Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR FYRIR HERRA! FRÉTTASKÝRING Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Auðlegðarskatturinn er útfærður með þeim hætti að í mörgum tilfellum þurfa hluthafar að greiða hærri skatt af eign sinni í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll en óskráðum fyrir- tækjum. Hluthöfum fyrirtækja er því mismunað og dregur þetta úr vilja lykilhluthafa til að skrá fyrirtæki sín á markað, en eðli málsins samkvæmt taka lykilhluthafar fyrirtækja ákvörðun um skráningu á markað. Veturinn 2009 var tilkynnt um sér- stakan auðlegðarskatt sem svarar til 1,25% af nettóeign umfram 90 millj- ónir króna hjá einstaklingi og 120 milljónir króna hjá hjónum. Við þessa skattlagningu er m.a. horft til mark- aðsverðs hlutabréfa skráðra fyrir- tækja í eigu skattborgara, þegar svo ber undir, en skattalegs eigin fjár fyr- irtækja ef bréfin eru ekki skráð í Kauphöll. Markaðsverðið er hærra Reyndin er sú að markaðsverð fyr- irtækja er oft hærra en eigið fé þeirra. Skatturinn horfir reyndar til þess sem heitir skattalegt eigið fé en til að átta sig á heildarmyndinni er ágætt að horfa til bókfærðs eigin fjár skráðra fyrirtækja, enda er auðvelt að nálgast þær upplýsingar. Í Evrópu er markaðsverðið að meðaltali 18% hærra en eigið fé, það er tvöfalt hærra í Bandaríkjunum og sam- kvæmt heimsmeðaltali er markaðs- verðið 45% hærra en bókfært eigið fé. Í íslensku kauphöllinni er markaðs- verð fyrirtækja um 40% hærra en eigið fé, samkvæmt samantekt sem Morgunblaðið er með undir höndum. Að því gefnu að allir hluthafar Marels greiði auðlegðarskatt upp í topp (sem er ekki reyndin) nemur heildarauðlegðarskatturinn 1,2 millj- örðum króna af hlutabréfum fyrir- tækisins. Ef fyrirtækið væri ekki skráð á markað næmi auðlegðar- skatturinn um 820 milljónum króna, ef miðað er við eigið fé fyrirtækisins við lok síðasta ársfjórðungs og gengi evru í gær. Hér er þó mikilvægt að hafa í huga að í raun og veru greiða ekki allir hluthafar auðlegðarskatt, t.d. ef þeir eru einfaldlega ekki nógu efnaðir auk þess sem lífeyrissjóðir greiða ekki auðlegðarskatt, en þeir eru áberandi á hluthafalistum fyrir- tækja í Kauphöll. Hluthafar geta þurft að standa straum af háum skattgreiðslum fyrir það eitt að eiga hlutabréf. Það er ekki óvarlegt að áætla að margir hluthafar horfi til þess að fá greiddan arð til þess að geta greitt auðlegðarskattinn af hlutabréfaeigninni. Þeir geta einn- ig veðjað á að bréfin hækki meira en sem nemur skattheimtunni og selt hluta af bréfunum til að greiða skatt- inn. En hluthafar greiða auk þess 20% fjármagnstekjuskatt af arð- greiðslum og gengishagnaði. Ef allir hluthafar Haga greiddu auðlegðarskatt næmi hann 320 millj- ónum, en ef fyrirtækið væri ekki á markaði, og horft væri til bókfærðs eigin fjár síðasta fjórðungs, næmi sú skattheimta 90 milljónum króna. Hluthöfum fyrirtækja í Kauphöll mismunað  Eigendur fyrirtækja í Kauphöll þurfa oft að greiða hærri auðlegðarskatt Morgunblaðið/Kristinn Mismunun Hluthafar geta þurft að sæta hærri skattheimtu ef fyrirtæki þeirra er skráð í Kauphöllina. Skattalegt óhagræði » Markaðsvirði fyrirtækja er oft hærra en eigið fé þeirra. Það er þó ekki algild regla. » Auðlegðarskattur leggst á markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöll en miðað er við eig- ið fé þeirra ef þau eru óskráð. » Ekki greiða allir hluthafar auðlegðarskatt. » Skráningu í Kauphöll fylgir auk þess kostnaður. Fjármálaeftirlitið fann ekki dæmi þess efnis að viðskipti með hlutabréf Eimskipafélags Íslands hefðu verið framkvæmd á grundvelli innherja- upplýsinga. Vakin er þó athygli á mikilvægi þess að þátttakendum í lokuðum útboðum sé gert ljóst fyr- irfram um takmarkanir og skilmála, til að mynda hvort fyrirvarar við til- boð séu heimilaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hefur verið birt á heimasíðu FME. Vegna málsins var húsleit gerð hjá umsjónaraðilum útboðsins, Straumi fjárfestingarbanka og Íslandsbanka þann 29. október. Í samtali við mbl.is segist Pétur Einarsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu og hversu stuttan tíma rannsóknin hafi tekið. Aðspurður hvort einhvern lærdóm megi draga af þessu máli segir Pétur að það þurfi „klárlega að ræða betur um hvernig kjaramál stjórnenda og hagsmunir hluthafa fari betur saman“. Leiddi ekkert misjafnt í ljós  FME lokið skoðun á útboði Eimskips Hlutafjárútboð Í rannsókn FME voru ekki fundin nein dæmi um viðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga. Eimskip verður skráð á markað í dag. ● Páll Harðarson, forstjóri Kauphall- arinnar, telur mjög æskilegt að sjávar- útvegs- og orkufyr- irtæki verði skráð í Kauphöllina. Þetta kom fram í þætt- inum Viðskipti á mbl.is í gær, en fyrsti þátturinn í umsjón Sigurðar Más Jónssonar var sendur út í gær. Páll telur að mörg sjávarútvegsfyrir- tæki gætu sómt sér vel á markaði. Þó sé óvissan um starfsumhverfi grein- arinnar til vandræða, þar sem hluthafar þurfi að hafa slíkar upplýsingar á hreinu. Vill fleiri skráningar Páll Harðarson ● Niðurstaða endurskoðunar Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (World Trade Organization) á viðskiptastefnu Íslands er að íslenskt viðskiptaumhverfi sé opið og viðskiptastefna Íslands í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Jafnframt að aðildarríkin hafi talið að Íslandi hafi tekist vel að takast á við hinar erfiðu efnahags- aðstæður í kjölfar efnahagsáfallanna 2008. Segja umhverfið opið Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,12.2+ +,-.3- ,,.124 ,,.023 +/.1,3 +03.5/ +.5--0 +/3.2- +32.25 +,/.,2 ,12./+ +,/.13 ,,.++, ,,.2+, +/.1-, +03./4 +.5/,/ +/4.14 +32./+ ,,4./05, +,/.55 ,15.2+ +,/.22 ,,.+44 ,,.24- +/.+0- +04.05 +.5/45 +/4.33 +35.04 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.