Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is K aratekappinn og menntaskólaneminn Heiðar Benediktsson náði fyrr í mánuð- inum í gullverðlaun, silfurverðlaun og þrenn brons- verðlaun á Gautaborg Open- mótinu. Heiðar hefur æft karate síðan hann var sjö ára gamall og er með svarta beltið en hann iðkar svokallað shotokan-karate. Notar góðu tilfinningarnar til að sannfæra hugann „Markmiðið er alltaf að ná fyrsta sæti í öllu og í það minnsta að ná einhverjum verðlaunum. Ég hef farið tvisvar á Norðurlanda- meistaramót og lent þar í öðru og þriðja sæti. Það er gott að eiga til- finningar frá því að hafa unnið mót innra með sér svo og góðar tilfinn- ingar fyrir utan íþróttina því þær getur maður notað til að sannfæra hugann um að maður sé bestur. Slíkur hugsanagangur stjórnar lík- amanum á ákveðinn hátt þannig að mér líður vel með tæknina sem ég beiti og þá framkvæmir líkaminn tæknina náttúrulega,“ segir Heiðar. Í keppnum er keppt í kata og kumite. Heiðar er í landsliðinu í kata en keppir einnig í kumite. Í kumite er barist á móti andstæð- ingi en í kata er ákveðin tækni sýnd í samfelldri runu með flæði, styrk, læsingu og snerpu. Í Svíþjóð keppti Heiðar í fimm flokkum þar af fjórum í kata og einum í kumite. Karateþjálfun er þannig uppbyggð að fyrst eru kenndar einfaldar tækniæfingar en ótal margar slíkar eru til. Þegar tæknin er komin á hreint þarf síðan að læra að beita henni á ákveðinn hátt á móti andstæðingi. Agi og sjálfsstjórn Heiðar byrjaði að æfa karate hjá Breiðabliki en flutti til Dan- merkur með fjölskyldu sinni þegar hann var níu ára gamall og hélt áfram að æfa þar. Hann fékk góðan þjálfara í Danmörku sem hefur m.a. komið til Íslands til að þjálfa lands- liðið í karate. Heiðar byrjaði snemma að keppa hér heima en var hann þá fyrst með gula beltið. En í Dan- mörku er það þannig að aðeins þeir bestu í félaginu fá að keppa. Það tók Heiðar þau þrjú ár sem hann bjó í Danmörku að komast í þann hóp og segist hann hafa öðlast góða karatereynslu við það. Hann náði þó að keppa á einu móti úti og hélt síðan áfram að æfa og keppa með Breiðabliki þegar hann kom heim aftur. Heiðar hefur verið með svarta beltið frá árinu 2009. „Karate er mjög huglægt og þjálfar mikið aga og sjálfsstjórn. Það hjálpar huganum að einbeita sér að einhverju ákveðnu. Ég er aldrei stressaður heldur bara róleg- ur í öllu sem ég geri. Þegar ég fer á mót mæti ég alveg rólegur en þegar ég er kominn í gallann kveiki ég á huganum og hugsa þá bara um að nú sé ég að fara í keppni og verði að berjast. Maður þjálfar vissa tækni til að geta kveikt og slökkt svona á huganum til skiptis,“ segir Heiðar. Karate er huglæg íþrótt og þjálfar aga Karatekappinn Heiðar Benediktsson náði gull-, silfur og bronsverðlaunum á Gautaborg Open-mótinu nýverið. Heiðar hefur æft karate síðan hann var sjö ára og segist ætíð fara á mót með því hugarfari að vinna til verðlauna. Morgunblaðið/RAX Fjölhæfur Heiðar æfir karate, syngur í kór og setur saman reiðhjól. Herbergi barnsins breytist með ár- unum eftir því sem það eldist og þroskast. Þegar kemur fram á ung- lingsárin vilja margir gera róttækar breytingar á herberginu