Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.11.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Útlán Íbúðalánasjóðs eru um 800 milljarðar. Sjóðurinn er þegar búinn að fá greiddar verðbætur á tíma- bilinu sem dóms- málið vísar til. Tökum einfalt dæmi um 25 ára lán tekið í árslok 2002 og notum það sem dæmi- gert lán til að álykta út frá um verðbætur. Ef vextir hafa verið t.d. 5% og lánið 10 milljónir í upphafi þá nema greiddar og ógreiddar verð- bætur samtals um 8,5 m.kr. en lánið stendur í 13,2 m.kr. Ef endurgreiða þarf 8,5 m.kr. þá svarar það til 64,5% af eftirstöðvum lánsins með verðbót- um. Ef um er að ræða 40 ára lán þá breytist þetta hlutfall í 58%. Ef við gefum okkur töluna 60% og að eft- irstöðvar útlána hjá Íbúðalánasjóði nemi 800 milljörðum þá erum við að tala um hugsanlega fjárhæð sem næmi 480 milljörðum. Sú tala væri þá tap sjóðsins,“ segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrir- tækisins Analytica, um áhrifin af því ef hjón sem stefnt hafa Íbúðalána- sjóði vinna málið. Er vikið að stefn- unni hér fyrir neðan. Yngvi tekur fram að þetta sé mjög gróf áætlun en hann var einn höf- unda skýrslu sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið árið 2010 um kosti og galla verðtryggingar. Yrði mikið högg fyrir sjóðina Hann víkur að lífeyrissjóðunum. „Gefum okkur að veðlán lífeyris- sjóðanna séu til öll til neytenda – þ.e. sjóðfélaga – sem kann að vera ofur- einföldun. Fjárhæð þeirra skv. skýrslum FME nemur um 200 millj- örðum. Ef 60% af þeirri fjárhæð tap- ast þá svarar það til 120 milljarða króna. Það myndi bitna á lífeyris- réttindum sjóðfélaga. Þessi dæmi eru einföldun en ég tek ekki með í reikn- inginn að lífeyrissjóð- irnir hafa verið að byggjast upp í nokk- urn tíma. Það sama á við um Íbúðalánasjóð. Þar eru líka á ferð háar fjárhæðir. Málið varð- ar ekki aðeins núver- andi stöðu. Þetta er þannig líka spurning um hvort málið beinist gegn öllum verðtryggðum eignum lífeyrissjóðanna eða eingöngu að sjóðs- félagalánum. Lífeyrissjóðirnir hafa vaxið með iðgjöldum sem varið er til fjárfestinga. Þá kemur til vöxtur vegna afraksturs fjárfestinga, þ.m.t. verðbóta. Það þarf því að fara mjög varlega í allar tölur í þessu samhengi, skoða þarf málið betur,“ segir Yngvi en samkvæmt þessu yrði heildartap Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna um 600 milljarðar. Kveðið á um skaðabætur Að sögn Þórðar Heimis Sveins- sonar, hdl. og lögmanns hjónanna, felur stefnan í sér að Íbúðalánasjóði hafi verið óheimilt að krefja þau um heildarlántökukostnað af láninu, þ.m.t. vexti, verðbætur og lántöku- kostnað en til vara að óheimilt hafi verið að krefjast verðbóta. Þessi kostnaður verði sóttur ef málið vinnst en engin fjárupphæð sé tilgreind. Í neytendalánalögunum sé heimild fyrir því að krefjast skaðabóta í sam- ræmi við almennar reglur skaðabóta- réttar ef brot á neytendalánalögum sannast. Því geti hjónin mögulega átt skaðabótakröfu 10 ár aftur í tímann. Þórður Heimir telur málið munu hafa fordæmisgildi fyrir önnur lán Íbúða- lánasjóðs, verðtryggð lán lífeyris- sjóðanna og önnur verðtryggð lán. Þýddi allt að 600 milljarða króna tap  Hagfræðingur áætlar áhrif stefnu gegn Íbúðalánasjóði Morgunblaðið/Ómar Frá Kópavogi Verðbólgan fór af stað við efnahagshrunið árið 2008. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Eftir mikinn kosningaósigur Sjálf- stæðisflokksins árið 1978 fór Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður flokksins, í viðamiklar aðgerðir til að rétta flokkinn af og endurnýja með ýmsum hætti, en það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert eftir hrun. Þetta segir Styrmir Gunnars- son, fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, en hann hefur ritað bók um átökin í Sjálfstæðisflokknum frá láti Bjarna Benediktssonar ár- ið 1970 og fram til ársloka 1985. „Mér finnst að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði þurft nú þegar að vera búinn að ganga í gegnum svona endurskoðun og endurnýjun, bæði á starfsháttum og stefnu, en mér finnst hann ekki vera búinn að því,“ segir Styrmir um uppgjör flokksins við hrunið. Bókina, Sjálfstæðisflokkurinn – Átök og uppgjör, ætlaði Styrmir að rita fyrir um tuttugu árum en kom því ekki við vegna anna. „Ég hef haft þörf fyrir að skrifa þessa bók og ástæðan er einfald- lega sú að mér fannst á sínum tíma að það væri svolítið erfitt fyr- ir okkur sem studdum Geir Hall- grímsson, á þeim árum sem mest átök voru í Sjálfstæðisflokknum eftir lát Bjarna Benediktssonar, að tala