Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Bjarni Benediktsson lýsti þeirriskoðun sinni á þingi í gær „að ekkert eitt mál geti skipt lífskjörin í landinu jafnmiklu og ef vel tekst til við afnám haftanna og stýringu á út- flæði þess gjaldeyris sem þrýstingur er á um að greiða út úr landinu.“    Forsætisráðherrahafði á hinn bóginn engar áhyggj- ur af þessu og sagði að við hefðum „öll tök á málinu“ þar sem Seðlabankinn hefði reglugerðar- valdið.    Bjarni nefndi í þvísambandi að ár- ið 2009 hefði bankinn vanreiknað erlenda skuldastöðu um 800 milljarða króna og sagðist hafa „verulega miklar áhyggjur“ af svari forsætisráðherra.    Hann sagði að það væri „alger-lega skýlaus krafa“ að þingið yrði ekki aðeins upplýst heldur ætti það einnig síðasta orðið um hvernig þessum málum yrði háttað. „Það er engan veginn ásættanlegt þegar um jafnstór mál er að ræða að þingið sitji hjá, sætti sig við að fá að fylgjast með og eftirláti einum manni endanlega ákvörðun í málinu.“    Jóhanna svaraði því til að það væriekki aðeins einn maður sem héldi utan um málið heldur „fylgjast ráðuneytin, ekki síst efnahagsráðu- neytið og fjármálaráðuneytið, mjög vel með þessum málum og eins ráðu- neyti bankamála.“    Vissulega er til bóta að forsætis-ráðherra komi hvergi nærri í þessu hagsmunamáli, en ætli ein- hverjum sé létt að vita að Már hefur Steingrím og Katrínu sér til ráð- gjafar? Bjarni Benediktsson Áhyggjulaus forsætisráðherra STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 15.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 2 snjókoma Akureyri 3 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 snjókoma Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -6 snjóél Þórshöfn 8 skýjað Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 3 alskýjað Brussel 5 skýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 10 súld London 7 léttskýjað París 5 skýjað Amsterdam 5 alskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 0 þoka Vín 8 heiðskírt Moskva 5 alskýjað Algarve 16 skýjað Madríd 17 skýjað Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -11 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 3 alskýjað Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:02 16:25 ÍSAFJÖRÐUR 10:27 16:09 SIGLUFJÖRÐUR 10:11 15:51 DJÚPIVOGUR 9:36 15:49 Hæstiréttur hefur sakfellt fjóra karlmenn fyrir að leggja á ráðin um og standa saman að innflutningi á samtals 877,81 grammi af kókaíni, sem unnt var að framleiða um 3,7 kíló af kókaíni úr. Þyngstan dóm, þriggja ára fang- elsi, hlaut Andri Þór Eyjólfsson, fæddur 1987, en hann braut gegn skilyrðum reynslulausnar. Hafþór Logi Hlynsson, fæddur árið 1987, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi og karlmaður fæddur árið 1982 hlaut átján mánaða dóm. Fjórði maðurinn, fæddur árið 1941, hlaut fimmtán mánaða fangelsi. Upphaf málsins má rekja til þess að lögreglu bárust ábendingar um að Hafþór Logi flytti inn fíkniefni í ferðatöskum. Gerð var húsleit hjá honum í janúar 2010. Tæpum mán- uði síðar var maður handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, með tvær ferðatöskur þar sem kókaín var falið. Þó svo að burðardýrið gæfi ekki strax upp nöfn samverkamanna sinna bárust böndin strax að Haf- þóri Loga. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu að lögregla hleraði einnig síma Hafþórs og í einu símtalinu var honum greint frá því að ekkert heyrðist í burðardýrinu. Talað var undir rós og rætt um það hvort viðkomandi væri týndur uppi á jökli eða hvort hann væri að „tjilla“. Í því samhengi er burðardýr sagt týnt uppi á jökli þegar hann er grip- inn í tollinum en að „tjilla“ hafi hann ekki verið tekinn. andrikarl@mbl.is Hús Hæstaréttur í Reykjavík. Burðardýr- ið „týndist á jöklinum“ Frummælendur á fundinum verða Sigríður Benediktsdóttir frá Seðla- bankanum og Jakob Ásmundsson frá Straumi. Illugi Gunnarsson alþingismaður og Steingrímur J. Sigfússon ráðherra taka þátt í pallborði. Fundarstjóri verður Sigríður Hallgrímsdóttir almannatengill. Fundurinn er haldinn í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 16. nóvember og stendur frá 12.00 til 13.30. Pallborð eftir erindi frummælenda. Fundurinn er öllum opinn. Skráning fer fram á heimasíðu FVH, www.fvh.is Ísland á gjalddaga? Hver er raunveruleg skuldastaða Íslands og hvað er til ráða svo hægt sé að aflétta höftunum? Sigríður Benediktsdóttir Illugi Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Jakob Ásmundsson Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.