Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 36

Morgunblaðið - 16.11.2012, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 ✝ Sigurður Eyj-ólfsson fæddist í Neshjáleigu í Loðmundarfirði 9. júní 1946. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 9. nóvember 2012. Foreldrar hans voru Stefán Eyjólf- ur Þórarinsson bóndi, f. 1914, d. 1986 og Sigurlilja Ingibjörg Einarsdóttir ljósmóðir, f. 1912, d. 1988. Systkini Sigurðar eru: Þórhallur, f. 1941, Þórey, f. 1942, Bergþóra, f. 1944, Einar, f. 1953 og Björgvin, f. 1955. Árið 1970 kvæntist Sigurður Margréti Petersen, f. 1947. Foreldrar Margrétar voru Lau- ritz Petersen, f. 1906, d. 1972 og Guðný Petersen, f. 1907, d. 1971. Systkini Margrétar eru: Gunnar, f. 1930, Aage, f. 1934, Guðjón, f. 1938, Hulda, f. 1941 og fóstursystir er Anna Krist- þau bjuggu í eitt ár. Frá Svína- skála flutti fjölskyldan að Áreyjum í Reyðarfirði og síðan að Eiðum á Fljótsdalshéraði. Sigurður tók landspróf á Eið- um en eftir það lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifast með stúdentspróf árið 1967. Eftir menntaskóla hóf hann nám í verkfræðideild Háskóla Íslands og lauk hann fyrri hluta náms- ins 1970. Það sama ár giftist hann Margréti. Árið 1970 fluttu þau til Noregs þar sem Sigurður tók seinni hluta verk- fræðinámsins í Þrándheimi við Universitetet i Trondheim. Í ársbyrjun 1973 hélt nýútskrif- aður verkfræðingur til Íslands ásamt konu sinni og nokkurra vikna gömlum syni. Sigurður og fjölskylda bjuggu í Reykja- vík og byggðu hús 1981 við Eyktarás 16 í Árbænum þar sem þau bjuggu allt til ársins 2012 en þá fluttu hjónin í Kópavog. Við komuna til Ís- lands hóf hann störf hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thorodd- sen (síðar VerkÍs) þar sem hann vann alla sína starfsævi. Sigurður verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 16. nóvember 2012 kl. 13. ín, f. 1953. Börn Sigurðar og Mar- grétar eru: 1) Eyj- ólfur, f. 1973, kvæntur Kristínu Þorgeirsdóttur, f. 1970, eiga þau saman soninn Sig- urð Dag, f. 2006. Fyrir á Kristín börnin Þorgerði Gyðu, f. 1988, Benedikt Pétur, f. 1992 og Júníu Kristínu, f. 1995. 2) Inga Lára, f. 1978, í sambúð með Arnfinni Jónassyni, f. 1973, þau eiga dótturina Sunnu, f. 2007 og soninn Orra, f. 2011. 3) Ævar Páll, f. 1982, í sambúð með Jenny Hansen, f. 1984. Þau eru búsett í Svíþjóð. Á fyrri hluta ævi sinnar ólst Sigurður upp við sveitastörf í foreldrahúsum. Hann bjó með foreldrum sínum og systkinum á Neshjáleigu í Loðmundarfirði en þaðan fluttu þau að Svína- skála við Eskifjörð þar sem Ég kveð með virkt tengdaföð- ur minn Sigurð Eyjólfsson. Margs er að minnast, svo mik- ið er víst. Ferðalög austur, vest- ur, norður og suður auk einstaks ferðalags til Tenerife þegar Margrét varð sextug. Öll þessi ferðalög voru í alla staði vel heppnuð. Á Austurlandi heimsóttum við Loðmundarfjörð þar sem Sig- urður var fæddur og búsettur fyrstu æviárin. Hann sýndi mér hvar hann hafði búið og sagði mér frá foreldrum sínum og bú- skaparháttum þess tíma. Við vorum í bústað að Eiðum, seinni hluta ferðarinnar, þar sem hann hafði einnig búið og fór hann með okkur út í eyju á bát og sýndi okkur hvar hann hafði leikið sér með systkinum sínum. Það var greinilegt að hann hafði miklar taugar til Austurlands og því var sérlega gaman að upplifa svæðið með honum. Ferðalag á Tálknafjörð verð- ur einnig lengi í minnum haft hjá mér og mínum. Við fórum þá m.a. svokallaða Vesturgötu og um Ófæruhrygg á tveimur litlum jepplingum. Ég viðurkenni að í þessari ferð stóð mér ekki alltaf á sama og oft á tíðum, í ferðinni, sá ég eftir að hafa lagt af stað í hana svo hrikalegur var vegur- inn. Í þessari ferð ferðuðumst við einnig vítt og breitt um sunn- anverða Vestfirði, á staði sem ég hafði ekki komið á áður. Þessi ferð er mér algjörlega ógleym- anleg og hefði