hreint út. Vegna þess að það skipti öllum máli að halda Sjálfstæðisflokknum saman, frá hans sjónarhóli séð,“ segir Styrm- ir. Í bókinni rekur hann mjög ítar- lega innanhúsmál í Sjálfstæðis- flokknum og gerir það á grundvelli minnisblaða sem hann tók saman um ýmis samtöl við forystumenn í stjórnmálunum á þessum tíma. Hann segir þessa aðferðafræði ekki óumdeilda en langt sé um lið- ið og langflestir sem komi við sögu séu horfnir á braut eða hafi hætt þátttöku í stjórnmálum. „Ég tel að ég sé ekki að meiða neinn með því að gera þetta með þessum hætti. En auðvitað opnar þetta fólki ákveðna sýn inn í það hvernig kaupin gerast á eyrinni, að tjaldabaki, ef svo má komast að orði,“ segir Styrmir. Uppgjör við innanflokksátök  Styrmir Gunnarsson gefur út bók um átökin innan Sjálfstæðisflokksins 1970- 1985  Opnar fólki „ákveðna sýn inn í það hvernig kaupin gerast á eyrinni“ Hæstiréttur dæmdi í gær Svavar Halldórsson, fréttamann RÚV, til að greiða athafnamanninum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í aðalfréttatíma RÚV. Hæstiréttur sneri þar með sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness við en Svav- ari var einnig gert að greiða Jóni Ás- geiri eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. „Ég veit ekki hvað það er með mig en mér líður ekki eins og glæpamanni. Ég veit að fréttin er sönn, ég hafði af- skaplega öruggar heimildir og fékk að sjá pappíra sem staðfesta allt saman,“ sagði Svavar við mbl.is í gær. Málið snerist um texta sem Svavar las í fréttatíma RÚV, þar sem því var m.a. haldið fram að yfirvöld hefðu undir höndum gögn sem bentu til þess að Pálmi Haraldsson, Jón Ásgeir og Hannes Smárason hefðu skipulagt svokallaða Panama-fléttu. „Þetta er furðulegur dómur,“ sagði Svavar í gær. „Jón Ásgeir sýndi ekki fram á að þessi tilteknu ummæli væru ósönn og mér var stillt upp við vegg þannig að ég átti óhægt um vik að sanna þau. Nema þá að upplýsa um heimildarmenn mína,“ sagði hann. RÚV greiði kostnaðinn Svavar sagði merkilegt að innan- húsreglur Ríkisútvarpsins væru orðnar forsendur í hæstaréttardóm- um en í dóminum sagði m.a. að Svavar hefði ekki sýnt fram á að hann hefði við vinnslu fréttarinnar leitað eftir upplýsingum frá Jóni Ásgeiri. „Og all- ir blaðamenn á Íslandi vita að maður tekur ekki upp símann og hringir í Jón Ásgeir,“ sagði Svavar. Hann sagði RÚV hafa greitt allan lögfræðikostnað og að hann gerði ráð fyrir að RÚV myndi standa á bak við hann í þessu máli hér eftir sem hingað til. Jón Ásgeir fær miskabætur  „Furðulegur dómur,“ segir Svavar Morgunblaðið/Sigurgeir S Snúið Svavar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ári. Í bókinni segir Styrmir m.a. frá tilraunum til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn en þar kemur m.a. fram að Ólafur Ragnar Grímsson hafi „legið“ í Alberti Guðmundssyni í byrj- un árs 1982 og boðið honum borgarstjóraembættið að því gefnu að hann færi fram með sérlista í borgarstjórnarkosn- ingunum eða jafnvel ef hann færi á lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar en klyfi sig síðan úr flokkinum að þeim loknum. Tilraunir til klofnings Á BAK VIÐ TJÖLDIN Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 101 Reykjavik www.gam.is Aðspurður hvaða áhrif það hefði á verðtryggð lán ef hjónin Theodór Magnússon og Helga Margrét Guð- mundsdóttir vinna mál sitt gegn Íbúðalánasjóði stillir Yngvi upp tveim dæmum. Í fyrsta lagi dæmi af lántaka sem tók 25 milljóna kr. lán árið 2002 á 5% vöxtum og upplifði sömu breytingar á vísitölunni og orð- ið hafa síðustu tíu árin. Greiddar verðbætur af lán- inu í árslok 2012 séu 6.745.558 kr., eftirstöðvarnar 18.411.556 krónur og áætlaðar verð- bætur af þeim 14.567.928 kr. Samanlagt geti lántakinn því krafist 21.313.486 króna endurgreiðslu á greiddum og ógreiddum verðbótum sem séu samtals um 64,6% af eftir- stöðvum með verðbótum. Annað dæmi er 10 milljóna kr. lán samkvæmt sömu forsendum. Greiddar verðbætur séu 2.698.223 kr. í árslok 2012 og eftirstöðvar með verðbótum 13.191.794 kr. og verðbætur á þær 5.827.171 kr. Samanlagt séu verð- bætur, greiddar og ógreiddar, því 8.525.394 kr. Líkt og í fyrra dæm- inu er hlutfall þeirra af verðbætt- um eftirstöðvum 64,5%. Samkvæmt þessu ætti lántak- inn því endurkröfurétt á hendur lánveitandanum upp á ríflega 8,5 milljónir króna, ef varakrafan um endurgreiðslu verðbóta í máli hjónanna verður samþykkt. Milljónir yrðu slegnar af lánum HUGSANLEG ÁHRIF STEFNUNNAR FYRIR LÁNTAKENDUR Yngvi Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.