Nikolai Schukoff, Ekaterina Scherbachenko og Teddy Tahu Rhodes. Enn fremur verður boðið upp á aðra menningartengda viðburði. Fararstjórar eru Tómas H. Heiðar, formaður Vinafélags Íslensku óperunnar og Edda Jónasdóttir, leiðsögumaður. Skráning hefst mánudaginn 12. nóvember en einungis 40 sæti eru í boði. Edda Jónasdóttir veitir nánari upplýsingar og annast skráningu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á edda@eric.is eða hringið í síma 848-3890. Vinafélag Íslensku óperunnar stendur fyrir Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is STÖÐUPRÓF Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirfarandi tungumálum: Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), mán. 3. des. kl. 16:00. Enska/English (9 einingar/15 fein*), fim. 29. nóv. kl. 16:00. Franska/French (12 einingar/20 fein*) mið. 28. nóv. kl. 16:00. Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), mið. 28. nóv. kl. 16:00. Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*), lau. 8. des. kl. 10:00. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), mið. 28. nóv. kl. 16:00. Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein) þri. 4. des. kl. 16:00. Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*), lau. 8. des. kl. 10:00. Þýska/German (12 einingar/20 fein*), mið. 28. nóv. kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. PLACEMENT TESTS Placement tests (for Secondary School credit) will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð in the subjects listed above. On-line registration takes place on the school website http://www.mh.is/skolinn/exam/. For more information call the school office tel. 595-5200. Everyone sitting the test must show an ID with a picture. The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on the day of the test, except for Norwegian and Swedish should be before noon on the day before the test. Please provide the name and identification number of the examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam. Rektor. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Titillinn Hylur fangar vel það streymi og kyrrð sem í tónlistinni er. Í ám er hylurinn staður þar sem dýpið er meira, straumurinn minnk- ar og tíminn stendur nánast í stað. Í tónlistinni minni dvel ég við ákveðna hugmynd, en hún fær samtímis að streyma áfram í ýmsar áttir,“ segir Agnar Már Magnússon djasspíanisti um samnefnda tveggja diska útgáfu sem Dimma gaf nýverið út. Hylur er fjórða sólódjassplatan sem Agnar Már sendir frá sér. Aðspurður segist Agnar Már í mörg ár hafa haft á stefnuskránni að gera einleiks- upptökur. „Ég samdi við útgefanda minn, Aðalstein Ásberg, hjá Dimmu um að ég færi í tvo daga inn í Von- arsalinn hjá SÁÁ, en þeir eru með frábæran flygil þar, og tæki upp alls konar músík. Það skilaði níu klukku- stundum af efni, jafnt erlendu sem íslensku auk þess sem þarna var frumsamið efni eftir mig í bland við spunamúsík sem ég samdi á staðn- um. Þegar við fórum að hlusta á upp- tökurnar fannst okkur spunarnir skemmtilegastir og ákváðum þá að gefa þá út á tvöföldum geisladiski,“ segir Agnar Már, en alls eru 22 lög á diskunum tveimur. „Ég valdi þetta þannig að lögin væru í svipuðum stíl, en samt fjölbreytt.“ Áskorun að stöðva ekki flæðið Agnar Már bendir á að spuninn er fyrirferðarmikill í djassinum. „Ég er yfirleitt að spinna í kringum fyrir- fram samin lög. Á diskunum er hins vegar enginn slíkur grunnur. Það veitir mér frelsi til þess að nálgast hljóðfærið eins og leikfangakassa þar sem maður getur leyft sér að prufa ýmislegt.