ég ekki fyrir nokkurn mun viljað hafa misst af henni. Svona gæti ég lengi talið. Mörgum yndislegum áramót- um eyddum við saman auk ann- arra samverustunda í gegnum árin. Tengdafaðir minn var ein- stakur í Scrabbli. Hann hafði mikla kunnáttu í íslensku og oft á tíðum varð efi mótherjanna svo mikill um að orðið sem hann lagði á spilaborðið væri ekki til að þeir leituðu í orðabók. Það var líka sérstaklega skemmtilegt að spila við hann Pictionary þar sem verkfræðingurinn naut sín í teikningunum. Sigurður var ekki maður margra orða. Hann var rólegur, skipulagður, vinnusamur, víð- sýnn og vel að sér um hin ýmsu málefni enda vel lesinn. Hann hjálpaði okkur við framkvæmdir og gaf leiðbeiningar og góð ráð, t.d. við lagfæringar á gamla hús- inu okkar. Blessuð sé minning Sigurðar Eyjólfssonar. Minning um góðan mann mun alltaf lifa hjá mér. Innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina. Kristín Þorgeirsdóttir. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. (Einar Benediktsson.) Í dag kveðjum við elskulegan bróður minn. Allir vissu að kveðjustundin nálgaðist, en allt- af vill maður lengri tíma. Við er- um bara taflmenn á skákborði lífsins og fáum engu um ráðið hvenær leiknum lýkur. Sigurður var afar skipulagður maður og vann markvisst að því að allt væri frágengið þegar kall- ið kæmi, engir endar lausir. Hann notaði góðu stundirnar vel. Hann var glæsimenni, af- burðanámsmaður, víðlesinn og fróður. Fastur fyrir og fór sínar eigin leiðir án margra orða. Traustur og fasæll í sínu starfi. Maður sem gott var að leita til ef faglega ráðgjöf vantaði. Sigurður var gæfumaður í sínu einkalífi. Hann kynntist Margréti á námsárunum og sam- an fóru þau til Noregs er hann hélt þangað í framhaldsnám. Eignuðust þau þar góðan vina- hóp sem heldur sambandi enn í dag. Hefur þessi hópur stundað gönguferðir um fjöll og óbyggðir og þannig skoðað margar af okk- ar fegurstu náttúruperlum. Stundum var grínast með að Drottinn hefði sérstakar mætur á þessu liði, því alltaf fengu þau gott veður, þótt öðru væri spáð. Sigurður og Margrét hafa alltaf átt glæsilegt heimili og þangað hafa ættingjar og vinir ávallt verið velkomnir til lengri og skemmri dvalar. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Börnin þeirra bera það með sér að hafa alist upp hjá frábær- um foreldrum sem vildu þeirra hag sem bestan. Lífið er fljótt; líkt er það elding sem glampar um nótt ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson.) Já lífið er fljótt, mér finnst ekki langt síðan við systkinin vorum öll í foreldrahúsum, en það er þó einn mannsaldur, einn horfinn úr hópnum. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson.) Blessuð sé minning míns kæra bróður. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Þórey og fjölskylda. Kæri bróðir. Þegar ég átti síðasta símtalið við þig þrem dögum fyrir andlát þitt gerði ég mér grein fyrir að við myndum ekki hittast aftur hérna megin. Veiðiferðin okkar frá Eyjum yrði að bíða betri tíma en hún verður farin þó síðar verði. Sumrin fyrir austan koma upp í minningunni. Þú fórst í burtu á veturna í skóla en komst alltaf heim í sveitina á sumrin, tókst ávallt stjórnina við bústörfin á þinn rólega en samt ákveðna hátt og við krakkarnir litum upp til þín. Þú varst sá sem allt vissi. Á sama hátt tókst þú á við veik- indin þín og gekkst í gegnum kvalirnar með þeirri ró og yfir- vegun sem þér einum var gefið. Við Óla Heiða og strákarnir minnust með hlýhug og þakklæti allra samverustundanna í Eykt- arásnum þar sem við áttum allt- af vísa gistingu í Reykjavíkur- ferðum okkar. Við geymum í minningunni góðan bróður og traustan vin sem tekinn var frá ástvinum sínum alltof snemma Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Magga, Eyjólfur, Inga Lára og Ævar. Megi guð og góð- ar vættir gefa ykkur og fjöl- skyldum