Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 18

Morgunblaðið - 16.11.2012, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar „Við tökum þetta að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, um úrskurð kærunefndar jafnréttis- mála þess efnis að Heilsugæslan hafi brotið lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ákvörðun launakjara. Í úrskurðinum, sem birtur var fyrir skömmu, kemur fram að iðjuþjálfi, kona, hafi hafið störf hjá Geðheilsu-eftirfylgd í nóv- ember 2005. Í desember 2007 hafi karlmaður í meistaranámi í sál- fræði verið ráðinn til starfa á sama stað. Í október í fyrra hafi iðjuþjálfinn óskað eftir skýr- ingum á launamun milli hennar og nefnds karlmanns og farið fram á að bætt yrði úr þeim mun. Laun kæranda hafi verið hækkuð um tvo launaflokka og eftir hækkunina hafi laun viðkomandi verið nánast þau sömu, en frá 1. júní 2010 höfðu laun konunnar hækkað um einn launaflokk þeg- ar hún varð staðgengill forstöðu- manns. Nær fimm ára tímabil Konan leitaði til Jafnréttisstofu fyrr á líðandi ári og kemst kæru- nefnd jafnréttismála að því að brotið hafi verið á konunni frá 1. desember 2007 til starfsloka hennar 30. maí 2012. Svanhvít Jakobsdóttir segir að hún geti ekki tjáð sig um málið á þessu stigi. Verið sé að fara yfir úrskurðinn og stefnt sé að því að eiga fund með iðjuþjálfanum á næstu dögum. Hún segist ekki halda að fleiri sambærileg mál séu hjá Heilsugæslunni en verið sé að kanna stöðuna. „Við munum að sjálfsögðu fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir hún. steinthor@mbl.is Segist taka launamun alvarlega  Heilsugæslan braut jafnréttislög Morgunblaðið/Golli Íslenska tísku- og hönnunarhúsið ATMO var opn- að við hátíðlega athöfn í gær en þar verður að finna um 60 íslensk vörumerki á þremur hæðum. Húsið er á Laugavegi 91 og var lengi kennt við verslunina 17 en þar verður nú að finna fatnað, skó, gjafavöru, skartgripi, tónlist og bækur, allt eftir íslenska hönnuði og listafólk. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff tók til máls við opnunina en hún hefur löngum verið aðdáandi íslensks handverks. Morgunblaðið/Ómar Sextíu íslensk vörumerki á einum stað Íslensk hönnun í hávegum í tísku- og hönnunarhúsinu ATMO Sigríður Á. Andersen, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um breytingu á starfsmannalögum sem felst í því að óheimilt verði að skipa, eða ráða, mann til embættis ef hann hefur verið settur til að gegna því á síðustu tólf mánuðum. Að sögn Sigríðar fór hún að velta þessu máli fyrir sér eftir að hún heyrði sjónarmið Umboðs- manns Alþingis varðandi tíma- bundnar ráðningar. „Í framhaldinu af því fór ég að velta því fyrir mér þessu forskoti sem menn, sem eru tímabundið settir eða ráðn- ir, hafa þegar staðan sjálf er auglýst til frambúðar,“ segir Sigríður og bætir við: „Það er þekkt að oft þegar menn auglýsa stöðurnar eru þær sérhannaðar að þeim sem hef- ur gegnt stöðunni undanfarna mánuði. Oft er það þannig að það er nánast ómögulegt fyrir ein- hvern annan að sækja um.“ Aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir stuðningi við frumvarpið segir Sigríður: „Já, ég hef að minnsta kosti ekki fundið fyrir neinni andstöðu við það. Ég held að flestir séu sammála um að þessar tímabundnu ráðningar hafa stundum farið út fyrir öll vel- sæmismörk.“ Þá bendir hún á að það komi í hlut Birgis Ármanns- sonar, sem flytur frumvarpið með henni, að mæla fyrir því. skulih@mbl.is Óheimilt verði að gera tíma- bundnar ráðningar varanlegar  Segir tímabundnar ráðningar stundum hafa farið út fyrir öll velsæmismörk Tímabundnar ráðningar » Sigríður Á. Andersen og Birgir Ármannsson hafa lagt fram frum- varp um breytingar á starfs- mannalögum. » Breytingin felst í því að við sjöttu grein laganna bætist ný málsgrein: „Óheimilt er að skipa mann eða ráða til embættis ef hann hefur á síðustu tólf mánuðum verið settur til þess að gegna því.“ Sigríður Á. Andersen Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við HÍ boðar til fundar föstu- daginn 16. nóvember kl. 12:15- 13:30 í dómsal Háskólans í Reykja- vík (M-103). Nýlega skilaði sérfræðinganefnd niðurstöðum sínum um tillögur stjórnlagaráðs. Á fundinum verður vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðinganna kynntar og rætt hvað skuli gera næst í stjórn- arskrármálinu. Erindi flytja Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt- inu, dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ, Haf- steinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ, Kristrún Heim- isdóttir, lektor við Háskólann á Ak- ureyri, og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst. Loks verða almennar umræður. Opinn fundur um næstu skref í stjórnarskrármálinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.