Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 29

Morgunblaðið - 16.11.2012, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Betra kaffi! Kaffivél með hitabrúsa Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra af kaffi. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Íslensk stjórnmál þarfnast fólks, sem skilur atvinnulífið og mik- ilvægi þess að allir þátttakendur taki höndum saman í upp- byggingu þess. Íslensk stjórn- mál þurfa fólk, sem lætur sig velferð heildar- innar varða, ekki bara eigin hags- muni. Íslensk stjórnmál þurfa fólk, sem getur sett sig í spor annarra og skilið ólík sjónarmið, í því skyni að komast að skyn- samlegri niðurstöðu. Íslensk stjórnmál þurfa á fólki að halda, sem er reiðbúið að leggja sig fram um að ná þeim niðurstöðum, sem koma þjóðinni vel. Nú ber vel í veiði, því Elínbjörg Magnúsdóttir býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í fyrra starfi mínu hjá HB Granda kynntist ég Elín- björgu og fann að hún er einmitt þeim kostum búin, sem íslensk stjórnmál þurfa svo mjög á að halda. Því er mikilvægt að sjálf- stæðismenn láti ekki happ úr hendi sleppa og tryggi Elínbjörgu Magnúsdóttur góðan árangur í prófkjörinu. EGGERT BENEDIKT GUÐMUNDSSON, rafmagnsverkfræðingur. Happ fyrir íslensk stjórnmál Frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni Eggert Benedikt Guðmundsson Bréf til blaðsins Á næstu misserum kemur í hlut íslenskra stjórnmálamanna að taka margar flóknar ákvarðanir. Afnám gjaldeyrishafta, þrotabú bankanna, stjórn peningamála, fjárhagsvandi Íbúðalánasjóðs, opinber skuldasöfn- un, lífeyrishalli ríkisins og fjárfest- ingaleysi atvinnulífsins eru nokkur dæmi um risavaxin verkefni sem fyrir liggja. Þetta eru kannski ekki skemmtilegustu viðfangsefnin sem stjórnmálamenn fást við. Núver- andi stjórnvöld hafa þannig gefið þessum þáttum lítinn gaum und- anfarin ár og ýtt þeim inn í fram- tíðina. Afar mikilvægt er hins vegar að ganga skipulega til verka hið allra fyrsta, hvernig tekst til getur ráðið miklu um efnhagslega velferð þjóð- arinnar til langs tíma. Óvenjulega rík þörf er því nú á að til forystu í stjórnmálum veljist hæfileikafólk sem kann til verka í þessu sviði. Fjármálalæsi stjórnmálamanna Stjórnmálaflokkarnir eru nú í óða- önn að velja sér fólk á framboðs- lista fyrir þingkosningar. Hvetja ber fólk til að nýta sér lýðræð- islegan rétt sinn, þar sem prófkjör eða forvöl ráða hvernig fulltrúar þeirra raðast á lista. Það er mik- ilvægt að allir alvöru stjórn- málaflokkar geti boðið upp á breiða fylkingu af fólki með fjölbreytta reynslu. Höfundar þessarar greinar telja að nú sé grundvallaratriði að í lyk- ilsætum sé fólk með reynslu og hæfni í efnahags- og fjármálum. Það er efsta fólkið af listum þeirra flokka, sem skipa ríkisstjórn hverju sinni, sem ræðst til hagstjórnar og fjárhagslegra verkefna. Illuga í efsta sætið Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík heldur prófkjör innan skamms og þar gefur kost á sér Illugi Gunn- arsson alþingismaður. Fáir núver- andi þingmenn hafa sett sig betur inn í ríkisfjármál, peningamál og önnur hagræn úrlausnarefni. Illugi á að baki áralanga menntun á þessu sviði, auk þess að hafa starf- að í atvinnulífinu í Reykjavík, á landsbyggðinni og utan Íslands. Fjármálastjórnun og áætl- anagerð eru meðal þeirra lykilverk- efna sem hafa komið í hans hlut. Við undirrituð erum ekki í vafa um að Illugi geti unnið efnahags- framvindu landsins mikið gagn á næstu árum og hyggjumst því setja hann í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Með grein- arkorni þessu viljum hvetja við aðra til hins sama. ORRI HAUKSSON, verkfræðingur og MBA. SIGRÚN GUÐNÝ MARKÚSDÓTTIR markaðshagfræðingur. GUÐRÚN INGA TORFADÓTTIR hdl. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR viðskiptafræðingur. INGVI HRAFN ÓSKARSSON hdl. Kunnáttumann til forystu Eftir Orra Hauksson, Sigrúnu Guð- nýju Markúsdóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur og Ingva Hrafn Óskarsson Fyrir Alþingi ligg- ur tillaga meirihlut- ans að rammaáætlun. Því er iðulega haldið fram að hún sé byggð á faglegri vinnu verk- efnisstjórnar. Það er afar langsótt túlkun, því segja má að átján orkukostir hafi verið færðir niður í bið- flokk eða vernd- arflokk eftir að verkefnisstjórnin skilaði sinni röðun. Enginn kostur hefur verið færður upp í nýting- arflokk. Oft er sagt að sex orkukost- ir hafi verið færðir úr nýtingarflokki niður í biðflokk í meðförum stjórn- arflokkanna, en sú aðgerð var ein- faldlega framhald annarrar