ykkar styrk í sorginni og söknuðinum. Björgvin. Ég kynntist Sigurði fyrst sumarið 1970 þegar við störfuð- um báðir við landmælingar á virkjunarsvæðinu við Þórisvatn. Hann hjá Landsvirkjun en ég hjá verktakanum. Strax þarna fann ég fyrir þeirri hlýju og ein- lægni sem einkenndi allt hans fas og viðmót. Um haustið héld- um við báðir til náms við verkfræðiháskólann í Þránd- heimi. Þau Siggi og Magga voru mjög dugleg við að heimsækja þá sem áttu síður heimangengt. Mynduðust á þessum árum mikil vinatengsl milli okkar Íslending- anna sem eflaust má rekja til þess hve takmörkuð samskipti voru við ættingjana heima á þessum tíma þegar ekki var um aðrar samskiptaleiðir að ræða en sendibréf og símann. Að eiga þau Möggu og Sigga að vinum var okkur mikils virði, vinátta sem var fölskvalaus, sem sýndi sig best síðar í veikindum Ca- millu heitinnar. Íslenskir námsmenn og fjöl- skyldur þeirra í Þrándheimi höfðu mikil samskipti og bröll- uðu ýmislegt á þessum árum okkar í Þrándheimi. Hyttuferð- irnar um páskana, skíðaferðir og göngutúrar í skóginum eru minnisstæðir en þó eru mér minnisstæðastar stundir yfir tafli og við heimspekilegar sam- ræður. Þau voru ófá skiptin sem við Siggi brutum heilann yfir heimsmálunum án þess að hafa um það svo ýkja mörg orð, stundum yfir glasi af bjór eða „dýrindis“ rauðvíni sem við Siggi brugguðum saman og létum það ekki spyrjast um okkur að við tækjum eitthvað annað fram yfir þó svo að aðrir kynnu ekki að meta veigarnar. Stundum er sagt að það sé vandasamt að þegja saman. Það átti ekki við um Sigga. Hann hafði svo þægi- lega nærveru. Og þegar heims- gátan fór að skýrast, lauk Siggi heimsóknum þeirra með orðun- um: „Jæja Margrét, það er sennilega kominn tími á að koma sér heim.“ Magga mín, lífið tekur stund- um óvænta stefnu, það þekkjum við bæði. Siggi háði áralanga hetjulega baráttu við sjúkdóm sem þó að lokum hafði betur. Ekki heyrði ég hann kvarta, hann sagðist hafa það „bara gott“ í þau skipti sem við hitt- umst síðustu árin. Kæra fjölskylda, hugur okkar Gerðar er hjá ykkur. Góður vin- ur er genginn og mun ég minn- ast hans sem eins af mínum traustustu vinum. Minning um góðan dreng er mér kær. Garðar Sverrisson. Þá er hann farinn hann Siggi, allt of snemma. Þó svo að það hafi verið ljóst um nokkurt skeið að hverju stefndi þá er maður aldrei viðbúinn því að missa góð- an vin. Það var fyrir um 40 árum að leiðir okkar lágu saman í Þránd- heimi er við hjónin sóttum þang- að fróðleik. Sigurður var þar fyr- ir í verkfræðinámi og var Margrét þar með honum. Tókst með okkur kær vinátta sem stendur enn þann dag í dag. Margs er að minnast, til dæmis er okkur sérstaklega í huga er við stóðum í flutningum fyrsta vorið okkar úti og flutti Siggi allt dótið á Bjöllunni þeirra Möggu. Þetta var svo sjálfsagt að honum þótti varla taka því að hafa orð á því. Þannig var Siggi, alltaf tilbúinn að bjarga hlutunum og var ekki maður margra orða. Í Íslendinganýlendunni í Þrándheimi var mjög góður andi og áttum við góðar stundir sam- an, ekki síst í félagsheimilinu okkar Ísakoti. Eftir að heim var komið urðu samverustundirnar líka margar og góðar. Alltaf var Siggi sá trausti og yfirvegaði, hvað sem á dundi. Eftir að börn- in uxu úr grasi höfum við oft not- ið þess að ferðast saman hér inn- anlands og þá gjarna fleiri saman. Meðal annars er minn- isstætt er við komum í Loð- mundarfjörð í einni af jeppaferð- um okkar en þar átti Siggi sín bernskuspor og ljóst var að hon- um var staðurinn kær. Margar góðar ferðir höfum við ásamt Möggu og Sigga líka farið til Evrópulanda og þá gjarna notið þess að aka um. Siggi var alveg einstaklega góð- ur ferðafélagi og var mjög fróður um þjóðir og staði þá sem heim- sóttir voru. Var alltaf vel und- irbúinn, jafnvel þó að um hálf- gerðar óvissuferðir væri að ræða. Ein ferðin var sérleg