“ Aðspurður segir Agnar Már ákveðin líkindi milli þess að semja tónlist og spinna. „Ég hef samið talsvert af tónlist í gegnum tíðina og þekki það ferli vel. Þá er maður að setja saman hluti sem maður veit ekki hvernig koma út, en gerir það hægt og rólega. Í spuna er ég í reynd að gera sama hlutinn, en hraða öllu ferlinu í tónsköpuninni,“ segir Agnar Már og tekur fram að ein helsta áskorunin þegar komi að spuna sé að leyfa hugmyndum að streyma án þess að byrja sjálfkrafa að reyna að ritskoða sjálfan sig. Myndirnar sem prýða umslagið á diskunum og bæklinginn eru úr smiðju Högna Sigurþórssonar. „Högni hefur alla tíð léð verkum mínum myndrænan búning og því lá beint við að hann ynni sitt eigið lista- verk, sem er spunaverk af sama toga og tónlistin.“ Spunatónleikar Þess má að lokum geta að Agnar Már fagnar útkomu Hyls með út- gáfutónleikum í Vonarsal SÁÁ í dag kl. 15. Aðspurður segist hann eðli málsins samkvæmt ekki geta leikið efni af diskunum tveimur þar sem um sé að ræða spuna. „Á tónleik- unum mun ég því spinna nýtt efni. Ekki er samt ólíklegt að hljóðheim- urinn verði í samhljóðan við lögin á diskunum, enda er ég að spila í sama sal og á sama hljóðfæri og á disk- unum. Ég er sannfærður um að hljóðfærið hafi átt stóran þátt í því hvaða stefnu tónlistin tók. Hljóðfær- inu líður best í ákveðnu mengi,“ seg- ir Agnar Már að lokum. Tónlistin streymir kyrrlát áfram  Djasspíanistinn Agnar Már Magn- ússon með útgáfutónleika í dag Spunar „Þegar við fórum að hlusta á upptökurnar fannst okkur spunarnir skemmtilegastir og ákváðum þá að gefa þá út,“ segir Agnar Már. Hlynur Helgason opnar sýninguna Patagónía í Mjólkurbúðinni Listagili á Akureyri kl. 15. Sýningin sam- anstendur af gvassakvarellum, ljós- myndum, ljósmyndaskyggnum og myndbandsverki. Myndefni sýning- arinnar var unnið árið 2010 í Argent- ínu, bæði í Buenos Aires en einnig á ferð þvert yfir suðurhluta landsins, Patagóníu. „Hugmyndin er að birta á Akureyri vissan fjarska sem von- ast er til að tóni þó við ímynd Ak- ureyringa og þátttöku í heiminum. Viss vakning á bak við þrána sem fylgir sýningunni er fengin úr kafla Atómstöðvar Halldórs Laxness, en þar er Patagónía kynnt til sögunnar sem einskonar draumaland þar sem jafnrétti og réttlæti getur átt sér stað,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Hlynur Helgason á að baki rúm- lega 25 ára feril sem myndlistar- maður. Hann útskrifaðist frá mál- aradeild Mynd og Handíðaskóla Íslands 1986 og lauk M.A. prófi frá Goldsmith́s Collage, Un. Of London 1994. Á síðasta ári lauk Hlynur Ph.D. prófi í Media Philosophy frá European Gratuate School. Sýningin stendur til 25. nóv- ember, en opnunartími er laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi. Patagónía opnuð Fjarski Eitt verkanna á sýningunni.  Hlynur Helga- son sýnir í Mjólk- urbúðinni Lifandi vatn er yfirskrift tónleika Kvennakórs Háskóla Íslands sem fram fara í Háteigskirkju á morgun kl. 16. Stjórnandi kórsins er Mar- grét Bóasdóttir, en kórinn stofnaði hún árið 2005. Á tónleikunum verður m.a. frumflutt ný útsetning Ragn- heiðar Gröndal á sálminum „Lifandi vatnið“ við ljóð Sigurðar Pálssonar, um 900 ára gömul miskunnarbæn, Hallelúja frá Gana, Haustvísur til Máríu í nýrri útsetningu Smára Óla- sonar, lög við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar eftir Hjálmar H. Ragnarsson, tónlist kanadískra tón- skálda sem ekki hefur heyrst hér- lendis áður, kór nunnanna úr kvik- myndinni Sound of Music og kórverk eftir F. Schubert. Raddir Margrét ásamt kórnum. Lifandi vatnið  Tónleikar Kvenna- kórs Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.