þar sem aðrir tólf kostir voru færðir niður. Lítið stendur því í raun eftir af þeirri röðun orkukosta sem verkefn- isstjórn um gerð rammaáætlunar skilaði af sér í júlí 2011. Orkufyrirtækin til- nefndu einn hinna tólf fulltrúa sem sátu í verk- efnisstjórninni. Hún vann mikið og faglegt starf, meðal annars á grundvelli ítrekaðra umsagnarferla, og skil- aði af sér röðun sextíu og sex orkukosta út frá sjónarhorni nýtingar (tafla 7.2 í skýrslu verk- efnisstjórnar). Röðun verkefnisstjórnar er þó auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni fremur en önnur mann- anna verk. Meðal stjórnenda og lykilstarfsmanna orkufyrirtækja gætti vissulega óánægjuradda með röðun tiltekinna orkukosta sem við- komandi þekktu vel til. Á vettvangi Samorku varð það hins vegar sam- eiginleg niðurstaða allra orkufyr- irtækjanna að fagna þeirri góðu og faglegu vinnu sem unnin var af verkefnisstjórninni og lýsa yfir von um að alfarið yrði stuðst við hennar niðurstöður. Það er að mati Sam- orku leiðin til að almenn sátt geti skapast um rammaáætlun. Ógegnsætt breytingaferli Í kjölfarið tók við algerlega ógagnsætt ferli á vettvangi tveggja ráðuneyta sumarið 2011 þar sem tólf orkukostir færðust niður listann og var ýmist raðað í biðflokk eða verndarflokk í drögum að tillögu um rammaáætlun, þrátt fyrir að hafa verið raðað ofarlega af verkefnis- stjórninni. Enn var svo efnt til um- sagnarferlis haustið 2011 en úr- vinnslan algerlega ógagnsæ á vettvangi tveggja ráðuneyta og í kjölfarið voru sex orkukostir til við- bótar færðir niður listann, að þessu sinni úr nýtingarflokki í biðflokk. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá orkukosti sem tillagan raðar ýmist í biðflokk eða verndarflokk, þótt ætla mætti annað út frá röðun verkefn- isstjórnar. Þarna er meðal annars að finna suma mest rannsökuðu og hagkvæmustu orkukostina, sem jafnvel er þegar gert ráð fyrir á aðalskipulagi og mati á umhverfis- áhrifum löngu lokið. Þetta er staðan í dag. Tillagan liggur fyrir, en hún er ekki nema að afar takmörk- uðu leyti byggð á faglegri vinnu verkefnisstjórn- arinnar. Alþingi ræður því auðvit- að hvort hún verður samþykkt óbreytt, en verði það niðurstaðan er algerlega ljóst að engin sátt mun ríkja um niðurstöðuna og hætt við að hún verði eingöngu til afar skamms tíma. Ekki fagleg rammaáætlun Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Átján orkukostir hafa verið færðir niður í biðflokk eða verndarflokk eftir að verkefnisstjórnin skilaði sinni röðun. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Ekki fagleg rammaáætlun Holtavirkjun Hvammsvirkjun Austurengjar Skrokkölduvirkjun Innstidalur Trölladyngja Þverárdalur Hágönguvirkjun 1 áf. Hágönguvirkjun 2 áf. Bitra Urriðafossvirkjun Norðlingaölduveita Brennisteinsfjöll Grændalur Tungnaárlón Bjallavirkjun Gjástykki Bláfellsvirkjun 15 16 17 20 22 23 24 25 25 27 28 30 32 33 35 36 39 41 Bið Bið Bið Bið Bið Bið Bið Bið Bið Vernd Bið Vernd Vernd Vernd Vernd Vernd Vernd Vernd Röðun verkefnis- stjórnar af 66 Flokkur í tillögu til þinsályktunarOrkukostur Breytinga er þörf og Hanna Birna Kristjánsdóttir stendur fyrir þær breytingar. Í stað þess að ala á óvild og ósætti einsog núverandi ríkisstjórn gerir þá þurfum við stjórnmálamenn sem ala á sátt og samlyndi. Stjórnmálamenn sem takast á við það sem skiptir máli en eyða ekki tímanum í tilgangslaust karp. Þá sem takast á við stóru spurningarnar og stóru hagsmuna- mál landsmanna. Þörfin fyrir heiðarleg stjórnmál er æpandi í samfélagi okkar í dag. Hanna Birna stendur fyrir þessar breytingar. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem borgarstjóri Reykjavík- urborgar þegar hún náði sátt milli allra stjórn- málaflokka og fékk alla til að vinna saman. Það hefur hún sýnt með heiðarlegum störfum sínum sem hafa vakið athygli þvert á flokka. Hún hefur sýnt að hún get- ur náð stefnumálum sjálfstæð- isstefnunnar í gegn án þess að beita til þess hörku. Skynsamlegri stjórnun og skynsamlegri stefnu- mótun er hægt að ná í gegn með samstarfi og það er það sem lands- menn þurfa. Sjálfstæðisstefnan er sú stefna sem mun leiða Ísland úr kreppunni en hana vantar forystumenn. Best til þess að leiða sjálfstæðismenn í Reykjavík er Hanna Birna og þess vegna munum við sjálfstæðismenn kjósa hana í fyrsta sæti í prófkjör- inu þann 24. nóvember. FANNEY BIRNA JÓNSDÓTTIR, héraðsdómslögmaður og fyrrver- andi formaður Heimdallar. Breytinga er þörf Frá Fanneyju Birnu Jónsdóttur Fanney Birna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.