píla- grímaferð til að skoða hinar fornu slóðir okkar í Þrándheimi og voru þá leitaðir uppi allir gömlu góðu staðirnir frá náms- árunum. Í ferðinni var Atlanter- havsvejen líka skoðaður, sem er einstaklega skemmtilega hönn- uð leið milli skerja og eyja á Vestlandinu. Siggi fræddi okkur um hina mismunandi hönnun brúnna og nutum við þar af fróð- leiksbrunni hans eins og svo oft áður. Við þökkum samfylgd góðs vinar og ljúfar minningar um dýrmætar samverustundir sem munu fylgja okkur um ókomna tíð. Möggu, Eyjólfi, Ingu Láru og Ævari og fjölskyldum vottum við samúð okkar og hluttekningu er við vísum í orð Spámannsins: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Sigurjón og Anna. Á kveðjustund við lífsins leiðaskil er litið yfir gengnar ævislóðir. Og þó að ríki hryggð og harmaspil er hlýtt og bjart við minninganna glóð- ir. (Þorfinnur Jónsson) Fráfall Sigurðar Eyjólfssonar heggur mikið skarð í vinahópinn, sem hefur haldið dyggilega sam- an allt frá námsdvöl okkar í Þrándheimi í byrjun áttunda áratugarins. Sigurður var þar við nám í seinni hluta bygginga- verkfræði og lauk mastersnámi árið 1973. Íslendingahópurinn í Þrándheimi átti margar góðar stundir saman, ekki síst konurn- ar, sem hafa haldið saumaklúbb allt frá þeim tíma. Sigurður og Margrét kona hans höfðu komið til Þrándheims nokkrum árum á undan okkur flestum og sýndu okkur nýliðunum mikla hjálp- semi við að koma okkur fyrir á ókunnum slóðum. Þegar heim var komið hófst lífsbaráttan í starfi og við barna- uppeldi. Sigurður starfaði eftir námið hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen við mörg flók- in verkefni. Orðspor Sigurðar frá þeim vettvangi er framúr- skarandi þekking og yfirvegun, sem skilaði góðum lausnum á flóknum verkefnum. Saumaklúbburinn góði hittist reglulega og erum við karlarnir hafðir með í ýmsar uppákomur. Stofnað var til árlegrar ferðar um óbyggðir landsins, þar sem blandað var saman jeppa- og gönguferð. Ferðirnar urðu margar og ógleymanlegar. Við undirbúning þeirra kom fljót- lega í ljós hve fróður Sigurður var um landið og var hlustað vel eftir áliti þessa hógværa heið- ursmanns við ákvörðun um ferðaleiðir. Færni hans var ein- stök, hvort sem var að komast leiðar sinnar í ófærum á litla jeppanum eða hafa úthald á löngum gönguleiðum. Hann bjó yfir miklu jafnvægi í því sem hann tók sér fyrir hendur og allt- af var stutt í kankvísan húmor- inn. Við nutum félagsskapar Sig- urðar löngu eftir að hinn illvígi sjúkdómur hóf að herja á heilsu hans. Hann sýndi ávallt æðru- leysi og kvartaði ekki undan þessum vágesti, sem að lokum lagði hann að velli. Við söknum sárt góðs dreng- skaparmanns og vinar, sem nú hefur öðlast frið. Elsku Margrét, Eyjólfur, Inga Lára og Ævar. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að vera með ykkur. Fyrir hönd vinahópsins frá Þrándheimi, Haukur Hauksson. Sigurður Eyjólfsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær systir mín og frænka okkar, GUÐRÚN A. KRISTINSDÓTTIR píanóleikari, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, laugardaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Þorgerðar Eiríksdóttur hjá Tónlistarskóla Akureyrar. Margrét H. Kristinsdóttir, Ásdís A. Gunnlaugsdóttir, Bryngeir Kristinsson, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Bryndís Eriksdóttir Philibert, Kristinn Fr. Eriksson, og börn. ✝ Ástkær faðir minn, afi og bróðir, FRIÐFINNUR ÁRNI KJÆRNESTED STEINGRÍMSSON, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Lillý Kjærnested, Ísak Smári Geirsson, Karen Anja Kjærnested Oddgeirsdóttir, Rafael Fannar Oddgeirsson, Svala Þyrí Steingrímsdóttir, Þórarinn Smári, Jónína Steiney Steingrímsdóttir, Annie Kjærnested Steingrímsdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Nikulás Ásgeir Steingrímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.