sínu, skipta út húsgögnum og mála. Jafnvel hanna eitthvað sjálfir bæði í skreyt- ingum og lausnum eins og hillum og stólum. Ef slíkar framkvæmdir eru í nánd á þínu heimili er vert að kíkja á heimasíðuna www.hgtv.com en á henni er efnisflokkur með ýmiss kon- ar hugmyndum að flottu útliti á her- bergjum fyrir unga fólkið. Það má örugglega nýta sér einhverjar hug- myndir þarna og bæta svo við og sníða líka eftir eigin höfði. Vefsíðan www.hgtv.com Unglingaherbergi Næði til að læra, slappa af og sinna áhugamálum. Öðruvísi unglingaherbergi Tókýó í lit kallast ljósmyndasýning Árna Kristjánssonar sem stendur yfir á KEX hosteli nú um helgina, 17.-18. nóvember. Viðfangsefni mynda Árna er daglegt líf í japönsku samfélagi og reynir hann að fanga stutt augnablik í daglegu lífi Japana og hina sérstöku birtu sem umvefur fólk og stræti Tókýóborgar. Myndirnar á sýningunni „Tókýó í lit“ eru litmyndir teknar 2011-2012 víðsvegar um Tókýó og framkallaðar af filmu á ljósmynda- pappír af Árna sjálfum. Árni fæddist árið 1981 og vaknaði áhugi hans á ljósmyndun í mennta- skóla en fór á skrið eftir að hann kynntist ódýrum japönskum filmu- vélum í Japan. Eftir útskrift úr Menntaskólanum í Hamrahlíð lá leið hans í japönskunám við Háskóla Ís- lands sem hann lauk í desember 2006. Í apríl 2008 fluttist hann til Japans og hóf nám í menningar- fræðum við Tokyo University of the Arts. Hann lauk meistaragráðu í mars 2011 og er nú í doktorsnámi við sama skóla. Endilega … … sjáið Tókýó í lit á Kex Tókýó í lit Viðfangsefni mynda Árna er daglegt líf í japönsku samfélagi. Næstkomandi sunnudag verður líf og fjör á Kjarvalsstöðum en þar verður haldin grafíksmiðja fyrir börn á öllum aldri. Í smiðjunni verða kynnt á aðgengilegan hátt ólík tækni og vinnubrögð sem jafnan eru notuð við gerð grafíkverka eða svartlistar. Smiðjan er samstarfsverkefni Lista- safns Reykjavíkur og Íslenskrar graf- íkur. Leiðbeinendur eru grafík- listamaðurinn og hönnuðurinn Gunnhildur Þórðardóttir ásamt Elísa- betu Stefánsdóttur grafíklistamanni. Smiðjan er unnin í tengslum við sýn- ingu Ragnheiðar Jónsdóttur sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum laug- ardaginn 17. nóvember. Frítt er fyrir börn undir 18 ára aldri og handhafa Menningarkorts- ins. Það er tilvalið að gera sér daga- mun með börnunum á sunnudegi og fá sér svo kannski heitt súkkulaði og kökusneið á eftir. Um að gera að sækja skemmtilega viðburði sem þessa nú í skammdeginu. Grafíksmiðja á Kjarvalsstöðum Ólík tækni og vinnubrögð kynnt á aðgengilegan hátt Morgunblaðið/Styrmir Kári Grafík Yngsta kynslóðin hefur gaman af því að gera skapandi hluti. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gjafavara Skoðaðu úrvalið www.jens.is Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar, skúlptúra og skartgripa Hurðarhanki 9.900 kr Jólagjafahugmyndir Eilífðarrósin lítil 41.500 kr stór 44.800 kr ofnrétti og ís 15.800 kr Skeið fyrir t.d. Blaðastandur 11.900 kr Eyjafjallajökull, skál 5.900 kr Vatnajökull, skál 7.900 kr Kringlunni og Síðumúla 35 Salattöng 13.900 kr Smjörhnífur 8.900 kr Ostahnífur 6.900 kr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.