Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 269. tölublað 100. árgangur
KARATEKAPPI
SÓPAÐI AÐ SÉR
VERÐLAUNUM
ÚTILISTAVERK
ÚR TÖPPUM
ÓHEFT ÍMYNDUNAR-
AFL OG DJÚPUR
SKÖPUNARKRAFTUR
REGNBOGABRÚIN 21 TÓNLEIKAR Í KALDALÓNI 46HEIÐAR BENEDIKTSSON 10
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Í sumum tilvikum veldur það töf-
um á rannsóknum í sakamálum al-
mennt, að það skuli ekki vera neinn
til að ganga í málið og klára það.
Það er bagalegt og aldrei gott að
mál tefjist,“ segir Sigríður Friðjóns-
dóttir ríkissaksóknari, aðspurð um
hvort það tefji rannsóknir mála, að
hér á landi sé ekki starfandi rétt-
armeinalæknir í fullri stöðu. Starf
réttarmeinalæknis er nú hlutastarf.
Hingað til landsins kemur reglulega
þýskur réttarmeinalæknir. Enginn
Íslendingur hefur sinnt starfinu eft-
ir að Þóra Steffensen starfaði sem
slíkur.
„Við erum með útlenda réttar-
meinalækna í hlutastarfi hjá okkur.
Staðan hefur verið með þeim hætti
frá því löngu fyrir hrun og tengist
því ekki sparnaði á neinn hátt,“ seg-
ir Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans. Hann segir það dýrara að fá
erlenda lækna til að sinna starfinu.
Þetta sé lendingin því enginn Ís-
lendingur hefur fengist í starfið.
„Ég held að gangur mála hér á
landi sé ekki frábrugðinn öðrum
löndum, þó vissulega sé þetta öðru-
vísi í sjónvarpsþáttunum CSI,“ seg-
ir Björn. Hann bendir á að rann-
sóknirnar sem ættu sér stað þar
væru ekki í takt við raunveruleik-
ann.
„Það hefur verið okkar vandi und-
anfarin ár að við höfum þurft að
reiða okkur á útlenda réttarmeina-
fræðinga í nokkur ár. Flestir hafa
komið frá Þýskalandi,“ segir Bjarni
A. Agnarsson, yfirlæknir á rann-
sóknarstofu í meinafræði við
Landspítalann. Tveir Íslendingar
hófu nýverið framhaldsnám í rétt-
arlæknisfræði í Svíþjóð. „Það eru
blikur á lofti um heimkomu ís-
lenskra lækna og því veit maður
ekki hvað verður. Það er vandamál
sem ég reikna með að margar sér-
greinar glími við. En auðvitað vona
ég að það fólk sem er að læra snúi
aftur heim,“ segir Bjarni.
Jafnframt segir hann að „það
væri betra að hafa meinafræðing
sem væri hér alltaf. Þetta leiðir til
þess að hlutirnir taka lengri tíma.
En ég tel að það sé verið að sinna
því sem þarf að sinna.“
Enginn réttarmeinalæknir á landinu
Getur tafið rannsókn sakamála
Þýskur læknir kemur reglulega
Morgunblaðið/Ómar
Læknar Hlutirnir taka lengri tíma
með réttarmeinalækni sem er í
hlutastarfi en ekki í fullri stöðu.
Í gærkvöldi féll fyrsti snjórinn í höfuðborginni sem staldraði við lengur en
í smástund. Borgin klæddist sínu hvíta vetrarteppi sem óneitanlega er fag-
urt nýfallið og ósnert. Ekki taka þó allir vetrarkomunni fagnandi, sumir
kæra sig lítt um hálkuna á götunum sem fylgir Kára í jötunmóð.
Fyrsti snjórinn í borginni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
„Á þessu stigi get ég sagt að ég hef
aldrei séð lögtækni gert jafn hátt und-
ir höfði í íslenskri réttarsögu. Þetta er
gert með því að einskorða umboðið til
þess að fara yfir grundvallarlög
landsins með lögtækni, hugtaki sem
enginn veit hvað er. Það er áberandi
þversögn falin í því hjá forsætisráð-
herra að biðja um lögtæknilega úttekt
en nefna úttektina engu að síður degi
seinna lögfræðilegan gæðastimpil,“
segir Kristrún Heimisdóttir, lögfræð-
ingur og lektor við Háskólann á Ak-
ureyri, aðspurð um niðurstöður sér-
fræðihóps um tillögur stjórnlagaráðs.
