Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA Það getur borgað sig að taka notuð skothylki, þín og annarra, með til byggða. Ef þú skilar þeim á næstu Olís-stöð og fyllir út þátttökuseðil um leið, gætir þú unnið 150.000 kr. eldsneytisúttekt frá Olís – það munar um minna! Dregið verður úr innsendingum í desember 2012. PI PA R \T BW A -S ÍA -1 22 99 4 FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Allt sem ekki er bannað er leyft er stundum sagt með vonarhreim í röddinni. Mannanafnanefnd hefur á árinu hafnað beiðni um að skrá bók- stafinn X sem millinafn, einnig var bannað að nota Pedro með o í end- ann, hins vegar er leyft að nota Pedró. Ástæðan er m.a. að þá er búið að laga nafnið að íslenskum ritregl- um, sama á við um Baltasar með s-i, þar má ekki vera z. Nafnið Jerry hlaut ekki náð en Aría, Issi, Kali, Kæja, Heisi, Geirhjörtur og Villimey stóðust lagakröfur. Þótt lögin séu ekki jafn ströng og fyrir nokkrum áratugum eru settar skorður, þær eru þó ekki jafn miklar og í sumum öðrum löndum, t.d. Dan- mörku. Þar í landi segja yfirvöld að léleg dómgreind foreldra megi ekki verða til þess að saklaus börn verði að burðast með fáránleg nöfn og sæta jafnvel einelti fyrir vikið. Bandaríkjamenn takmarka frelsið í sumum sambandsríkjum, ekki má gefa barni nafn sem þykir dónalegt eða getur ýtt undir rasisma og of- beldi. Nýlega var foreldrum bannað að nefna barnið sitt Adolf Hitler. Sumar óskirnar hérlendis á síð- ustu árum hafa verið sérkennilegar og hafa samt fengið grænt ljós, nöfn eins og Ermenga og Elvis. En stundum koma upp vafamál. X aldrei í upphafi orðs „Ritháttur millinafnsins X getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls enda er bók- stafurinn x ekki ritaður í upphafi orðs í íslensku,“ segir meðal annars í forsendum mannanafnanefndar um X. Hún fékk málið til úrskurðar eins og venjan er þegar Þjóðskrá Íslands vísar til hennar umbeðnum nöfnum sem ekki finnast á mannanafnaskrá. Beiðninni um að mega skrá hjá Þjóð- skrá millinafnið X var hafnað. Um mannanafnanefnd gilda ákvæði laga frá 1996. Innanríkis- ráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum heim- spekideildar Háskóla Íslands, laga- deildar Háskóla Íslands og Íslenskr- ar málnefndar. Ekki er hægt að áfrýja úrskurðum mannanafna- nefndar, þeir hafa síðustu árin verið um eitt hundrað á ári. X er sem fyrr segir ekki leyft sem millinafn en hvað ef einhver vill nota annan bókstaf, heita J eða S? Fara einfaldlega eftir lögum en ekki eigin smekk Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafnanefndar, segir að þá þyrfti að láta reyna á lögmæti nafnsins með annarri umsókn. „Smekkur okkar eða viðhorf í nefndinni skiptir ekki nokkru máli, okkar hlutverk er einfaldlega að fara eftir lögum frá Alþingi,“ segir Ágústa. „Ég get verið sátt við nafn eða ósátt, það skiptir engu, lögin ráða. Við forðumst í lengstu lög að tjá okkur um einstök mál, vegna þess að það getur verið svo viðkvæmt. En það er umhugsunarefni að X hefur auðvitað margs konar merkingu. Það getur verið ígildi undirskriftar og líka þýtt „óþekktur aðili“, þetta er því mjög óæskilegt sem millinafn. Talverður hluti af óvenjulegustu umsóknunum snýst ekki um nafn- giftir ungra barna heldur er um að ræða fullorðið fólk sem vill bæta við nafni eða skipta um nafn. En það er engin ástæða til að fá skráð í þjóð- skrá eitthvert nafn sem maður geng- ur undir í vinahópi. Listamenn segj- ast stundum vilja fá sitt nafn inn á skrána. En þá geta allir fengið það nafn skráð á sig og hver er þá sér- staða listamannsins orðin? Kannski ættu þeir frekar að sækja um einka- leyfi á nafninu!“ Hún segir að lög um nafngiftir hafi verið sett í flestum löndum í kringum okkur. Hér á landi séu þau ströng varðandi rithátt en lögin hafi að öðru leyti verið rýmkuð verulega 1996. „Nú er ekki lengur krafist að nöfn séu af íslenskum stofni, rótin sé inn- lend, nóg er að þau geti tekið íslenskri beygingu.