Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 6

Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Ármann J. Lárusson, sigursælasti glímumað- ur Íslandssögunnar, andaðist á Landspítal- anum að morgni 14. nóvember, áttræður að aldri. Ármann fæddist í Reykjavík 12. mars 1932, sonur hjónanna Lárusar Salómons- sonar, lögreglumanns og glímukappa, og Kristínar Gísladóttur húsfreyju. Ármann fór ungur að vinna, var verkamaður, lögreglumaður og starfaði sjálfstætt við byggingar- vinnu, hellu- og flísalagnir. Ármann var mjög sigursæll frjáls- íþróttamaður og glímukappi. Hann vann Grettisbeltið fyrst árið 1952 og var glímukóngur fjórtán ár í röð frá árunum 1954- 1967. Ármann vann Ármannsskjöldinn árið 1950 og vann skjöldinn aftur á árunum 1953- 1956 og 1958-1960 eða samtals átta sinnum. Enginn annar hefur leikið þetta eftir. Ármann tók mikinn þátt í byggingu Frí- kirkjunnar Kefas á Vatnsenda og var virk- ur í safnaðarstarfinu. Ármann kvæntist Björgu R. Árnadóttur árið 1953. Þau eignuðust tvö börn, Sverri Gauk og Helgu Rögnu. Andlát Ármann J. Lárusson glímukappi BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Yndislestur getur einn og sér styrkt mjög stöðu nemenda í skól- anum, nemendahópsins sem heild- ar og þar með samkeppnisstöðu þjóðarinnar,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Barnabókaseturs Íslands á Akureyri. Brynhildur segir að margar rannsóknir séu til um lestrarvenjur ýmissa árganga á Íslandi og þróun lestrarvenju, sem sýni minnkandi lestur barna. „Okkur langaði að snúa við sjónarhorninu, hætta að tala um vandamálið og reyna að finna út hvernig læra megi af krökkum sem ennþá lesa eitthvað, nýta sterku lesendurna,“ segir hún um lestrarannsóknina. Foreldrarnir mikilvægir Í rannsókninni var rætt við krakkana um lestrarvenjur, lestr- aruppeldi, hver læsi heima, hvernig þeir kynntust bókum og lestri og svo framvegis til þess að finna út hver þáttur foreldra er og uppeldis í áhuga krakka á lestri. Brynhildur segir að markmiðið hafi verið að komast að því hvað geri krakka að sterkum lesendum og hvernig efla megi hópinn til þess að fjölga krökkum sem lesa. Starfsfólk Barnabókasetursins vinnur út frá því að lestur sé ekki einkamál krakkanna. Allar viðkom- andi rannsóknir sýni að lestur barna sé í beinu sambandi við fjöl- skylduaðstæður, menntun og efna- hag foreldranna. Lestraráhugi barna og lestrarvenjur hefjist heima og ráðist mikið af því hvern- ig foreldrar standi sig í lestrarupp- eldinu. Rannsóknin hjálpi því til við að ná til foreldra og fjölskyldna auk þess sem hún aðstoði yfirvöld á sviði mennta, menningarmála og félagsmála við að móta stefnu með það að leiðarljósi að lestur sé spurning um menningarlegan auð og félagslega stöðu krakkanna. „Við sjáum að börn þurfa að alast upp við bóklestur og það þarf að lesa fyrir þau frá því þau eru pínu- lítil,“ segir Brynhildur. „Þau þurfa að sjá bækur í kringum sig. Þau þurfa að sjá lesendur sem fyrir- myndir, bæði pabba og mömmu. Þegar þau eru komin í skólann þurfa þau að hafa kennara sem hef- ur áhuga á bóklestri. Þau þurfa að hafa gott skólasafn.“ Bóklestur og námsárangur Brynhildur bendir á að rann- sóknir hafi sýnt að beint samband sé milli áhuga og ánægju af bók- lestri og árangurs í lesskilningi og þar með námsárangurs. Til dæmis sé mjög sterk fylgni á milli lesskiln- ings og árangurs í stærðfræðipróf- um enda séu flest dæmin lesskiln- ingsdæmi. Börn og unglingar sem lesi daglega standi sig allt að einu og hálfu skólaári betur í lesskiln- ingi heldur en börn sem geri það ekki. Mikilvægt sé því að nýta nið- urstöðurnar í skólunum og það sé til dæmis hægt að gera með því að taka 20 til 30 mínútur á dag í ynd- islestur, því yndislestur styrki les- skilning og þar með námsárangur. „Lestur er ekki bara tómstunda- starf, afþreying eða tímasóun eins og maður, því miður, finnur stund- um að skólayfirvöldum finnst,“ seg- ir Brynhildur. Hún bætir við að þetta eigi sérstaklega við um eldri bekkina, það sé eins og svigrúm til yndislestrar detti svolítið niður í 5. og 6. bekk og sé meira og minna horfið í unglingadeildum. Hún áréttar að gott starf sé unnið í mörgum skólum hvað þetta varðar, en aldrei sé of vel gert. „Það hefur verið sýnt fram á að krakkarnir okkar lesa minna að jafnaði en krakkar í þeim löndum sem standa sig betur í lesskilningi.