Kristrún og Bryndís Hlöðversdóttir,
rektor Háskólans á Bifröst, halda er-
indi á sameiginlegum fundi háskól-
anna um niðurstöðu sérfræðihópsins í
Háskólanum í Reykjavík í dag.
„Ég sé ekki betur en að í ábending-
unum felist að einhverju leyti efnis-
legar breytingar. Enda er kannski
vandrataður meðalvegurinn á milli
þess að gera lagatæknilegar og efnis-
legar breytingar. Að öðru leyti finnst
mér þetta verk vel unnið að flestu
leyti. Þeir sníða af ákveðna vankanta
en koma svo með efnislegar ábend-
ingar í almennum athugasemdum,“
segir Bryndís.
„Vönduð, djúp og þverfagleg“
Kristrún er á því að sérfræðihóp-
urinn hafi gert sér grein fyrir þeim
annmörkum sem á því eru að vinna út
frá svo þröngu umboði og þess vegna
leggi hópurinn áherslu á það í skila-
bréfi sínu að nauðsynlegt sé að gera
heildstæða úttekt á réttaráhrifum til-
lagnanna. „Ég held að það sé skylda
Alþingis og þingmanna hvar í flokki
sem þeir standa að fara fram á að slík
úttekt verði gerð, hún verði vönduð,
djúp og þverfagleg,“ segir Kristrún.
„Ég held að það sé mjög mikilvægt
að skoða vandlega þau áhrif sem til-
lögur stjórnlagaráðs og ábendingar
sérfræðihópsins hafa á stjórnskipun
landsins. Alþingi fer með málið en
hefur að sjálfsögðu umboð til að fela
öðrum að gera slíka úttekt, sé vilji
fyrir slíku,“ segir Bryndís.
MStjórnarskrármálið afgreitt »2, 26
Þversögn
hjá ráðherra
„Aldrei séð lögtækni gert jafn hátt
undir höfði,“ segir Kristrún Heimisdóttir
Íbúðalánasjóður og lífeyris-
sjóðirnir myndu gróft á litið tapa um
600 milljörðum króna ef hjón sem
stefnt hafa Íbúðalánasjóði vinna
málið.
Þetta er lausleg áætlun Yngva
Harðarsonar, framkvæmdastjóra
ráðgjafafyrirtækisins Analytica,
sem tekur dæmi af því hvaða endur-
greiðslum lántakendur gætu átt rétt
á ef dæmt verður að verðbætur skuli
endurgreiddar.
Lántaki sem hafi tekið 10 milljóna
króna lán árið 2002 geti átt endur-
kröfurétt á verðbótum, greiddum og
ógreiddum, að fjárhæð 8.525.394 kr.
Áhrifin á fjármálakerfið yrðu því
gífurleg. »4
Myndu tapa 600
milljörðum króna
Morgunblaðið/Arnaldur
Íbúðir Deilt er um verðbætur vegna lána.
Styrmir Gunn-
arsson, fyrrver-
andi ritstjóri
Morgunblaðsins,
hefur ritað bók-
ina Sjálfstæðis-
flokkurinn –
Átök og uppgjör,
um átökin innan
flokksins á ár-
unum 1970-1985.
Fjallar hann
m.a. um deilurnar um bandaríska
varnarliðið í Keflavík en í inngangi
bókarinnar segir hann að e.t.v. eigi
ungt fólk erfitt með að skilja við-
horf og hugsunarhátt þeirra sem
tóku þátt í átökum kalda stríðsins.
„Ég held að yngri kynslóðin eigi
kannski erfitt með að setja sig inn í
andrúmsloftið sem ríkti á þessum
tíma og var mjög hart,“ segir
Styrmir. »4
Átök og uppgjör
Sjálfstæðisflokks
Styrmir
Gunnarsson Fram kom í umræðum á Alþingi í
gær að þörf væri á 500 milljóna
króna aukafjárveitingu til að koma í
veg fyrir frekari uppsagnir og fækk-
un lögreglumanna en Snorri Magn-
ússon, formaður Landssambands
lögreglumanna, segir þá upphæð að-
eins dropa í hafið þegar útgjöld til
lögreglunnar hefðu dregist saman
um 2,8 milljarða á síðustu tveimur
árum.
„Þetta er gríðarlega mikið högg
sem stéttin hef-
ur orðið fyrir.
Það er verið að
biðja um hið
ómögulega að
ætla lögreglu-
stjórum að reka embættin með þess-
um hætti,“ sagði Snorri í gær.
Hann sagði stöðuna í lögreglu-
embættum landsins mismunandi eft-
ir stöðum en hún væri alls staðar
slæm. »20
Slæm staða í öllum lög-
regluumdæmum landsins