“ Jerry vill alls ekki láta beygja sig Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nafnlaus hópur Allir bera eitthvert heiti í þjóðskrá. En erfitt er að fullnægja öllum óskum þeirra sem vilja bera óvenjuleg nöfn, annaðhvort ný nöfn eða erlend heiti sem stangast á við íslenskar reglur og hefðir um mannanöfn.  Lög Alþingis um mannanöfn hafa verið rýmkuð en setja enn ákveðnar skorður við nýjungum  Talsvert um að fólk vilji fá í þjóðskrá listamannanafn eða gælunafn sem vinirnir nota um það Misfalleg þrælanöfn » Auk Ágústu sitja í nefndinni málfræðingurinn Katrín Axels- dóttir og lögfræðingurinn Trausti Fannar Valsson. » Margvísleg rök þarf að vega og meta auk hinna lagalegu. » Eitt sinn mun ung kona hafa velt fyrir sér að láta skíra barn- ið sitt nafninu Svartur. Um er að ræða gamalt þrælanafn. » Annað frægt dæmi um þrælaheiti er Skítur en óvíst er þó hvort nokkur þræll fékk þetta nafn í reynd. Öll skilyrði laga um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögu- legt sé að samþykkja nýtt eigin- nafn. Skilyrðin eru þessi: 1. Eigin- nafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í sam- ræmi við almennar ritreglur ís- lensks máls nema hefð sé fyrir öðr- um rithætti þess. Hefð skiptir líka máli. Ungt töku- nafn telst hafa unnið sér hefð ef það t.d. er nú borið af a.m.k. 15 Ís- lendingum, af 10-14 Íslend- ingum og hinn elsti þeirra hef- ur náð a.m.k. 30 ára aldri, er nú borið af 5-9 Ís- lendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri, er nú borið af 1-4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910 eða kemur a.m.k. fyrir í tveim- ur manntölum frá 1703-1910. Beygist eða styðjist við hefð Í GEGNUM NÁLARAUGA LAGANNA UM MANNANÖFN Sögulegt Síða úr manntalinu 1703. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra og Inga Dóra Péturs- dóttir, framkvæmdastýra lands- nefndar UN Women, hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2013-2015. Utanríkisráðu- neytið og UN Women hafa um ára- bil átt samstarf og frá árinu 2007 hefur samstarfið verið formgert með samningi. Framlög til lands- nefndarinnar samkvæmt sam- starfssamningnum munu nema samtals 26,5 milljónum króna á gildistímanum, með fyrirvara um fjárveitingu samkvæmt fjárlögum. Markmið samningsins er að efla kynningu á hlutverki og starfsemi UN Women og auka samvinnu utan- ríkisráðuneytisins við landsnefnd- ina. Landsnefndin hefur m.a. veitt ráðuneytinu ráðgjöf og umsögn vegna málefna á fjölþjóðlegum vettvangi hvað varðar kynjajafn- réttismál. Samstarfssamningur við UN Women til þriggja ára undirritaður. Framlag til lands- nefndar UN Women Þriðji fundur í fundaröð Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands um Evrópusamræður verður í dag kl. 12 í stofu 201 í Odda. Fundurinn fjallar um byggðastefnu ESB og Ísland. Erindi flytja John Bachtler frá Skotlandi, prófessor í Evrópu- fræðum, Kari Aalto, forstöðumaður Evrópuskrifstofu Norður-Finnlands, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi í Evrópumálum. Þau munu m.a. fjalla um stefnu ESB í byggða- málum og hvaða áhrif ESB-aðild kunni að hafa á byggðamál á Íslandi, bæði í dreifbýli og á höfuðborgar- svæðinu. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Nánari upplýs- ingar á vefsíðu stofnunarinnar: www.ams.hi.is. Fundur um Ísland og byggðastefnu ESB Málþing um ofbeldi gegn konum verður haldið föstudaginn 16. nóv- ember kl. 15:00-16:00 í Háskóla Ís- lands, stofu 101 í Odda. Heiðursgestur málþingsins er Meryem Aslan, framkvæmdastýra Styrktarsjóðs SÞ. Hún mun tala um birtingarmyndir kynbundins of- beldis í fátækustu löndum heims og helstu hindranir við að uppræta of- beldi gegn konum. Þá mun hún einnig deila reynslusögum kvenna sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum. Málþing í HÍ um of- beldi gegn konum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.