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Yndislestur Hópur barna mætir í sögustund á Amtsbókasafninu á Akureyri á fimmtudögum og sumir gleyma sér í bókahillunum. Yndislestur styrkir þjóðina  Segir rannsóknina aðstoða yfirvöld við að móta stefnu með það að leiðarljósi að lestur sé spurning um menningarlegan auð og félagslega stöðu krakkanna „Það sem helst einkenndi veiðiferðina var fádæma ótíð og frátafir frá veiðum vegna veðurs,“ segir Eiríkur Ragn- arsson, skip- stjóri á frysti- togaranum Helgu Maríu AK, á vef HB Granda, en skipið kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir 24 daga úthald. „Það hafa verið skítabrælur með litlum hléum í heilan mánuð. Þótt það sé ekkert óvenjulegt að það bræli og það hressilega á þessum árstíma, þá er munurinn sá að nú gátum við ekki fært okkur milli svæða til þess að komast í betra veð- ur. Það var óveður alls staðar,“ segir hann. Afli Helgu Maríu upp úr sjó var um 420 tonn í veiðiferðinni og áætlað aflaverðmæti um 137 milljónir króna. Fádæma ótíð og frátafir á öllum miðum Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur lagt fram til- lögu um að heimila Reykjavíkurborg að ganga til við- ræðna við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á Perlunni. Borgarráð tók tillöguna til umfjöllunar í gær en að beiðni sjálfstæðismanna var málinu frestað um viku. Í tillögunni er Reykjavíkurborg heimilað að ganga til samninga við ríkið um að það leigi húsið í allt að 15 ár og komi þar upp náttúruminjasafni. Í fréttatilkynningu seg- ir að í greinargerð starfshóps sem skipaður var um kaup borgarinnar á Perlunni kom fram að Perlan bjóði upp á mjög góða möguleika til að koma upp náttúruminja- sýningu. Jón Gnarr segir að Perlan sé best komin í op- inberri eigu og hann vonist til að þarna verði blómleg starfsemi sem laði að börn og fullorðna sem og erlenda gesti. „Börn og unglingar fá þarna einstakt tækifæri til að auka víðsýni sína og fræðast um náttúru Íslands og Perlan mun fá göfugra hlutverk en hún hefur haft,“ segir Jón. Heimild borgarráðs er bundin við að viðunandi leigusamningur um sýningu Náttúruminjasafns Íslands og væntanlegar leigutekjur standi undir kaupverði. heimirs@mbl.is Borgarstjóri vill að borgin eignist Perluna  Starfshópur segir húsnæðið heppilegt undir Náttúruminjasafn Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðdráttarafl Perlan er á besta stað í borginni. Helstu niðurstöður lestrarrann- sóknar Barnabókasetursins eru þær, að sögn Kristínar Hebu Gísladóttur sem sá um rann- sóknina ásamt Þorbjörgu Ólafs- dóttur, að allir lestrarhestarnir ólust upp við það að báðir for- eldrar lásu fyrir þá en öll börnin í viðmiðunarhópnum nutu að- eins lestrar mæðra sinna. Lestr- arhestarnir nefndu ýmsar ástæður fyrir lestrinum s.s. til þess að geta lesið texta á bíó- myndum, til að standa sig í skóla eða til þess að geta farið í háskóla en aðeins eitt barn í viðmiðunarhópnum gaf upp þá ástæðu fyrir lestri sínum að geta lesið orðadæmi í stærð- fræði. Engin neikvæð viðhorf voru gagnvart lestrarhestum og þeir reyndust vera mjög virkir á öðrum sviðum eins og t.d. í íþróttum og tónlistarnámi. Lestrarhestarnir sögðu að það væri einstaklingsbundið hvað hver læsi en börnin í viðmið- unarhópnum voru hörð á því að ákveðnar bækur væru fyrir stelpur og aðrar fyrir stráka. „Þau voru þröngsýnni,“ segir Kristín Heba. Í sumar tóku 44 börn þátt í sumarlestrarnámskeiði Amts- bókasafnsins og 17 þeirra, fædd 2002 og 2003, tóku þátt í lestr- arrannsókninni. Auk þess sjö börn á sama aldri úr viðmið- unarhópum. Kristín Heba greinir frá niðurstöðunum á málþingi sem hefst kl. 16 í dag í Háskól- anum á Akureyri. Lestrarhestar víða virkir LESTRARRANNSÓKN BARNABÓKASETURS ÍSLANDS Mörður Árnason, framsögumaður meirihluta um- hverfis- og sam- göngunefndar fyrir áliti um rammaáætlunina, segist stefna að því að álitið verði sent út úr nefnd- inni á mánudag. Drög að álitinu upp á 40 síður séu tilbúin. Hann seg- ir meirihluta vera í nefndinni fyrir óbreyttri þingsályktunartillögu um- hverfisráðherra, engar breytingar- tillögur séu gerðar. Jafnframt telur Mörður að meirihluti sé fyrir málinu á Alþingi. Umhverfis- og samgöngu- nefnd Alþingis fundar um málið í dag, þar sem einn gestur kemur fyr- ir nefndina. Atvinnuveganefnd þingsins er einnig á fundi í dag, þar sem rammaáætlunin er á dagskrá. Nefndin átti að skila sinni umsögn um málið 1. nóvember sl. og Mörður segir sína nefnd skila álitinu á mánu- dag óháð því hvort atvinnuvega- nefnd verði búin að skila af sér. „Ef umsögnin kemur þá verður hún tekin til umfjöllunar,“ segir Mörður. bjb@mbl.is Nefndar- áliti skilað á mánudag  Óháð umsögn at- vinnuveganefndar Mörður Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.